Morgunblaðið - 23.03.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.03.2012, Qupperneq 4
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Þetta er ekki versta tilfellið sem ég hef séð en þetta er mjög slæmt tilfelli. Þetta hefur komið svona út hjá nokkr- um konum sem hafa látið fjarlægja úr sér PIP-brjóstapúðana, hvort sem er á Landspítalanum eða á einkastofum,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður hjá Vox lögmönnum, og vísar í ljós- myndirnar sem birtast með þessari frétt. Þær eru af PIP-brjóstapúðum sem voru nýverið fjarlægðir úr einum umbjóðenda Sögu í aðgerð á Landspít- alanum. Konan sem um ræðir fékk PIP- brjóstapúðana ígrædda fyrir um tíu árum hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni. Hún var farin að kenna sér meins og eins og sést á myndunum má búast við að púðarnir hafi sprungið fyrir löngu. Þeir voru báðir greindir sprungnir í ómskoðun sem konan fór í hjá Leit- arstöð Krabbameinsfélagsins fyrir að- gerðina. „Heilsa hennar var orðin í takt við púðana, í mauki, og það var gríðarlegur léttir fyrir hana að losna við þá. Það er ekki bara það að púð- arnar séu ógeðslegir heldur er þetta ósamþykkt iðnaðarsílikon sem lekur þarna um líkama hennar,“ segir Saga. Samkvæmt tölum frá Landlæknis- embættinu frá 8. mars höfðu þá 11 konur farið í aðgerð á Landspítalnum til að láta fjarlægja PIP-púða. Á göngudeildina höfðu komið um 80 kon- ur vegna málsins. Í þessum mánuði eru áætlaðar 32 aðgerðir á Landspít- alanum til að fjarlægja PIP-púða. Stefna líklega íslenska ríkinu Saga er lögmaður hóps kvenna hér á landi sem ætla að höfða mál vegna PIP-sílikonpúða sem þær hafa fengið grædda í brjóst sín í því skyni að stækka þau. Saga segir að það sé að koma í ljós núna, þegar byrjað sé að fjarlægja púðana úr konunum, að mál- ið sé ljótara en flestir bjuggust við. „Það eru í kringum 100 konur sem hafa leitað til mín vegna málsóknar. Ég vil helst að þær séu búnar í aðgerð- inni áður en þær taka endanlega af- stöðu til þess að fara með málið alla leið. Nú eru að minnsta kosti 25 konur sem hafa staðfest að þær vilji fara með málið alla leið ef svo fer að Jens synji bótaskyldu og dreifingaraðilar og aðr- ir.“ Svo virðist sem hluta af málunum verði stefnt gegn íslenska ríkinu fyrir að bregðast eftirlitshlutverki sínu. „Um mitt árið 2006 var birt skýrsla þess efnis að þessir púðar væru lélegri en aðrir púðar og þá finnst manni að eftirlitsskyldir aðilar á Íslandi hefðu aðeins átt að vakna upp,“ segir Saga. Hún segir málsóknina vera í fullum gangi, upplýsingarnar tínist inn auk sjúkragagnanna frá Jens. Mestar áhyggjurnar hafi hún þó núna af þeim konum sem eru með PIP-púða og hafa ekkert gert í málunum. „Ég hef áhyggjur af þeim konum sem hafa ekki efni á því að láta fjarlægja púðana á einkastofum og fá sér nýja og leggja ekki á sig að láta fjarlægja þá á Land- spítalanum og labba þaðan út með engin brjóst. Því sitja þær heima með púða sem gætu verið farnir eins og þeir sem eru á myndunum. Það verður að sjá til þess að allar þessar konur leiti læknis.“ „Heilsa hennar var orðin í takt við púðana, í mauki“  PIP-brjóstapúðarnir virðast verr farnir en búist var við  Sílikonið komið út um allt  Áætlaðar eru 32 aðgerðir á Landspítalanum í mars vegna PIP-púða Ljósmyndir/Landspítalinn Í aðgerð Hér hreinsar læknir á Landspítalanum brjóst sem geymdi sprunginn PIP-brjóstapúða. Soga þurfti graut út úr konunni sem var blanda af greftri og sílikoni. Sjá má leifarnar af púðanum í skálinni og enn inni í brjóstinu. PIP-sílikonpúðar Púðar úr hægra og vinstra brjósti sömu konunnar sem voru fjarlægðir nýlega á Landspítalanum. Þeir voru báðir mjög illa farnir. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is PÁSKAVERÐ* Miele þvottavél W1634 áður kr. 184.500 nú kr. 169.900 Miele þvottavél W1714 áður kr. 202.500 nú kr. 184.900 * á meðan byrgðir endast PIP-brjóstapúðamálið komst í hámæli í ársbyrjun um heim all- an. Þá kom í ljós að franski framleiðandinn, Poly Implant Prothese, hafði notað iðn- aðarsilíkon í brjóstapúða sína. PIP-púðarnir voru teknir af markaði í Evrópu árið 2010 vegna þess hve sílikonefnið var lélegt. Skel púðanna þykir líka lé- legri en skel annarra púða og því rofna þeir frekar. Allar konur sem hafa fengið PIP-púða ígrædda hér á landi, frá því byrjað var að framleiða þá árið 1992, eiga rétt á óm- skoðun hjá Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins og að láta fjarlægja púðana hjá Land- spítalanum. Er það konunum að kostnaðarlausu ef þær eru sjúkratryggðar hér á landi. Ósamþykkt POLY IMPLANT PROTHESE Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta var gagnlegur fundur og við væntum þess að hann muni skila árangri,“ segir Bjarni Jónsson, for- maður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Stjórnin fékk fund með fjórum ráðherrum síðast- liðinn þriðjudag en samtökin óskuðu fyrst eftir fundi með forsætisráð- herra fyrir nærri fjórum mánuðum. Stjórn samtakanna sendi Jóhönnu Sigurðardóttur bréf 21. nóvember á síðasta ári og óskaði eftir fundi um aðgerðir í byggða- og atvinnumálum vegna alvarlegrar stöðu byggðarlag- anna. Afrit af bréfinu var sent til Steingríms J. Sigfússonar, þáver- andi fjármálaráðherra. Fundur fékkst ekki þrátt fyrir ítrekaðar ósk- ir samtakanna og stuðning sveitarfé- laganna við þá kröfu. Formaður og framkvæmda- stjóri SSNV hittu forsætisráðherra í hléi á stórum fundi sem haldinn var á dögunum og þá var ákveðið að boðað yrði til fundar stjórnar samtakanna með ráðherrum fljót- lega. Fundurinn var haldinn í for- sætisráðuneytinu. Auk Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra sátu hann ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon, Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson. „Við mættum vel undirbúin, fórum yfir stöðu landshlutans og ýmsar til- lögur sem við höfum til úrbóta,“ seg- ir Bjarni Jónsson. Hann segir að til- lögum þeirra hafi verið ágætlega tekið og farið yfir þær á fundinum. „Það er ýmislegt hægt að gera með góðum vilja en litlum tilkostnaði sem getur orðið til að snúa við neikvæðri íbúaþróun. Öðru gæti þurft að vinna meira í,“ segir Bjarni. Samtökin leggja meðal annars áherslu á að snúið verði frá fækkun opinberra starfa og flutningi verk- efna frá landshlutanum. Meðal beinna tillagna var ósk um að stjórn- völd gæfu út yfirlýsingu um að orka Blönduvirkjunar yrði nýtt til at- vinnuuppbyggingar á svæðinu og hún styddi við áform heimamanna um uppbyggingu gagnavers sem nyti orku hennar. Þá var óskað eftir góðu samstarfi og fyrirgreiðslu vegna lagningar hitaveitu í Fljótum og Hrútafirði. Tillögur fyrir ráðherra  Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra fengu fund Bjarni Jónsson „Við erum í raun ekki að horfa á verslunarmarkað. Við teljum að með vöru eins og pylsur eigum við meiri möguleika með því að selja hana sem þá upplifun að fá sér eina með öllu. Þeir fjölmörgu erlendu og innlendu aðilar sem hafa sýnt pyls- unni okkar áhuga hafa hugsað hana þannig. Þeir vilja fá að selja hana á pylsustöðum erlendis eða setja upp slíka staði sjálfir,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur- félags Suðurlands, SS, um sóknar- færi hinnar víðfrægu vöru. Með öll tilskilin leyfi Útflutningurinn tengist þeim tímamótum í rekstri SS að félagið hefur fengið leyfi til að flytja út all- ar fullunnar vörur frá kjötvinnslu sinni á Hvolsvelli til ríkja Evrópu- sambandsins en hafði áður leyfi fyr- ir sláturstöðina á Selfossi. Að sögn Steinþórs býður útflutn- ingurinn upp á hærra hráefnisverð en með því að flytja út óunnar kjöt- vörur. Jafnframt stendur til að flytja út álegg og steikur og segir Steinþór að þær vörur verði ætl- aðar hágæðaverslunum. Hann kveðst ekki hafa tölu á fjölda fyrirspurna um pylsuna frá Evrópu og Bandaríkjunum. Ætlunin sé að vinna með tiltekna markaði og gera hlutina hægt en vel til að byrja með. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Þjóðarréttur SS-pylsan er vinsæl. SS-pylsan í landvinninga  Verður seld ein með öllu á pylsustöðum Hagsmunasamtök heimilanna, HH, hyggjast kæra þá ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík að hafna kröfu samtakanna og talsmanns neytenda um lögbann á vörslusvipt- ingar án þess að fyrir liggi dóms- úrskurður eða heimild sýslumanns. „Við erum í raun bara að fara fram á það að lögum sé framfylgt og að þessi fyrirtæki þurfi að sæta því að fara að lögum,“ sagði Andr- ea Ólafsdóttir, formaður Hags- munasamtaka heimilanna, í samtali við mbl.is og vísar þar einkum til Lýsingar. Verður kæran lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæra ákvörðun sýslumanns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.