Morgunblaðið - 23.03.2012, Side 1

Morgunblaðið - 23.03.2012, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  70. tölublað  100. árgangur  SEGIR ÞAÐ HÆTTULEGT AÐ ÞEGJA OF LENGI MÚSÍKTIL- RAUNIR Í 30. SINN LÝTAAÐGERÐIR AFSKRÆMA FEGURÐINA KEPPNIN HEFST Í KVÖLD 38 KITTY VON SOMETIME 40LÍNA LANGSOKKUR 10 Þau láta ekki bílaumferðina trufla sig, hreindýrin sem und- anfarna daga hafa haldið sig við þjóðveginn um Fagradal. Hópurinn telur alls um 120 dýr og mun að öllum líkindum halda sig á svæðinu næstu vikur, eða allt þar til kýrnar bera í maí. Þá vilja þær meira næði og halda inn í dali eða upp til fjalla. Skarphéðinn G. Þórisson, náttúrufræðingur hjá Nátt- úrustofu Austurlands, segir veturinn almennt hafa verið dýr- unum góður og þau hafi lítið leitað niður í byggð. Nokkuð af dýrum hafi þó fallið á Suðausturlandi, flest fórnarlömb ákeyrslna. Skarphéðinn segir hreindýrin halda til óþarflega nálægt vegunum en í því samhengi sé skammdegið hættuleg- ast, bæði dýrum og ökumönnum. Hreindýrin alls óhrædd við umferðina Ljósmynd/Sigurjón Pétursson  Talið er að tölvuleikjageir- inn hér á landi velti árlega um 8,3 milljörðum króna og við hann starfa um 500 manns. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu IGI, samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda, sem hald- in var í Hörpu í gær samhliða hátíð EveOnline-leiksins sem CCP fram- leiðir. Einnig kom fram að Bretar horfðu í auknum mæli til Íslands með samstarf í huga við íslensk tölvuleikjafyrirtæki. »18 Tölvuleikjageirinn veltir 8,3 milljörðum króna hér á landi  Spilun á póker á netinu nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Nú er svo komið að tugir íslenskra pók- erspilara hafa þessa iðju að at- vinnu. Dæmi er um mann sem á þessu ári hefur unnið jafnvirði um níu milljóna króna. Netpókerspilari, sem Morg- unblaðið ræddi við, hefur grætt um 12 milljónir króna á þeim tveimur árum sem hann hefur haft netpóker að atvinnu. Hann er 24 ára gamall og býr hjá foreldrum sínum. Hann spilar póker í um 30 tíma á viku en ekkert um helgar. vidar@mbl.is »6 Græddi 12 milljónir í pókerspili á netinu Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Svo virðist sem PIP-brjóstapúðarnir sem nú er verið að fjarlægja úr ís- lenskum konum séu verr farnir en búist var við. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður þeirra kvenna sem ætla að höfða mál vegna falsaðra PIP-púða, segir að það sé að koma í ljós núna eftir að byrjað var að fjarlægja púð- ana úr konunum að málið sé ljótara en flestir bjuggust við. Myndin sem sést hér til hægri er af sprungnum PIP-brjóstapúða sem var nýverið fjarlægður úr einum um- bjóðenda Sögu í aðgerð á Landspít- alanum. Sú kona var með báða púð- ana sprungna en sá í hægra brjóstinu var verr farinn og hafði sílikonið lekið um stórt svæði með tilheyrandi graftarmyndun. „Þetta er ekki versta tilfellið sem ég hef séð en þetta er mjög slæmt tilfelli. Þetta hefur komið svona út hjá nokkrum konum sem hafa látið fjarlægja úr sér púðana,“ segir Saga Konan sem um ræðir fékk PIP- brjóstapúðana ígrædda fyrir um tíu árum hjá Jens Kjartanssyni lýta- lækni. Hún var farin að kenna sér meins og má búast við að púðarnir hafi sprungið fyrir löngu. „Heilsa hennar var orðin í takt við púðana, í mauki, og það var gríðarlegur léttir fyrir hana að losna við þá. Það er ekki bara það að púðarnar séu ógeðslegir heldur er þetta ósam- þykkt iðnaðarsílikon sem lekur þarna um líkama hennar.“ Um 25 konur hafa staðfest við Sögu að þær vilji fara með málsókn- ina vegna PIP-púðanna alla leið ef svo fer að Jens og dreifingaraðili synji bótaskyldu. Svo virðist sem hluta af málunum verði stefnt gegn íslenska ríkinu. „Um mitt árið 2006 var birt skýrsla þess efnis að þessir púðar væru lélegri en aðrir púðar og þá finnst manni að eftirlitsskyldir aðilar á Íslandi hefðu átt að vakna upp.“ PIP-sílikonpúð- arnir eru í mauki  Kemur í ljós í aðgerðum að PIP-púðarnir eru verr farnir en búist var við  Iðnaðarsílikonið er oft komið út um allt Gallaður Einn þeirra sprungnu brjóstapúða sem teknir hafa verið.MHeilsa hennar var orðin … »4 Ljósmynd/Landspítalinn Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra staðfestir við Morgun- blaðið að öryggisverðir gæti öryggis hans og fjölskyldu hans við heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Ög- mundur vildi að öðru leyti ekkert tjá sig, af ástæðum sem ekki væri hægt að ræða opinberlega. Gæta fjölskyldu Steingríms Þá staðfesti Ögmundur að það sama ætti við um Steingrím J. Sig- fússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra, þegar spurt var hvort sólarhringsgæsla væri við heimili formanns VG í Reykjavík. Ögmundur vildi ekki ræða hvers vegna hús Steingríms væri vaktað. Morgunblaðið/Ómar Flokksbræður Steingrímur og Ögmundur á einum funda VG. Vakta heimilin  Sólarhringsgæsla hjá tveimur ráðherrum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.