Morgunblaðið - 30.03.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 30.03.2012, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 ✝ SæmundurÞorsteinsson fæddist í Hvamms- dal 8. september 1920. Hann lést á Borgarspítalanum 14. mars 2012. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Ágústs Sæmunds- sonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Hálfsystkin Sæ- mundar sammæðra voru Jón, Guðmundur, Jakobína Steinunn, Kristín Guðrún Borghildur og Boghildur Lára Thorarensen. Hálfsystur Sæmundar samfeðra voru Sigríður og Sigurlaug. Við andlát móður Sæmundar 1925 var honum komið í fóstur til Önnu Jakobínu Sigmundsdóttur sem einnig bjó í Hvammsdal. Stálpaður var Sæmundur síðan fóstraður hjá Sigurði Sigurðs- syni bónda á Hvítadal, sem hann minntist ávallt með miklum hlý- hug og virðingu. Einnig var hann kaupamaður hjá Geir Sig- urðssyni bónda á Skerðings- stöðum. Sæmundur stundaði heimanám í farskóla í Mikla- garði, þar sem Steinunn móð- Guðrún Steinunn, f. 1950, g. Sig- urgeir Hjalta Högnasyni, þau eiga þrjú börn; 2) drengur f. andvana 1951; 3) Þorsteinn Baldur, f. 1953, kv. Maríu Jónu Hauksdóttur, þau eiga tvö börn; 4) Sigurður Birgir, f. 1957, var kvæntur Svölu Óskarsdóttur, þau eiga tvö börn, kII: Svava Bjarnadóttir; 5) Jakob, f. 1958, kv. Sunnevu Jörundsdóttur, þau eiga þrjú börn; 6) Guðlaugur, f. 1960, var kv. Valeyju Björk Guðjónsdóttur, þau eiga tvö börn; k.II: Fríður Brandsdóttir, þau eiga tvö börn. 7) Baldur, f. 1963, kv. Ólöfu Kristínu Guð- jónsdóttur, þau eiga tvö börn; 8) Sigurlín Sæunn, f. 1964, gift Magnúsi Páli Halldórssyni, þau eiga þrjú börn; 9) Kristján Nói, f. 1969, var giftur Unni Sigrúnu Þorbjargardóttur, þau eiga tvö börn; nú í sambúð með Sigríði Sophusdóttur; 10) Hallgrímur, f. 1971, kv. Þórhildi Þorbergs- dóttur, þau eiga tvö börn. Barnabörn Sæmundar og Emil- íu eru 23 og barnabarnabörnin 11. Sæmundur og Emilía áttu lengst af heimili í Víðihvammi 38 í Kópavogi og voru í hópi frumbyggja bæjarins. Frá 1989 bjuggu þau í Hamraborg 36 í Kópavogi. Útför Sæmundar verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 30. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. ursystir hans og Steingrímur maður hennar bjuggu, og var kennari hans lengst af Jóhannes skáld úr Kötlum. Í Miklagarði bjó þá hjá Steinunni og Steingrími Steinn Steinarr skáld. Sæ- mundur stundaði nám við Reykja- skóla í Hrútafirði veturinn 1938-39 og gengu hann og félagar hans úr Saurbæ norð- ur í Hrútafjörð þar sem þeir voru ferjaðir yfir fjörðinn að skólanum. Sæmundur fluttist til Reykjavíkur á stríðsárunum og starfaði fyrst við byggingar en frá 1945-1958 hjá Ölgerðinni. Árin 1958-1971 starfaði hann hjá ORA, en frá 1971-1988 hjá Sláturfélagi Suðurlands. Síð- ustu árin vann hann í Borg- arbúðinni allt til ársins 1993. Sæmundur kvæntist 2. sept- ember 1950 Emilíu Guðrúnu Baldursdóttur, f. 18.4. 1930, d. 20.4. 2007, dóttur hjónanna Baldurs Guðmundssonar og Sig- urlínar Jónsdóttur. Sæmundur og Emilía eignuðust 10 börn: 1) Karl faðir minn varð móðurlaus aðeins 5 ára og markaði það líf hans meira en margur hugði. En blíðlyndar en ákveðnar konur höfðu mikil áhrif á líf hans. Jak- obína fóstra hans og Steinunn móðursystir, sem hann kallaði systur sína, leiddu hann við hönd sér barn að aldri. En framar öllu leiddu örlögin saman hann og mömmu. Þau áttu samleið í tæp 60 ár og hún var honum allt. Eftir á að hyggja er með ólíkindum að honum og mömmu skyldi takast að fæða og klæða barnaskarann og koma honum til manns. Það hafðist með vinnusemi, seiglu, ósérhlífni og fórnfýsi. Mamma og pabbi gerðu aldrei nokkurn hlut fyrir sig sjálf. Börnin gengu alltaf fyrir. T.d. voru hjónin orðin vel við aldur þegar þau fóru í einu ferðina saman til útlanda. En þau voru stolt af hópnum sínum sem enn heldur áfram að stækka og dafna. Þau glöddust yfir velgengni barna og barnabarna og vildu vita af þeim. Pabbi var hörkuduglegur til vinnu og ég man varla eftir því að hann missti dag úr vegna veikinda allan sinn starfsferil. Hann var heppinn með vinnuveitendur og húsbóndahollur með afbrigðum. Lengst af vann hann sem bílstjóri og keyrði út vörur. Þá voru ekki trillur í hverjum bíl og allt borið á höndum. Ég man eftir ferðum með honum upp í Hvalfjörð að sækja hvalkjöt og að Þingvalla- vatni til að sækja murtu hjá veiði- bændum. Í minningunni eru þess- ar ferðir ævintýri líkar. Pabbi var orðlagt snyrtimenni og það kom hvarvetna fram. Bílar sem honum var trúað fyrir voru ævinlega hreinir og glansandi ut- an sem innan. Sjálfur var hann óaðfinnanlega til fara þegar haldið skyldi á mannamót, glerfínn eins og hann orðaði það. Þoldi ekki illa burstaða skó og hafði ímugust á gallabuxum. Pabbi hafði ótrúlega gott minni, allt til hinstu stundar. Upp úr honum ultu heilu kvæðin, sem mörg hver voru hvergi til á prenti og endalausar sögur af löngu gengnum Dalamönnum. Lengi hafði ég litla þolinmæði fyr- ir sögunum en nú er ég þakklátur fyrir þær. Þeirra vegna veit ég hvernig Stefán frá Hvítadal var í hátt, hvernig kennari Jóhannes úr Kötlum var, hvernig Steinn Stein- arr var ungur og hvernig flestir bændur í Saurbæ og út um Strandir komu fyrir, því karlinn hermdi eftir öllum. Hann var höfðingjadjarfur og frakkur, naut athygli og var áberandi þar sem hann kom. Hann var þver, ramm- pólitískur framsóknarmaður að hætti Jónasar í rúm 75 ár. Hafði sterkar skoðanir og lá ekki á þeim. Ef það er eitthvað eitt sem ég get þakkað pabba gamla þá er það að hann kveikti áhuga minn á ljóðum. Seinni árin sátum við oft saman og lásum valda kafla. Snýttum okkur stundum á eftir. Í dag leggjum við pabba til langþráðrar hvílu við hlið mömmu. Hann hefur ekki verið hálfur maður síðustu fimm árin tæpu síðan hún fór. Ég vil að lokum kveðja pabba minn með þessu erindi eftir vin hans Jón frá Ljárskógum: Og núna þegar haustar og hníga blóm og falla, þá heldur þú í norður og vegir skilja um sinn. Og ef ég gæti handsamað himins- geisla alla, ég hnýtti úr þeim sveiga að skreyta veginn þinn. Farðu vel gamli minn og takk fyrir allt. Kysstu mömmu frá mér. Þinn sonur, Þorsteinn (Steini). Hann pabbi minn lést Borgar- spítalanum 14. mars sl. á 92. ald- ursári. Við áttum mjög gott spjall daginn áður eins og oft áður er ég heimsótti hann á spítalann. Við fórum um víðan völl; pólitík, Man.U., börnin, við ræddum um mömmu, sem nú tekur á móti manni sínum. Honum var mjög svo umhugað um börnin mín, hvort þau væru ekki hress og gengi vel í skóla og leik, spurði um Sísí mína og Bjössa. Hann fylgdist vel með fram á síðasta dag og allt- af stutt í húmorinn. En svo var hann farinn til mömmu daginn eft- ir, saddur og sáttur. Hann saknaði mömmu, eins og við öll, eftir að hún lést í apríl 2007. Pabbi minn var Dalamaður, ættaður úr Saurbænum, og sög- urnar sem hann sagði frá uppvexti sínum, af lífinu í sveitinni hans lifa með manni. Hann vissi allt um Dalina, hver bjó hvar, hverra manna fólkið var o.s.frv. Ég minn- ist ferðanna vestur á sumrin með mömmu og Halla bró á rauðu VW- bjöllunni. Þá var einnig farið á Snæfellsnesið til frændfólks mömmu. Alveg sama hvert á land var farið, yfirleitt vissi hann allt um staðhætti, fólk og sveitabæi. Pabbi minn vakti áhuga minn á fótbolta enda liðtækur með liði Trekks úr Saurbænum. Við fórum oft á landsleiki og Evrópuleiki á Laugardalsvöllinn. Á tímum svart-hvíta sjónvarpsins og í ár- daga enska boltans horfðum við iðulega á vikugamla leiki í spenn- andi lýsingu B. Fel. Pabbi starfaði lengst af sem bif- reiðarstjóri og innheimtumaður hjá SS þegar ég kom í heiminn og hafði þar á undan unnið hjá „Tóm- asi mínum“ í Ölgerðinni í mörg ár og einnig hjá Tryggva í Ora. Harðduglegur til vinnu og missti sjaldan dag úr. Heima var svo mamma kletturinn, hugsandi um börnin níu. Snyrtimenni var hann og hugsaði vel um þá bíla sem hann hafði til umráða, alltaf eins og nýir. Garðurinn í Víðihvamminum var þeim mömmu hugleikinn og öll sumur var hann nýsleginn og snyrtilegur og boltaleikir ekki vel séðir. Mamma og pabbi bjuggu í Víðihvamminum í næstum 4 ára- tugi og yndislegt að alast upp í faðmi þeirra og systkinanna. Allt- af vakti hann mann í skólann á morgnana og keyrði í skóla og síð- ar til vinnu. Þau mamma fluttu svo í Hamraborgina ’89 þar sem þau bjuggu fram á síðasta dag. Pabbi var áhugasamur um fólk og ættir, vissi yfirleitt hverra manna menn voru, hafði yndi af ljóðum og bók- um, einkum ævisögum. Maður hafði það á tilfinningunni að hann vissi allt um alla. Hann átti það til að herma eftir fólki; pólitíkusum, samstarfsfélögum, sveitungum og meira að segja nóbelsskáldinu. Al- veg var hann einstakur. Hann missti mikið er mamma dó og hann saknaði hennar alla daga, var umhugað um leiði henn- ar og hafði alltaf kveikt á kerti við myndir af henni ásamt rósum í vasa. En nú eru þau sameinuð á ný og gleðst ég yfir því þó sökn- uðurinn sé mikill. Takk fyrir allt, pabbi minn, sem þú gerðir fyrir mig, kenndir mér og sýndir mér á þinni löngu ævi. Ég veit að ykkur mömmu líður vel núna, saman á ný. Þið voruð mér yndislegir for- eldrar, börnunum mínum yndisleg afi og amma og tengdadætrum yndislegir tengdaforeldrar. Þangað til næst, elsku pabbi minn, hvíl í friði og takk fyrir allt. Kristján Nói. Ég var unglingur þegar ég kom fyrst á heimili Sæma og Millu. Ég man hvað ég dáðist að þessum hjónum og dugnaði þeirra. Frá fyrstu tíð tóku Sæmi og Milla mér opnum örmum og leið mér ein- staklega vel á þeirra heimili. Þeg- ar árunum fjölgaði átti ég ófáar stundir með þeim þegar Halli var á vaktinni. Setið var fyrir framan sjónvarpið og spjallað, Milla sat við hannyrðir eða deildi með mér fróðleik úr dönsku blöðunum og inn á milli hraut Sæmi yfir okkur. Léttleikinn og hlýleikinn var ríkjandi. Við Sæmi vorum miklir vinir og samband okkar einlægt og gott. Ég bar mikla virðingu fyr- ir Sæma enda í mínum augum dugnaðarforkur sem hafði lifað tímana tvenna. Gaman var að hlusta á sögur hans af mönnum og málefnum liðinna tíma og gat ég hlegið endalaust með honum. Hann var einstaklega minnugur á kvæði og vísur og gat hann þulið þær reiprennandi. Sæmi hafði góða kímnigáfu og létta lund og öll orðatiltæki hans eru ógleymanleg. Ég átti það til að hringja til Sæma og eitt símtalið er sérstaklega minnisstætt. Að morgni brúð- kaupsdags okkar Halla var þoka og súld. Ekki leist mér á blikuna. Ég lyfti upp símtólinu og hringdi í Sæma og spurði hann hvað þetta veður ætti að þýða, hann sagði mér að hafa engar áhyggjur, sólin kæmi klukkan fjögur. Sólin byrj- aði að skína klukkan fjögur og sól- in skein þennan dag sem aldrei fyrr. Sæmi rifjaði þetta atvik oft upp og hélt því fram að frá þessari stundu hafi hann orðið sannspár maður. Eftir að elsku Milla dó fjölgaði stundum okkar Sæma. Að ræða saman yfir borðið eins og hann orðaði það voru stundirnar okkar. Þá sátum við í eldhús- króknum og rökræddum allt milli himins og jarðar. Það var gaman að tala við Sæma, hann lá ekki á skoðunum sínum og mér fannst það góður mannkostur. Stundum snæddum við saman eða drukkum kaffi. Þegar börnin voru með var tekið í spil, Ólsen, ólsen og Marías voru vinsælustu spilin og hlífði Sæmi börnunum ekki, það var spilað af kappi. Alltaf var grínast og hlegið þrátt fyrir kappsemina. Á sumrin færðum við okkur á svalirnar og sátum í sólinni og dáðumst að blómunum sem við höfðum valið saman. Síðasta spjall okkar yfir borðið var á spítalan- um. Honum fannst langt síðan það hefði verið borð á milli okkar, ég færði bara stólinn og þar með var komið spjall yfir borð. Þá skildi hann ekkert í að himnafaðirinn hlustaði ekki á bón hans, hann var tilbúinn. Nú hefur Sæmi minn verið bænheyrður. Í huga mínum er þakklæti, þakklæti yfir að hafa fengið að vera samferða Sæma öll árin. Minningin um elsku tengda- pabba mun lifa í hjarta mínu um ókomin ár. Þórhildur Þorbergsdóttir. „Góða ferð, ég bið að heilsa“. Hversu oft hef ég sagt þetta við Sæma afa í gegnum tíðina? Nú segi ég það hinsta sinni, og þó svo það sé tregablandin kveðja, þá kveð ég hann í þeirri vitneskju að hann var tilbúinn til fararinnar. Fráfall ömmu Millu skildi gamla í raun eftir með hálfa sál, þegar hinn helmingurinn hélt áfram í næsta líf. Þó svo afi tapaði aldrei lífsgleðinni, þá fékk maður það stundum á tilfinninguna að hann væri búinn að pakka niður í tösku og biði þess, með stafinn í hendi, að komast aftur til ömmu. Sem krakki var alltaf gaman að kíkja við hjá afa og ömmu í Kópa- vogi, og þó að við bræður værum hluti af feikna skara barnabarna – sem síðar varð að skara barna- barnabarna – þá höfðu afi og amma alltaf tíma fyrir hvert okk- ar. Amma bauð upp á kræsingar og afi spjallaði um heima og geima. Afi var alltaf tilbúinn í samræð- ur, og þar var nánast ekkert sem hann var ekki tilbúinn að ræða í þaula. Einkum og sér í lagi var gaman að ræða við afa um stjórn- og samfélagsmál, því þar hafði hann mikla innsýn og þekkingu. Þar hjálpaði sérstaklega hversu stálminnugur hann var, og því ein- staklega fróður um íslenska sam- tímasögu og þróun samfélagsins. Ennfremur hafði afi stórskemmti- legan húmor og hermdi stórvel eftir ýmsum íslenskum stórmenn- um – og greip þá oftar en ekki í skáldið. Þeirra samtala minnist ég með hlýhug og á eftir að sakna mikið. Eftir því sem ég eltist, þá kynntist ég fjölmörgum sem höfðu kynnst afa í gegnum tíðina, og allir með tölu höfðu þeir ein- göngu góðar sögur að segja af „Sæma í Ora“. Ég er því fullviss um, að ég er ekki einn um að sjá á eftir einstökum karakter. Góða ferð, elsku afi. Ég bið að heilsa ömmu. Haukur Sæmundur Þorsteinsson. Elsku afi Sæmi. Með miklum söknuði kveð ég þig, elsku afi minn. Minningarnar eru óteljandi og síðan þú fórst hafa þær streymt fram í huga okk- ar og kallað fram tár í augu og bros á vör. Hvað get ég sagt, loksins ertu kominn til ömmu, þú varst búinn að vilja það í dágóðan tíma. En ekki grunaði mig að það yrði svona snöggt. Ég hélt ég fengi tíma til að kveðja þig, það er svo margt sem ég átti eftir að segja þér, spjalla við þig um. En ég mun ávallt muna okkar síðasta samtal og mun reyna mitt besta til að fara eftir því. Það var alltaf svo gaman að Sæmundur Þorsteinsson HINSTA KVEÐJA Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku pabbi minn og tengdapabbi, takk fyrir allt og allt guð geymi þig. Guðrún og Sigurgeir. Afi Sæmi er vinur minn sem gaf mér kex og á flotta lest og borðaði með mér bjúgu. Hann á líka smá Lego sem Bjarki Þór frændi kann að byggja úr. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal dýr til hvílu ganga einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Þýð. Kristján frá Djúpalæk) Þinn Tómas Emil. Elsku amma mín, hérna sit ég með söknuði og hugsa til þín og um allar góðu stundirnar okkar síðastliðinn ár. Það var svo gott að geta komið við hjá þér þeg- ar þú varst í Reykjavík yfir vetr- armánuðina, fá kaffisopa og spjall. Oft var það um lífið í gamla daga þegar þið afi voruð ung og að hefja ykkar búskap í sveitinni. Mikið var nú allt öðruvísi þá og mikið sem þið gerðuð til að lífið gæti ver- ið ykkur bærilegt. Þá var verið að sigla á opnum bát á milli eyja í Breiðafirðinum í Jónína Kristín Jóhannesdóttir ✝ Jónína KristínJóhannesdóttir fæddist á Hnúki í Klofningshreppi 11. júlí 1923. Hún lést 28. febrúar 2012. Útför Jónínu fór fram frá Fossvogs- kirkju í Reykjavík 19. mars 2012. hvaða veðri sem var og með pabba pínu- litinn í bala og nokkra diska og kaffibolla. Ég kom til ykkar fyrst lítil stelpa í Hraunháls þar sem þið komið ykkur upp búskap og börnin ykkar urðu fjögur. Þá var nú oft mikið að gera og allir að hjálpast að við að vinna þau störf sem þurfti, slá og raka í garða, hugsa um mat ofan í alla og huga að dýr- um. það voru kindur og kýr. Ég er þakklát, amma mín, fyrir allar góðu minningarnar sem ég átti með þér. Það sem stendur upp úr núna er að við komum til þín í fyrrasumar og vorum hjá þér í sveitinni og við vorum að raka í garða fyrir framan eldhúsglugg- ann þinn í yndislega góðu veðri og þú brostir til okkar Bjarka og sagðir að þetta væri eins og í gamla daga.Takk fyrir allt og með söknuði og bæn kveð ég þig núna, elsku amma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín, Júlíana Kristín. Elsku Nína mín, nú er þú ert búin að kveðja þetta líf þá koma upp margar minningar um þig og okkar samskipti sem spanna mörg ár. Ég kom inn í þitt líf er ég kynntist syni þínum Kristjáni ung að árum, við vorum gift en skild- um, en samband við þig rofnaði aldrei. Ég minnist þín með þakk- læti og hlýju, þakklæti fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, sérstaklega í Hraunhálsi þar sem þú áttir heima. Líka í Reykjavík er þú dvaldir þar. Sveitin var þinn uppáhaldsstaður. Þú hafðir mikið yndi af kindum og sauðburði með- an þú hafðir heilsu til að sinna þeim. Ég man hvað þú varst alltaf glöð þegar ég kom, hvort sem ég kom ein eða með börnunum mín- um. Ég á yndislegar myndir af þér, Máney Evu, Einari Marteini og Örvari Má sem ég tók fyrir nokkrum árum er við vorum hjá þér og fórum í gönguferð út í hraun, frábærar myndir og góðar minningar. Ég gisti hjá þér fyrir bráðum tveimur árum er móðir mín lést í Stykkishólmi, þá vorum við einar í kotinu þínu og spjöll- uðum við um lífið og tilveruna, elsku Nína mín, þú hafðir ákveðnar skoðanir á þessu öllu sem ég ætla ekki að fara út í hér. Eftir þig liggur mikið af prjónuð- um hlutum, sokkar, vettlingar, út- prjónaðir í allskonar munstrum og litum. Ég var fyrir stuttu búin að senda þér mikið af garni sem þú varst mikið glöð að fá. Ég og dóttir mín ætluðum að vera búnar að læra öll prjónamunstrin þín en vorum ekki búnar að því. Máney Eva var byrjuð að læra að prjóna hjá þér og hafði gaman af. Þú lifðir langa ævi sem var ekki alltaf auð- veld, þú varst alltaf svo dugleg, dul varstu og ekki allra. Þú varst sérstök, þú varst bara þú og fyrir það vil ég þakka. Hafðu þökk fyrir allar stundirnar okkar saman, elsku Nína mín, guð geymi þig. Sendi öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Edda Björk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.