Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Ómar Tíu Ætli menn sér langt er nauðsynlegt að kunna að telja og það vefst ekki fyrir unga barninu sem fékk samt aðstoð til að komast leiðar sinnar. Stjórnvöld minnast stundum á búsetuúr- ræði aldraðra, ráð- herrar gefa hástemmd- ar yfirlýsingar á nokkra ára fresti um aðgerðir, það eru haldnar ráð- stefnur og einstaka stjórnmálamenn hafa lagt á sig að nefna þessi mál í skrifum sínum og ræðum. Síðan gerist fátt. Staðreyndin er sú, að áhugi stjórnvalda á þessum málum er lítill. Áður fyrr var miklu meiri áhugi almennt á málefnum aldraðra, jafnt hjá Alþingi og í sveitarstjórnum. Bæði ríki og sveitarfélög stóðu áður fyrr fyrir margvíslegum fram- kvæmdum sem tryggðu hundruðum eldri borgara góð búsetuúræði. Í því sambandi má nefna uppbyggingu þjónustuíbúða á vegum Reykjavík- urborgar á árunum 1970 til 1994, þar sem byggðar voru mörg hundruð íbúðir í tengslum við þjónustukjarna. Nú er öldin önnur og hefur t.d. Reykjavíkurborg byggt fáar þjón- ustuíbúðir í tæp 18 ár og á síðustu ár- um hefur átt sér stað afar lítil fjölgun á félagslegu leiguhúsnæði fyrir eldri borgara. Mikilvægir áfangar Það sem einkum hefur átt sér stað í eflingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara er bygging öryggis- og þjón- ustuíbúða Eirar og Hrafnistu og íbúð- ir á vegum Samtaka aldraðra, þar sem enginn fjárhagslegur stuðningur hefur komið, hvorki frá ríki né borg. Einnig skipti sköpum forysta Reykja- víkurborgar á árunum 1983-1994 um byggingu u.þ.b. 600 eignaríbúða í tengslum við átta öfluga félags- og þjónustukjarna í hverfum borg- arinnar, sem Reykjavíkurborg byggði og rekur. Bygging sérhannaðra íbúða fyrir eldri borgara á vegum Samtaka aldraðra síðustu fjóra áratugina hefur enn frekar fjölgað búsetuúrræðum fyrir eldri borgara, en á þeirra vegum hafa verið byggðar 415 íbúðir. Sam- tök aldraðra hafa unnið fábært starf á þessum vettvangi og eiga heiður skilinn. Einnig hefur Félag eldri borgara í Reykjavík staðið að byggingu íbúða fyrir eldri borgara og byggir í dag 50 íbúðir í tengslum við Gerðu- berg í Breiðholti. Rík- isvaldið hefur nánast ekkert lagt af mörkum hvað varðar fram- kvæmdir í búsetuúr- ræðum fyrir aldraða ut- an byggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimilin sinna á hinn bóg- inn eingöngu þeim sem þurfa á fjöl- þættri heilbrigðisþjónustu að halda, þegar ekki er hægt að tryggja hana í þjónustuíbúðum né í eigin húsnæði. Meginmarkmiðið er að eldri borg- arar eigi að hafa val um búsetuúrræði og að þeir sem vilja og hafa heilsu til geti búið sem lengst í heimahúsi. En þeir sem kjósa önnur búsetuúrræði, m.a. vegna óska um félagslega nær- veru, eiga einnig að hafa val. Afskipti ríkis og sveitarfélaga af búsetuúrræð- um fyrir eldri borgara eiga fyrst og fremst að miðast við þá eldri borgara sem þurfa liðsinni vegna bágs efna- hags og af heilsufarsástæðum. Hlutverk ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka Í dag hafa sveitarfélögin dregið verulega úr byggingu þjónustuíbúða og jafnframt nánast ekkert fjölgað fé- lagslegum leiguíbúðum fyrir eldri borgara. Vissulega má finna und- antekningar frá þessu en þær eru ekki margar. Ríki og sveitarfélög gætu með ákveðnum aðgerðum auð- veldað bæði einstaklingum og fé- lagasamtökum að byggja hagkvæm búsetuúrræði fyrir eldri borgara. Það væri t.d. hægt að gera með stofn- styrkjum vegna byggingar þjón- ustuíbúða eða sambýla fyrir eldri borgara, viðráðanlegum vaxtakjörum og lægri skattaálögum á húsnæði. Einnig með auknum húsaleigubótum fyrir eldri borgara og rýmkun reglna um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. T.d. er staðan sú í dag, að Reykja- víkurborg greiðir ekki sérstakar húsaleigubætur til viðbótar hefð- bundnum húsaleigubótum til þeirra einstaklinga sem leigja í öryggis- íbúðum Eirar og sem ekki eru þar í félagslegu húsnæði á vegum borg- arinnar. Sama á við um öryggisíbúðir Hrafnistu og leiguhúsnæði á vegum Öryrkjabandalagsins. Hér er ein- göngu átt við þá íbúa sem uppfylla þær reglur er gilda um greiðslu slíkra bóta. Rétt er taka fram að Reykjavík- urborg taldi sig hafa fulla heimild til að setja slíkar reglur en innanrík- isráðuneytið úrskurðaði í nóv. 2010 í framhaldi af kæru Öryrkjabanda- lagsins, að þessi regla borgarinnar væri brot á jafnræðisreglu og beindi þeim tilmælum til borgarinnar, að all- ir sem uppfylla skilyrði reglna um að fá sérstakar húsaleigubætur fái þær. Enn hefur Reykjavíkurborg ekki breytt reglunum. Ef stjórnvöld hafa einlægan vilja til að efla og styrkja margvísleg búsetu- úrræði fyrir eldri borgara hvet ég þau til að kalla saman þá aðila, sem hafa reynslu af þessum málum, auk fulltrúa frá Landssambandi eldri borgara og e.t.v. fleiri hags- munaaðilum. Þar mætti t.d. ræða hver sé stefna ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka og gera tilraun til að svara spurningunni: Hvert stefnir – hver á að gera hvað? Ef ekki er áhugi fyrir slíku, endurspeglar það í raun það sem ég gat um í upphafi þessarar greinar, þ.e. að áhugi stjórnmála- manna á búsetuúrræðum aldraðra sé lítill. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » Afskipti ríkis og sveitarfélaga af bú- setuúrræðum fyrir eldri borgara eiga fyrst og fremst að miðast við þá eldri borgara sem þurfa liðsinni vegna bágs efnahags og af heilsu- farsástæðum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er stjórnarformaður Eirar og fyrrv. borgarstjóri. Búsetuúrræði aldraðra – hvert stefnir? Hjörleifur Stefánsson arkitekt reit góða grein í Fréttablaðið 4. febrúar sl. Þar stakk hann upp á að Perlan yrði gerð að Nátt- úruminjasafni Íslands. Perlan væri tákn Reykjavíkurborgar með fögru útsýni. Þaðan séð væri fjallahringurinn ægifagur. – Það er furða að ekki skuli vera komin fyrir löngu skilti á svalir staðarins sem lýsa tilurð þessa hrings. Skoðum fyrst mynd í norður – síðan mynd í suður. Fjallasalur norðursins segir sögu síðustu ís- aldar, sl. 3 milljónir ára. Vestast er Akrafjall, en efst á því er jökulberg, Rauðrönd, menjar fyrsta víðfeðma ísaldarjökulsins. Þetta er við mynni Hvalfjarðar, en báðum megin eru nú fornir skriðurunnir sjávarhamrar. Í Kollafirði, sunnan mynnisins, er askja megineldstöðvar sem kennd er við Kjalarnes. Aðeins sunnar, austar og nær í tíma eru leifar öskju í Viðey og í Vatnagörðum. Varmi sem enn er í iðrum eld- stöðva í nágrenni Reykjavíkur yljar nú hjarta- rætur íbúanna í gegnum Hitaveituna. - Akra- fjall sjálft er 3-5 milljóna ára gamall blágrýtisstafli, hraunlög frá síðasta hluta tertí- er-tímans. Skarðsheiði er sama eðlis, en hraun- lögin þar eru runnin frá megineldstöð Hafn- arfjalls. Á síðustu jökulskeiðum ísaldar (síðustu hundruð árþúsundin) hefur falljökull grafið hratt á bak aftur þann Hvalfjörð sem við þekkjum. Köld tunga skriðjökuls hans hefur oft legið við munnopið og sleikt út um, eins og sjá má merki um þar. Ávöl austurhlíð Akra- fjalls og v-laga dalverpi, sem hangir þar niður undir þessa nú horfnu tungu, segja sína sögu. Þarna við mynnið sjáum við glímuvang Ægis og hrímþursa. Sunnan í Skarðsheiði hanga líka u-laga jökuldalir, grafnir af litlum skriðjöklum niður að meginjökli fjarðarins. Á efra borði þessa fjalls og Esjunnar eru leifar eldri ósýnilegs dalbotns hang- andi hátt yfir firðinum. Senni- lega nær sá rofflötur hraunflet- inum sjálfum sunnar í brún Kistufells. Austar er ávöl bunga Skálafells, en þar hefur jökull gengið yfir andstætt flötum lá- réttum kolli Kistufells. Þar á milli eru bleikir Móskarðshnjúkar, ljósgrýtisinnskot eins og síðustu andvörp megineldstöðvarinnar í Star- dal. Nú liggur Mosfellsdalur í gegnum öskju hennar, grafstóna. Ung grágrýtishraun frá Mosfellsheiði þekja svo dalbotninn og ná vest- ur út í sundin, en þar stendur Reykjavíkurborg og perla hennar. Frá rekbeltinu Þingvellir-Hengill að títt- nefndu mynni Hvalfjarðar eru 30 km og 3 millj- ónir ára (elst vestast). Hér birtist því „freðið“ landrekið, kjölfar Ameríkuflekans sem rekur í vestur einn cm á ári. Þetta staðfestir m.a. aldur bergs vestast í Esjurótunum, 3 milljónir ára. Í sjávarhömrum SV-Esjunnar er bláleitt hverasoðið móberg með kalkspati (þverskor- inn hryggur), myndað í jökli kuldaskeiðs fyrir 2,5 milljónum ára (kalksteinn þaðan var brenndur þar sem nú er Kalkofnsvegur) með sprungusveimi tengdum Kjalarnesseldstöð- inni. Eldvirknin hefur svo haldið þar áfram næsta hlýskeið og drekkt móberginu með hraunlögum sínum. Nú birtist þetta sem mó- bergsfjall innan í Esjunni. Þegar horft er til suðurs út á Reykjanes- skaga sést vel sama fyrirbæri gerast í nútíma. Hvernig móbergstindar síðasta jökulskeiðs eru að hverfa undir hraunbreiður síðustu 10 þúsund ára. Af tindi Trölladyngju sér sum- staðar á koll þeirra í óbrinnishólmum niðri á hraunsléttunni. Úti við Reykjanestá (=hæl) gengur „Mið- garðsormur“, mið-Atlandshafshryggurinn á land og hlykkjast skástígur þvert norður yfir landið og stingur sér síðan niður í hafið við Öx- arfjörð, þó eigi hauslaus. Reykjanesfjallgarður er líka leiksvið elds og íss. Þar rísa móbergshryggir myndaðir í jökli ísaldarskeiða og móbergsstapar með hrauns- kjöldum sínum á kollinum, til marks um hæð jökulsins. Þar er Langahlíð, samsettur stapi krýndur nútímahraunum sem hvíla á grágrýt- isskildi sem liggur síðan á jafngömlum mó- bergs-sökklinum. Lögun fjallsins gefur góða hugmynd um legu og lögun skriðjökulsins sem faðmaði fjallið. Svipaður skjöldur eða lag er einnig ofarlega í Vífilsfelli og Bláfjöllum, en of- an á því liggur lægri móbergshryggur. Kannski jafnaldra berginu neðan við og sýnir þá hlé sama goss, sbr. Hlöðufell. Lengst í austri er svo helgasta vé Fjallkon- unnar, Þingvellir. Þar eru rætur landsins, berggrunnsins og menningarinnar sem á hon- um hvílir. Þar fæddist landið, Alþingi, lögin og kristnin. Þar fæddust líka sumir inn í nýjan heim. Og yfir Þingvöllum gnæfa Botnsúlur, leifar af stapa svipuðum ungri drottningu öræfanna, Herðubreið. Þar hafa hrímþursar aðeins bitið í skjaldarrendur, en förin eru dýpri og ná inn að miðju í Botnsúlum. Þær, eins og fjöllin sitt hvorum megin Hvalfjarðar, hafa lyftst í upphæðir og hvort tveggja vegna af- fergingar við rof. En þær tróna líka á upp- lyftum vesturbarmi sigdals vallanna. Máðir grágrýtisskildir Mosfellsheiðar og svæðisins vestan Hengils greinast illa, en Reykjavíkurborg að meðtalinni Öskjuhlíð stendur á slíkum dyngjuhraunum. Öskjuhlíð var lítil eyja í lok síðasta ísaldarskeiðs, enda jökullaust landið þá ekki fullrisið undan fargi hans. Lábarið grjót hinnar fornu fjöru og skelj- ar í leirsteini Skerjafjarðar (Fossvogslögin) segja þessa staðbundnu sögu. Sömu sögu segja lábarðir hnullungar skersins, sem Kópavogs- kirkja stendur á. Langt í vestri úti við sjónarrönd rís svo eld- keila á besta aldri, megineldstöðin Snæfells- jökull. Hvergi í heiminum er boðið upp á slíkt sjón- arspil. Þar yrði sýning íslenskrar náttúru úti og inni, nær og fjær. Ekki má láta þetta tákn Reykvíkinga, og raunar allra Íslendinga, í hendur blindra svo- kallaðra fjárfesta, sem virðast lítið skynbragð hafa á annað en fé er – það yrði hneyksli. Sjá andanna menn við Reykjavíkurtjörn aðeins „guðslambið“? Á að fórna því, þar sem stutt er til páska, fyrir skammlíft silfur? Ef þetta djásn er á leið á krossinn, eigum vér að gerast musterisriddarar og reka þessa kauphéðna út úr helgidóminum, musteri nátt- úrunnar, harðri hendi. Gerum Perluna að náttúruminjasafni ís- lensku þjóðarinnar! Eftir Sigurð V. Sigurjónsson »Hvergi í heiminum er boðið upp á slíkt sjónarspil. Þar yrði sýning íslenskrar náttúru úti og inni, nær og fjær. Sigurður V. Sigurjónsson Gerum Perluna að náttúruminjasafni Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.