Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hörður Ingi-marsson,sem er einn af stofn- endum Vinstri grænna, ritar al- vöruþrungna og beitta grein í Morgunblaðið í gær. Hann rekur í fáum orðum aðdrag- andann að stofnun VG hinn 6. febrúar 1999. Og hann kallar fram hvernig flokkurinn bar sig að nánast 10 árum síðar, þegar hann vann glæsilegasta kosningasigur sinn. Þá var leiðarljós flokksins ítarleg stefnuskrá, sem kynnt var rækilega um land allt fyrir kosningarnar 25. apríl 2009. Kjörorðin voru: „Gegn aðild að ESB“, „Vegur til framtíðar“, „Öflugur landbúnaður“ og „Norrænt velferðarsamfélag.“ Hörður rekur svo skil- merkilega hvernig þau orð, sem hafin voru til öndvegis í kosningabaráttunni sem leiddi til hins mikla kosningasigurs fóru smám saman fyrir lítið þegar á valdastólana var sest. Meðal annars minnir hann á þau sjónarmið Atla Gíslasonar alþingismanns og áður náins samstarfsmanns Steingríms J. að fyrir kosningarnar 2009 hafi verið búið að semja við Samfylkinguna um að helsta konsingaloforðið „Gegn ESB aðild“ yrði svikið strax að þeim loknum. Öll er lýsing grein- arhöfundar með miklum þunga, en samt án merkja um reiði og með öllu stóryrðalaus og er hún enn áhrifameiri fyrir vikið. En lokaorð Harðar Ingimars- sonar í hinni merku grein eru þessi: „Ég vil ráð- leggja Steingrími J. að taka sér ferð norðaustur á Font og ganga hálendið á ný til Reykjaness og hugsa sinn gang og ganga úr skugga um hvort hann á sér nokkra leið til baka úr þeim ógöngum, sem hann er búinn að setja sig í og flokk VG þar sem hann var kjörinn til for- ustu á liðnu hausti með færri atkvæðum en lýstu sérstökum stuðningi við Jón Bjarnason í dagblaðaauglýsingum. Það er enginn „vegur til framtíðar“ í núverandi ríkisstjórnarsam- starfi. Það er ekkert „gagnsæi og heiðarleiki“ það er ekkert „norrænt velferðarsamfélag“ það er öllum almenningi ljóst. Menn sem verja ekki sín helgustu vé eiga að víkja, þeir hafa misst trúnað og traust fjölmargra félaga sinna og skv. skoðanakönnunum helm- ing kjósenda sinna. Forustan hefur brugðist öllum meg- inmarkmiðum sem Vinstri græn voru stofnuð til. Það er brýnt að skipta um forustu hjá VG og boða til kosninga þegar í haust. Að ári gætum við hreinlega þurrkast út af Al- þingi Íslendinga. Það er eðli- leg lýðræðisleg niðurstaða þegar forustan hefur yfirgefið öll meginmarkmið sem Vinstri græn voru stofnuð til að halda vörð um.“ Það er ekki að undra að traust kjósenda þverri þegar fyrir- heit og loforð eru meðhöndluð svona} Þeir eiga að víkja sem verja ekki sín helgustu vé Örfáum dögumáður en loka- frestur rennur út ákveða stjórnar- flokkarnir að leggja fram til- lögu til þingsályktunar „um ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögur stjórn- lagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og til- tekin álitaefni þeim tengd“. Ætlast er til að þingið af- greiði tillöguna með hraði þrátt fyrir að spurningarnar sem bera á fram séu alveg óboðlegar, enda augljóslega jafn vanhugsaðar og tillagan að nýrri stjórnarskrá sem greiða á atkvæði um. Sú tillaga er svo ónothæf sem grunnur að nýrri stjórn- arskrá íslenska lýðveldisins að stjórnarliðum á Alþingi tókst ekki að finna einn sér- fróðan álitsgjafa sem var reiðubú- inn að lýsa yfir stuðningi við hana. Þvert á móti var hún for- dæmd í öllum umsögnum og samdóma álit er að hún geti aldrei orðið boðleg stjórnar- skrá. Kosningin í sumar hefur ekkert með endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera, til þess er málið allt of vanbú- ið, auk þess að vera til þess fallið að auka á ruglinginn en ekki skýra línurnar. Tillagan um þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur aðeins einn tilgang og hann er sá að ráðherrarnir haldi stólunum sínum, enda lafir stjórnin ekki nema stjórnarskrármálið sé keyrt áfram, sama hversu vanbúið og vitlaust það er. Kosningin snýst um stjórnina en ekki stjórnarskrána} Kosið um ónýta tillögu R íkisstjórnin hefur nú samþykkt lækkun virðisaukaskatts á raf- bíla og tvinnbíla og er vonandi að frumvarp þess efnis, sem hef- ur raunar verið í pípunum í meira en ár, verði afgreitt af þinginu sem fyrst. Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur öll sem fellum tár þegar við fyllum á bensínahákana okkar og sjáum peningana þannig fuðra upp. Bílaframleiðendur um allan heim eru farnir að framleiða rafbíla af öllum stærðum og gerðum, fjöldaframleiðsla er handan við horn- ið svo með aðgerðum eins og þeim sem stjórn- völd ætla nú að ráðast í ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ómþýðir rafbílar byrji brátt að líða mengunarlaust um götur Reykjavíkur. Fram kom í Mbl.is í gær að tvinnbíllinn Chevrolet Volt muni, sem dæmi, lækka í verði um eina milljón króna verði virðisaukaskatturinn felldur niður. Það munar um minna. Sambærilegar aðgerðir hafa gefið góða raun annars staðar, t.d. í Noregi þar sem rafbílum hefur fjölgað jafnt og þétt á götunum. Kostir þess að keyra bílaflotann okkar, sem er einn sá stærsti í heiminum miðað við höfðatölu, á endurnýj- anlegri, innlendri orku eru auðvitað óteljandi. Umhverf- issjónarmið skipta þar miklu máli en gagnvart hinum al- menna neytanda, að ónefndum gjaldeyrisforða ríkisins, vegur án efa þyngst sá gríðarlegi sparnaður sem felst í því að vera ekki háð innfluttu jarðefnaeldsneyti, á því verði sem olíutunnan býðst í dag. Undanfarin ár hefur miklu verið varið í rannsóknir og þróun á nýj- um orkugjöfum fyrir samgöngur enda fyr- irséð að hratt gengur á olíubirgðir heimsins. En hér á landi tekur því satt að segja varla að ræða aðra orkugjafa en rafmagnið þegar samgöngur eru annars vegar. Yfirburðir raf- magnsins eru miklir, ekki síst hér þar sem framleiðsla rafmagns er græn og væn eins og við erum sífellt að státa okkur af og fram- boðið nóg til að knýja allan bílaflotann. Vökvar og gas af ýmsum tegundum hafa verið nefnd til sögunnar og eru ágæt til síns brúks en geta varla talist heildstæð lausn fyr- ir orkuskipti í samgöngum líkt og rafmagnið. Augljósasti ókosturinn er að gas og olíur þyrfti alltaf að flytja í stórum tankbílum milli landshluta með tilkostnaði, sliti á vegum og slysahættu. Rafmagnið þarf hins vegar ekki að flytja. Það er nú þegar inni á hverju einasta heimili og vinnustað, snarkandi í þéttu neti sem búið er að leggja um allt landið. Það þarf ekki annað en að stinga bílnum í samband á meðan við sofum eða vinnum. Vonandi verða þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að hreyfa við markaðnum og færa okkur rafbíla sem raunhæfan kost, því allar forsendur eru til staðar og ég efast ekki um að fleiri en ég myndu vilja getað farið inn í sumarfríið eins og facebookvinur minn sem skrifaði um daginn, keyrandi um á Benz ML350-rafjeppa: „Búinn að keyra yfir 500 km og nota rafmagn fyrir 600 krónur. Aldrei aftur bensínstöð.“ una@mbl.is Una Sig- hvatsdóttir Pistill 500 kílómetrar fyrir 600 krónur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Vörur Apple hittu á hárréttan tíma FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ný útgáfa af iPad-spjald-tölvu tölvurisans Applefer í sölu á Íslandi á föstu-dag og bíða íslenskir aðdáendur varnings fyrirtækisins vís- ast með öndina í hálsinum. Mikið æði grípur jafnan um sig um allan heim þegar Apple setur nýjar vörur á markað á borð við iPhone, iPod og iPad og myndast gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir þegar þær hefja sölu á þeim. Fyrstu helgina sem nýi iPadinn var til sölu seldust fjórar millj- ónir spjaldtölva og er það þrefalt meiri sala en á iPad2. Vöxtur fyrirtækisins á und- anförnum árum hefur verið undra- verður, ekki síst í því ljósi að það var næstum farið á hausinn um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Nú er það hins vegar orðið ríkasta fyrirtæki heims og hafa hlutabréf í Apple hækkað um 82% á einu ári. Verða með miðnæturopnun Að sögn Bjarna Ákasonar, fram- kvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi, hafa fjölmargir þegar spurst fyrir um nýja iPadinn. Búið sé að panta þrjú þúsund eintök til lands- ins en það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en á fimmtudag hversu mörg fyr- irtækið fái hingað. Miðnæturaf- greiðsla verði í verslununum á Lauga- vegi og í Smáralind aðfaranótt föstudags. Þegar iPad 2 kom út hafi þúsund Íslendingar verið á biðlista en aðeins hafi um þrjú hundruð tæki komið til landsins. Bjarni segist því eiga von á röðum fyrir utan verslanirnar á fimmtudagskvöld. „Ég hef opnað yfir tuttugu Apple-verslanir í Skandinavíu og það eru alltaf biðraðir þegar nýjar vörur koma. Þetta er eiginlega óútskýr- anlegt,“ segir hann. Hittu á hárréttan tíma Lykillinn að velgengni Apple var að fyrirtækinu tókst að sannfæra heila kynslóð um að það hefði það sem neyt- endur vantaði, að sögn Andrésar Magnússonar, blaðamanns á Við- skiptablaðinu sem er mikill áhuga- maður um Apple-vörur. Upphaf Apple-tískubólunnar segir hann mega rekja til þess þegar iMac-borðtölvan kom út árið 1998 eftir að Steve Jobs kom aftur til fyrirtæk- isins. Hann hafi lagt mikla áherslu á að öll iðnhönnun við vörur fyrirtækisins væri fyrsta flokks jafnvel þó að mörg- um hafi þótt það vera prjál á sínum tíma og menn væru að borga of mikið fyrir útlitið. „Þeir hittu á hárréttan tíma. Markaðurinn var greinilega orðinn óþreyjufullur eftir því að fá eitthvað annað en þessa ljótu beislituðu kassa sem höfðu verið til sölu árum saman. Tölvur voru búnar að ná almennri fót- festu og voru að breytast úr því að vera tæki fyrir fagmenn í að vera neyt- endatæki,“ segir Andrés. Stungu markaðinn af Í kjölfarið sneri Apple sér að staf- rænni tónlist með iPod og iTunes þrátt fyrir að fyrirtækið hefði næstum því misst af þeirri lest til að byrja með. „Þó að iPod hafi ekki verið fyrsti mp3- spilarinn þá stungu þeir markaðinn af og hann hefur ekki náð þeim síðan,“ segir Andrés. Nýjungar eins og snertiskjárinn og forritabúðir fyrir iPhone og iPad hafa svo tryggt Apple sama forskot í snjallsímum og spjaldtölvum. „Dýptin sem felst í forritabúðinni hefur gert símann svona vel heppn- aðan. Hann er í endalausri endurnýjun gagnvart þörfum markaðarins því að þúsundir forritara keppast um að búa til ný forrit í hann á hverjum degi. Það sama á við um iPadinn,“ segir Andrés. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kaupæði Útsala var á eldri Apple-vörum hjá umboðinu hér í lok febrúar og myndaðist röð fyrir utan verslunina. Allar útsöluvörurnar seldust upp. 546 milljarðar dollarar er heildarverðmæti Apple um þessar mundir. 600 dollarar er verðið á hverjum hlut í Apple. 100 milljarðar dollara er það fé sem fyrirtækið hefur handbært. 45 milljarðar dollara er áætlaður kostnaður Apple við fyrstu arð- greiðslu fyrirtækisins frá 1995. ‹ RÍKASTIR Í HEIMI › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.