Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Meirihluti félagsmanna í Samtökum iðnaðarins er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem kynnt var í gær. Stuðningur við ESB-aðild hef- ur jafnan verið mikill innan Samtak- anna og fylgismenn aðildar hafa í mörgum könnunum verið töluvert fleiri en andstæðingar. Nýja könnunin sýnir mikil um- skipti. Nú mælast 58,7% andvíg aðild en 27,4% eru henni fylgjandi. Stuðn- ingur við ESB-aðild hefur aldrei mælst svo lítill meðal félagsmanna SI. Þegar spurt var um afstöðu til þess að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína til baka var hlutfallið nánast jafnt. Andvígir voru 44,4% og fylgjandi voru 43,5%. Þeir sem voru mjög andvígir því að draga umsókn- ina til baka voru 32% en 25,9% voru mjög fylgjandi. Tæp 70% myndu segja nei Væri á hinn bóginn kosið nú er af- staða meirihlutans skýr; 68,8% fé- lagsmanna SI kváðust vera á móti aðild. Af þeim voru 53,1% örugglega á móti aðild og 15,7% voru sennilega á móti aðild. Rúmlega 31% voru fylgjandi aðild, þar af voru 15,1% örugglega með aðild en 16% senni- lega með aðild. Andstaða við aðild var mun meiri á landsbyggðinni þar sem hún mældist 71% en á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún mældist 51%. Á höfuðborg- arsvæðinu mæld- ist stuðningur við aðild 34% en á landsbyggðinni voru 10% fylgj- andi aðild. Frá 2000 og fram til áranna 2006 og 2007 létu Samtök iðnaðar- ins kanna hug fé- lagsmanna til að- ildar Íslands að ESB árlega. Síðan liðu fimm ár þangað til næsta könn- un var gerð, það er að segja sú sem birt var í gær. Veikara bakland Á félagsfundi hjá SI í gærmorgun ræddi Kristján Vigfússon, stjórn- málafræðingur og kennari við Há- skólann Í Reykjavík, um stöðuna í aðildarviðræðunum. Í samtali við Morgunblaðið benti hann á að á ár- unum 2009-2010 hefði hann unnið rannsóknarverkefni um Evrópumál fyrir Samtök iðnaðarins og þá var rætt við marga stjórnendur innan samtakanna. Á þeim tíma hefði það verið nokkuð almenn skoðun stjórn- enda hjá fyrirtækjum innan samtak- anna að ferlið að upptöku evru í gegnum Evrópusambandsaðild myndi auka stöðugleika og leiða til aga í hagstjórninni. Ennfremur töldu stjórnendur þá að reynslan af krónunni sýndi að það væri illa hægt að gera rekstraráætlanir. Erfitt væri að meta hvað réði breyttri af- stöðu félagsmanna SI nú. Hluti skýr- ingarinnar væri eflaust tengt málum sem hæst bæru í umræðunni, þ.e. vandræði með myntsamstarfið og miklar skuldir einstakra aðildar- ríkja Evrópusambandsins. Sömu- leiðis hefðu makríl- og Icesave-deil- urnar vafalaust haft sín áhrif en bæði þessi mál eru óleyst. Kristján sagðist einnig velta því fyrir sér hvort þessi krafa um stöðugleika hefði að hluta til komið með gjald- eyrishöftunum sem gæti að ein- hverju leyti útskýrt þessa afstöðu- breytingu. Það væri auðveldara að gera rekstraráætlanir með krónuna í höftum. Meðal samtaka atvinnu- rekenda hefur stuðningur við ESB- aðild jafnan verið mestur innan SI. Kristján sagði að ef þessi viðsnún- ingur SI gagnvart ESB-aðild væri varanlegur væri ljóst að bakland að- ildarsinna, innan atvinnulífsins, hefði veikst. Iðnaðurinn snýst gegn ESB-aðild  Ný skoðanakönnun sýnir að meirihluti félaga í Samtökum iðnaðarins er nú andvígur aðild að ESB  Tæplega 70% myndu kjósa gegn aðild nú  Klofin í afstöðu til þess hvort draga eigi umsókn til baka „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?“ Mjöghlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Mjögandvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Hvorki né Ágúst 2000 Júl-ág. 2001 Feb. 2003 Feb. 2004 Feb. 2005 Feb.-mars 2006 Feb.-mars 2007 Jan.-feb. 2012 15,8% 17,8% 10,7% 11,3% 16,8% 14,1% 15,7% 12,8% 29,2% 39,9% 23,8% 31,5% 32,0% 30,7% 27,7% 14,5% 23,8% 12,2% 19,5% 13,8% 15,9% 21,3% 17,2% 14,0% 18,1% 16,5% 25,0% 23,2% 19,7% 17,6% 22,4% 22,8% 13,1% 13,5% 21,0% 20,2% 15,5% 16,3% 16,9% 35,9% Heimild: Capacent „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að taka upp Evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar?“ Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Hvorki né Feb. 2004 Feb. 2005 Feb.-mars 2006 Jan.-feb. 2012 55,3% 60,5% 61,1% 36,5% 7,8% 9,9% 12,8% 18,4% 36,9% 29,6% 26,1% 45,0% Heimild: Capacent Kristján Vigfússon Fleiri andstæðingar » Úrtak könnunarinnar var 593 félagsmenn í Samtökum iðnaðarins. Fjöldi svarenda var 374 en 219 svöruðu ekki. Svarhlutfall var 63,1%. » Mesta andstaðan var með- al félagsmanna í mat- vælaiðnaði (74%) en minnst meðal þeirra sem starfa í flokknum hugverk og tækni (25%). Innan síðastnefnda hópsins var meirihluti fyrir aðild (56%) en andstæðingar voru í meirihluta í öllum öðr- um hópum. Hugsanlegt er að Samskip hafi gert mistök þegar boðið var í rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs næstu tvö árin. Eru stjórnendur fyrirtækisins að fara yfir málið, með starfsmönnum Vegagerðarinnar. Sú vinna þarf að ganga fljótt fyrir sig því nýr rekstraraðili á að taka við rekstri skipsins 1. maí næstkom- andi. Samskip ráku Herjólf í fimm ár en Eimskip hefur annast reksturinn í rúman áratug. Samskip höfðu áhuga á að taka reksturinn aftur yf- ir og buðust til að gera það í tvö ár fyrir rúmar 600 milljónir. Er það 230 milljónum undir áætlun Vega- gerðarinnar. Ef Samskip geta staðið við boðið er þetta langhagstæðasta niðurstaðan fyrir Vegagerðina og ríkissjóð. Nokkur frávikstilboð bárust þar sem boðið var upp á önnur skip með Herjólfi til að auka möguleika á siglingum til Landeyjahafnar. Sam- kvæmt upplýsingum Vegagerðar- innar virðast þau öll háð fyrirvörum og því að líkindum óheimilt að taka þau til greina. Eimskip næstlægst Aðaltilboð Eimskips hljóðaði upp á 859 milljónir sem er 3% yfir áætl- un og tilboð Sæferða var enn hærra. Starfsmenn Vegagerðarinnar fara yfir öll tilboðin, ekki aðeins til- boð lægstbjóðanda, til að flýta fyrir samningum. helgi@mbl.is Skoða öll tilboð í rekstur Vest- mannaeyjaferju  Samskip saumfara sitt tilboð Samgöngur milli lands og Eyja Eimskip hafa annast rekstur Herjólfs í rúman áratug, en Samskip buðu lægst lægst í útboði Vegagerðarinnar. Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla Mósel 30% afsláttur af völdum sófum H Ú S G Ö G N Basel Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.