Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði
þegar hann setti aðalfund samtak-
anna í gær, að margskonar rök
mætti færa fyrir því að styrkja inn-
lenda framleiðslu
á matvælum með
opinberu fé. Með-
al annars sparað-
ist með því dýr-
mætur gjald-
eyrir.
„Allar okkar
neysluvörur sem
við framleiðum
ekki sjálf þarf að
flytja inn og afla
til þess erlends
gjaldeyris eða taka hann að láni. Ef
við hættum eða drögum stórlega úr
innlendri matvælaframleiðslu þarf
að afla erlends gjaldeyris til að flytja
það magn inn sem framleitt er hér
nú. Ekki liggur fyrir hvaðan sá
gjaldeyrir ætti að koma og miðað við
skuldastöðuna væri óskynsamlegt,
eða jafnvel erfitt, að taka hann að
láni. Sú fjárhæð hefur verið áætluð
allt að 100 milljónum á dag, enda
hafa stjórnvöld sett sér það markmið
að hlutfall innlendrar matvöru í
neyslu landsmanna aukist um 10%
fyrir árið 2020,“ sagði Sindri.
Hann sagði einnig, að eftirspurn
væri eftir innlendum matvælum og
íslenskir bændur seldu alla sína
framleiðslu innanlands eða á erlend-
um mörkuðum. „Offramleiðslu-
tímarnir eru liðnir og flest bendir til
þess að eftirspurn eftir matvælum
muni halda áfram að aukast og verð-
lag fari hækkandi á heimsmarkaði,“
sagði Sindri.
Hann sagði, að þrátt fyrir gagn-
rýni sem hefði komið fram á land-
búnaðarkerfið hér á landi væri það
staðreynd, að íslenskur landbúnaður
nyti víðtæks stuðnings meðal þjóð-
arinnar.
Það væri þó umhugsunarefni
hvort ekki þurfi að skýra rök bænda
betur og kynna fyrir almenningi.
Tveir í framboði
Sindri gefur ekki kost á sér áfram
í embætti formanns samtakanna og
verður því nýr formaður kjörinn á
aðalfundinum í dag.
Tveir hafa boðið sig fram en þeim
gæti þó fjölgað fyrir kosninguna.
Þeir eru Þórarinn Ingi Pétursson,
bóndi á Grýtubakka í Grýtubakka-
hreppi, og Einar Ófeigur Björnsson,
bóndi í Lóni í Kelduhverfi.
Margvísleg rök
fyrir styrkjum
Sauðfjárbændur kjósa nýjan formann
Sindri
Sigurgeirsson
,,Ég styð hana til góðra verka. En svo
er annað mál hvort ég sé sammála
þeirri vegferð sem ríkisstjórnin er á.
Sérstaklega í ESB-málinu sem er nú
stærsta málið,“ segir Jón Bjarnason,
þingmaður Vinstri grænna, spurður
um stuðning sinn við ríkisstjórnina í
kjölfar harðra orða í garð Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra á
Alþingi í gær.
Þar gerði hann orð forsætisráð-
herra um fyrri fiskveiðistjórnar-
frumvörp sem hann vann að í ráð-
herratíð sinni að umfjöllunarefni.
„Ég hef sjaldan heyrt aumari mál-
flutning hjá nokkrum forsætisráð-
herra en hjá Jóhönnu Sigurðardóttur
og þykir það leitt fyrir hennar hönd,“
segir Jón.
Ásakanir um ósannindi
á báða bóga
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, bar
málið fyrst upp í umræðum um störf
þingsins. Hann sagði að Jón Bjarna-
son, sem er fyrrverandi sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, hefði haldið
magnaða ræðu í fyrrakvöld sem gefið
hefði innsýn í vinnubrögð ríkis-
stjórnarinnar. Sigmundur sagði Jón
hafa lýst því að forsætisráðherra hefði
viljað fela að verið væri að vinna að
fiskveiðistjórnunarfrumvarpinu þar til
búið væri að semja um kjarasamninga.
Einnig að Jóhanna hefði ekki viljað
sjá frumvarpið þegar Jón hefði komið
með það inn í ríkisstjórn.
Jóhanna sagði þetta alrangt og í
raun hrein ósannindi. Jón Bjarnason
hefði haft litla samvinnu við ríkis-
stjórnina við vinnu að frumvarpinu og
dregið málið. Til þess að reyna að flýta
frumvarpsgerðinni þurfti að setja á fót
sérstaka ráðherranefnd. Og þegar Jón
kom loksins með frumvarpið í ríkis-
stjórn vildi hann setja það á vefinn hjá
sér áður en ríkisstjórnin ræddi það.
Þá sagði Jóhanna að alfarið væri
hægt að setja það á reikning Jóns
Bjarnasonar hversu seint ríkis-
stjórnin komi með sjávarútvegs-
frumvarpið inn í þing. Jón hefði verið
að dunda við þetta í tvö ár.
„Þau höfðu málið á sinni könnu frá
því í febrúar fram í maí. Því eru þetta
fullkomin ósannindi af hálfu forsætis-
ráðherra,“ segir Jón.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokks, velti því svo fyrir
sér hvort meirihlutinn stæðist á Al-
þingi í ljósi orðaskaks þingmannsins
og forsætisráðherra. En jafnframt
væri aðkallandi að vita hvort Hreyf-
ingin hefði heitið ríkisstjórninni
stuðningi.
Jón í andstöðu við
forystu ríkisstjórnar
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála-
fræðingur segir að túlka megi gagn-
rýni Jóns sem svo að hann sé hluti af
andstöðu við forystu ríkisstjórnar.
„Gagnrýni Jón Bjarnasonar á störf
meirihluta stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar Alþingis og á sjávar-
útvegsfrumvarpið sýnir að hvorugt
þessara mikilvægu mála ríkisstjórn-
arinnar nýtur ótvíræðs stuðnings
innan stjórnarmeirihlutans. Í ljósi
þess má ætla að þessi mál muni taka
einhverjum breytingum í meðförum
þingsins,“ segir Stefanía.
Hún segir að þrátt fyrir að þing-
meirihluti sé formlega einungis einn
maður hafi ríkisstjórnin enn bakland
hjá Hreyfingunni og hjá nokkrum
þingmönnum Framsóknar í ein-
stökum málum. Ljóst sé að sökum
þessa veika meirihluta sé staða Jóns
afar sterk og því geti afstaða hans
haft mikil áhrif á næstunni.
„Ég styð hana
til góðra verka“
Morgunblaðið/Golli
Í ráðherrastólum Jón Bjarnason, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á þingfundi á liðnu ári.
Harkalegar deilur Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra og Jóns Bjarna-
sonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
sjást hér hlaða svokallaða unga-
gildru. Tilgangur hennar er að
beina öndum í gegnum rör sem
liggur undir Hringbraut og að
Reykjavíkurtjörn. Nokkuð hefur
verið um að ökumenn hafi orðið
varir við endur á vappi yfir Hring-
braut en vonast er til þess að fram-
kvæmdirnar í Vatnsmýrinni leiði
til þess að svo verði ekki áfram.
„Nú er fuglafært undir Hring-
brautina. Í stað þess að gera girð-
ingu þá settum við upp þennan
vegg í staðinn. Það er fugla-
vænna,“ segir Þórólfur Jónsson,
garðyrkjustjóri Reykjavík-
urborgar.
Endur geta því andað léttar.
Endur í
ungagildru
Morgunblaðið/Golli
Fjórtán einstaklingar, sem starfa
við markaðssetningu á íslenskum
laxveiðiám erlendis, hafa sent for-
sætisráðherra bréf þar sem hvatt
er til varúðar og að búsvæði lax og
sjóbirtings í Þjórsá verði ítarlega
könnuð áður en teknar verði
ákvarðanir um frekari virkjanir í
ánni.
Segja einstaklingarnir í bréfinu
að Íslendingar hafi leitt alþjóðlega
baráttu fyrir verndun villta laxins í
Norður-Atlantshafi. Miklir mögu-
leikar séu enn á að auka enn laxa-
göngur í ár á Íslandi, m.a. með því
að nýta ársvæði þar sem stangveiði
hafi ekki verið stunduð, eins og í
Þjórsá, með því að auðga búsvæði í
ám. M.a. sé hægt með litlum til-
kostnaði að greiða götu göngufiska
með fiskvegum.
Hvatt til varúðar
varðandi Þjórsá
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 •www.tonastodin.is
Tónastöðin
býður upp á mikið úrval
hljóðfæra og nótnabóka
fyrir allar tegundir tónlistar
og leggur áherslu á góða
og persónulega þjónustu.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.