Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Gaman Sæmundarstund fór fram við styttuna af Sæmundi á selnum hjá aðalbyggingu Háskóla Íslands í gær. Börnin á Mánagarði sáu um söngatriðin og undu sér vel við styttuna þess á milli. Kristinn Ríkisstjórnin lagði fram samgönguáætlun fyrir árin 2011 til 2022 í byrjun ársins og er hún nú í vinnslu hjá sam- göngunefnd Alþingis. Sú staðreynd að gert er ráð fyrir litlum sem engum framkvæmdum á stórum landsvæðum auk lítils fjármagns til viðhalds á næstu 10-15 árum eru alvarleg skila- boð bæði fyrir íbúa einstakra lands- hluta, sveitarfélög, verktakafyrirtæki víðsvegar um landið, aðila í ferða- þjónustu o.fl. Hærri skattar á eldsneyti, minni framkvæmdir og viðhald Þær tekjur sem ríkissjóður hefur af sölu eldsneytis og annarri skatt- lagningu á umferð og bifreiðar eru á engan hátt að skila sér til samgöngu- framkvæmda. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir því að tekjur af ökutækjum nemi 54 millj- örðum. Þar af er ráðgert að tekjur ríkissjóðs af eldsneyti nemi 21 millj- arði en skatttekjur vegna vörugjalds á eldsneyti hafa hækkað um 163% frá árinu 2008. Í heildina hafa skattar á eldsneyti hækkað um 71,81%. Á sama tíma er einungis 15,7 millj- örðum varið til vegagerðar. Fram- lögin hafa dregist mjög saman og ekki er gert ráð fyrir aukningu um- fram hagvöxt á næstu árum. Þeir sem til þekkja segja að einungis hafi verið varið 40% af því sem þarf til við- halds á síðustu 4 árum. Vegakerfið sé að eldast og ljóst að við blasi millj- arðatjón ef ekki verður aukning um- fram það sem gert er ráð fyrir í sam- gönguáætlun. Litlar framkvæmdir og slæm staða innlendra verktaka Mörg landsvæði hafa glímt við mikla fólksfækkun á undanförnum árum. Bættar samgöngur eru grunn- urinn að því að efla byggð um allt land og margir horfðu til samgöngu- áætlunar í þeirri von að nú færi dag- inn að lengja. Áætlunin sýnir því mið- ur hið gagnstæða og dregur ekki upp bjarta mynd af næsta áratug. Nái áætlunin fram að ganga munu stór land- svæði búa við óbreyttar samgöngur næstu 10-15 árin en víða er ekki gert ráð fyrir neinum fram- kvæmdum til ársins 2022. Í því ljósi má fastlega gera ráð fyrir að ekki dragi úr uppsögnum og fjárhagsvandræðum hjá verktakafyrirtækjum enda lítið að gerast í öðrum mannaflsfrekum framkvæmdum. Það er samfélags- lega dýrt að tapa einstaklingum úr landi en þeir sem missa vinnuna eiga helst von um vinnu í Noregi. Sam- hliða því hefur sjaldan verið flutt jafn mikið út af vinnuvélum en þær eru í dag fluttar út á gjafverði og dýrt verður að endurnýja þessi tæki að nokkrum árum liðnum. Þessar stað- reyndir hefur ríkisstjórnin ekki tekið inn í myndina þegar ákvarðanir um fjárveitingar til samgöngumála voru teknar. Stefna ríkisstjórnar birtist í þeim málum sem hún leggur fram. Við fyrstu umræðu málsins kom fram vilji hjá nefndarmönnum innan ríkis- stjórnarliðsins til að gera breytingar á samgönguáætlun áður en hún verð- ur samþykkt. Það er vonandi að þau orð standi vegna þess að algjört framkvæmdaleysi á stórum land- svæðum til ársins 2022 væri reiðar- slag og myndi til lengri tíma verða mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð. Eftir Ásmund Einar Daðason » Tekjur ríkissjóðs vegna skatta á öku- tæki og eldsneyti verða 54 milljarðar á þessu ári, þar af verður ein- ungis 15,7 milljörðum varið til vegagerðar. Ásmundur Einar Daðason Ásmundur Einar Daðason, alþing- ismaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd Alþingis. Samgönguáætlun 2011-2022 Baráttan gegn ristil- krabbameini er mikil- væg og verður að halda áfram, en mars- mánuður er helgaður þessari baráttu víða um heim. Mörg und- anfarin ár hefur at- hyglinni, í ræðu og riti, verið beint að þessum sjúkdómi. Heilbrigð- isyfirvöld hér á landi hafa lítið aðhafst til að fyrirbyggja sjúkdóminn og fækka dauðsföllum af hans völdum, þrátt fyrir að ristil- og endaþarmskrabbamein sé þriðja algengasta krabbameinið hér á landi. Sjúkdómurinn er oftast dauðans alvara þegar hann greinist. Krabba- meinið er lúmskt, myndast og stækkar á löngum tíma og einkenni sjúkdómsins eru lítil lengi vel. Þetta krabbamein er önnur algengasta or- sök dauða af völdum alls krabba- meins meðal Íslendinga, en rúmlega 50 einstaklingar deyja árlega vegna sjúkdómsins eða um einn ein- staklingur á viku hverri. Óvissan tekur völdin Margir eru í blóma lífsins, karlar og konur, oftast fimmtíu ára og eldri þegar þeir greinast. Höggið kemur þegar fólk ætlar að njóta fjölskyldu, frístunda og starfsloka. Við tekur erfið meðferð og lífsgæði skerðast. Óvissan tekur völdin. Er von á lækningu eða mun sjúkdóm- urinn leiða til dauða? Hvað var hægt að gera til að forðast þessi ör- lög? Krabbamein í ristli og endaþarmi hefur góðkynja forstig. Mögulegt er að greina þetta forstig, fjarlægja það og fyrirbyggja krabbameinið. Skimun bjargar lífi Áratugum saman hefur mikil þekking legið fyrir um helstu áhættuþætti þessa krabbameins. Það tekur að jafnaði 10 ár að góð- kynja ristilsepi breytist í krabba- mein. Það er því nægur tími til að beita forvarnaraðgerðum. Um fjórð- ungur þeirra sem eru yfir fimmtugt hafa sepa í ristlinum. Flest- ir separnir eru án ein- kenna, en til að finna sepana og fjarlægja þá þarf að leita hjá ein- kennalausu fólki. Fjölmargar rann- sóknir hafa sýnt fram á gagnsemi skimunar (leitar). Síðastliðin tvö ár hafa tvær stórar rannsóknir sýnt fram á verulegan árangur í að fækka dauðsföllum vegna rist- ilkrabbameins (31-53%) með því að spegla ristilinn og fjarlægja sepana. Vakin athygli, en lítil viðbrögð Víða í Evrópu er verið að skima fyrir þessu krabbameini með skipu- lögðum eða óskipulögðum hætti. Heilbrigðisyfirvöld, krabbameins- félög og áhugafélög beita sér beint eða óbeint í þessu máli. Á undan- förnum 20-25 árum hafa margir lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á þessum algenga sjúkdómi hér á landi. Gerð var könnun á gildi skim- unar á vegum Krabbameinsfélags- ins 1984-1986, margar ráðstefnur og fyrirlestrar hafa verið haldnar auk fjölda greina skrifaður í dagblöð og tímarit. Fræðsluþættir hafa verið sýndir í sjónvarpi og fræðsluátakið Vitundarvakning gegn ristilkrabba- meini fór fram fyrir áratug. Á Alþingi, 17. mars 2007, var samþykkt þingsályktunartillaga um að hefja undirbúning að skimun. Ít- arleg skýrsla var gerð árið 2008 af ráðgjafahópi þáverandi heilbrigðis- ráðherra. Þar var lagt mat á for- varnir með bólusetningum og skim- unum og m.a. mælt með að hefja skimun fyrir ristil- og endaþarms- krabbameini meðal fólks á aldrinum 60-69 ára. Engar aðgerðir hafa hins vegar séð dagsins ljós. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameini, 4. febrúar síðastliðinn, ritaði velferðarráðherra grein í Fréttablaðið, þar sem m.a. er fjallað um lungnakrabbamein, legháls- krabbamein, brjóstakrabbamein og almennar framfarir í meðferð krabbameins. Þar segir hann: „Við eigum mörg vopn í baráttunni gegn krabbameini og eigum að beita þeim öllum á markvissan hátt, því sókn er besta vörnin. Forvarnir skipta miklu máli.“ Það vekur furðu að ekki var minnst einu orði á krabba- mein í ristli. Þessi orð ráðherrans eiga hins vegar mjög vel við um ristilkrabbamein sem má fyr- irbyggja og lækna ef það finnst nógu snemma. Hér virka forvarnir best og skipta sköpum um líf eða dauða. Frá aðgerðaleysi til athafna En stóra spurningin er: Hver ber ábyrgðina á aðgerðunum, eða öllu heldur aðgerðaleysinu? Hvar liggur ábyrgð þeirra sem eiga að veita for- ystu um velferð, líf og heilsu fólks? Stjórnmálamenn hljóta að skoða gang sinn í þessu máli. Næg vitn- eskja liggur nú fyrir um ábata að- gerða gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Þetta er ein af fáum tegundum krabbameins sem upp- fyllir öll skilyrði víðtækrar skim- unar. Landlæknir hefur mælt með skimun á Íslandi í áratug, en það er ekki farið eftir því. Með skimun björgum við manns- lífum, bætum lífsgæði og spörum okkar févana þjóð stórar fjárhæðir. Mun það sannfæra þá vantrúuðu sem ráða ferðinni í þessum efnum? Nú má orðræðunni ljúka, en hefj- um þegar undirbúning að skimun fyrir þessum lævísa og lúmska sjúk- dómi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær og ekki síður, hver vill eiga heiðurinn? Eftir Ásgeir Theódórs »Næg vitneskja ligg- ur nú fyrir um ábata aðgerða gegn krabba- meini í ristli og enda- þarmi. Þetta krabba- mein uppfyllir öll skilyrði víðtækrar skim- unar. Ásgeir Theódórs Höfundur er meltingarlæknir og sérfræðingur í heilbrigðisstjórnun. Ristilkrabbamein, gerum betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.