Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Björn Anton Einarsson
land en það sérhæfir sig í pilsunum.
Við gátum valið úr ólíkum ættum, en
hver ætt ber sitt fjölskyldu-Klan.
Við völdum okkur að vera í ætt sem
kallast Royal Stewart,“ segja þeir
stoltir og bæta við að mikil fræði séu
á bak við pilsin. „Munstrið, línurnar í
köflunum og efnismagnið, allt skiptir
þetta máli. Okkar pils eru flest átta-
„yarda“ en þá eru átta metrar af efni
í þeim og dýpt plíseringanna ákveðin
eftir því.“ Einskonar veski hangir í
belti á framanverðu pilsinu sem heit-
ir sporron. „Á íslensku er þetta kall-
að pungur og hann þarf að hanga í
typpishæð sem er jú misjöfn, eftir
því hvernig menn eru vaxnir niður,“
segja þeir Skotavinir sem einvörð-
ungu klæðast pilsunum spari. „Auk
árlegu ferðarinnar í bústaðinn þá
klæðumst við þeim við sérstök til-
efni, til dæmis verðum við klárlega í
pilsunum í sumar þegar einn okkar
giftir sig. Reyndar vorum við einu
sinni í pilsunum á landsmóti hesta-
manna á Vindheimamelum og það
vakti gríðarlega lukku. Þá örsjaldan
við skörtum pilsunum á dansleikjum
þá tryllir það lýðinn. Konur eiga það
til að leita stíft á okkur en reyndar
fer það eftir landsvæðum. Við áttum
í stökustu vandræðum þegar við fór-
um í pilsunum á ball á Selfossi, kon-
urnar þar voru svo aðgangsharðar.
Stundum verðum við fyrir svo harðri
lýðinn og kæta konur
Ábrestir F.v. Elvar trommari Ágústsson, Gunnar gítar Sæmundsson, Guð-
mundur gítar Bæringsson og Davíð bassi Sæmundsson. Elvar er fluttur til
Noregs en í hans stað er kominn Hallgrímur Pálmi Stefánsson.
áreitni að við efumst um að við séum
sterkara kynið. Þá líður okkur eins
og konum. En almennt hafa pilsin
góð áhrif á fólk, það opnar sig fyrir
okkur og fer á trúnaðarstigið.“
Bannað að vera í nærbuxum
Þeir segja að þeim líði mjög vel
þegar þeir klæðast í pilsunum.
„Þessar árlegu pilsaferðir fela í sér
mikið frjálsræði, við yfirgefum fjöl-
skyldur okkar og getum einbeitt
okkur að því að vera Skotar um
stund, skemmtum okkur og öðrum
og högum okkur eins og fífl. Eins og
lög gera ráð fyrir erum við að sjálf-
sögðu aldrei í nærbuxum þegar við
klæðumst pilsunum. Sagan segir að
Skotar létti gjarnan af sér þvagi þar
sem þeir sitja þegar þeir klæðast
pilsunum, þeir færa sig bara aðeins
fram á skörina og láta gossa. Við vit-
um ekki hvort það er rétt, en vissu-
lega býður þetta upp á slíkt þó að við
höfum ekki tileinkað okkur þessa
takta. En það er á allan hátt mjög
frelsandi að klæðast Skotapilsi.“
Pílagrímsferð til Skotlands
Þeir hafa flestir unnið með
Skotum og komist að því að þeir eru
mjög gott fólk. Og þeir hafa tileinkað
sér nokkra skoska frasa með skosk-
um framburði. „Við stefnum á að
halda upp á tíu ára afmæli félagsins
úti í Skotlandi. Það verður okkar
fyrsta pílagrímsför til heimalands
pilsanna. Við ætlum að fara til Edin-
borg og heimsækja fæðingarstað
sjálfstæðishetju Skota, Williams
Wallace, en margir þekkja hann úr
kvikmyndinni Braveheart. Við ætl-
um líka að skoða skosku hálöndin og
munum að sjálfsögðu kynna Ísland
vel.“
Hljómsveitin Ábrestir
Einn meðlimur Skotavina-
félagsins Guðmundur, er í hljóm-
sveit sem heitir Ábrestir. „Þessi
hljómsveit varð til fyrir tólf árum
heima í Búðardal og við vorum undir
miklum áhrifum frá Botnleðju og
Green Day. Við erum aðallega cover-
band en erum þó aðeins byrjaðir að
vinna í eigin tónlist. Við stílum mest
inn á sveitaböll og leggjum upp úr
góðri stemningu. Margir hafa mis-
skilið nafn hljómsveitarinnar og
halda að við heitum sama nafni og
mjólkurmaturinn ábrystir. Fyrir
vikið segir fólk stundum að það sé að
fara á ball með broddinum ef við er-
um að spila. En nafnið Ábrestir
kemur til af því að við vorum nafn-
lausir þegar við áttum að spila á vík-
ingahátíð árið 2000 og þetta var allt
alveg að bresta á.“
Flottir Fimm af félögunum í
síðustu sumarbústaðaferð,
f.v. Stefán, Kristinn, Birkir,
Víðir og Guðmundur. Vantar
þá Óskar, Baldur og Elvar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Fjórði fræðslufundur Félags ungra
jafnréttissinna verður haldinn í Hinu
húsinu á morgun, laugardag 31. mars
kl. 15:00. Á fundinn koma þau Ingi-
björg Elíasdóttir og Hjálmar G. Sig-
marsson frá Jafnréttisstofu og fræða
fundargesti um störf Jafnréttisstofu
og stöðu jafnréttismála á Íslandi. Að
venju verður heitt á könnunni og tími
fyrir góðar umræður. Fræðslufundir,
sem Félag ungra jafnréttissinna
stendur fyrir, eru liður í því að fræða
félaga um stöðu hinna ýmsu hópa
samfélagsins þegar kemur að jafn-
réttismálum en markmið félagsins er
að fara í vitundarvakningu um jafn-
réttismál og berjast gegn neikvæðum
staðalmyndum og fordómum gegn
ólíkum samfélagshópum. Hópinn má
finna á facebook.com/groups/
felagjafnrettissinna/.
Endilega …
… fræðist um
jafnréttismál
Félag Frá fundi ungra jafnréttissinna.
Allar nánari upplýsingar veita Samúel eða Halldór í símum 578-7014 og 578-7008 eða með tölvupósti á samuel@klasiehf.is og halldor@klasiehf.is
TIL LEIGU Á BESTA STAÐ - SÍÐUMÚLI 28 Í boði eru eftirtalin rými:
40 m² – 17 m² opið vinnurými og 12 m² skrifstofu-
/fundarherbergi.
74 m² – 49 m² opið vinnurými og 12 m² skrifstofu-
/fundarherbergi.
133 m² – tvö 32 m² opin vinnurými með möguleika á auka
skrifstofu-/fundarherbergi. Góð kaffistofa og salernisaðstaða.
166 m² – þrjú 32 m² opin vinnurými með möguleika á auka
skrifstofu-/fundarherbergi. Góð kaffistofa og salernisaðstaða.
206 m² – tvö 32 m² opin vinnurými, eitt 49 m² og 12 m²
skrifstofu-/fundarherbergi. Góð kaffistofa og salernisaðstaða.
332 m² – alls 8-10 rúmgóðar og vandaðar skrifstofur auk
móttöku, kaffistofu og fundarherbergis. Húsnæðið hentar
mjög vel til framleigu á einstökum skrifstofum og hentar því
vel aðila sem gjarnan vill eiga möguleika á að stækka eða
minnka við sig. Stækkunarmöguleiki í 540 m².
334 m² – gott opið rými, fjórar aflokaðar skrifstofur auk
mötuneytis. Rúmgóð móttaka sem einnig getur hentað sem
lítil verslun.