Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 AF TÖLVULEIKJUM Friðjón Fannar Hermannsson fridjon@mbl.is Þriðji og síðasti leikurinn í Mass Effect-seríunni er nýkominn út fyrir Playsta-tion 3. Fyrri leikirnir voru gríðarlega vinsælir, og þá sérstaklega leikur númer 2. Hann var víða kjörinn besti leikur síns tíma og því ríktir mikil eftirvænting meðal leikjaunn- enda hvernig Mass Effect 3 mundi standa sig. Það má alveg segja umbúðalaust að Mass Ef- fect 3 sé einn flottasti og um leið einn umtal- aðasti leikur þessa árs og stenst fyllilega vænt- ingarnar sem gerðar voru til hans. Mass Effect 3 er sem sagt hlutverkaleikur með miklu vopnabúri, geimverur eru óvinirnir og hrúga af mannlegum tilfinningum og drama spila stórt hlutverk.    Leikurinn fjallar um liðsforingjann Shep-ard, og baráttu hans við að bjarga jörð- inni og öðrum plánetum frá miskunnarlausum geimverum sem drepa allt sem kvikt er. Til þess að sigra geimverurnar þarf Shepard að safna saman ólíkum herflotum frá mörgum sólkerfum. Í byrjun leiksins velur maður á milli þriggja útfærslna um hvernig maður vill spila leikinn. Hægt er að velja að spila nær ein- göngu bardagaatriðin eða vill maður stjórna sögunni meira og vera virkur þátttakandi í samtölum og annarri upplýsingaöflun? Val- möguleikarnir eru margir í þessum leik og hafa þeir allir sín áhrif á það hvernig leikurinn spilast.    Bardagasenurnar í þessum leik eru stór-brotnar. Oftast nær er Shepard með tvo aðstoðarmenn með sér í bardögunum og sam- nýta þeir vopn sín og krafta til að slátra geim- verum. Það sem grípur mann samt einna mest er hversu mikil og góð sagan er. Og að sama skapi er mikill metnaður lagður í grafík leiks- ins. Hvort sem það eru borgir, byggingar, geimskip eða geimverur, alltaf verður maður agndofa yfir þeim gæðum sem þessi leikur býður upp á. Samtalssenur eru margar en verða aldrei langdregnar. Nokkrar Holly- wood-stjörnur talsetja fyrir persónur í leikn- um. Freddie Prince Jr. er nýjasta viðbótin, en Seth Green og Martin Sheen eru þó líklega frægastir þeirra.    Persónur fyrri leikja spila stórt hlutverk íþessum leik og stjórnar maður miklu í því hvernig söguhetjan binst þeim trúnaðarbönd- um. Það er ekki nauðsynlegt að hafa spilað fyrstu tvo leikina í seríunni en klárlega er það stór kostur. Fyrstu tveir leikirnir eru nokkurs konar formáli að leik númer þrjú. Margt sem gerðist í fyrri leikjum hefur áhrif á framvindu mála í þessum glæsilega lokakafla Mass Ef- fect. Það getur því tekið allt að 60 klukku- stundir að klára þennan leik.    Margir aðdáendur Mass Effect-leikjannahafa lýst yfir miklum vonbrigðum yfir því hvernig þessi þriðji og síðasti leikur endar. Tugþúsundir hafa skrifað undir áskor- unarskjal til framleiðendans um að koma með nýjan endi á leikinn. Er það mín skoðun að það hafi verið markviss ákvörðun framleiðandans að brjóta upp þetta hefðbundna form tölvu- leikja sem snýr að endaspilinu. En það er þitt að spila leikinn og dæma um niðurstöðuna. Að frelsa oss frá illu! Bardagar Einn af mikilvægustu bardögum leiksins fer fram í stórborginni London. »Margir aðdáendur MassEffect-leikjanna hafa lýst yfir miklum vonbrigðum yfir því hvernig þessi þriðji og síð- asti leikur endar. »Óperan La Bohème eftir Giacomo Puccini var frumsýnd um helgina í tón- listarhúsi höfuðborgarinnar og landsmanna allra í Hörpunni. Verkið var fyrst frumsýnt árið 1896 í Tórínó af Arturo Toscanini. Frumsýning Líney Árnadóttir, Baldur Gíslason, Þórey Aðalsteinsdóttir, Ingunn Jensdóttir og Helga Magnúsdóttir mættu á frumsýningu óperunnar La Bohème í Hörpunni um helgina. Gestir Kristjana Stefánsdóttir og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Fjölskyldan Ólöf Breiðfjörð, Gunnar Guðbjörnsson, Ragnar Númi og Jökull Sindri voru mætt til að sjá óperuna sem er fyrir alla fjölskylduna. Morgunblaðið/Golli blurb.com  Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær gamanmynd með sótsvörtum húmor FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD Time  Movieline  Myndin sem hefur setið síðustu 3 vikur á toppnum í Bretlandi og notið gríðarlega vinsælda í USA. Ein besta draugamynd síðari ára EGILSHÖLL 16 16 L 7 7 ÁLFABAKKA 10 7 7 7 7 12 12 VIP 16 16 16 16 KEFLAVÍK 12 AKUREYRI PROJECT X kl. 6 - 8 - 10:10 2D PROJECT X VIP kl. 6 - 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D JOHN CARTER kl. 10:10 2D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 kl. 5:50 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:30 2D HUGO Með texta kl. 5:30 - 8 2D CONTRABAND kl. 5:50 2D L 7 7 16 KRINGLUNNI 16 16 16 PROJECT X kl. 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:10 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 3D kl. 5:50 3D BEAUTY & THE BEAST - 3D M/ ísl. Tali kl. 6 3D PROJECT X kl. 5:50 - 8 - 10:10 - 10:40 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:30 3D JOURNEY 2 kl. 5:50 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D PROJECT X kl. 8 2D JOHN CARTER kl. 10 3D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10 2D PROJECT X kl. 8 2D SVARTUR Á LEIK kl. 10:10 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS. SÝND Í 2D OG 3D PLEASANT SURPRISE - C.B, JOBLO.COM  - New York Times  - Time Out New York  - Miami Herald  MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D „Hin brjálæðislega fyndna Project X er málið. Hún fer alla leið er auk þess kærulaus og tilbúin í fjörið. Hverjum líkar ekki við það?“ Rolling Stone Geðveikt grín í geggjuðustu partýmynd allra tíma! vinsælasta myndin í heiminum í dag www.s i ggaog t imo . i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.