Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 4

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 4
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hægt væri að koma í veg fyrir helm- ing allra krabbameinstilfella í Bandaríkjunum ef fólk tileinkaði sér heilbrigðari lífsstíl. Er það niður- staða nýrrar bandarískrar rann- sóknar sem var birt í gær í tímarit- inu Science Translational Medicine. Orsök um þriðjungs allra krabba- meinstilfella þar í landi er rakin til reykinga og 20% þeirra eru rakin til offitu. Haldið er fram í rannsókninni að með því að hreyfa sig, borða rétt og forðast reykingar hefði verið hægt að koma í veg fyrir helminginn af þeim 577.000 dauðföllum sem er bú- ist við að verði af völdum krabba- meins í Bandaríkjunum á þessu ári. Krabbamein kostar bandaríska heil- brigðiskerfið 226 milljarða dollara ár hvert. Vísindamennirnir vilja að far- ið verði að leggja meiri áherslu á for- varnir gegn krabbameini þar í landi. Hugsanlega lægri tölur hér Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands, seg- ir að heimfæra megi þessar niður- stöður upp á Ísland en tölurnar yrðu hugsanlega aðeins lægri, einkum vegna heldur minni reykinga hér en í Bandaríkjunum og lægra hlutfalls einstaklinga með offitu. „En í stórum dráttum gilda nið- urstöður þessarar rannsóknar hér líka. Og hér fer því miður jafnt og þétt hækkandi tíðni ofþyngdar og of- fitu. Það mætti draga úr um helm- ingi krabbameina með því að reykja ekki, innbyrða færri kaloríur, hreyfa sig daglega í minnst 30-60 mínútur, sleppa áfengisneyslu eða drekka áfengi í miklu hófi, verja sig gegn sólbruna og sýkingum sem geta valdið krabbameini, mest munar hjá okkur um veirur sem valda legháls-, munnhols-, og magakrabbameini, og mæta í skipulagðar krabbameinsleit- ir sem í boði eru,“ segir Laufey. 131 deyr úr lungnakrabbameini Í Bandaríkjunum mætti koma í veg fyrir þriðjung af öllum tilfellum lungnakrabbameins ef fólk forðaðist reykingar. Hér á landi valda reyk- ingar um 14% alls krabbameins, og um 84% alls lungnakrabbameins. Hægt væri að fyrirbyggja meira en 84% alls lungnakrabbameins á Ís- landi ef enginn reykti og yfir 15% alls krabbameina að sögn Laufeyj- ar. Daglega reykja nú á Íslandi 14%. Árlega deyja um 540 manns, 287 karlar og 253, konur af völd- um krabbameins hér á landi. Langstærsti hópurinn deyr úr lungnakrabbameini, sam- tals 131 árlega, eða fjórðung- ur af öllum sem deyja af völd- um krabbameins hér. Heilbrigður lífs- stíll borgar sig  Gæti komið í veg fyrir helming allra krabbameinstilfella Reuters Sígarettustubbar Um 14% Íslendinga reykja. 131 deyr að meðaltali hér á landi úr lungnakrabbameini ár hvert. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Andri Karl andri@mbl.is „Ég lýsi mig saklausan af öllum ákæruatriðum,“ sögðu þeir báðir Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær en þeir eru ákærðir af sérstökum saksóknara í svonefndu Al-Thani-máli fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun, eða hlutdeild í sömu brotum. Einnig var mættur Magnús Guðmundsson sem líka lýsti sig saklausan en fjórði sakborning- urinn í málinu, Sigurður Einarsson, hafði áður gert það sama. Samkvæmt ákæru eru Hreiðari Má gefin að sök umboðssvik í tveimur ákæruliðum og markaðsmisnotkun í öðrum tveimur. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í bæði umboðssvikum og markaðsmisnotkun eins og Ólafur Ólafsson. Sigurður er svo ákærður fyrir umboðssvik í einum lið en mark- aðsmisnotkun í tveimur. Brotin varða allt að sex ára fangelsi. Vilja afrit af tölvupóstum Við fyrirtökuna í gær kom fram sú krafa verjenda að fá afrit af öllum tölvupóstum og símagögnum í mál- inu. Þeirri kröfu hafnaði saksóknari í málinu, Björn Þorvaldsson, en sagði að samþykkt væri að sakborningar, og verjendur þeirra, fengju aðgang að gögnunum í húsakynnum sérstaks saksóknara, þ.e. eigin tölvupóstum og símtölum. Verður þetta álitamál tekið til úrskurðar síðar. Þá var ákveðið að greinar- gerðum yrði skilað 24. maí nk. Það þótti saksóknara yfirdrifið rúmur tími en verjendum of skammur. Allir fjórir segjast sak- lausir í Al-Thani-málinu Morgunblaðið/Kristinn Héraðsdómur Hreiðar Már Sig- urðsson og Ólafur Ólafsson í gær. Þrír sakborninga mættu fyrir dóm Laufey segir gífurlega mikinn fjárhagslegan sparnað vera fólginn í forvörnum gegn krabbameinum, auk allra þeirra þjáninga og dauðsfalla sem þannig megi koma í veg fyrir. Hún segir þó að ekki megi gleymast að mikið verk hafi ver- ið unnið, dánartíðni af völdum krabbameina hafi lækkað, sem má þakka mikilli minnkun reyk- inga, krabbameinsleit og fram- förum í meðferð krabbameins- sjúklinga. Hún segir vera einstaklega góða aðstöðu á Íslandi til rann- sókna á áhrifum forvarna, s.s. aukinnar hreyfingar og hollara mataræðis. „Við getum auðveldlega fylgt rann- sóknarhópum eftir m.t.t. sjúkdóma og dánartíðni með sam- keyrslu við heilsu- farsskrár, sem er ekki hægt annars staðar í heiminum nema á Norðurlöndum.“ Fjárhagslegur sparnaður FORVARNIR Laufey Tryggvadóttir Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir auðlegðarskattinn vera sanngjarnt framlag á erfiðum tímum. „Auð- legðarskattur er klárlega neyðar- brauð og ekki skattafyrirkomulag sem við viljum hafa viðvarandi. Með honum er leitað til þeirra sem eru efnaðastir í samfélagi okkar og þeir fengnir til að leggja sérstak- lega af mörkum tímabundið í erf- iðu árferði. Áætlað er að auðlegð- arskatturinn verði út næsta ár, þó er ekki hægt í okkar erfiðleikum að útiloka að hann verði fram- lengdur eitthvað.“ Helgi talaði á fundi VÍB, eigna- stýringaþjónustu Íslandsbanka sem fór fram í hádeginu í gær. Á fundinum var sérstaklega fjallað um auðlegðarskattinn og kynntar upplýsingar sem VÍB lét taka saman um hann. Kom m.a. fram að tekjulágir eldri borgarar eru um- talsverður fjöldi greiðenda hans. Tveir þriðju hlutar greiðenda skattsins hafa árstekjur undir 5 milljónum kr. 37% þeirra sem greiða hann eru 65 ára eða eldri og 22% greiðenda 75 ára og eldri. Helgi sagði það ekki óeðlilegt. „Eignamyndun fólks byrjar á fertugsaldrinum. 65 ára og eldri eru fjórðungur af Íslendingum 35 ára og eldri. Svo það þarf ekki að koma á óvart að þriðjungur sé í þeirra aldurshópi. Auðlegðarskatt- ur er ekki lagður á stóra hópa í samfélaginu, það sést á tölum um fjölda þeirra sem eru að greiða hann. Þetta eru örfá prósent þeirra sem eru svo lánsamir að vera eignamesta fólkið í landinu.“ Tilgangurinn með auðlegðar- skattinum upphaflega var að ná til baka af þeim sem högnuðust mest á eignabólunni fyrir hrun. Nú er rætt um að hann bitni illa á tekju- lágu eldra fólki sem býr í skuld- lausu húsnæði, oft í hverfum þar sem fasteignamat er hátt. Spurður hvort það standi til að lagfæra þennan annmarka á auð- legðarskattinum svaraði Helgi því til að hann teldi fulla ástæðu til að fara yfir slíkar ábendingar. En benti á um leið að ef yrði farið í að breyta honum til hins betra fyrir eldri borgara gæti það þýtt að hann yrði gerður viðvarandi. Tryggir jafnræði „Í tímabundum aðgerðum þurfa menn að vera opnir fyrir því að gera málefnalegar breytingar á fyrirkomulagi. Höfuðáherslan er á að þetta sé tímabundið en ekki að menn lagi hann þannig til að hann geti orðið viðvarandi. Auðlegðar- skattur er neyðarbrauð og ég held að það eigi ekki að leggja áherslu á að endurskoða fyrirkomulagið heldur að leggja áherslu á að hverfa frá neyðaraðstæðum svo við sitjum ekki uppi með skattinn.“ Upp kom sú umræða á fund- inum að leggja heldur aukinn skatt á háar tekjur en Helgi sagði þá leið ekki vænlega. „Tekjurnar er að mörgu leyti auðveldara að flytja til, vera með í félögum. Möguleik- arnir til að leita leiða framhjá skattinum eru fleiri en þegar greitt er ákveðið hlutfall af eignum umfram ákveðin mörk. Það held ég að tryggi að einhverju leyti jafn- ræðið.“ Sanngjarnt framlag á erf- iðum tímum  Auðlegðarskatti verður ekki breytt Hverjir greiða eignaskattinn? Upphæðir í milljónum 3.817 6.560 2009 2010 72% hækkun Fjöldi greiðenda 3.817 5.570 2009 2010 46% hækkun Eignaskatturinn í tölum Auðlegðarskattur við lagasetninguna 2009 Eignir Eignask. Einstaklingar +90 m 1,25% Hjón +120 m 1,25% Lagabreyting 2010 Eignir Eignask. Einstaklingar +75 m 1,50% Hjón +100 m 1,50% Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 31. mars næstkomandi, að Hátúni 10, 9. hæð kl. 10 árdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Að aðalfundarstörfum loknum flytur Styrmir Gunnarsson erindið „Aðstandendur geðsjúkra – falinn vandi?” Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Geðverndarfélags Íslands Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.