Morgunblaðið - 23.03.2012, Side 33

Morgunblaðið - 23.03.2012, Side 33
1957-63, sem þá var til húsa í Hafn- arhvoli við Tryggvagötu. Hann starf- aði síðan við endurskoðunardeild Landssímans í Landssímahúsinu við Austurvöll á árunum 1963-66. Þá hóf hann störf hjá Olíufélaginu Skeljungi á Suðurlandsbraut 4 og starfaði þar í bókhaldsdeild á árunum 1966-72. Blaðamennska á Tímanum og störf á skjalasafn Alþingis Valgeir hóf blaðamennsku, fyrst í hlutastarfi er hann skrifaði fasta við- talsþætti í sunnudagsblað Tímans frá 1969. Hann var síðan í föstu starfi sem blaðamaður við Tímann á ár- unum 1972-79. Haustið 1979 hóf Valgeir störf við skjaladeild Alþingis og starfaði þar til 1997 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Rit Valgeir hefur skrifað fjölda viðtalsþátta í blöð, tímarit og bækur og er höfundur eftirtalinna bóka með viðtalsþáttum: Ef liðsinnt ég gæti, útg. af Skuggsjá, 1974; Um margt að spjalla, útg. af Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri, 1978; Við manninn mælt, þættir, útgefnir af Skjaldborg, 1989, og Ný framtíð í nýju landi, viðtalsþættir við þýskar konur sem komu hingað til lands á fyrstu árunum eftir síðari heims- styrjöldina og gerðust gjarnan hús- freyjur á íslensku sveitaheimilum, útg. af Skjaldborg 1999. Þá er Valgeir aðalhöfundur og rit- stjóri bókarinnar Dýrmæt reynsla, útg. Bókaútgáfunni Hólum á Ak- ureyri 2004. Valgeir heillaðist snemma af sam- talsforminu og telur að ástæðan sé m.a. sú að góður höfundur dragi oft fram persónuleika viðmælanda síns. Hann segir að í góðum samtölum geti höfundurinn komið viðmælanda sín- um til skila án þess að afsala sér eigin stíl og málfari. Valgeir hefur auk þess komið að gerð ýmissa annarra bók og á þar efni, en þar má m.a. nefna ritin Nær- mynd af Nóbelsskáldi; Landhelg- isgæsla Íslands 80 ára, og nokkur fyrstu bindin af Iðnsögu Íslendinga, undir ritstjórn Jón Böðvarssonar. Valgeir hefur skrifað mikinn fjölda þátta og greina dagblöð og tímarit, ekki síst í Morgunblaðið á und- angengum árum. Þá hafa birst eftir hann ljóð í ljóðasöfnum, s.s. Raddir að austan og í Ljóðakveri aldraðra, sem og í blöðum og tímaritum. Valgeir starfaði í ungmennafélag- inu Einherjum á Vopnafirði á sínum yngri árum, hefur verið félagi í Rit- höfundasambandi Íslands, er einn af upphafsmönnum að stofnun Holl- vinasamtaka Ríkisútvarpsins og er varaformaður þeirra frá upphafi. Fjölskylda Valgeir kvæntist 1.6. 1963 Sigríði Einars Sveinsdóttur frá Reyni í Mýr- dal, f. 28.11. 1932, BA í ensku og sögu og framhaldsskólakennara. For- eldrar hennar voru Sveinn Ein- arsson, bóndi og kennari á Reyni í Mýrdal, og Þórný Jónsdóttir hús- freyja. Sonur Valgeirs og Sigríðar er Sveinn Valgeirsson, f. 10.7. 1966, sóknarprestur á Eyrarbakka, en eig- inkona hans er Ásdís Auðunsdóttir þroskaþjálfi og eru synir þeirra Ragnar Sveinsson, f. 1990, og Sig- urgeir Sveinsson, f. 1996. Stjúpdóttir Valgeirs og dóttir Sig- ríðar er Þórný Perrop, f. 5.3. 1960, BA í ensku og frönsku og lengi bóka- vörður við Háskólabókasafnið og síð- ar Háskólabókasafn – Þjóð- arbókhlöðu. Systur Valgeirs voru Sigríður Sig- urðardóttir, f. 31.10. 1923, d. 22.3. 2008, var húsmóðir í Reykjavík og lengi starfsstúlka við sjúkrahús, var gift Gísla Stefánssyni sem einnig er látinn, skrifstofumanni hjá Gjald- heimtunni í Reykjavík og eignuðust þau einn son, Sigurð Gísla lögfræð- ing sem nú er dómari á Suðurlandi; Aðalbjörg Sigurðardóttir, f. 9.8. 1930, d. 17.6. 2005, lengi starfsstúlka við hótel og sjúkrahús í Reykjavík, var gift Birni Guðmundssyni leigu- bifreiðastjóra sem einnig er látinn. Foreldrar Valgeirs voru Sigurður Þorsteinsson, f . 10.6. 1883, d. 9.12. 1975, bóndi í Fremri-Hlíð í Vopna- fjarðarhreppi, og k.h., Guðrún Sig- ríður Sigurjónsdóttir, f. 13.2. 1899, d. 18.1. 1962, húsfreyja í Fremri-Hlíð. Úr frændgarði Valgeirs Sigurðssonar Hallgrímur Sigurðsson b. á Vakursst., Vopnaf. Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Vakursst. Guðlaug Bjarnadóttir Helgi Jónasson b. í Vindbelgi María Jónsdódóttir húsfr. á Eyvindarst. Finnbogi Björnsson b. í Ytri-Hlíð, Vopnaf. Karitas Jónsdóttir húsfr. í Ytri-Hlíð Valgeir Sig- urðsson Sigurður Þorsteinsson b. í Fremri-Hlíð, Vopnaf. Guðrún Sigurjónsdóttir húsfr. í Fremri-Hlíð Guðfinna V. Helgadóttir húsfr. í Ytri-Hlíð Sigurjón Hallgrímsson b. í Ytri-Hlíð. Vopnaf. Björg Finnbogadóttir húsfr. á Eyvindarst. Þorsteinn Sigurðssonar b. á Eyvindarst. Vopnaf. Sigurður Hinriksson b. á Eyvindarst. Jón Jónasson b. á Grænavatni Þóra Jónsdóttir á Gautlöndum Sólveig Hólmfríður Pétursd. húsfr. á Arnarvatni Málfríður Jónsdótir, fyrrv. alþm. og bókav. á Akureyri ÍSLENDINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 90 Gunnar Helgason 85 Jóhannes Jóhannesson 80 Agnes Eiríksdóttir Gréta Guðmundsdóttir Guðleifur Einarsson María Pétursdóttir Ólafur Stefán Sigurðsson Óli Stefáns Runólfsson Sigríður E. Konráðsdóttir Steinunn Kristjánsdóttir 75 Aðalheiður Karlsdóttir Arnheiður Jónsdóttir Eðvarð Sturluson Silja Sjöfn Eiríksdóttir Þórarinn Eyþórsson 70 Erla Bjarnadóttir Gunnar Magnússon Ingibjörg Sigmundsdóttir Jórunn Ólafsdóttir Katrín Erla Thorarensen Snjólaug A. Sigurjónsdóttir 60 Ásta Friðbjörg Kristjónsdóttir Elín Skarphéðinsdóttir Eyþór Friðbergsson Guðbjörg Bjarnadóttir Guðni Þorvaldsson Jóna Guðfinnsdóttir Óskar Dagsson Rúnar Guðmundsson Sigtryggur Garðarsson Sturla Ómar Birgisson 50 Anna Þóra Pálsdóttir Brynja Guðmundsdóttir Einar Stefán Jóhannesson Einar Svavarsson Guðlaug Ásgerður Eiríksdóttir Guðrún Ragnarsdóttir Gunnar Jónsson Jódís Birgisdóttir Jón Birgir Kristjánsson Lárus Daníel Stefánsson Lárus Petersen Margrét Jónsdóttir Rafael Quintana Sillero Rannveig Björnsdóttir Stefán Árnason 40 Bergþóra Hrund Ólafsdóttir Bjarki Jakobsson Dagný Halla Tómasdóttir Grétar Viðar Grétarsson Guðríður Linda Karlsdóttir Hildigunnur Jóhannesdóttir Ingibjörg Steindórsdóttir Mimmo M. Johanna Ilvonen Árnason Rósa Björg Jónsdóttir Unnar Már Ástþórsson 30 Birgir Mar Guðfinnsson Elizabeth Jeanne Pittman Guðni Freyr Sigurðsson Guðrún Árný Karlsdóttir Jenný Lind Óskarsdóttir Joanna Ewa Drzyzga Jóhanna Elísabet Ólafsdóttir Katla Margrét Axelsdóttir Lærke Engelbrecht María Ösp Haraldsdóttir Ragnar Guðmundsson Rúnar Ingi Árdal Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Jenný fæddist í í Svíþjóð en ólst upp í Hafnarfirði. Hún er að ljúka BA-ritgerð í mann- fræði frá Háskóla Íslands. Börn Jennýjar eru Mar- teinn Máni Lárusson, f. 2005, og Ívar Andri Krist- jánsson, f. 2009. Foreldrar Jennýjar eru Óskar Hrafn Guðmunds- son, f. 1959, starfsmaður við álverið í Straumsvík, og Sigríður A. Jónasdóttir, f. 1960, sjúkraliði. Jenný Lind Óskarsdóttir 30 ára María fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún hefur bú- ið á Eskifirði í fjögur ár. Sonur Maríu er Haraldur Gauti Maríuson, f. 2008. Systir Maríu er Lára Sig- ríður Haraldsdóttir, f. 1981; Hafrún Helga Har- aldsdóttir, f. 1991. Foreldrar Vilborg Gunn- arsdóttir, f. 1959, skóla- liði, búsett á Álftanesi, og Haraldur Einarsson, f. 1958, byssusmiður. María Ösp Haraldsdóttir 30 ára Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi í lögfræði frá HÍ og er lögmaður. Eiginkona Svanhildur Anna Magnúsdóttir, f. 1983, nemi. Sonur þeirra er Grímur, f. 2011. Foreldrar Guðmundur Rúnar Guðmundsson, f. 1956, stjórnsýslufræð- ingur, búsettur í Hafn- arfirði, og Vilborg Sverr- isdóttir, f. 1957, kerfisfræðingur. Ragnar Guðmundsson B aldvin Halldórsson, leikari ogleikstjóri, fæddist á Arn-gerðareyri við Ísafjarðardjúp 23. mars 1923. Hann var sonur Hall- dórs Jónssonar, kennara og bónda á Arngerðareyri, síðast í Reykjavík, og Steinunnar Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður. Baldvin lauk gagnfræðaprófi á Ísa- firði, prentnámi við Alþýðuprent- smiðjuna og sveinsprófi í setningu. Hann stundaði nám við Leiklist- arskóla Lárusar Pálssonar, við Royal Academy of Dramatic Art í Lund- únum og stundaði síðar nám í leik- stjórn við Vasaseminariet í Vasa í Finnlandi og í Lundi í Svíþjóð. Baldvin var leikari hjá Leikfélagi 1943-46, starfaði með leikflokknum Sex í bíl 1950 og 1951, var leikari við Þjóðleikhúsið frá 1950 og leikstjóri þar frá 1955. Hann var auk þess leik- ari og leikstjóri hjá Ríkisútvarpinu frá 1950 og hjá Ríkissjónvarpinu frá 1971. Auk þess leikstýrði hann fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Kópavogs, Grímu, Herranótt Menntaskólans í Reykjavík og fleiri. Hann lék hátt á annað hundrað hlutverka á leiksviði og í kvikmynd- um, s.s. séra Jón Prímus í Kristni- haldi undir Jökli. Fyrir sjónvarp leikstýrði hann m.a. Jóni í Brauðhúsum, og Lénharði fóg- eta. Þá sinnti Baldvin kennslu í fram- sögn og taltækni, við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og fjölda skóla og kenndi framsögn hjá stéttar- og starfsmannafélögum í Reykjavík. Baldvin sinnti ýmsum trún- aðarstörfum, var formaður Félags ís- lenskra leikara og sat í ritnefnd Theatre in Iceland. Hann hlaut Max- well Hilton James-verðlaunin fyrir skapgerðarleik í RADA; Menning- arsjóðsstyrk Þjóðleikhússins; Karde- mommu-verðlaunin; Silfurmerki Fé- lags íslenskra leikara og gullmerki félagsins 1993. Baldvin var kvæntur Vigdísi Páls- dóttur handavinnukennara, en börn Baldvins og Vigdísar eru Páll Baldvin bókmenntagagnrýnandi; Inga Lára, deildarstjóri í Þjóðminjasafni Ís- lands, og Guðrún Jarþrúður, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir. Baldvin lést 13. júlí 2007. Merkir Íslendingar Baldvin Halldórsson Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.