Morgunblaðið - 23.03.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 23.03.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Gjaldeyrishöftin eru komin til að vera undir núverandi áætlun Seðlabanka Íslands um afnám hafta. Takmörkuð þátttaka í gjaldeyrisútboðum Seðla- bankans – bæði hjá íslenskum og er- lendum aðilum – sýnir að það er lítill áhugi fyrir því að selja erlendar eignir fyrir íslenskar krónur um þessar mundir. Þetta kom fram í máli Davíðs Stefánssonar, hagfræðings hjá grein- ingardeild Arion banka, á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um höftin. Davíð bendir ennfremur á að þrátt fyrir að ekki sé hægt að útiloka að þeir erlendu aðilar, sem eiga hundruð millj- arða í íslenskum krónum, séu reiðu- búnir að vera áfram á Íslandi með eignir sínar eftir afnám hafta, þá er staðan hins vegar sú að fjárfestinga- möguleikar eru fáir. Fram kom í máli Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, að það væri fyllsta ástæða til að taka alvarlega þann möguleika að gjaldeyrishöftin mundu vara til eilífðar. Yngvi telur að hinar nýju breytingar Seðlabankans á gjald- eyrishöftunum grafi enn frekar undan trúverðugleika afnámsáætlunar bank- ans. Í kjölfar þessara breytinga þá mun núverandi forði aflandskróna stækka töluvert. Innlendar eignir þrotabúa eða kröfuhafa þeirra hækka skarpt á næstu misserum og gæti fjár- hæð þessara „nýju“ aflandskróna numið á bilinu 500 til 700 milljörðum króna. Að mati Yngva eru margar leiðir færar til þess að setja aflandskrónurn- ar í endurgreiðsluferli, til að mynda með því að gefa út skuldabréf eða halda uppboð á hverju ári. Með slíku ferli þyrfti afnám hafta ekki endilega að taka mjög langan tíma – jafnvel að- eins þrjá mánuði. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðla- bankastjóri, segist telja að losun hafta með ásættanlegum árangri muni væntanlega taka nokkur ár. Hann seg- ir ekki hægt að tímasetja með ná- kvæmum hætti afnám gjaldeyrishaft- anna án verulegrar áhættu fyrir fjármálastöðugleika af því að bankinn veit ekki hversu stór hluti aflands- krónueigenda er óstöðugur. „Þann sérkennilega smekk“ Arnór bendir auk þess á að hluti vandans um þessar mundir sé hversu háður ríkissjóður er höftunum þar sem verulegur hluti af skammtíma- fjármögnun ríkissjóðs er á mun lægri vöxtum en ella. Arnór segir gríðarlega mikilvægt í þessu samhengi að stjórn- völd sýni aðhald í ríkisfjármálum – ekki síst nú þegar það styttist í kosn- ingar. Slík stefna í ríkisfjármálum gæti flýtt fyrir afnámi haftanna. Möguleg sala á Arion banka og Ís- landsbanka til erlends aðila, „sem hefði þann sérkennilega smekk að vilja eignast íslenskan banka,“ gæti veitt ís- lenskum aðilum greiðari aðgang að lánamörkuðum erlendis, að sögn Arn- órs. Höftin gætu varað til eilífðar  „Nýjar“ aflandskrónur gætu numið 500-700 milljörðum Yngvi Örn Kristinsson Arnór Sighvatsson Íslandsbanki ætlar að lækka verð- tryggða húsnæðislánavexti úr 5,6% í 4,1%. Lækkunin tekur til nýrra verð- tryggðra húsnæðislána með föstum vöxtum með vaxtaendurskoðunar- ákvæði á fimm ára fresti. Annars vegar lækka vextir verðtryggðra húsnæðislána sem takmarkast við 70% af fasteignamati og fyrsta veð- rétt í 4,10% fasta vexti í fimm ár og hins vegar vextir verðtryggðra við- bótarlána sem takmarkast við 80% af markaðsverði í 4,95% fasta vexti í fimm ár. Góðar viðtökur á sértryggðum skuldabréfum sem Íslandsbanki hef- ur gefið út í Kauphöll Íslands gera bankanum kleift að lækka vextina en þeir taka meðal annars mið af þróun vaxta á skuldabréfamarkaði og þeim kjörum sem Íslandsbanki fær á sér- tryggð skuldabréf sem seld eru hverju sinni, segir í tilkynningu. Íslandsbanki býður einnig upp á óverðtryggð húsnæðislán á 5,4% breytilegum vöxtum sem eru lægstu óverðtryggðu vextirnir á ársgrund- velli sem eru í boði á markaðnum. „Val milli verðtryggðra og óverð- tryggðra lána verður að taka mið af þolgæðum viðskiptavina gagnvart áhættu og væntingum um verðbólgu og vexti,“ segir Jón Finnbogason, að- stoðarframkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Íslandsbanka, í tilkynn- ingu frá bankanum. „Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér vel kosti og galla beggja lánategunda svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um hvora leiðina þeir velja.“ Íslandsbanki lækkar vexti Morgunblaðið/Kristinn Íslandsbanki Býður 4,1% fasta verð- tryggða vexti til fimm ára.  Verðtryggðir vextir íbúðalána lækka úr 5,6% í 4,1% Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tölvuleikjageirinn á Íslandi veltir 50 milljónum evra (8,3 milljörðum ís- lenskra króna) og það vinna við hann um 500 manns á landinu. Bretar eru farnir að horfa hýru auga til ís- lenskra fyrirtækja í bransanum með samstarf í huga en þeir eru stærstir í geiranum í Evrópu. Velta breska tölvugeirans er um einn milljarður punda og skapar hann um 25.000 störf. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu IGI, samtaka ís- lenskra leikjaframleiðenda, sem haldin var samhliða hátíð aðdáenda EveOnline leiksins sem CCP fram- leiðir, í Hörpunni í gær. Á ráðstefnunni var mikið talað um þær skattaívilnanir sem breska ríkisstjórnin samþykkti núna í vik- unni og að sögn þeirra Breta sem talað var við munu þær hafa veruleg áhrif til góðs. „Á undanförnum árum höfum við fundið fyrir verulega auk- inni samkeppni frá Kanada, en Nova Scotia hefur gefið fyrirtækjum í tölvuleikjabransanum verulegar skattaívilnanir, þannig að þetta mun hjálpa okkur í þessari baráttu,“ seg- ir Lorna Evans sem er verkefn- isstjóri hjá TIGA, sem eru samtök leikjaframleiðenda í Bretlandi. „Þetta er nokkuð sem íslensk stjórn- völd ættu að skoða alvarlega. Við höfum verið í þessari baráttu lengi í Bretlandi. Fyrst tók enginn tölvu- leikjabransann alvarlega, hann þótti ekki nógu fínn. En bransinn hefur vaxið svo gríðarlega að við höfum farið fram úr bíómyndabransanum og munum fara fram úr tónlist- arbransanum. Á næstu árum munu tölvuleikir í snjallsímum skipta miklu máli. Þar er mesta hagnaðarvonin. Tölvu- leikjabúðir eru á niðurleið en tölvu- leikir á netinu og í símum eru á upp- leið. Stjórnvöld eru loksins að kveikja á perunni enda skilar brans- inn breska ríkinu árlega 380 millj- ónum punda í kassann.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Tölvunörd Lorna Evans, hjá samtökum leikjaframleiðenda í Bretlandi, var meðal þeirra sem voru á ráðstefnunni í gær að ræða framtíð tölvuleikja. Tölvunördar söfnuðust saman  Tölvuleikjabransinn að slá tónlistar- og bíómyndabransanum við Fram kom í erindi Helga Hjörvars, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að það hafi verið full- komlega óraunsætt af stjórnvöldum að setja sér það markmið að afnema gjaldeyrishöftin árið 2013. „Ég tel að það sé ein ástæðan fyrir því hversu illa gengur að afnema höftin,“ segir Helgi og bendir á í því samhengi að það dragi meðal annars úr áhuga þeirra sem eiga aflandskrónur á því að taka þátt í útboðum Seðlabank- ans. Að sögn Helga var brýnt að grípa til þess ráðs að herða höftin enda þótt hann viðurkenni að það „megi gagnrýna að þetta hafi ekki verið gert fyrr í vetur“ þar sem vitað hafi verið af væntanlegum vaxtagjalddögum íbúðabréfa í nokkurn tíma. Óraunhæf bjartsýni um höftin BRÝNT AÐ HERÐA HÖFTIN Helgi Hjörvar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.