Morgunblaðið - 10.04.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 10.04.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Listræn tilþrif sáust á skauta- svellinu í frönsku borginni Nice fyrir skömmu, en þar keppti fjöldi listskautahlaupara í hinu svokallaða ISU 2012 World Fig- ure Skating-mótinu, eða al- þjóðlegu móti listskautahlaup- ara. Það er sannarlega ekkert grín að missa fótanna á ísnum. Líkt og sést hér til hliðar á einum hlauparanum sem hefur hruflað hnéð illa. Því er eins gott að vera búinn að æfa sig vel og í þessu sem annarri samvinnu skiptir miklu máli að geta treyst þeim sem á móti manni er. Alþjóðlegt listskautahlaupamót Pörin svifu glæsileg um svellið AFP Liðug Það krefst æfingar að geta vafið sig svona utan um dansherrann. María Ólafsdóttir maria@mbl.is FÍFL eða Félag íslenskrafjallalækna kallast hæfi-lega formlegur fé-lagsskapur lækna, fjöl- skyldna þeirra og vina sem þykir gaman að útivist og fjallgöngum í góðra vina hópi. Inngönguskilyrðin eru ekki ýkja ströng en í félagið eru skráðir um 120 meðlimir og reynt að hafa ferðirnar við allra hæfi. Tómas Guðbjartsson, hjarta- skurðlæknir og prófessor, er einn af forkólfum félagsins. Íslensk náttúra heillaði „Ég gekk til liðs við FÍFL þegar ég kom heim úr sérnámi fyrir sex árum, en Gunnar Guð- mundsson lungnalæknir var í for- svari og átti hugmyndina að nafn- inu. Ég hafði sjálfur verið 12 ár erlendis, en hafði á námsárum mínum hér heima unnið sem fjalla- leiðsögumaður. Þá voru aðallega erlendir fjallgöngumenn á ferðinni á hálendinu en þegar ég flutti heim hafði þetta breyst og virtist sem hálfgert fjallgönguæði hefði runnið á landann. Við félagarnir hrifumst með og hefur félagið síð- an vaxið með hverju árinu. Aðal- lega höfum við einbeitt okkur að göngum hér heima en einnig geng- ið á Kilimanjaro og Monte Rosa þar sem við stunduðum rannsóknir á háfjallaveiki,“ segir Tómas. Gengið á ýmsa tinda Nokkrir í félaginu eru tölu- vert á gönguskíðum og flestir for- kólfar félagsins komnir með fjalla- skíði líka sem Tómas segir vera nýjasta æðið í hópnum. Þá eru sett skinn undir skíðin, gengið upp og síðan brunað niður. Starfsemi FÍFL er mest á vorin en aðal- fundur félagsins verður, eins og oft áður, haldinn á sumardaginn fyrsta á tindi Eyjafjallajökuls. Hingað til hefur veðrið oftast leik- ið við félagsmenn ef frá er skilið eldgos og segist Tómas ekki búast við öðru en fundurinn geti orðið á tindinum að vanda. Í apríl og maí er síðan haldið af stað í jöklagöng- ur. Hefur hópurinn m.a. farið á Hvannadalshnjúk, Hrútfellstinda, FÍFL klífur fjöll og tinda á hálendinu FÍFL eða Félag íslenskra fjallalækna kallast félagsskapur lækna, fjölskyldna þeirra og vina sem þykir gaman að útivist og gengið hafa saman á hæstu tinda landsins. Talist getur nokkuð öryggt að ferðast í þessum hópi en innan hans er bæði að finna ýmiss konar lækna og hjúkrunarfræðinga. Ganga Á leið á Miðfellstind í glimrandi góðu veðri. Nú er liðin páskatíð og ekki verður horft fram hjá því að þú borðaðir aðeins of mikið um liðna helgi. Mannslíkaminn er búinn til fyrir hreyfingu og mannskepnan er, öðru fremur, byggð til langhlaupa sé tek- ið mið af öðrum dýrategundum. Fyr- ir vikið er tilvalið að reima á sig hlaupaskóna og byggja upp þolið. Helstu mistök margra eru að fara út án þess að hafa markmið með því sem þeir eru að gera. Með því að koma sér upp búnaði sem auðveldar þér að ná þessu markmiði ertu um leið mun líklegri til þess að ná því. Á runkeeper.com má nálgast hlaupaforrit sem tengt er við gervi- hnött. Það skráir niður allar ferðir þínar á hlaupum og segir þér hversu mikið og hversu hratt þú hleypur. Þessi eiginleiki gerir hlaup mun skemmtilegri og gefur þér heildar- yfirsýn yfir þann árangur sem þú nærð. Hægt er að nálgast þetta for- rit og önnur lík í gegnum farsíma. Vefsíðan www.runkeeper.com Morgunblaðið/Sigurgeir S. Á ferð Útihlaup veitir vellíðan og getur verið góð skemmtun. Farðu út að hlaupa Á laugardaginn næstkomandi, 14. apríl, hefst 34. Flóahlaup UMF Samhygðar við Félagslund, Gaulverjabæjarhreppi. Að þessu sinni er hlaupið tileinkað minn- ingu Unnar Stefánsdóttur, frjáls- íþróttakonu úr UMF Samhygð. Vegalengdir eru 3 km með tíma- töku, 5 km með tímatöku og 10 km með tímatöku. Skráning- argjald er 1.000 kr fyrir 14 ára og yngri og 2.000 kr fyrir 15 ára og eldri. Athugið að posi verður ekki á staðnun en innifalið í skráningargjaldinu er hið víð- fræga og glæsilega hlaðborð þeirra Flóamanna. Nánari upp- lýsingar má finna á hlaup.is. Endilega … … sprettið úr spori í Flóahlaupi Sprettur Hvutti vill stundum með. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Svarið við spurningu dagsins HVAÐ ER Í MATINN? Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.