Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 31

Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 ✝ Matthías Guð-mundsson fæddist í Vest- mannaeyjum 11. apríl 1930. Hann lést 19. mars 2012. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson, f. 27. okt. 1901 á Borg- areyrum í V.- Eyjafjallahr., d. 28. maí 1976 og Karólína Sigríður Ingv- arsdóttir, f. 28. ágúst 1904 á Stokkseyri, d. 18. febrúar 1973. Bróðir hans var Guðjón Viggó Guðmundsson, f. 24. maí 1934, d. 10. mars 2011. Matthías kvæntist Ingunni Egilsdóttur þann 11. júní 1949. Ingunn fæddist í Reykjavík 17. september 1928. Hún er dóttir hjónanna Egils Vilhjálmssonar og Helgu Sigurðardóttur. maður hennar er Magnús Ingi Másson, f. 1973. Barn Ing- unnar er Kristófer Jens Brynjólfsson, f. 1997. 3) Erna, f. 1960, eiginmaður hennar er Víðir Bergmann Birgisson, f. 1964. Börn a) Björk Krist- jánsdóttir, f. 1983, sambýlis- maður hennar er Torfi G Yngvason, f. 1981 og sonur þeirra er Funi Snær, f. 2010, b) Þóra N. Víðisdóttir, f. 2002. 4) Egill, f. 1965, eig- inkona hans er Linda Lek Thieojanthuk, f. 1961. Börn a) Alexander, f. 1994, b) Ingunn, f. 2000, d. 2000, c) Karólína, f. 2000, d. 2000. Matthías fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst upp á Selfossi. Hann var mál- arameistari að mennt, en hóf ungur störf hjá bílaumboðinu Agli Vilhjálmssyni h.f., fyrst sem verslunarstjóri og síðar sem framkvæmdastjóri. Árið 1982 stofnaði Matthías Glerið s.f. heildsölu og glerverk- stæði. Útför Matthíasar fer fram frá Áskirkju í dag, 30. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Börn Ingunnar og Matthíasar eru 1) Sigríður, f. 1949, eiginmaður henn- ar er Guðmundur Kristinsson, f. 1950. Börn þeirra eru a) Matthías, f. 1972, sambýlis- kona María Guð- mundsdóttir, f. 1975. Börn þeirra eru Helena, f. 2007, d. 2008, Bryndís Milla, f. 2011. Sonur Matthíasar er Æv- ar Ingi, f. 1991, b) Ragnar, f. 1978, eiginkona hans er Svetl- ana Oransky, f. 1986, c) Anna Margrét, f. 1986, sambýlis- maður hennar er Sveinn Þor- geirsson, f. 1987. 2) Helga, f. 1954, sambýlismaður hennar er Valmundur Gíslason, f. 1953. Dóttir Helgu er Ingunn Bjarnadóttir, f. 1971, sambýlis- Það er með miklum söknuði og sorg sem við kveðjum pabba hinstu kveðju, en jafnframt er- um við full þakklætis. Fyrst og fremst erum við þakklát fyrir að hafa átt pabba sem var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin, staðfastur sem klettur í lífsins ólgusjó. Við gát- um alltaf verið þess fullviss að hægt væri að leita til foreldra okkar með allt stórt sem smátt. Pabbi og mamma voru kjarninn í okkar samheldnu stórfjöl- skyldu og heima hjá þeim var sameinast, jafnt á stórhátíðum sem á sorgarstundum. Þessi siður hélst mjög lengi og til að mynda héldu þau sitt stóra boð fyrir alla fjölskylduna á að- fangadag allt til ársins 2007, þá komin fast að áttræðu. Við erum þakklát fyrir að hafa getað fylgst með fallegu sambandi foreldra okkar í öll þessi ár. Ást þeirra var einlæg og þau voru samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, góðir félagar í blíðu og stríðu. Síðast en ekki síst erum við þakklát fyrir það góða og inni- haldsríka líf sem pabbi lifði. Hann naut sín í starfi og leik. Hann kunni að lifa lífinu lifandi og átti ótal áhugamál. Hesta- mennska átti hug hans allan á yngri árum. Hann tók þátt í frjálsum íþróttum, badminton iðkaði hann í nokkra áratugi, sem og skíðaíþróttina og golfið. Hann stundaði laxveiðar, spilaði bridds og hafði mikinn áhuga á bílum, ferðalögum og stjórn- málum. Hann hafði auk þess yndi af lestri góðra bóka, naut þess að hlusta á góða tónlist og voru tenórar í miklu uppáhaldi hjá honum. Og alltaf var mamma honum við hlið, hvort heldur sem var við laxveiðar, í golfinu eða á skíðum. Pabbi og mamma áttu stóran vinahóp sem hélt saman í marga ára- tugi. Þessir traustu og góðu vinir voru pabba mikils virði. Pabbi var því afar lánsamur maður, unni mörgu og naut sín á svo margan hátt. Hann var mikill fjölskyldumaður og þó að hann hafi ferðast mikið á lífs- leiðinni og notið þess, fannst okkur hann ekki hvað síst vera í essinu sínu þegar hann var í sumarbústaðnum í Kjósinni með fjölskyldunni. Þar undi hann sér vel við að hugsa um garðinn, mála og dytta að bú- staðnum og bóna bílinn. Hin síðari ár þegar líkamlegir kraft- ar voru farnir að þverra þá naut hann þess að rölta niður að Laxá og athuga hvort menn „væru að fá hann“, lesa og taka lífinu með ró. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning föður okkar. Sigríður, Helga, Erna og Egill. Elskulegi afi minn, mig lang- ar að þakka þér fyrir allt. Þú hefur kennt mér svo margt og samband okkar hefur alltaf ver- ið einstakt en síðustu ár hef ég fengið að taka þátt í að aðstoða þig og fyrir það er ég mjög þakklát. Þessi tími sameinaði okkur svo vel að undir lokin þurftum við ekki að segja nein orð til að skilja hvort annað og það var mjög sérstakt. Ég lærði svo margt af þér, til dæmis á skíði og að veiða. Þú baðst mig fyrir nokkrum vikum að hugsa vel um ömmu og það er ég að gera ásamt fleirum og ég lofa því að við gerum allt til að henni líði sem best. Stundum fannst þér ég óþekktast smá þegar ég var yngri og þá er ég að tala um þegar ég vildi ekki ganga í sokkum, og ég er ennþá þannig eins og þú veist. Þetta fannst þér ekki ásættanlegt og minnt- ist þú oft á þetta og það eru ekki margir mánuðir síðan síð- ast. Ég held ég muni oft hugsa til þín þegar ég geng um sokka- laus, sem mér finnst svo nota- legt. Elsku afi, takk fyrir að hafa verið til og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Með söknuði, Ingunn Bjarnadóttir. Elsku afi minn. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig. Mín helsta huggun er að vita að þú ert kominn á góðan stað og ég vona að þér líði vel. Þó þú hafir kvatt okkur mun minningin um þig og allar góðu stundirnar sem við deildum lifa áfram. Afi, ég vil þakka þér fyrir öll yndislegu jólin í Eikjuvoginum þar sem við gengum saman í kringum jólatréð, fyrir frábærar fjöl- skyldustundir í Kjósinni, fyrir morgnana sem þú skutlaðir mér í skólann og hádegin sem þú sóttir mig á Cherokee-jeppan- um þínum. Síðast en ekki síst vil ég þakka þér fyrir að vera með hjónabandi ykkar ömmu fyrirmynd um ást sem ég vona að sem flestir eignist. Myndin sem situr efst í huga mér á þessari stundu er af ykkur ömmu, ávallt svo glæsileg og samheldin og þannig mun ég alltaf muna ykkur. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín Björk. Nú þegar ég kveð elsku afa minn koma margar minningar upp í hugann, en stórum hluta æskunnar varði ég í Eikjuvog- inum hjá ömmu og afa. Afi sótti mig alla virka daga í leikskól- ann og hélt því áfram allt þar til ég lauk 9. bekk grunnskóla. Afi hafði alltaf nægan tíma fyrir mig og gerðum við ótal marga hluti saman. Afi var allt- af svo yfirvegaður og manni leið vel í kringum hann hvort sem við vorum að horfa á enska boltann saman í sjónvarpinu, dunda í garðinum eða fara með bílinn út á bílaþvottastöð en þar sátum við saman inni í bílnum því mér fannst fátt meira spennandi heldur en að fá að fylgjast með bílnum renna í gegnum þvottastöðina. Þegar ég byrjaði að æfa fótbolta þá tók afi við hlutverki einkabíl- stjóra og sá um að skutla mér og sækja mig á æfingar árum saman. Afi átti alltaf flotta bíla en stundum fannst litlum strák afi keyra fullhægt og benti ég hon- um einu sinni á það að lítil drusla væri að keyra fram úr og þar að auki væri kona undir stýri en það dugði ekki til þess að afi gæfi í. Það var mér ótrúlega mik- ilvægt að eiga ömmu og afa að og geta varið með þeim eft- irmiðdögunum þar til pabbi sótti mig eftir kvöldmat. Þegar ég og Hlynur Skúli vinur minn í Eikjuvoginum komum inn kald- ir og blautir úr snjónum eða úr hjólatúrunum okkar þá beið okkar alltaf nýtt múslíbrauð með skólakæfu og agúrkum, ís- köld mjólk og glænýir súkku- laðiklattar úr bakaríinu. Þó að 64 ár hafi skilið okkur að í aldri þá leit ég fyrst og fremst á afa minn sem vin og aldrei man ég eftir að hann hafi einhvern tíma þurft að hasta á mig. Mér fannst erfitt að fylgjast með afa verða æ meir veik- burða síðustu mánuðina en ég er alveg viss um að hann er nú laus frá veikum líkama og aftur orðinn eldhress, kominn út á golfvöll eða í einn af sínum dag- legu göngutúrum. Ég á eftir að sakna afa mjög mikið. Þinn Alexander A. Egilsson. Matthías Guðmundsson heimsækja þig, elsku afi, dósin góða alltaf á sínum stað og helst vildirðu ekki heyra á það minnst að fá bara einn mola, allavega einn í nesti líka. „Afi þinn var rugludallur“, varstu vanur að segja og jú, jú, þú varst nú stundum algjör ruglu- dallur en þú varst líka algjör töff- ari og flottari afa er ekki hægt að hugsa sér. Ég mun sakna þess að hafa þig hjá okkur á jólunum. Ég mun sakna eldhús-samtalanna. Ég mun sakna þess að fá ekki símtöl- in. Ég mun sakna grínsins sem fylgdi þér. Ég mun sakna heilla- ráða þinna. Ég mun sakna „Ólsen Ólsen“. Ég mun sakna þín svo mikið. Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson) Afi ég veit að þú passar uppá mig og ég veit að ég mun geta haldið áfram að tala við þig um alla okkar einkabrandara G.E.F. og alla „prjónana“ og margt fleira, ég þarf bara að giska á svörin þangað til við hittumst aftur og þá verður sest niður með einn ískald- an Tómas „minn“ og einn eða fleiri mola. Elsku afi, nú ert þú kominn í aðra og betri veröld þar sem þú og amma haldið í sameiningu vernd- arhendi yfir okkur öllum sem eftir sitjum. Minningin mun alltaf lifa í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín Sara Björk. Elsku afi. Ég ætti nú frekar að segja báð- um megin. Þannig heilsuðumst við alltaf, með báðum megin og við kvöddumst þannig líka. Eitt stórt og gott knús svo einn koss á báðar kinnar, stundum fleiri. Í hvert ein- asta skipti þá sagðirðu annað hvort „er ég ekki vel rakaður?“ eða „ég þarf nú að raka mig“ og í hvert einasta skipti fullvissaði ég þig um að þú værir sá allra fríð- asti, enda varstu það. „Afi þinn er rugludallur“ þetta sögðum við oft saman og þú varst svo sannarlega rugludallur, sá allra besti. „Lilli, láttu ekki eins og þú sért ekki þarna. Ég sé þig vel.“ Ég mun sakna þess að spila við þig Ólsen, Ólsen og að fá einn mola hjá þér og svo nokkra í nesti. Ég mun sakna þess að spjalla við þig um allt og ekkert inni í eldhús- inu þínu á meðan þú drakkst kaffi og ég drakk mjólk og við borð- uðum kex saman. Ég mun sakna þess að labba um með þér og ef við hittum einhvern sem þú þekktir, þá sagðir þú með stóru brosi á vör að ég væri barnabarnið þitt, þú varst svo stoltur að eiga okkur öll. Ég mun sakna þess að eyða jól- unum með þér og það er svo sárt að vita að ég missti af síðustu jól- unum þínum hjá okkur í Garða- bænum. Ég mun alltaf muna spjallið okkar saman þegar ég hringdi í ykkur inná Skype á að- fangadag. Þér fannst þetta svo merkilegt og sniðugt. Þú sagðir við mig að það væri eins og ég væri hjá ykkur. Þú gast alltaf kall- að fram bros jafnvel þótt ég væri ekki í skapi til að brosa. Þegar mér líður illa leita ég til baka til þess tíma þegar þú varst hér og minningarnar um hláturinn, fallega brosið og hlýjuna þína ýta öllum sársaukanum burt. (Höf. ók.) Ég get ekki trúað því að þegar ég kom að heimsækja þig þann 10. ágúst til að kveðja þig almenni- lega og kyssa þig báðum megin í síðasta sinn áður en ég fór til Am- eríku hafi það verið okkar síðasta stund saman. En ég veit að þú ert núna þar sem þig er búið að langa í 5 ár að vera, hjá ömmu. Ég veit það vel að það var það sem þú vild- ir, þú sagðir mér það þegar við sátum saman inni hjá ömmu á meðan hún svaf, þú sagðir mér að þú værir tilbúinn til að fara með henni því þú vissir ekki hvað þú myndir gera án hennar. Mikið vildi ég að við hefðum getað fengið lengri tíma saman, ég mun sakna þín svo mikið. Það er svo margt sem ég á eftir að segja þér en það verður víst að bíða þangað til að ég get hitt þig og ömmu aftur. Hvíldu í friði, elsku afi minn, vonandi hafið þið amma það notalegt. Ég skal enn passa upp á það að fylgjast með hversu mörg barnabörnin og barna- barnabörnin eru fyrir þig. Báðum megin, afi minn, eins og alltaf. Rakel Rún. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, elsku besti afi. Eiður Orri, Davíð Nói og Þorbjörg Oddný. Í dag kveðjum við Sæmund Þorsteinsson tengdaföður Sunn- evu systur okkar. Við lítum yfir farinn veg og minnumst kátínu hans og frásagnargleði. Við hugs- um til hans með þakklæti vegna hlýhug hans til foreldra okkar og þá sérstaklega vináttu hans og ar- tugheit í garð föður okkar í veik- indum hans fyrir mörgum árum síðan. Við vitum hversu sárt hann Sæ- mundur saknaði hennar Emilíu sinnar en nú hafa þau sameinast á ný. Megi algóði Guð blessa þau og minningu þeirra. Börnum þeirra og fjölskyldum sendum við samúðaróskir. Hafi Sæmundur þökk fyrir allt og allt. Kveðja frá Ásgrími, Guðlaugi, Sigríði Völu og Jósep Val. Elsku Sæmi, þessar ljóðlínur úr ljóðinu „Ég er kominn heim“ eftir Jón Sigurðsson komu upp í huga minn þegar ég frétti að þú værir farinn á vit ævintýranna. Er völlur grær og vetur flýr, og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Það er alltaf erfitt að kveðja góðan vin, það er því með söknuði og þakklæti sem ég kveð þig að sinni. En vitneskjan um endur- fundi þína við ástina í lífi þínu, hana Millu, yljar hjartarótum okkar sem eftir sitja. Þótt við höfum ekki þekkst lengi var ég þess heiðurs aðnjót- andi að njóta vinskapar þíns. Það má segja að hið fagra græna lið úr Kópavoginum hafi sameinað okk- ur, enda fáir jafn harðir Blikar og hefur annað eins glæsimenni ef- laust ekki sést í heldrimannastúku Kópavogsvallar. Lýk ég þessu því á sömu nótum og ég byrjaði. Þú skilar kveðju til hinna, þú veist hvað ég á við. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart yfir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig, sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. Þín vinkona, Thelma Ólafsdóttir. Ég vil minnast vinar míns, Sæ- mundar Þorsteinssonar frá Hvammsdal sem nú er látinn á 92. aldursári. Hann var fæddur í Hvammsdal í Dalasýslu 8. sept- ember 1920 inn í stóran systkina- hóp. Þau eru nú öll látin. Eigin- kona Sæmundar var Emilía Guðrún Baldursdóttir. Þeim varð tíu barna auðið. Níu þeirra kom- ust til manns og er ættboginn stór. Ættir Sæmundar liggja víða: Um Snæfellsnes, Dali, á Barða- strönd og á Ströndum. Þorsteinn, faðir Sæmundar var fæddur að Sælingsdal en móðirin, Guðrún var fædd að Felli í Kollafirði á Ströndum og var m.a. af hinni þekktu Ormsætt sem víða hefur dreifst um þær byggðir. Athygl- isvert er hve langt aftur í aldir ættir Sæmundar hafa búið á þess- um slóðum og má heita algilt, nema að ættir Sæmundar afa hans og nafna eru raktar að Þor- gautssöðum í Hvítársíðu og að Hafþórsstöðum í Norðurárdal. Fundum okkar Sæmundar bar saman fyrir um 30 árum síðan er ég var gestkomandi á heimili þeirra hjóna í Víðihvammi í Kópa- vogi þar sem þau áttu sitt heimili lengst af. Þar var friðsæl sveit þegar þau settust þar að um 1950 og vítt til veggja fyrir barnaskar- ann. Heimilisbragurinn var eins og á góðu sveitaheimili þar sem gestrisni og hlýja mætti aðkomu- mönnum, sem voru auðvitað eins og gengur um stráklinga, mis- baldnir og fyrirferðarmiklir. Hús- móðirin stjórnaði af festu og dugnaði, hnyttin og snögg til svars og húsbóndinn tók öllu með hæfi- legum skammti af skopi og at- hugasemdum á gullaldaríslensku. Víðsýni og skilningur einkenndi þau bæði. Reynsla kynslóðar hans sem senn rennur sitt skeið samsvarar mörgum öldum mæld í efni, m.a. vegna þess að hún varð vitni að meiri breytingum á fáeinum ára- tugum en flestar sem á undan eru gengnar samanlagt. Úr sveita- menningu 19. aldarinnar og með hefðbundna alþýðumenntun þess tíma lá leið hans til Reykjavíkur inn í vélaöldina. Stríðið var skollið á og framkvæmdir breska hersins hafnar. Nýsköpunin var á næsta leiti. Hjá hernum réðst hann til vinnu við byggingar og aðrar verklegar framkvæmdir. Síðar til valinkunnra íslenskra stórfyrir- tækja: Ölgerðarinnar, þá hjá Tryggva í ORA og síðast hjá Slát- urfélaginu. Hjá þessum fyrirtækj- um vann hann ýmis störf, m.a. vöruafhendingar, innheimtu og aðstoð við þá sem þar réðu. Sæmundur minntist þess úr æsku sinni að hafa kynnst bæði stórbændum og stórskáldum og fas hans allt bar þess merki. Gull- aldaríslenska, oft í bundnu máli og viðamikil þekking á sögunni. Hann upplifði tíma sem fáum kyn- slóðum mun gefast. Hann bjó yfir djúpum gáfum og mikilli fróð- leiksfýsn og fylgdist vel með landsmálum. Af skáldskap og þjóðfræði allskonar gat hann miðl- að af þekkingu. Framsóknar- og samvinnumaður mikill. Hafði dá- læti á mörgum landsfeðranna frá liðinni tíð og gerði þeim öllum ógleymanleg skil með eftirherm- um sem taka flestu fram. Þá stigu þeir fram höfðingjarnir og ræð- urnar fluttar orðréttar. En nú er vík milli vina og mað- urinn lifir í minningum okkar sem áfram göngum enn um stund. Ég þakka þeim hjónum vináttu alla og hlýju og bið fjölskyldunni líknar í sorg. Guðmundur Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.