Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Árás JóhönnuSigurð-ardóttur
forsætisráðherra á
fyrrverandi ráð-
herra í ríkisstjórn
sinni úr ræðustóli
Alþingis í gær er
án efa einsdæmi í þingsögunni.
Fyrirlitningin í orðum for-
sætisráðherra var slík að með
ólíkindum verður að teljast.
Um ræðu Jóns Bjarnasonar,
sem varð tilefni umræðunnar í
gær, sagði Jóhanna: „… sem ég
hlífði sjálfri mér við að hlusta
á“. Nú er það raunar svo að Jó-
hanna er að þessu leyti afar
sérhlífin, því að hún hlífir sér
við svo að segja öllum um-
ræðum á Alþingi og skiptir þar
engu hvort um er að ræða stór
mál eða smá.
Eftir að hafa sýnt fyrrver-
andi ráðherra ríkisstjórnar
sinnar þennan dæmalausa
dónaskap hélt hún því fram að
ástæða þess að ríkisstjórnin
væri nú undir lok kjörtímabils-
ins með fiskveiðistjórn-
unarfrumvarp fyrir þinginu
væri sú að Jón Bjarnason hefði
dregið málið og verið seinn í
allri vinnu með það, eins og hún
orðaði það. Hún hafi þurft að
„setja á sérstakar ráðherra-
nefndir til að reyna að flýta
þessu máli til að það hefði eðli-
legan gang. Það stendur ekki
steinn yfir steini í þessu hjá
þingmanninum,“ sagði hún um
Jón Bjarnason.
Og árásirnar héldu áfram,
því að næst fór hún að lýsa því
yfir að Jón hefði farið með
ósannindi úr ræðustól þingsins
og lauk sér svo af með því að
ítreka að tafirnar væru Jóni að
kenna: „Var hann
ekki að dunda við
þetta mál í tvö ár
með þeirri nið-
urstöðu sem við
sáum á síðasta
þingi?“
Ekki er að undra
að margir þingmenn hafi
hrokkið við að hlusta á þennan
reiðilestur Jóhönnu út í fyrr-
verandi ráðherra í hennar eigin
ríkisstjórn. Og ekki þarf heldur
að koma á óvart að Jón Bjarna-
son skyldi kveðja sér hljóðs og
benda á að ummæli forsætis-
ráðherra hafi í senn verið full-
komlega óboðleg og röng. Sjáv-
arútvegsfrumvarpið og vinnan
við það hafi verið sett í nefnd
undir forsæti Guðbjarts Hann-
essonar og verið þar í hálft
annað ár, nærri ári lengur en
ætlað hafi verið.
Jón sagði að lokum að hann
hefði „sjaldan heyrt aumari
málflutning hjá nokkrum for-
sætisráðherra“ og er það ekki
ofmælt.
Óþarft er að deila um hvort
Jóhanna Sigurðardóttir hafi
með árásum sínum farið yfir
strikið og orðið sér til skamm-
ar. Um það efast enginn, en
hinu geta menn velt fyrir sér
hvað fær forsætisráðherra til
að missa svo algerlega stjórn á
sér, ausa úr skálum reiði sinnar
og reyna að koma eigin vand-
ræðagangi yfir á fyrrverandi
ráðherra ríkisstjórnar sinnar.
Og þá hljóta menn að leiða hug-
ann að veikri stöðu ríkisstjórn-
arinnar, bæði málefnalega og
hvað þingstyrk varðar. Getur
eitthvað annað en veik staða
ríkisstjórnarinnar skýrt svo
ofsafengna og vanstillta árás?
Munu þingmenn VG
leyfa forsætisráð-
herra slíka fram-
komu við flokks-
bróður sinn?}
Fullkomin fyrirlitning
Þingnefnd hefurmánuðum
saman haft plagg
frá hópi úr ógiltum
kosningum til með-
ferðar. Þó hefur
þingnefndin ekki tekið efn-
islega á neinu atriði úr þessu
einkennilega plaggi.
Hver viðmælandi nefnd-
arinnar af öðrum, og þá ekki
síst sérfræðingar í stjórnlaga-
rétti, hafa sagt nefndarmönn-
um að plaggið væri með öllu
ótækt sem grundvöllur að
stjórnarskrá. Þingnefndin hef-
ur þó ekki gert tilraun til að
breyta plagginu, enda orðið
ljóst að endursemja verður það
frá upphafi til enda. Slíkt tæki í
það minnsta eitt ár, að sögn
eins helsta stjórnlagafræðings-
ins sem fyrir nefndina kom.
Stjórnarsinnum er fyrir
löngu orðið ljóst að þeir eru
með ónýtt plagg í höndunum
sem aldrei verður
grundvöllur að
stjórnarskrá lands-
ins. En verkurinn
er að einn af ör-
flokkum þingsins
hefur tekið ástfóstri við vitleys-
una og setur afgreiðslu hennar
sem skilyrði fyrir stuðningi við
að dauðastríð ríkisstjórn-
arinnar verði dregið á langinn.
Lausnin var því sú að búa til
uppkast að spurningalista, lík-
um þeim sem skoðana-
kannanafyrirtæki vinna úr og
láta almenning kjósa um spurn-
ingarnar og kalla það þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þó hefði sú
atkvæðagreiðsla enga þýðingu
fyrir örlög stjórnarskrárinnar.
Þetta gæti hins vegar dugað
Hreyfingunni þar til hún næði
áttum eftir einhverja mánuði.
Þegar þingheimur vill ekki
allur taka þátt í vitleysunni, þá
er það kallað málþóf!
Spurningaleikur um
lokleysu „stjórn-
lagaráðs“ er háðung}
Gustuk að þæfa lokleysu
T
annheilsu íslenskra barna er ábóta-
vant. Hún er í sjötta neðsta sæti
af öllum OECD-ríkjunum, sem
eru 34 talsins. Rúmlega helmingur
sex ára barna á Íslandi er með all-
ar tennur heilar, miðað við 75% jafnaldra
þeirra í Danmörku.
En þetta er ekkert nýtt og er ekki fylgi-
fiskur kreppunnar, eins og sumir vilja halda
fram. Árið 2007, á hinu mikla ári góðæris, var
tannheilsa íslenskra barna og unglinga verst á öll-
um Norðurlöndunum. Hver heilbrigðisráðherrann
á fætur öðrum hefur undanfarin ár heitið að-
gerðum, án nokkurra efnda. Þetta er auðvit-
að ekki í lagi.
Ástæðan er meðal annars sögð vera tak-
mörkuð niðurgreiðsla á þjónustunni, að það
valdi því að foreldrar hafi hreinlega ekki efni á
því að fara með börn sín til tannlæknis. Aldrei hafa feng-
ist viðunandi svör á því hvers vegna þjónusta tannlækna
er ekki niðurgreidd til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu.
En hvernig á að leysa þetta? Jú, lagt er til að leik-
skólakennarar bursti tennur barnanna.
Það virðist vera ákaflega sterk tilhneiging til að varpa
allri ábyrgð, öllum verkefnum yfir á skóla og leikskóla
þegar einhverjar sláandi staðreyndir verða landslýð
kunnar. Fari eitthvað úrskeiðis, þá sé það vegna þess að
því hafi ekki verið nógu vel sinnt í skólanum eða leikskól-
anum. Karlrembu og kvenfyrirlitningu má samkvæmt
þessari hugmyndafræði stroka út með því að kenna
kynjafræði í skólum, til að koma í veg fyrir
þunganir unglingsstúlkna á að efla kyn-
fræðslu í skólum og svo bjarga megi tönnum
íslenskra barna frá eyðingu eiga leikskóla-
kennararnir að bursta þær.
Það segir sig sjálft að skólastarf, á hvaða
skólastigi sem er getur ekki tekið mið af öll-
um þeim þörfum sem hugsanlega eru van-
ræktar af þeim sem standa barninu næst af
ýmsum ástæðum, hvort sem um er að ræða
uppeldislegar eða heilsufarslegar þarfir. Skól-
ar eru engar allsherjarþjónustumiðstöðvar,
þeir eru mennta- og uppeldisstofnanir, þar
sem áherslan verður að vera á hið fyrrnefnda.
Það er svo ótal margt sem felst í uppeldi og
umönnun barna. Almennt hreinlæti hlýtur að
vera einn af þeim þáttum og að ætlast til þess
að störfum hlaðnir leikskólakennarar sinni
tannburstun barna er í besta falli hláleg hugmynd og
reyndar fremur ólíklegt að meirihluti foreldra myndi
fallast á það.
Eigi að gera gangskör að því að bæta tannheilsu ís-
lenskra barna þýðir lítið að leikskólakennarar bursti
tennur þeirra, þegar þau eru methafar í neyslu gos-
drykkja og viðbætts sykurs, sem þau neyta væntanlega
heima hjá sér en ekki í leikskólanum.
Þegar einar óheilbrigðustu neysluvenjur sem þekkjast
í heiminum fara saman við takmarkaða niðurgreiðslu og
hugmyndir um að skólar og leikskólar eigi að bera alla
ábyrgð, þá er ekki von á góðu. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Leikskóli burstar tennur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Fyrir hæstarétti Bandaríkj-anna fór fram í vikunniorrusta, sem getur skiptsköpum bæði fyrir repú-
blikana og demókrata. Löggjöf
stjórnar Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta um heilbrigðismál er í
húfi.
Eitt af markmiðum laganna er að
tryggja sem flestum Bandaríkja-
mönnum heilsugæslu. Það á að gera
með því að skylda ríki Bandaríkjanna
til að bjóða þeim, sem minnst hafa
milli handanna, aðild að heilsugæslu-
kerfinu Medicaid. Lögin taka gildi
2014 og mun alríkið í fyrstu greiða
allan kostnað, en síðan verður hann
stigminnkaður niður í 90% hlutdeild.
Ríki, sem ekki virða lögin, eiga yfir
höfði sér að öll fjárframlög alríkisins
til þeirra í heilbrigðismálum verði
stöðvuð.
26 ríki hafa stefnt og segja að hér
sé um að ræða þvingandi aðgerðir al-
ríkisins og þær standist ekki stjórn-
arskrá.
Vísað hefur verið til þess að í úr-
skurði frá 1987 þar sem hæstiréttur
staðfesti lög um að það væri skilyrði
fyrir því að ríki fengju alríkisframlög
til þjóðvegagerðar að þau hækkuðu
lágmarksaldur til áfengiskaupa í 21
ár sagði þáverandi forseti réttarins,
Wiliam H. Rehnquist, að í sumum til-
fellum gæti fjárhagsleg pressa þings-
ins verið svo afgerandi að hún færi
„yfir strikið þar sem þrýstingur yrði
að þvingun“.
Reynt að ráða í mál dómaranna
Niðurstaða hæstaréttar mun ekki
liggja fyrir fyrr en í júní, en menn
hafa reynt að ráða af málflutningnum
á mánudag, þriðjudag og miðvikudag
hvernig muni fara.
Eins og Jeffrey Toobin, blaðamað-
ur tímaritsins The New Yorker, sem
skrifað hefur bók um hæstarétt
Bandaríkjanna, bendir á má vænta
þess að dómararnir fjórir, sem demó-
kratar skipuðu í dómstólinn, Ruth
Bader Ginsburg, Stephen Breyer,
Sonia Sotomayor og Elena Kagan,
muni úrskurða að lögin skuli standa.
Repúblikanar skipuðu fimm dómara
við réttinn. Toobin telur engan vafa
leika á að Clarence Thomas muni
greiða atkvæði gegn lögunum. Mest-
ar líkur séu á að Anthony Kennedy
muni styðja lögin, en ekki sé heldur
víst með afstöðu Johns Roberts, for-
seta hæstaréttar, Antonins Scalia og
Samuels Alitos.
Sérfræðingar ráða í spurningar
dómaranna eins og spákonur í kaffi-
korg. Athygli vakti þegar Scalia
spurði Donald Verilli, verjanda
stjórnarinnar, hvort það að hægt
væri að skylda fólk til að vera með
heilsutryggingu þýddi að „þvinga
mætti fólk til að kaupa brokkolí“. Þá
vakti athygli að Roberts spurði hvers
vegna ríkið gæti þá ekki skyldað fólk
til að kaupa farsíma til að geta hringt
í neyðarþjónustu.
Scalia tók á hinum pólitíska þætti
málsins þegar hann spurði Paul D.
Clement, sem fer með málið fyrir rík-
in, hvort það væri „tilviljun að repú-
blikanar væru ríkisstjórar í öllum
ríkjunum 26, sem eru á móti, og
demókratar ríkisstjórar í ríkjunum,
sem styðja [lögin]“. „Það er sam-
hengi þar á milli,“ svaraði Clement.
Stuðningsmenn laganna velta því
fyrir sér hvers vegna deilt sé um
þetta mál þar sem alríkið muni borga
nánast allan kostnaðinn af víðtækari
heilsutryggingu. Andstæðingar
segja að málið snúist um hótunina
um að ríkin gætu tapað þeim fram-
lögum, sem þau fá þegar.
Tvennt til viðbótar í lögunum gæti
talist af svipuðum toga. Annars veg-
ar er tryggingafyrirtækjum bannað
að vísa umsækjendum frá og hins
vegar mega þau ekki taka tillit til fyr-
irliggjandi krankleika.
Þá er stór spurning í málinu hvort
úrskurður um að ekki standist
stjórnarskrá að skylda fólk til að
vera með heilsutryggingu þýði að
lögin í heild sinni falli um sjálf sig.
Tekist á um stjórnar-
skrá og heilsugæslu
Reuters
Engar myndavélar Dómarar í hæstarétti Bandaríkjanna hlýða á mál Pauls
Clements, lögmanns ríkjanna sem vilja hnekkja heilbrigðislögunum.
Á gervihnattaöld er allt í beinni
útsendingu nema Landsdómur
og hæstiréttur Bandaríkjanna.
Meðan á málflutningi stóð um
það hvort heilbrigðislöggjöf
Baracks Obama Bandaríkja-
forseta stæðist stjórnarskrá
Bandaríkjanna var lagt bann við
öllu bloggi, tísti, myndatökum
og beinum útsendingum.
Sennilega hefur ekki ríkt jafn
mikil spenna um málflutning
fyrir hæstarétti Bandaríkjanna
síðan hann fjallaði um talningu
atkvæða í Flórída í forsetakosn-
ingunum árið 2000.
Til að koma til móts við kröf-
ur um beinar útsendingar var
upptaka af málflutningi birt að
honum loknum.
Ekkert tíst í
dómsalnum
EKKI Í BEINNI
Heilbrigðislöggjöfinni mótmælt.