Morgunblaðið - 23.03.2012, Page 2

Morgunblaðið - 23.03.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Bakstursofn 124.900 kr. stgr. (fullt verð: 159.900 kr.) Einnig fáanlegur í stáli. ET645EN11 Keramíkhelluborð 99.900 kr. stgr. (fullt verð: 119.900 kr.) HB23AB220S Tækifærisverð A T A R N A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Það er fátt skemmtilegra en að róla sér, sérstaklega þegar vor er í lofti eins og er þessa dagana í borginni. Þessir kátu krakkar við Laugarnes- skóla skemmtu sér í það minnsta konunglega á róluvellinum þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti þar leið hjá. Sólin og gleðin skína á róló Morgunblaðið/Golli Vorið lék við krakkana í Laugarnesskóla Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Meirihluti reykvískra fyrirtækja – alveg eins og meirihluti fyrirtækja á landinu – segir í könnunum að ríkis- stjórnin og hennar stefna sé ein helsta hindrunin fyrir vexti í at- vinnulífinu. Þetta er auðvitað eitt mikilvægasta og brýnasta málið í Reykjavíkurborg eins og alls staðar annars staðar, að atvinnulífið vaxi og dafni til þess að íbúar geti notið hér góðra lífskjara,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn, aðspurð um þá tillögu flokksins að borgarstjórn skori á ríkisstjórnina að endurskoða atvinnustefnu sína. „Þegar skattastefna ríkisvaldsins er farin að skaða eins mikið og raun ber vitni teljum við það skyldu borgaryfirvalda að bregðast við og mótmæla. Við höfum lagt áherslu á það á vettvangi borgarstjórnar að skattar séu hóflegir og lægri en þeir eru núna, bæði gagnvart almenningi og atvinnulífinu, til þess að almenn- ingur hafi fé til ráðstöfunar og til þess að atvinnulífið geti stuðlað að hagvexti og hagsæld. Nú er svo komið að þegar reyk- vísk fyrirtæki eru spurð hvað helst þurfi að gerast í atvinnumálum í borginni er helst beðið um stuðning borgarstjórnar til að vinna gegn áherslum og aðgerðum ríkisvaldsins. Þannig að okkur finnst vandamálið orðið afar brýnt og svo alvarlegt að borgarstjórn verði að bregðast við og verja atvinnulífið og almenning.“ Óttast að málið verði svæft Hanna Birna heldur áfram og seg- ir meirihlutann hafa tekið fálega í þessa tillögu sjálfstæðismanna, þ.e. að borgarstjórn skori á ríkisvaldið að endurskoða áherslur sínar í samráði við atvinnulífið í því skyni að örva hagvöxt. „Það var ekki stemning fyr- ir því á vettvangi borgarstjórnar. Málið var sett í þann farveg að ég er sannfærð um að það hljóti ekki aðra meðferð en þá að vera svæft ein- hvers staðar í kerfinu,“ segir hún. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarrs borgarstjóra, segir til- löguna munu verða tekna fyrir. „Tillagan kom inn á fund borgar- stjórnar á þriðjudaginn var. Henni var vísað til borgarráðs. Það er ekki búið að taka afstöðu til málsins. Ég á von á því að tillagan verði tekin fyrir þegar borgarráð kemur saman á fimmtudaginn kemur,“ segir hann. Hvorki náðist í borgarstjóra né Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs. Borgin skori á stjórnvöld  Sjálfstæðismenn vilja að borgarstjórn mótmæli atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar  Skattbyrðin hindri hagvöxt  Meirihlutinn hyggst ræða tillöguna í borgarráði Hanna Birna Kristjánsdóttir S. Björn Blöndal Hitamet gætu verið í hættu um helgina en spáð er hlý- indum og björtu veðri um mestallt landið. Að sögn Ein- ars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er ekki loku fyrir það skotið að hitinn á vestan- og suðvestanverðu landinu geti slagað upp í staðbundin met á laugardag en það sé einna helst á mánudag sem landshitametið í marsmánuði gæti verið í hættu á Norðurlandi. Núverandi met í mars er 18,3 gráður á Sandi í Aðaldal árið 1948. Einar segir að hlýjast verði á Vestur- og Suðvest- urlandi í dag og á morgun, um 10-12 stig, með vindgjólu. Áberandi hlýjast verði hins vegar á mánudag fyrir norð- an en þá verði vindur enn suðlægari. Atlagan að hitamet- inu velti hins vegar á því að sól nái að skína og hlýja loftið nái niður úr þeirri hæð sem það er í. „Þetta verða talsverð viðbrigði eftir talsverða ótíð margar undanfarnar vikur. Svona veður á þessum árs- tíma er hins vegar ekki varanlegt. Það stendur yfir í nokkra daga og það er um að gera að njóta þess á meðan það er,“ segir Einar. kjartan@mbl.is Landshitamet fyrir mars gæti fallið á mánudag Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorveður Allt stefnir í ágætisvorveður um helgina og því góðar aðstæður fyrir götulistir á Laugaveginum.  Vor í veðurspákortunum fyrir landið um helgina Skattframtölin hafa skilað sér betur í ár en verið hefur und- anfarin ár. Skilin eru 4-5% betri en á sama tíma í fyrra, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Framtalsfrest- urinn rann út á miðnætti. Skúli telur að nokkrar ástæður séu fyrir betri skilum. Tekist hafi að einfalda framtalsgerðina enn frekar, þrátt fyrir að vinnan við álagningu sé flóknari en áður. Þá hafi verið auglýst með markvissum hætti. Margir sótt um frest Mikill erill hefur verið hjá rík- isskattstjóra síðustu daga. Margir framteljendur hringja eða koma til að biðja um aðstoð. Þannig hafa um 700 einstaklingar komið á hverjum degi á skrifstofuna við Laugaveg. Skúli Eggert segir að flestir geti gengið frá framtali án aðstoðar en vilji samt fá leiðbein- ingar, til öryggis. Margir hafa sótt um frest þann- ig að skattskilin koma betur í ljós eftir 27. mars. Reynslan sýnir að þá og fyrstu dagana þar á eftir hafa flestir skilað framtölum sín- um. Endurskoðendur og aðrir at- vinnumenn í framtalsgerð eru síð- an að skila framtölum jafnóðum en hafa lengri frest. helgi@mbl.is Framtölin skila sér mun betur Skúli Eggert Þórðarson  700 koma til rík- isskattstjóra á dag Sjómaðurinn sem lést í vinnuslysi um borð í togaranum Sigurbjörgu ÓF í Ísafjarðardjúpi á miðvikudag hét Jón Haukur Njálsson. Hann var 24 ára gamall og búsett- ur á Ólafsfirði. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn. Minningar- stund var haldin um Jón Hauk í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi. Slysið er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd sjóslysa. Búist er við að skýrslutökur af skipverjum hefjist í næstu viku. Lést um borð í Sigurbjörgu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.