Morgunblaðið - 30.03.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Páskabasar Kattavinafélagsins
verður haldinn í Kattholti, Stang-
arhyl 2, Reykjavík, laugardaginn
31. mars kl. 11 – 16. Á boðstólum
verður að venju margt góðra muna,
s.s. kisudót, páskaskraut og margt
fleira. Auk þess kökur og brauð
sem kattavinir baka af mikilli list
og gefa til styrktar kisunum. Köku-
basarinn nýtur sívaxandi vinsælda
og selst yfirleitt allt upp á mettíma,
segir í frétt frá félaginu.
„Síðast en ekki síst verða sýndar
nokkrar yndislegar kisur sem allar
eiga það sameiginlegt að þrá nýtt
og gott heimili,“ segir í tilkynning-
unni frá Kattavinafélaginu. Allir
dýravinir eru hjartanlega velkomn-
ir á basarinn.
Páskakisa Nokkrar kisur, sem bíða eftir
nýju heimili, verða til sýnis á morgun.
Kisudót og fleiri
munir í boði á
páskabasar
Alþjóðleg myrkvun verður á morgun, laugardaginn 31.
mars, og tekur Reykjavíkurborg þátt í átakinu. Í frétt
frá borginni eru borgarbúar, fyrirtæki og stofnanir
hvött til að taka þátt klukkan 20.30 til 21.30 með því að
kveikja ekki rafmagnsljósin og slökkva þau sem kveikt
voru. Reykjavíkurborg vinnur að því að ljós verði slökkt
í Kvosinni í Reykjavík þessa klukkustund.
Borgir í 135 löndum taka þátt í þessum viðburði og um
það bil 18 billjón einstaklingar munu slökkva ljósin
þennan klukkutíma, segir í frétt frá borginni. „Hér er
um magnaða stund að ræða þar sem byggðir heims sýna
einstaka samstöðu í verki. Kjörið er að kveikja á kertum á heimilum og
ræða við börnin um að margar hendur geti unnið létt verk í umhverf-
ismálum,“ segir í fréttinni.
Stefnt að myrkvun um allan heim
Julie Herschend Christoffersen,
fyrrverandi fræðimaður við Al-
þjóðastofnun Danmerkur, heldur
erindi í dag kl. 12 í Lögbergi Há-
skóla Íslands á vegum Alþjóða-
málastofnunar HÍ. Í erindinu, sem
heitir „Stækkunarmál ESB: Balk-
anskaginn,“ mun hún fjalla um
samskipti ríkja á vesturhluta Balk-
anskaga við Evrópusambandið.
Um er að ræða Króatíu, Serbíu,
Svartfjallaland, Bosníu/Hersegó-
vínu, Albaníu og Kósóvó. Fjallað
verður um stöðuna og málefni sem
valda mestum erfiðleikum í sam-
skiptum.
ESB og
Balkanskagi
Heimili og skóli hafa gefið út
kynningarbæklingana Virkir for-
eldrar – betri leikskóli, Virkir for-
eldrar – betri grunnskóli og Virk-
ir foreldrar – betri framhaldsskóli
á pólsku. Fjallað er um hlutverk
foreldraráða, skólaráða og for-
eldrafélaga í bæklingunum.
Síðastliðin fimm ár hefur er-
lendum nemendum fjölgað mjög
og eru nú 3,2% allra grunnskóla-
nemenda og eru flestir þeirra
pólskir.
Næstu daga verða bæklingarnir
sendir á rafrænu formi til allra
skóla landsins og einnig verður
hægt að nálgast þá á heimasíðunni
heimiliogskoli.is.
Bæklingar
á pólsku
STUTT
Bónus var með lægsta verðið á 16
tegundum páskaeggja af 28, næst
oftast voru Fjarðarkaup með lægsta
verðið eða á níu páskaeggjum og
Krónan á þremur.
Þetta er niðurstaða verðkönnunar
sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði á
páskaeggjum í sjö matvöruversl-
unum víðsvegar um landið mánudag-
inn 26. mars síðastliðinn. Kannað var
verð á 28 algengum páskaeggjum.
Kostur og Víðir neituðu þátttöku í
könnuninni, að því er fram kemur í
tilkynningu frá ASÍ.
Samkaup-Úrval með hæsta verð
á 21 páskaeggi af 28
Samkvæmt könnuninni voru Sam-
kaup-Úrval með hæsta verðið á 21
páskaeggjum af 28, en Hagkaup var
næstoftast með hæsta verðið eða á
sjö páskaeggjum. Flestar tegundir
páskaeggja í könnuninni voru fáan-
legar í Fjarðarkaupum sem hafði á
boðstólum öll páskaeggin sem voru
skoðuð. Krónan átti til 27 af 28 og
Nettó og Hagkaup 26. Fæst
eggjanna voru fáanleg í Nóatúni eða
18 talsins og Bónus bauð upp á 21
tegund af páskaeggjum.
Mestur verðmunur í könnuninni
reyndist vera á páskaeggi frá Freyju
númer 9, bæði draumaeggi og rís-
eggi, sem var dýrast á 2.569 kr. hjá
Samkaupum-Úrvali en ódýrast á
1.598 kr. í Fjarðarkaupum. Verð-
munurinn var 971 kr. eða 61%.
Minnstur verðmunur í könnuninni
var á lakkríspáskaeggi frá Nóa Sí-
ríus. Það var dýrast á 1.379 kr. hjá
Nettó en ódýrast á 1.259 kr. hjá Bón-
us. Verðmunurinn var 120 kr. eða
10%.
Verð á páskaeggjum hefur hækk-
að í flestum tilfellum, hjá öllum versl-
unum, nema á Nóa Síríus gulleggi – 6
stk. í pakka, sem hefur lækkað á milli
ára. Mesta lækkunin var hjá Fjarð-
arkaupum, Samkaupum-Úrvali og
Hagkaupum um 55%, hjá Nettó um
54% og hjá Bónus um 53%.
Mesta hækkunin á milli ára er hjá
Samkaupum-Úrvali en þar hækkaði
verð á Síríus konsum páskaeggi um
27%, í Nettó um 21%, Krónunni og
Bónus um 4%, Fjarðarkaupum um
1% en verðið stóð í stað hjá Hag-
kaupum.
Ekki var gerður samanburður
milli ára á þeim páskaeggjum sem
ekki voru jafnþung. Verðkönnunin
tók til algengra páskaeggja frá ís-
lenskum framleiðendum.
Könnunin var gerð í eftirfarandi
verslunum: Bónus á Akureyri, Krón-
unni í Lindum, Nettó á Egilsstöðum,
Hagkaupum í Kringlunni, Fjarð-
arkaupum í Hafnarfirði, Nóatúni í
Hamraborg og Samkaupum Úrvali í
Hafnarfirði. Kostur og Víðir neituðu
að taka þátt í verðkönnuninni, þar
sem þeir telja það ekki þjóna hags-
munum sínum að verðlagseftirlit ASÍ
upplýsi neytendur um verð í versl-
unum þeirra.
Hér er aðeins um beinan verðsam-
anburð að ræða, en ekki er lagt mat á
gæði eða þjónustu söluaðila, segir í
tilkynningunni frá verðlagseftirliti
ASÍ.
Verðmunurinn var allt að 61%
Bónus var með
lægsta verðið á 16
tegundum páska-
eggja af 28
Verð Verð Verð Verð Verð Verð Verð Verð Verð Verð Verð Verð Verð Verð
2012 2011 Br.* 2012 2011 Br.* 2012 2011 Br.* 2012 2011 Br.* 2012 2011 Br.* 2012 2011 Br.* 2012 2011 Br.*
Nói Síríus
Gullegg nr. 1 - 6 stk/pk 329 698 -53% e e 359 775 -54% 378 849 -55% 399 895 -55% e 799 348 772 -55%
Páskaegg nr. 4 1.098 1.079 2% 1.199 1.080 11% 1.199 1.098 9% 1.369 1.249 10% e 1.339 1.368 1.248 10% 998 1.157 -14%
Páskaegg nr. 5 1.798 1.659 8% 1.899 1.670 14% 1.998 1.689 18% 2.199 1.799 22% 2.369 1.889 25% 2.198 1.798 22% 1.898 1.736 9%
KonsumPáskaegg nr. 4 1.179 1.139 4% 1.190 1.140 4% 1.398 1.159 21% 1.499 1.499 0% 1.569 1.239 27% em 1.248 1.198 1.188 1%
lakkrís Páskaegg 1.259 1.198 5% 1.299 1.199 8% 1.379 1.199 15% em 1.299 e 1.389 e 1.298 1.298 1.227 6%
Karmellu kurl páskaegg 1.259 e 1.299 1.190 9% 1.389 1.189 17% 1.499 1.299 15% 1.569 1.297 21% e 1.298 1.298 1.227 6%
Freyju
Páskaegg nr. 2 459 398 15% 460 399 15% 549 459 20% 519 479 8% 599 489 22% e 478 460 444 4%
Rísegg nr. 4 1.098 998 10% 1.199 999 20% 1.298 1.058 23% 1.397 e 1.499 e e 1.148 1.198 1.098 9%
Rísegg nr. 9 1.798 1.898 -5% 1.996 1.899 5% 1.998 1.998 0% 2.349 2.099 12% 2.569 2.189 17% 2.348 1.998 18% 1.598 1.985 -19%
Draumaegg nr. 9 1.798 1.898 -5% 1.870 1.899 -2% 1.998 1.998 0% 2.199 2.099 5% 2.569 2.189 17% 2.198 1.998 10% 1.598 1.985 -19%
Góa
Fígúru Páskaegg nr. 4 939 939 0% 937 960 -2% 1.159 959 21% 1.238 1.094 13% e 1.198 1.239 e 1.048 1.045 0%
Páskaegg nr. 4 e e 1.040 899 16% 1.059 998 6% 999 999 0% 1.098 1.089 1% 998 e 937 940 0%
Páskaegg lakkrís nr. 4 989 989 0% 1.099 998 10% 1.198 998 20% 1.299 1.299 0% 1.349 1.298 4% 1.298 e 1.198 1.135 6%
Verðkönnun á páskaeggjum - samanburður milli ára
Heimild: ASÍ
Bónus Krónan Nettó Hagkaup Samkaup Úrval Nóatún Fjarðarkaup
*Breyting milli ára e = ekki til em = ekki verðmerkt
Hæstiréttur hefur staðfest tveggja
og hálfs árs fangelsisdóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir 54 ára karl-
manni, Kristmundi Sigurðssyni,
sem sakfelldur var fyrir frelsis-
sviptingu, rán, þjófnað, fíkniefna-
lagabrot, brot gegn umferðarlögum
og fyrir að valda líkamstjóni af gá-
leysi.
Í málinu var Kristmundur
ákærður ásamt fleirum fyrir frels-
issviptingu og rán með því að hafa,
aðfaranótt sunnudagsins 20. desem-
ber í sameiningu svipt karlmann
frelsi á heimili sínu í Reykjavík og
beitt hann ofbeldi í því skyni að ná
frá honum verðmætum.
Mennirnir slógu fórnarlamb sitt í
andlit, tóku hann hálstaki, fjötruðu
hendur hans og tróðu tusku upp í
munn hans og kefluðu hann.
Þá neyddu þeir manninn til að
millifæra af reikningi sínum 110.000
krónur yfir á reikning eins þeirra
auk þess sem þeir söfnuðu verð-
mætum í íbúð mannsins, m.a.
80.000 krónum í peningaseðlum, og
flutti Kristmundur hluta verðmæt-
anna af vettvangi.
Við atlöguna hlaut maðurinn roða
og mar á úlnliðum og fram-
handleggjum, roðarákir í munn-
vikum, mar undir og aftan við eyru,
bólgu á vinstri kinn og
áfallastreituröskun.
Sakaferill Kristmunds nær allt
aftur til ársins 1976. Hann var m.a.
árið 1978 dæmdur í 12 ára fangelsi
fyrir manndráp.
Fangelsi fyrir fjölda brota
Sími 5685170
Innigallar
fyrir konur á
öllum aldri
Stærðir s-xxxl
Nýkomnir fallegir
bómullarbolir í
mörgum litum
Hlýrabolir
Stuttermabolir og
kvartermabolir
Velúrgallar