Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012
Fulltrúar nýskipaðs ungmennaráðs
Sandgerðisbæjar mættu á fund
bæjarstjórnar sl. mánudag og tóku
við erindisbréfi ráðsins. Hlutverk
ráðsins, sem í sitja ungmenni á
aldrinum 15-18 ára, er að vera frí-
stunda-, forvarna- og jafnréttisráði
til ráðgjafar um málefni ungs fólks
og getur það komið með tillögur
um hvernig best sé að standa að
forvarnarmálum barna og ung-
menna, hvernig æskilegt sé að haga
starfsemi þeirra stofnana bæjarins
sem ungmenni sækja og um önnur
þau mál sem varða hagsmuni barna
og ungmenna.
„Þetta er mjög spennandi,“ segir
Særún Sif Ársælsdóttir, sem situr í
ráðinu. Hún segir það hafa verið
áhugavert að sitja bæjarstjórn-
arfund. „Það var svolítið formlegt
og ólíkt því sem ég hef átt að venj-
ast hingað til,“ segir hún en Særún,
sem stundar nám við Fjölbrauta-
skóla Suðurlands, hefur verið öflug
í félagsstarfi undanfarin ár og sat
m.a. í nemendaráði þegar hún var í
grunnskóla.
Aðspurð hverju þau hyggjast
beita sér fyrir segir Særún það ekki
hafa verið rætt enn, enda nýbúið að
skipa ráðið, en það muni skýrast á
næstunni. Auk fyrrgreindra atriða
getur ungmennaráðið einnig gert
tillögu að þátttöku ungmenna í við-
burðum á vegum bæjarins.
Áhugavert að sitja bæjarstjórnarfund
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sjö ungmenni í Sandgerði skipuð í sérstakt ungmennaráð
Saman Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, Harpa Birgisdóttir, Grétar Karlsson, Ágúst Þór Sigfússon, Davíð Smári
Árnason, Halldór Jón Grétarsson og Særún Sif Ársælsdóttir skipa ungmennaráð Sandgerðisbæjar.
Ingvar P. Guðbjörnsson
Hallur Már Hallsson
„Þessi ákvörðun kemur ekki eins og
þruma úr heiðskíru lofti vegna þess
að hún á sér langan aðdraganda,“
sagði Svandís Svavarsdóttir um-
hverfisráðherra um áhrifin sem
ákvörðun hennar um að fella úr gildi
sérákvæði í reglugerð vegna eldri
sorpbrennslustöðva hefur á umrædd
sveitarfélög. Ljóst er að sorp-
brennslustöðvarnar á Kirkjubæjar-
klaustri og í Vestmannaeyjum þurfa
frá og með næstu áramótum að upp-
fylla sömu skilyrði og aðrar sorp-
brennslustöðvar á EES-svæðinu.
Svandís segir að umræðan hafi í
byrjun komið upp vegna díoxíð-
mengunar frá sorpbrennslustöðvum
og að hún hafi tjáð sig mjög skýrt
um málin strax í upphafi um að hún
teldi ástæðulaust að Ísland héldi í
undanþáguákvæði frá þessum al-
mennu reglum.
„Við erum í raun og veru að leggja
af undanþáguna og fara þá inn í það
umhverfi að við gerum stífustu kröf-
ur fyrir íbúa þessa lands og þar með
talið þessara sveitarfélaga að því er
varðar loftmengun,“ sagði Svandís.
Aðspurð hvort til greina kæmi að
mæta kostnaði sveitarfélaganna við
að uppfylla reglugerðina með ein-
hverjum hætti sagði Svandís: „Það
er í sjálfu sér ekki á forræði um-
hverfisráðuneytisins.“ Hún sagði þó
sjálfsagt einhverjar leiðir mögu-
legar í þeim efnum og vísaði sem
dæmi á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Svandís sagði viðfangsefni fram-
tíðarinnar „að sveitarfélögin og ríkið
geti komið til móts við sívaxandi
kröfur í sorpmálum, bæði aukna
flokkun og að lágmarka urðun“.
Í óundirbúnum fyrirspurnum á
Alþingi í gær spurði Ragnheiður El-
ín Árnadóttir ráðherrann um málið.
Þar sagði Svandís að tillagan um
að fella sérákvæðin út hefði komið
frá Umhverfisstofnun á fyrstu dög-
um ársins 2011 í ljósi umræðunnar
þá um díoxíðmengun. Hún sagði
jafnframt að hér væri í fyrsta skipti
verið að setja fram heildstæða
landsáætlun um málefni sem tengd-
ist meðhöndlun úrgangs. Svandís
sagði ráðuneytið ekki hafa skoðun á
fjölda urðunarstaða og sorp-
brennslustaða en þó sýndist sér að
sorpbrennslum myndi fækka og
sorpurðunarstaðir myndu stækka.
Umhverfisráðherra sagði einnig
að hún sæi lífrænan úrgang fara í
sérstakan farveg og að endurvinnsla
yrði aukin. Ófullkomnar sorp-
brennslustöðvar hlytu að heyra sög-
unni til. Ráðherra nefndi árangur
Eyjamanna og sagði: „Það er veru-
lega mikið fagnaðarefni að Vest-
mannaeyingum hefur gengið að
snúa við blaðinu í þeim efnum og
nálgast úrgangsmálin af mikilli
ábyrgð.
Hér eftir sem hingað til er það svo
að sorpmál eru á ábyrgð sveitarfé-
laganna,“ sagði Svandís.
Almennar reglur gildi hér
Rekstur sorpbrennslustöðva í óvissu í árslok Ráðherra segir sorpmálefni á
ábyrgð sveitarfélaga Stífustu kröfur fyrir íbúa landsins varðandi loftmengun
„Hér eftir sem hing-
að til er það svo að
sorpmál eru á ábyrgð
sveitarfélaganna.“
Svandís Svavarsdóttir
Hin árstíðabundna inflúensa er á hröðu undanhaldi á
landinu eftir að hafa náð hámarki sínu í 8. viku ársins, þ.e.
vikuna 19.-25. febrúar. Þá bárust sóttvarnalækni tilkynn-
ingar um 380 tilfelli inflúensulíkra einkenna en í síðustu
viku voru þau 174.
„Í viku eitt voru þetta 38 tilfelli og svo fór þetta í hæstu
hæðir í áttundu viku, í 380 tilfelli, en hefur síðan verið að
dala,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Hjá Læknavaktinni í Kópavogi var toppnum náð í 7.
viku og aftur í 10. viku en í báðum vikum sóttu 104 ein-
staklingar vaktina með inflúensulík einkenni. Þeim fækk-
aði hins vegar í 89 í 8. viku og voru 96 í 9. viku. Haraldur
segir líklega tilviljun að topparnir hafi verið tveir, enda
hafi ekki nema 27 sótt vaktina með flensueinkenni í síð-
astliðinni viku.
Sóttvarnalæknir segir að sú flensa sem sótt hafi á
landsmenn undanfarnar vikur sé af hinum hefðbundna
H3N2-stofni og lítið hafi farið fyrir svínaflensunni sem
gekk hér yfir 2009.
„Við höfum nánast ekkert séð af nýja svínaflensustofn-
inum, hann sést bara ekki,“ segir Haraldur en of snemmt
sé þó að fagna. „Svínaflensan gæti auðvitað komið í kjöl-
farið á árstíðabundnu flensunni en það er óvíst, við erum
svo ofboðslega vel bólusett gegn þeim stofni,“ segir hann.
Það sem af er ári hafa 2.017 tilfelli inflúensulíkra ein-
kenna verið tilkynnt en þau voru 10.299 allt árið 2009.
holmfridur@mbl.is
Tilfellum inflúensulíkra
einkenna fækkar mjög
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flensa Aðeins 27 leituðu til Læknavaktarinnar með
flensueinkenni í síðustu viku en 104 vikuna á undan.
Voru flest 380 í 8. viku árs-
ins en 174 í síðastliðinni viku
„Mér finnst vel
koma til greina
að skoða þetta en
það hefur ekki
verið sett upp
vinna utan um
það,“ sagði
Oddný G. Harð-
ardóttir fjár-
málaráðherra að-
spurð hvort til
greina kæmi að
taka upp skattaafslátt fyrir þá sem
eiga um langan veg að fara til og frá
vinnu daglega, en slíkt kerfi tíðkast
bæði í Noregi og í Danmörku.
„Við þurfum auðvitað að fara yfir
þessi mál vegna þess að með hækk-
andi bensín- og olíuverði skapast alls
konar svona vandamál og mér finnst
sjálfsagt að við skoðum það.“
Ekki vitað hvaða fyrirtæki önn-
ur verði seld í stað bankanna
Oddný var spurð nánar út í um-
mæli sín um síðustu helgi þar sem
hún nefndi að til greina kæmi að
selja aðrar ríkiseignir eða innleysa
arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum til
að uppfylla tekjumarkmið ríkissjóðs
á yfirstandandi fjárlagaári í stað
sölu hlutabréfa í bönkunum.
„Við erum ekki búin að setja þetta
niður,“ sagði Oddný.
„Það eina sem liggur fyrir er að
við þurfum að uppfylla þessi tekju-
markmið og við verðum og munum
finna leiðir til þess,“ sagði Oddný.
ipg@mbl.is
Skatta-
afsláttur
skoðandi
Oddný G.
Harðardóttir
Óljóst hvaða eignir
verði hægt að selja
Skrofan er kom-
in, Ingvar A. Sig-
urðsson í Eyjum
sá eina við
Bjarnarey í gær.
Í fyrra kom hún
ívið seinna, þær
fyrstu sáust þá
29. mars, að sögn
Ingvars. Skrofur
eyða ævinni að
mestu á sjó og
koma nær eingöngu í land til að
verpa, það gera þær hér eingöngu í
Eyjum. Talið er að pörin séu nokk-
ur þúsund. Þær eru svartar að ofan
en hvítar að neðan, vænghaf getur
orðið nær 90 sentimetrar.
Skrofan mætt
í Eyjum
Skrofa Snemma
á ferð í Eyjum.
Veldu einhverja tíu ávexti
á ávaxtamarkaði Krónunnar
– fyrst og fre
mst
ódýr!
og þú borgar...