Morgunblaðið - 10.04.2012, Síða 2

Morgunblaðið - 10.04.2012, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Málið er í góðum farvegi. Reykja- víkurborg, fjármálaráðuneytið og Tollstjórinn eru að ræða næstu skref. Nú eru uppi hugmyndir um aðrar lausnir en fyrst voru lagðar fram fyrir fimm mánuðum og fólu í sér að rampur væri byggður sem klyfi bygginguna í tvennt milli norð- urs og suðurs,“ segir Gunnar Há- konarson, framkvæmdastjóri Kola- portsins, um þau umskipti sem hafa orðið í málum markaðarins. „Hugmyndin gekk út á ramp og bílastæði á þakinu á Tollhúsinu. Sú lausn hefði verið hræðileg fyrir Kolaportið enda hefði þetta orðið risaferlíki sem verslunin ætti erfitt með að laga sig að. Nú gæti hins vegar farið svo að samið yrði um að fara frekar í breyt- ingar á jarðhæðinni. Ef farið yrði í slíkar breytingar myndi flatarmál Kolaportsins ekki minnka heldur yrði aðeins um að ræða breytingu á fyrirkomulagi jarðhæðarinnar. Við myndum eftirláta einhverja fer- metra og fá aðra í staðinn.“ Spurður hvaða svæði Kolaportið myndi þá leggja undir sig svarar Gunnar því til að horft sé til norð- austurhluta Tollhússins, nánar til- tekið svæðis þar sem uppboð á veg- um Tollstjórans fara fram. Mæta hvarvetna hlýhug Gunnar segir að þótt málin þokist hægt sé hann vongóður um að málið fái að lokum farsæla lausn. „Þetta gerist allt mun hægar en ég reiknaði með. Fyrir fimm mánuðum tilkynnti leigusalinn, Fasteignir ríkissjóðs, að rampurinn yrði byggð- ur. Við leituðum þá til Reykjavíkur- borgar, Tollstjórans og fjármála- ráðuneytisins og höfum alls staðar mætt hlýhug. Þess vegna hefur mál- ið tekið nýja stefnu.“ Allt stefnir í að Kolaportið verði um kyrrt  Tillaga um ramp virðist úr sögunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrval Finna má margvíslegan varning í Kolaportinu, þ.m.t. bækur. 23 ára » Kolaportið var opnað árið 1989 og var upphaflega til húsa í bílageymslum Seðla- banka Íslands við Arnarhól. » Fimm árum síðar flutti Kola- portið sig um set í Tollhúsið við Tryggvagötu. » Leigðir eru út sex fermetra básar á gólffletinum og kennir þar jafnan ýmissa grasa. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er verið að kortleggja stöðuna eins og hún var upp úr áramótum. Það sem skiptir máli við alla ákvarð- anatöku er að fá sem gleggsta mynd af stöðunni í núinu. Þess vegna höf- um við verið í samstarfi við Ríkis- skattstjóra um að fá eins nýjar upp- lýsingar um stöðuna og mögulegt er og vonandi verður því starfi lokið á næstu dögum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, um næstu skref vegna skuldavanda heimilanna. „Þegar þessi gögn liggja fyrir verður hægt að svara spurningum um hvað verður gert í framhaldinu. Síðan mun það skipta máli hvernig fer með vaxtabætur og fleira í fram- haldinu. Mér telst til að samtals hafi ríkið bætt í vaxtabætur á þrem árum sem nemur 20 milljörðum króna.“ Horft til barnabóta Steingrímur segir svigrúm stjórnvalda til aðgerða í þágu illa skuldsettra heimila munu fara eftir stöðu ríkissjóðs. „Hörð samkeppni“ sé um fjárveitingar frá ríkinu. „Auðvitað er öllum ljóst að þús- undir heimila eru enn með mjög þunga skuldabyrði og hvaða stuðn- ing verður hægt að veita þeim í gegnum tæki eins og vaxtabætur og mögulega endurskoðun á barnabót- um og öðru slíku mun fara eftir að- stæðum,“ segir hann og bendir á að frá hruni hafi nærri 15.000 heimili losnað úr yfirveðsetningu vegna af- skrifta og aðgerða stjórnvalda. Þá hjálpi hækkandi fasteignaverð til. Undirbúa næstu skref fyrir skuldug heimili Morgunblaðið/Ómar Vandi Mörg heimili eru skuldug.  Efnahagsráðherra fer yfir stöðuna Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Gestir tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sem fram fór um páskana á Ísafirði, urðu margir hverjir veðurtepptir í gær þar sem mikil snjókoma hamlaði flugi. Þó tókst að fljúga þrjár ferðir til Ísa- fjarðar í gær og flytja þaðan 150 farþega en áætlað var að flytja 300 farþega. Ingi Þór Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Íslands, sagði í gærkvöldi að ætl- unin væri að fljúga fimm sinnum til Ísafjarðar í dag og því ættu allir að komast til síns heima. Snjóþekja eða krapi var víða á vegum á Vestfjörðum í gær, skaf- renningur og skyggni mjög lítið og lentu ökumenn margir í vandræð- um á Steingrímsfjarðarheiði þar sem ástandið var einna verst, skv. upplýsingum frá Vegagerðinni en um fimm hundruð bílar fóru yfir heiðina og Þröskulda yfir daginn sem þykir mikill fjöldi. Þurftu fé- lagar úr björgunarsveitinni Dag- renningu á Hólmavík að aðstoða fjölda ökumanna sem voru í vand- ræðum á heiðinni og höfðu m.a. ek- ið bílum sínum út af vegi. Um 100 bílar voru staddir milli Ögurs og Þröskulda í þæfingsfærð rétt fyrir kl. 18 í gær, skv. upplýsingum frá lögreglu. Um morguninn sóttu björg- unarsveitarmenn Dagrenningar tvær erlendar konur á Þröskulda sem voru skelkaðar og réðu ekki við aðstæður auk þess sem björg- unarsveitin Brimrún á Eskifirði að- stoðaði tvo erlenda ferðamenn sem óku bíl sínum út af veginum skammt frá skíðasvæðinu. Björg- unarsveitarmenn aðstoðuðu á annan tug ökumanna á Steingrímsfjarð- arheiði yfir daginn auk þess að að- stoða fólk á Þröskuldum. Lögreglan á Vestfjörðum hafði í nógu að snú- ast í vonskuveðrinu og beindi þeim tilmælum til fólks sem ekki þyrfti nauðsynlega að ferðast að halda kyrru fyrir. Árekstur varð við Arn- gerðareyri á fjórða tímanum og varð að loka veginum en engin slys urðu á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu þar við að flytja fólk af staðnum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg var páskahelgin þó fremur róleg á heildina litið. Víðar var þungfært á landinu en á Vestfjörðum – þó ekki hafi mynd- ast viðlíka ástand og þar – m.a. á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarð- arheiði seinni part dags sem og á Fjarðarheiði og Öxnadalsheiði. Um- ferðin gekk hins vegar greiðlega á Suðurlandi yfir daginn og að mestu greiðlega milli Akureyrar og Reykjavíkur, að Öxnadalsheiði und- anskilinni. Bálhvasst var í Stykkis- hólmi en verkefni lögreglu voru þó ekki teljandi þar og umferð gekk þar greiðlega. Vandræðaástand á Steingrímsfjarðarheiði  Veður hamlaði flugi og umferð á Vestfjörðum í gær Ljósmynd/Óli Dóri Óhapp Bíll sem endaði utan vegar í Skötufirði í gær. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Á gangi Aðkomumenn í Ísafjarðarbæ á gangi. Fjöldi gesta tónlistarhátíð- arinnar Aldrei fór ég suður komst ekki suður með flugi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.