Morgunblaðið - 23.03.2012, Page 14

Morgunblaðið - 23.03.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 KAUPTÚNI RÝMUM FYRIR VORVÖ RUNUM 20% AF SLÁTTU R AF ÖLL UM VÖR UM ÞESSA HELGI Nytjamarkaður Fjölskylduhjálparinnar. Fjölskylduhjálp Íslands hóf í vik- unni að selja notuð húsgögn í tjaldi utan við húsnæði samtakanna í Eskihlíð í Reykjavík. Óskað er eftir notuðum hús- gögnum og heimilismunum sem hægt er að selja til ágóða fyrir mat- arsjóðinn Enginn án matar á Ís- landi. Tekið er á móti slíkum munum alla virka daga frá kl. 13 til 18. Fjölskylduhjálpin selur húsgögn Ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna verða innleidd á mark- vissan hátt í stjórnsýslu og stofn- unum Garðabæjar á næstu miss- erum. Bæjarstjórn Garðabæjar sam- þykkti samhljóma tillögu þess efnis á fundi sínum í síðustu viku. Þetta á sérstaklega við um þau ákvæði sem lúta að vernd og umönnun barna svo og virkri þátt- töku barna í ákvörðunum er þau varða. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Þrátt fyrir það hefur embætti umboðsmanns barna lýst áhyggjum sínum af því að hann hafi ekki verið innleiddur á mark- vissan hátt í stjórnsýsluna. Í tilkynningu segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, sem lagði tillöguna fram, að í sáttmálanum felist ný sýn á réttarstöðu barna, þar sem litið sé á þau sem virka þátttakendur í samfélaginu og mannréttindi þeirra höfð að leiðarljósi. Sveitarfélög bera ábyrgð á mörg- um málaflokkum sem snerta börn og umhverfi þeirra. Það á t.d. við um daggæslu, leik- og grunnskóla og skipulagsmál sem tengjast mál- efnum barna á marga vegu, t.d. hvað varðar umferðaröryggi, örugg leiksvæði o.fl. Innleiðingin hjá Garðabæ verður unnin í samvinnu við innanrík- isráðuneytið og umboðsmann barna. Morgunblaðið/Golli Garðabær Bæjarstjórn hefur samþykkt að innleiða ákvæði barnasáttmála SÞ. Garðabær innleiðir barnasáttmála SÞ Árlegt fyrirlestramaraþon Háskól- ans í Reykjavík fer fram í dag. Mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, setja samkomuna klukkan 10.30 í stofu V101. Á fyrirlestramaraþoni flytja vís- inda- og fræðimenn háskólans fjölda fyrirlestra sem hver er að há- marki 7 mínútna langur og lýkur því eigi síðar en klukkan 16. Meðal þess sem vísinda- og fræði- menn HR fjalla um að þessu sinni er tölvustutt tungumálanám, stofn- frumuferðamennska, nýting jarð- gufu frá djúpborunarholu, áhrif af koffínneyslu, fasteignakaup í kreppu, menningarlegir þættir ís- lensks samfélags og fjármála, for- setinn og fullveldið, nýting jarðhita á Íslandi í 100 ár, hver borgi al- menningi lífeyri við lok starfs- ævinnar og uppruni forseta- frambjóðenda í Bandaríkjunum Fyrirlestramaraþonið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestramara- þon í HR í dag Föstuganga verður haldin á föstudaginn langa, 6. apríl næstkomandi, í Laufás við Eyjafjörð. Brottfararstaðir eru þrír. Gengið verður frá Svalbarðskirkju kl. 11, frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal kl. 11 og frá Grenivíkurkirkju kl. 12.30. Lokahluti píslarsögunnar verður lesinn á hverjum stað áður en lagt er af stað. Björgunarsveitir Grýtubakkahrepps og Sval- barðsstrandarhrepps vakta gönguna og styðja göngumóða. Við komu í Laufás verður súpa og brauð í boði gegn vægu gjaldi hjá nýjum rekstraraðila í þjónustuhúsinu í Laufási, þ.e. fjölskyldunni í Ártúni, sem er næsti bær við Laufás. Klukkan 14 verða tónleikar í Laufáskirkju þar sem Tjarnarmúsíkant- arnir koma fram. Föstuganga í Laufás á föstudaginn langa Laufáskirkja Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar heldur fræðslu- fund á laugardaginn kl. 11 í fundar- sal Þjóðminjasafnsins. Þar flytur Margrét Guðmunds- dóttir, sagnfræðingur, fyrirlestur sem hún nefnir: Ljótu golurnar – samskipti fyrstu kynslóðar ís- lenskra hjúkrunarkvenna við lækna. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Segir í tilkynningu að hann fjalli um viðkvæm samskipti hjúkr- unarkvenna og lækna í upphafi síð- ustu aldar. Viðkvæm samskipti STUTT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta var hörkukeppni, góð hross og gaman að vera með,“ segir Ólafur Magnússon, bóndi og tamninga- maður á Sveinsstöðum í Austur- Húnavatnssýslu, sigurvegari í tölt- keppni Meistaradeildar Norður- lands – KS-deildarinnar. Með sigrinum komst Ólafur upp í þriðja sætið í stigakeppni knapa í deildinni. Ólafur reið Gáska frá Sveins- stöðum en þeir hafa áður unnið í töltkeppni KS-deildarinnar og verið ofarlega á ýmsum mótum. Gáski er 14 vetra, fæddur Magnúsi Ólafssyni, föður Ólafs, en Ólafur hefur tamið hestinn og keppt á honum. Ólafur segir að Gáski sé enn hans aðalkeppnishestur. „Það er erfitt að finna einhvern til að taka við. Það er alltaf eitthvað ungt að koma upp en oft á tíðum er það selt áður en það verður nógu gott og svo er alltaf eitt- hvað sem kannski er ekki nógu gott. Það er allur gangur á því,“ segir Ólafur. Spilar vel saman Ólafur og kona hans, Inga Sóley Jónsdóttir frá Akureyri, tóku við bú- skap á Sveinsstöðum fyrir sjö árum. Þau byggðu upp tamningastöð og lögðu þá þegar nokkra áherslu á hana en eru einnig með sauðfjárbú. „Þetta hefur gengið mjög vel og spil- ar vel saman,“ segir Ólafur. Hann segir að nóg sé að gera í tamningum. „Við temjum mest fyrir aðra enda erum við ekki með nógu mikla ræktun til að geta einbeitt okkur að eigin hrossum.“ Tekur Ólafur undir þau orð að frekar rólegt sé yfir hrossamark- aðnum, sérstaklega innanlands. Hins vegar fari alltaf eitt og eitt hross til útflutnings. „Það sem er gott selst alltaf. Svo verður maður alltaf að halda áfram að temja. Eitt- hvað verður að gera við þau hross sem til eru, þau seljast ekki á meðan þau eru úti á túni að éta gras. Von- andi fer eitthvað að lifna yfir þessu með vorinu og landsmótinu í sumar,“ segir Ólafur. Mörg stig í boði Ólafur setur stefnuna á Landsmót hestamanna í Reykjavík og Íslands- mót í hestaíþróttum. Hann vill ekki tilgreina nein markmið, taka verði hvern dag fyrir og sjá hvernig form- ið verður. „Ég er með frekar ung hross núna og það á eftir að koma í ljós hvernig spilast úr þeim efnivið.“ En fyrst ætlar hann að einbeita sér að lokamótinu í KS-deildinni. Það verður í reiðhöllinni Svaðastöð- um, eins og önnur mót meistara- deildarinnar, 4. apríl. Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði. Ólafur ger- ir sér vonir um árangur í slaktauma- töltinu og reiknar frekar með að Gáski muni halda uppi heiðri Sveins- staða þar. „Þetta verður spennandi. Það eru mörg stigi í boði á þessu móti,“ segir hann. „Erfitt að finna ein- hvern til að taka við“ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hestafólk Inga Sóley Jónsdóttir og Ólafur Magnússon búa með hesta og sauðfé á Sveinsstöðum. Ólafur segir að þetta tvennt fari ágætlega saman.  Ólafur Magnússon og Gáski sigruðu í tölti í KS-deildinni Bjarni Jónasson er efstur í stigakeppni knapa í Meist- aradeild Norðurlands – KS- deildinni. Hann varð annar á Roða frá Garði í töltkeppninni í fyrrakvöld. Sölvi Sigurðsson og Glaður frá Grund urðu í þriðja sæti og Sölvi er jafnframt í þriðja sæti stigakeppninnar fyrir lokamótið sem haldið verður 4. apríl. „Þessi keppni er frábært framtak og vel að henni staðið. Gaman að taka þátt,“ segir sig- urvegari kvöldsins, Ólafur Magnússon. Bjarni er efstur knapa HÖRÐ KEPPNI Í KS-DEILD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.