Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Ómar Breytingar Steingrímur J. Sigfússon tók við af Jóni Bjarnasyni sem sjávarútvegsráðherra um síðustu áramót. Nýtt frumvarp er væntanlegt. Veiðigjald 2004/ 2005/ 2006/ 2007/ 2008/ 2009/ 2010/ 2011/ 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Hlutfall af áætlaðri vergri framlegð 6,0% 6,6% 7,3% 4,8% 4,8% 9,5% 9,5% 13,3% Álagt veiðigjald 877,0 743,2 428,8 436,4 168,1 1.252 2.900 4.520 Þorskígildi kr.kg. 1,99 1,53 0,91 1,45 0,71 3,47 6,44 9,46 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is V eiðigjald, nýtingartími, endurnýjunarákvæði og magn sjávarfangs í sér- staka potta gætu orðið á matseðli þjóðmálaum- ræðunnar á næstunni. Búist er við að Steingrímur J. Sigfússon, sjávar- útvegsráðherra, leggi fyrir ríkis- stjórn í dag frumvarp um stjórn fisk- veiða. Það yrði þá fjórða frumvarpið um þetta efni af hálfu stjórnvalda á kjörtímabilinu. Veiðigjald af reiknaðri framlegð útgerðarinnar var fyrst greitt vegna fiskveiðiársins 2004/05 og nam þá um 877 milljónum króna. Veiðigjaldið átti að hækka í áföngum, en vegna niðurskurðar á aflaheimildum í þorski lækkaði það 2007/08 og 2008/ 09. Síðustu tvö fiskveiðiár var það að fullu komið til framkvæmda sam- kvæmt þágildandi lögum og var mið- að við 9,5% af framlegð og gjaldið nam 2,5 og 2,9 milljörðum þessi ár. Með samþykkt á litla frumvarp- inu svokallaða um stjórn fiskveiða, sem varð að lögum síðasta sumar, var gjaldið hækkað um 40% og er nú 13,3%. Áætlanir gera ráð fyrir að út- gerðin greiði 4,5 milljarða í veiði- gjald fyrir þetta fiskveiðiár. Í frum- varpinu var reyndar upphaflega gert ráð fyrir 70% hækkun veiðigjalds en í meðförum þingsins lækkaði þetta viðmið. Hækkanir í fjárlögum. Hins vegar er að finna í fjárlög- um þessa árs áform um frekari hækkun gjalds á fiskiveiðiheimildir eða um það bil tvöföldun þess gjalds sem lögfest var í júní 2011. Þannig er ráðgert að veiðigjaldið fari í um 27% af framlegð frá og með næsta fisk- veiðiári, sem hefst 1. september. Tekjuáhrif þeirrar breytingar eru áætluð 4,5 milljarðar kr. á árs- grundvelli og koma heilsársáhrif ekki fram fyrr en á árinu 2013. Áhrif- in á árinu 2012 eru metin á 1,5 millj- arða kr. Verði þessi áform að veru- leika og aðrar aðstæður breytist ekki gæti veiðigjaldið gefið ríkissjóði um níu milljarða á næsta ári. Hins vegar er eftir að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða áður en þetta ákvæði kemur til framkvæmda. Geta dregið úr þrótti Á heimasíðu LÍÚ var í gær fjallað um nýja frumvarpið og vitnað til frétta Ríkisútvarpsins um málið. Á heimasíðunni segir: „Greint var frá því að samkvæmt heimildum væru uppi hugmyndir um þreföldun veiðigjalds, úr 13,3% í allt að 40%. Þá væri gert ráð fyrir að stór hluti afla- heimilda yrði tekinn af útgerð- armönnum og þeim úthlutað í leigu- eða byggðapotta. Reynist efnisatriði fréttar RÚV rétt er ljóst að gríð- arlega þungar álögur verða lagðar á sjávarbyggðir landsins og útgerð- arfyrirtækin í heild. Verði skattar of háir er ljóst að þeir geta dregið úr þrótti fyrirtækja til fjárfestinga og framþróunar sem á endanum leiðir til minni tekna í ríkissjóð.“ Fjórða frumvarpið um fiskveiðar að fæðast 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ýmis orð ogmiður fögurgeta átt við um störf núverandi ríkisstjórnar en það sem einna helst lýsir störf- unum, ekki síst að undanförnu, er orðið seinagangur. Teljast má með ólíkindum hversu mörg mál hafa tafist mikið hjá stjórnvöldum og eftir því sem nær líður lokum kjörtímabils- ins verður seinagangurinn meira áberandi. Fyrr í vikunni var Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra til að mynda spurð um stöðu rammaáætlunar og hún svaraði því að áætlunin væri „á lokasprettinum“. Sú áætlun, sem gerð hefur verið að forsendu þess að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdir sem skapað gætu fjölda Íslendinga góð störf, hefur verið á þessum sama lokaspretti mánuðum saman. Nú hefur teygst á loka- sprettinum vegna pólitísks baktjaldamakks um hvaða framkvæmdir eigi að leyfa og í því sambandi er ætlunin að efn- islegar forsendur og skyn- samleg rök muni víkja fyrir einstrengingslegum sjón- armiðum fáeinna þingmanna, enda er ríkisstjórnin svo veik- burða að nánast hver og einn stjórnarliði getur tekið hana í gíslingu. Og stemningin í stjórnarliðinu er orðin þannig að það þykir sjálfsagt. Annað mál sem kom til um- ræðu á þingi í vikunni og hefur einnig tafist mánuðum saman er ákvörðun um Vaðlaheið- argöng. Ríkisstjórnin, nú síð- ast fjármálaráð- herra í forföllum, skýrir tafirnar með því að málið þurfi vandaða skoðun og sé nú í athugun hjá Ríkisábyrgðasjóði. Sú sama afsökun hefur verið viðhöfð í óratíma og er fyrir löngu orðin fullkomlega ótrú- verðug, ekki síst í ljósi þess að stjórnarmeirihlutinn hafnaði í fyrra ósk samgöngunefndar um að gerð yrði frekari úttekt á fjárhagslegum forsendum verkefnisins. Ástæða seinagangsins hefur ekkert með útreikninga eða fjárhag að gera en stafar af því að ríkisstjórnin hefur ekki náð saman meirihluta um málið. Þetta er sama ástæða og fyr- ir fjölda annarra tafa á þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefur sjálf sagt að séu í for- gangi. Ríkisstjórnin er of veik til að koma málum sínum fram og í stað þess að viðurkenna getuleysi sitt og ósigur gagn- vart því verkefni að leyfa at- vinnustarfsemi að blómstra í landinu, kýs hún að sitja að- gerðalaus og fela sig á bak við skýringar á töfunum sem eng- inn tekur lengur mark á. Almenningur hefur lítið gagn af verkefnum sem rík- isstjórnin er með á eilífum lokaspretti. Eina bótin er að ríkisstjórnin er sjálf komin á lokasprettinn og hann mun ekki vara að eilífu. Hann gæti þó dregist í 400 daga enn og ef fram heldur sem horfir munu þeir dagar því miður ekki skila mörgum nýjum störfum eða mikilli framleiðsluaukningu í þjóðarbúið. Hið eina jákvæða við lokasprett ríkisstjórnarinnar er að hann tekur enda.} Langdregnir lokasprettir Það eru mörgupphlaups- málin og margt sem góðviljaðir þingmenn og rétt- sýnir þurfa að láta rannsaka. Nú síð- ast hafa tveir grandvarir tals- menn stjórnarflokkanna sagst vilja rannsaka lán SÍ til Kaup- þings banka gegn allsherj- arveði í FIH-bankanum sem þá þótti mjög traustur dansk- ur banki. Auk þess að staðfest verðmæti hans var margföld upphæðin sem hann stóð að veði fyrir, studdist hann þá við allsherjarábyrgðaryfirlýs- ingu frá danska ríkinu. Nú tæpum fjórum árum síð- ar er gefið til kynna að verð- mæti þessarar eignar SÍ hafi rýrnað stórlega í höndum SÍ. Það sætir auðvitað furðu. Al- þingismenn vilja því rannsókn. Virðist alveg ein- boðið að láta hana fara fram. Sé málið jafn- alvarlegt og þing- menn telja er sjálfsagt að seðla- bankastjóri og aðstoðar- seðlabankastjóri, sem haldið hafa utan um málið sl. þrjú ár, án þess að koma hinu trausta veði í verð, svari eið- svarnir hinum fjölmörgu spurningum sem hljóta að vakna um eignavörsluna. Hljóta þeir að víkja úr störf- um sínum þar til hinni mik- ilvægu rannsókn lýkur. Morgunblaðið tekur undir kröfur þingmannanna Helga Hjörvar og Björns Vals Gísla- sonar um að rannsókn verði þegar sett í gang. Rétt gæti verið að fresta rannsókn á Íraksstríði og einka- væðingu banka og setja þessa nýju í algjöran forgang} Krafa um rannsókn studd Þ að kemur fyrir að hjá manni vakna ýmsar spurningar um daginn og veginn. Við sumum þeirra virðist, að minnsta kosti í fljótu bragði, ekki vera neitt svar. Og það er meira en nóg framboð af ósvöruðum spurningum. Ein þeirra er til dæmis hvern- ig standi á því að banki afskrifar tugi, jafn- vel hundruð milljóna króna hjá fyrirtækjum út um allan bæ. Ekki einu sinni, heldur oft. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að sami banki getur gengið býsna hart fram í að innheimta nokkurra þúsunda króna skuld hjá launafólki sem gerir allt sem það getur til að standa í skilum. Sumir missa jafnvel húsnæði sitt. Hvers vegna fær veit- ingastaðakeðja sem selur pítsur 1.500 millj- ónir afskrifaðar, sé fréttaflutningur ar því réttur? Má pítsukeðjan ekki bara fara á hausinn? Einhver gæti nú hugsað með sér að fullkomnlega eðli- legt væri ef svo færi. Fyrirtæki sem safnar slíkum skuld- um getur varla hafa verið vel rekið og engum til hags- bóta að halda slíkum rekstri áfram. Tuga og hundraða milljóna skuldir illa rekinna fyr- irtækja eru afskrifaðar, án þess að nokkrar ástæður liggi þar fyrir aðrar en þær að leyfa fólki sem virðist vera von- laust í fyrirtækjarekstri að halda áfram í ruglinu. Sem betur fer erum við flest þeirri náttúru gædd að vilja gjarnan greiða skuldir okkar. En það væri samt for- vitnilegt að vita hvaða skilyrði þarf eiginlega að uppfylla til að fá eitthvað afskrifað. Í fljóti bragði virðist að greið leið til þess sé að færast of mikið í fang eða hefja fyrirfram vonlausan rekstur. Heimskuleg ákvarðanataka, kæruleysi og hreinræktuð græðgi virðist líka vera vænleg til árangurs. Svo er líka hægt að skipta um kennitölu og skilja allar skuldirnar eftir á þeirri gömlu, en það hefur reynst mörg- um vel, eins og dæmin sanna. Það má ekki gleymast að einhvers staðar frá koma allir þessir peningar sem bankarnir afskrifa. Eru bankarnir annars ekki að hluta til í eigu ríkisins? Ég er hreint ekkert hress með að almannafé sé varið í að halda pítsustöðum og líkamsrækt- arstöðvum á floti. Mig langar miklu fremur til að sjá meiri peninga fara til skólanna, leikskól- anna og sjúkrahúsanna, þar sem skorið hefur verið niður þannig að við öll líðum fyrir. Hvað er annars hægt að gera fyrir 1.500 milljónir? Mjög margt. Frá hruni hefur fjöldinn allur birst af fréttum um him- inháar afskriftir í bankakerfinu hjá fólki sem virðist eiga verulegar eignir og tekur ennþá þátt í íslensku viðskipta- og athafnalífi af fullum krafti, þrátt fyrir þessar af- skriftir. Þetta hafa verið svo margar fréttir, svo mörg fyrirtæki, svo margir milljarðar að enginn venjulegur maður eða kona getur haft nokkra yfirsýn yfir þetta. Einu sinni var því lofað að skjaldborg skyldi slegin um heimilin í landinu. En ætli okkur hafi ekki misheyrst þá eins og svo oft áður. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Flatbökuskjaldborgin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon » Í samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar og Vinstri grænna í maí 2009 er kveðið á um að lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð í heild. » Í júlí 2009 skipaði sjávarútvegsráðherra starfshóp og átti hann að skila af sér fyrir 1. nóvember 2009, en raunin varð september 2010. » Tvö frumvörp komu frá ríkisstjórn til Alþingis í maí í fyrra. » Minna frumvarpið var samþykkt, en heildstætt frumvarp var ekki af- greitt frá Alþingi. Það hafði fengið mikla gagnrýni og falleinkunn víða. » Í lok nóvember sl. var fullbúið frumvarp, kallað vinnuskjal, kynnt í ríkisstjórn. Það var unnið af starfshópi ráðherra og fór ekki lengra. Hluti af stjórnarsáttmálanum LÖGIN Á AÐ ENDURSKOÐA Í HEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.