Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 20

Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Verkalýðssamtök efndu í gær til allsherjarverk- falls á Spáni til að mótmæla breytingum sem rík- isstjórnin ætlar að gera á vinnulöggjöfinni. Ríkisstjórnin segir að markmiðið með breyting- unum sé að draga úr atvinnuleysi í landinu. Mikil röskun var á samgöngum þar sem flutn- ingabílstjórar, starfsmenn flugfélaga og lesta tóku þátt í verkfallinu. Verkalýðssamtökin sögðu að margir starfsmenn fyrirtækja á borð við bílaverksmiðjur hefðu lagt niður vinnu. Spænska ríkisstjórnin sagði hins vegar að þátt- takan í verkfallinu hefði ekki verið mikil. Gríðarlegur efnahagsvandi blasir við hægri- stjórn Mariano Rajoy forsætisráðherra sem hyggst í dag kynna áform sín um stórfelldan sparnað. Mikill halli er á ríkissjóði og nærri fjórðungur vinnuaflsins er án atvinnu. Hvergi í Evrópusambandinu er atvinnuleysi eins mikið og á Spáni. Á myndinni eru verkfallsmenn sem tóku þátt í mótmælum í borginni Burgos. AFP Röskun vegna verkfalls á Spáni Fjöldamorðing- inn Mohamed Merah var í gær borinn til grafar í heimborg sinni, Toulouse í Frakklandi. Áð- ur hafði borgar- stjórinn í Tou- louse lagst gegn því að fjöldamorðinginn yrði jarð- aður innan borgarmarkanna. Nicol- as Sarkozy, forseti Frakklands, kvaðst hins vegar vilja að fjölda- morðinginn yrði jarðaður í Frakk- landi eftir að alsírsk stjórnvöld höfðu neitað að taka við líki Merah af öryggisástæðum. Merah varð þremur börnum, kennara og þrem- ur hermönnum að bana fyrr í mán- uðinum. FRAKKLAND Fjöldamorðinginn borinn til grafar Sten Tolgfors, varnarmálaráð- herra Svíþjóðar, sagði af sér í gær eftir að skýrt var frá því sænsk stofnun hefði ætlað að hjálpa einræðis- stjórninni í Sádi-Arabíu að byggja vopna- verksmiðju. Tolgfors hyggst halda þingsæti sínu og Catharina Elmsäter-Svärd, ráðherra innviða í sænsku stjórninni, verður varnarmálaráðherra til bráða- birgða. SVÍÞJÓÐ Varnarmálaráðherra varð að segja af sér Átján ára stúlka í Úkraínu, Oksana Makar, sem þrír menn nauðguðu 8. mars, lést á sjúkrahúsi í gær. Þrír ungir menn nauðguðu stúlkunni og reyndu síðan að kyrkja hana. Þeir vöfðu nakinn líkama stúlkunnar inn í teppi og skildu hana eftir á yfir- gefinni byggingarlóð þar sem þeir kveiktu í henni. Stúlkan komst lífs af. Lögreglan sleppti tveimur pilt- anna úr haldi en foreldrar þeirra höfðu tengsl við stjórnvöld í land- inu. Þeir voru handteknir að nýju eftir að málið vakti þjóðarathygli. Tveir menn hafa verið ákærðir fyr- ir nauðgun og einn fyrir nauðgun og tilraun til manndráps. ÚKRAÍNA Stúlka lést eftir grófa hópnauðgun Fjórar konur hafa verið ákærðar fyrir að hafa ráðist að amish-fólki í Ohio-ríki og skorið skegg þess og hár. Konurnar eru í amish- söfnuðinum og nátengdar leiðtoga hans. Áður höfðu tólf manns, bæði karlar og konur, verið handtekin vegna samskonar árása. Meðal þeirra er Samuel Mullet, leiðtogi amish-safnaðarins í Ohio. Konurnar réðust að fólkinu og skáru skegg karlanna og höfuðhár kvennanna með valdi. Karlmönnum sem eru amish-trúar er skylt að vera með alskegg. BANDARÍKIN Konur ákærðar fyrir að skera skegg karla Bagdad. AFP. | Fulltrúar arabaríkja komu saman í Bagdad í gær og deildu um hvort sjá ætti sýrlenskum uppreisnarmönnum fyrir vopnum. Forsætisráðherra Íraks, Nuri al- Maliki, lagðist gegn slíkri aðstoð við uppreisnarmennina og sagði að hún myndi leiða til langvinns stríðs með óbeinni þátttöku erlendra ríkja. Stjórnvöld í Katar og Sádi-Arabíu eru hins vegar hlynnt því að upp- reisnarmönnunum verði send vopn til að þeir geti steypt sýrlensku stjórninni af stóli. Fulltrúar annarra ríkja á fundinum hvöttu til þess að reynt yrði til þrautar að leiða blóðs- úthellingarnar í Sýrlandi til lykta með friðsamlegum hætti. Fyrsti leiðtogafundurinn í Bagdad í rúm 20 ár Þetta er í fyrsta skipti í rúm tutt- ugu ár sem Arababandalagið heldur leiðtogafund í Bagdad og um 100.000 her- og lögreglumenn tóku þátt í ör- yggisgæslunni. Katar og Sádi-Ar- abía eru á meðal Persaflóaríkja sem sniðgengu leiðtogafundinn að mestu. Löndin tvö sendu aðeins stjórnarer- indreka og stjórn Katar sagði að það hefði verið ákveðið til að senda stjórnvöldum í Írak „skilaboð“. Kúveit var eina Persaflóaríkið sem sendi þjóðhöfðingja sinn á fund- inn. Þetta er í fyrsta skipti sem leið- togi Kúveits heimsækir Írak frá því að Saddam Hussein sendi her sinn inn í Kúveit árið 1990. Aðeins níu aðildarlanda Araba- bandalagsins sendu leiðtoga sinn á fundinn. Maliki sagði að reynslan í Írak sýndi að ef uppreisnarmönnunum í Sýrlandi yrði séð fyrir vopnum myndi það leiða til stríðs með óbeinni þátttöku erlendra ríkja. „Þessi kost- ur leiðir til erlendrar hernaðaríhlut- unar í Sýrlandi og brýtur þannig í bága við fullveldi bræðra okkar í arabalandinu.“ Deilan um hvort vopna eigi upp- reisnarmennina endurspeglar tog- streitu milli súnníta og sjíta. Súnn- ítar eru mikill meirihluti múslíma í heiminum, en sjítar eru í meirihluta í Írak og Íran. Sýrlenska stjórnin nýtur stuðn- ings stjórnvalda í Íran og Írak. Hreyfingar sjíta í Líbanon, þeirra á meðal Hizbollah, hafa einnig stutt stjórn Sýrlands. Talið er að það yrði mikið áfall fyrir Hizbollah og Írana og myndi veikja samstarf þeirra ef sýrlenska stjórnin félli. Varað við langvinnu stríði  Leiðtogafundur í Bagdad endurspeglaði klofning í Arababandalaginu í afstöð- unni til Sýrlands  Deilt um hvort vopna eigi sýrlensku uppreisnarmennina Fallegt fermingaskart Laugavegi 13 | 101 Reykjavík | Sími 561 6660 | gullkunst.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.