Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 11
Tískuvika Fyrirsæta baksviðs á tískusýningu Stinu Goyaback.
Fjölbreyttur hópur
Fjórða tölublaðið af Bast Ma-
gazine kom út nú í febrúar og hið
næsta kemur 15. maí. Hópurinn í
kringum tímaritið hefur stækkað
og við það starfar nú fólk frá ýms-
um löndum. Í hópnum er m.a. að
finna Dani, Svía, Rússa og Finna.
Á samnefndri heimasíðu er
síðan bloggað um allt milli himins
og jarðar.
„Við fylgjumst vel með öllu því
sem er að gerast í lista- og menn-
ingarlífinu. Við förum t.d reglulega
til London, Parísar og svo til Ís-
lands. Við tökum einnig virkan þátt
í því sem er að gerast hérna í
Kaupmannahöfn. Það má því segja
að við sækjum okkar innblástur
héðan og þaðan. Við erum þakk-
látar fyrir dyggan lesendahóp okk-
ar sem vex og dafnar og hafa allir
tekið okkur mjög vel,“ segir Haf-
rún.
Tímaritið og bloggið má finna
á vefslóðinni http://bast-magaz-
ine.com.
MAKE by Þorpið kallast átaksverkefni í atvinnusköpun
á sviði vöruhönnunar og listiðnaðar á Austurlandi.
Verkefnið fór af stað fyrir tveimur árum með stuðningi
þriggja stoðstofnana á Austurlandi; Þekkingarnets,
Þróunarfélags og Menningarráðs Austurlands. Er
markmiðið að byggja upp tengslanet, ráðgjöf, mennt-
un og þjónustu fyrir vöruþróun og markaðssetningu
og leggja þannig grunn að hönnun sem atvinnugrein á
Austurlandi.
Hráefni frá svæðinu
„Samfélagið fyrir austan hefur tekið þessu verkefni
ótrúlega vel og það hefur vakið mikinn áhuga. Þetta
hefur gerst skref fyrir skref en áhuginn á að taka þátt
eykst sífellt og er verkefnið farið að spyrjast út. Þann-
ig var t.d. hópur frá Royal College of Art frá London
með vinnustofu fyrir austan síðastliðna helgi. Verk-
efnið hæfir líka tíðarandanum vel og nú vonumst við
til að fólk verði áfram duglegt að taka þátt,“ segir
Karna Sigurðardóttir
Ýmislegt hefur sprottið út úr verkefninu en miðað
er við að í því geti allir hönnuðir, hönnunarhugsuðir
og frumkvöðlar tekið þátt. Áhersla er lögð á að nota
hráefni af Austurlandi, hreindýraafurðir, við úr Hall-
ormsstaðarskógi, þæfða ull úr frá Ullarvinnslu frú
Láru á Seyðisfirði, ál og stein frá Borgarfirði eystri.
Hvert verkefni hefur sína sýn en hugmyndafræðin er
að búa til kjöraðstæður fyrir hönnuði á Íslandi.
Meðal verkefna sem styðja við hugmyndafræði
MAKE by Þorpið á Austurlandi eru vöruþróunarverk-
efnið Norðaustan 10 og Fish Factory – Sköp-
unarmiðstöð á Stöðvarfirði svo aðeins fáein séu nefnd
en nánar má lesa sér til um verkefnið á www.make.is.
Einnig verður verkefnið kynnt á Hönnunarmars í Brims
húsi, Geirsgötu 11, en sýningin verður opnuð klukkan
16 fimmtudaginn 22. mars.
Vöruhönnun og listiðnaður á Austurlandi
MAKE by Þorpið á Hönnunarmars
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012
Í kvöld klukkan átta verður heimspekikaffi í Gerðubergi
undir yfirskriftinni Grín/Alvara. Þar ætlar Gunnar Her-
sveinn að stjórna umræðum um húmor og leikkonan
Helga Braga Jónsdóttir verður gestur, en hún hefur tekið
þátt í ótal gamanþáttum í sjónvarpi, m.a. Fóstbræðrum og
Áramótaskaupinu.
Á bloggi Gunnars Hersveins má m.a. lesa eftirfarandi
um fyrirbærið húmor:
Engum hefur tekist að skilgreina húmor eða gera grein
fyrir kímnigáfunni, þótt margir hafi gert góðar og nytsam-
legar tilraunir og jafnvel smíðað viðamikil kerfi í þeirri við-
leitni. Gleði og hlátur eiga sér sjálfstætt líf óháð kímni-
gáfunni og fasta búsetu í manninum. En þau eru jafnframt
fylgifiskar kímninnar. Hlátur veit þó ekki alltaf á gott því
fátt óttast sá hrokafulli og þrjóski meira en háð og hlátur
annarra. Húmor þræðir króka og kima mannlífsins, svo
virðist vera sem enginn áfangastaður sé honum óviðkom-
andi. Hann er utan marka og innan, siðlaus og siðlegur,
líkur kitli og hnífstungu. Óvæntur. Lífið er stutt ef kímni-
gáfuna skortir, því húmor er lækning og hlátur lengir lífið
og gleðin er fjörefni hugans. Ein þekktasta kenningin um
húmor snýst um að grínið losi um uppsafnaða spennu í
líkama og sál.
Húmor getur
tekið undir staðal-
ímyndir, hann get-
ur viðhaldið kúg-
un. En hann getur
líka verið þáttur til
að brjóta niður
harðstjórn.
Húmor getur
verið viðeigandi
eða óviðeigandi,
grófur og góðlát-
legur, meiðandi og græðandi. Hann getur opinberað kyn-
þáttahatur eða hatur á konum eða körlum. Hann getur
líka verið áhrifarík samfélagsgagnrýni. Húmor getur verið
ógn, svo hættulegur að hann hefur verið kenndur við djöf-
ulinn (fyrr á öldum).
Kímnigáfan er sammannleg og ekki er ólíklegt að hver
þjóð búi við sitt sérafbrigði af húmor. Ísland er bæði örríki
og dvergríki. Hvernig er húmorinn þar? Hvað einkennir ís-
lenska fyndni? Leitað verður svara við þessum spurn-
ingum og öðrum á heimspekikaffinu í kvöld.
Aðgangur er ókeypis.
Grín og alvara – heimspekikaffi í Gerðubergi í kvöld
Morgunblaðið/Ernir
Hlátur Gleðin er fjörefni hugans og næsta víst að þessum stúlkum hefur liðið vel eftir þessa hláturroku.
Húmor er lækning og hlátur lengir lífið
Helga Braga
Jónsdóttir
Gunnar
Hersveinn
Safnaðu litlum listaverkum