Morgunblaðið - 23.03.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.03.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is Nánari upplýsingar á utivist.is eða í síma 562 1000 Höldum Páska í Dalakofanum Gönguskíðaferð Jeppaferð – á eigin jeppum BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Spilun á póker í gegnum netið nýtur vaxandi vinsælda hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Nú er svo komið að tugir íslenskra netpóker- spilara hafa þessa iðju eina að at- vinnu. Netspilarar skrá sig á póker- netsíður þar sem þeir fá eigið aðgangsnafn. Á hverjum klukkutíma er fjöldi keppnismóta í gangi og geta notendur jafnvel verið þátttakendur í mörgum þeirra í einu. Keppendur geta valið á milli þess að greiða sér- stakt þátttökugjald eða spila frítt. Gjarnan eru lágar upphæðir í boði fyrir að standa uppi sem sigurvegari á fríu mótunum. Vinningsféð hækkar svo eftir því sem þátttökugjaldið er hærra. Pókerspilarar notast við kreditkort til þess að kaupa sér inn- eign á síðunum. Hægt að fylgjast með öðrum Davíð Þór Rúnarsson, eigandi veit- ingastaðanna Gullaldarinnar, Póker- klúbbsins 53 og Casa, er einn helsti pókersérfræðingur landsins. Hann segir þá sem spila á netinu vera sér- staka tegund pókerspilara. „Þeir búa í öðrum heimi en aðrir. Ef þú spilar á netinu og ætlar að græða eitthvað á því þarftu að sitja við í 10-12 tíma í beit,“ segir Davíð Þór. Hann segir netspilun krefjast mik- illar athygli. Þeir sem séu virkir spili með hjálp sérstakra pókerforrita á allt að 36 borðum í einu. Í netspilun sitja leikmenn fyrir framan tölvuskjá. Ýmsar leiðir eru notaðar til þess að fá upplýsingar um aðra spilara. Hægt er að fara inn á sérstakar netsíður sem skrá tölfræði pókerspilara. Þar má fletta upp not- endanafni andstæðinganna og fá töl- fræðilegar upplýsingar um það hvernig þeir eru líklegir til að bregð- ast við í hinum ýmsu aðstæðum. Rassinn áfram í buxunum Dæmi er um mann hér á landi sem unnið hefur 70 þúsund dollara á árinu 2012 en það jafngildir nærri 8,9 millj- ónum í íslenskum krónum. Til þess að nota vinningsféð stofna leikmenn kreditkort erlendis eða setja sig í samband við einstaklinga sem eru til- búnir að kaupa evrur eða dollara fyrir krónur. Um 5% netspilara koma út í hagnaði. Margir vilja halda spilun sinni leyndri opinberlega til þess að forðast skattgreiðslur. „Að sjálfsögðu fara sumir illa út úr þessu, en netsíð- urnar torvelda pókerspilurum að spila rassinn algjörlega úr buxunum,“ segir Davíð að lokum. Spila netpóker á 36 borðum í einu  Tugir manna hafa netpóker að atvinnu  Íslendingur hefur unnið tæpar níu milljónir á árinu  5% netspilara koma út í hagnaði  Sitja við í 10-12 tíma á dag að sögn pókersérfræðings Morgunblaðið/Jim Smart Atvinnupóker Nokkrir tugir pókerspilara hafa atvinnu af því að leika póker á netinu. Dæmi eru um að maður hafi unnið sér inn tæpar níu milljónir með netspilun hér á landi. Enginn skattur er greiddur af vinningsfénu. Netpókerspilari sem Morgun- blaðið náði tali af hefur grætt um 12 milljónir á þeim tveimur árum sem hann hefur haft netpóker að atvinnu. Hann er 24 ára gamall og býr hjá for- eldrum sínum. ,,Ef ég skipti þessu í mán- aðartímabil þá græði ég í 90% tilfella. Ef ég spila nægilega mikið og er duglegur get ég grætt svona milljón á mánuði. Ég er hins vegar oft mjög latur og læt mér nægja 100-300 þúsund. Stundum græði ég vel fyrstu vikuna og nenni ekki að spila meira þann mánuðinn.“ Hann lítur ekki á vinninga sem neitt stórmál. „Það er allt- af gaman að fá smápening í bankann. En fyrst og fremst lít ég þetta sem vinnu. Þegar ég er duglegur þá spila ég um 30 tíma á viku og ekkert um helg- ar.“ Hann byrjaði að spila póker 17 ára gamall og hefur því spil- að póker í 7-8 ár. Lengstum hefur hann verið í foreldra- húsum en bjó þó í hálft ár með þremur öðrum netspilurum sem allir höfðu atvinnu af þessu. „Einn okkar græddi ekki. Hann var á sléttu yfir þann tíma sem við bjuggum saman.“ Hann spilar yfirleitt á um 20 borðum í einu og notar ekki sérstök hjálparforrit. Hann viðurkennir að hann lifi lúxuslífi og þrátt fyrir allt vinn- ingsféð á hann ekki krónu sem hann hefur lagt til hliðar. „Ég lifi mánuð fyrir mánuð. Ef ég væri agaðri gæti ég grætt mun meira. Í þessu sem öðru er mjög mikilvægt að halda rútínu og lifa heilbrigðu lífi.“ Aðspurður hvernig hann nálgast vinningsféð segir hann. „Annaðhvort selur maður dollara í gegnum facebook eða tekur þetta út í gegnum síður eins og paypal sem er í raun nokkurs konar kreditkorta- reikningur.“ Græddi 12 milljónir á tveimur árum ATVINNUPÓKERSPILARI SPILAR UM 30 TÍMA Á VIKU Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sem sér um greiðslumiðlun fyrir öll íslensk greiðslukort, segir að í sjálfu sér sé einfalt mál að loka fyrir greiðslur til er- lendra spilavefja. Viðurkenndir spilavefir hafi tiltekið starfsnúmer og hægt sé að búa svo um hnútana að ekki sé hægt að nota íslensk greiðslukort í viðskiptum við þá. „Tæknilega séð er þetta tiltölulega lítið mál,“ segir Hauk- ur. Bann við að spila fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sé í gildi bæði í Bandaríkjunum og Noregi og þar sé þessi háttur hafður á. Til skamms tíma gátu Íslendingar held- ur ekki keypt vörur á tónlistarvefnum Itunes og þá var sambærilegum aðgerðum beitt. En þótt það sé tæknilega auðvelt að koma slíkum hindrunum á er ekki þar með sagt að þær dugi til að koma í veg fyrir spilamennskuna. Haukur bendir á að það sé ákaflega einfalt mál að komast framhjá þessari hindrun. Á vefnum sé fjöldinn allur af óvönduðum spila- vefjum sem hvorki séu vottaðir né sæti þeir eftirlit. Þeir sem vilji spila á þeim, framhjá greiðslubanni eins og lýst er hér að ofan, geti t.a.m. látið líta svo út að þeir séu að kaupa vörur eða áskrift að tímaritum, þegar þeir eru í raun að kaupa inneign á spilavefjum. Slíkt sé ekki hægt á viðurkenndum spilavefjum. Spilafíklar séu í enn meiri hættu á þessum óvönduðu vefjum, m.a. vegna þess að engin trygging sé fyrir því að spilarar fái hugsanlega vinninga greidda eða að farið sé eftir leikreglunum, fyrir utan að á þeim sé hætta á að beitt sé óvandaðri meðulum til að leiða spilara lengra inn á ógæfubrautina. Haukur segist skilja vel hugsunina að baki því að leggja til bann við viðskiptum við erlenda spilavefi. „En því miður mun þetta ekki virka,“ segir hann. „Ástandið verður bara verra.“ Greiði skatt eins og af öðrum tekjum Vinningar í þartilbærum happdrættum, lottói o.þ.h. sem rekin eru í góðgerðaskyni eru undanþegnir skatt- skyldu en aðrir vinningar og ágóði sem menn kunna að hafa af öðrum fjárhættuspilum, s.s. á erlendum vefsíðum, eru skattskyldir líkt og allar aðrar tekjur, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar, ríkisskattstjóra. „Það er auðvitað ekki ætlast til þess að menn geri grein fyrir einhverjum smápeningum, einhverjum þúsundköllum, en almenna reglan er sú að þetta er skattskylt og það eru engar und- anþágur frá því,“ segir hann. Líti menn á spilamennsk- una sem atvinnurekstur eiga sjónarmið um yfirfæranlegt tap við, að sögn Skúla. Geri þeir það þurfi þeir jafnframt að uppfylla önnur skilyrði s.s. reikna sér laun og greiða tryggingargjald af þeim launaþætti. runarp@mbl.is Lítið mál að stöðva greiðslur  Ágóði af fjárhættuspilum á erlendum vefjum skattskyldur Andri Karl andri@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo karlmenn til fjögurra ára og átján mánaða fangelsisrefsingar fyrir þátttöku í skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík 18. nóvember í fyrra. Þriðji maðurinn sem var með í för var sýknaður. Mönnunum sem voru dæmdir er einnig gert að greiða öðru fórnarlambi sínu 600 þúsund krónur í miskabætur. Hitt dró bótakröfu sína til baka. Mennirnir Kristján Halldór Jens- son og Tómas Pálsson Eyþórsson voru ákærðir fyrir tilraun til mann- dráps með því að hafa farið saman á bifreið á bifreiðastæði að Tangar- bryggju þar sem þeir höfðu mælt sér mót við mann vegna ágreinings um fjárskuld. Kristján Halldór skaut úr haglabyssu einu skoti í áttina að bíl mannsins – félagi hans var farþegi – en hæfði ekki. Þegar svo maðurinn ók á brott veittu mennirnir honum eft- irför og skaut Kristján Halldór öðru skoti út um glugga bifreiðarinnar. Talin ófyrirleitin háttsemi Dómurinn taldi ósannað að fjar- lægðin sem Kristján skaut úr hefði verið sú sama og í ákæru greindi, og að færið hefði getað verið lengra. Jafnframt þótti ósannað að högl hefðu borist inn í bifreiðina. „Sam- kvæmt framansögðu telst ekki nægi- lega sýnt fram á að [Kristján] hafi beitt skotvopninu með þeim hætti að mennirnir sem í bifreiðinni voru hefði getað beðið bana af, eða að ásetning- ur hafi staðið til þess.“ Var hann – og Tómas – því sýknaður af tilraun til manndráps. Engu að síður taldi dómurinn að háttsemin, þ.e. að skjóta tvívegis á bifreiðina, hefði verið ófyrirleitin. „Hlaut hann að sjá það fyrir, að með því stofnaði hann lífi og heilsu mann- anna tveggja sem í bifreiðinni voru í augljósan háska.“ Kristján var sakfelldur fyrir svo- nefnt hættubrot, þ.e. að stofna lífi eða heilsu annarra í augljósan háska og dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Tóm- as var hins vegar dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í brotinu, en hann átti frumkvæðið að fundinum, ók bílnum og veitti því fórnarlömbunum eftirför. Fjögur ár fyrir skotárás  Tveir karlmenn sakfelldir fyrir skotárás í Bryggjuhverfinu  Sýknaðir af manndrápstilraun en sakfelldir fyrir hættubrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.