Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Góð afkoma. Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr. EBITDA 20 mkr. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvörur. Ársvelta 330 mkr. Stálsmiðja sem framleiðir staðlaðar vörur fyrir sjávarútveg. Stöðug velta og vel tækjum búið. Hægt að flytja hvert á land sem er og hentar vel sem viðbót við starfandi vélsmiðju. Rótgróið bakarí með nokkrar verslanir. Verslun í Kringlunni með vinsælar sérvörur. Góð afkoma. Glæsilegur veitingastaður á besta stað í Reykjavík. Góð velta og afkoma. Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir gróðurhús. Ársvelta 100 mkr. og mjög vaxandi. Góð afkoma. Heildverslun með vinsælar sérvörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 15 mkr. Stórt þjónustufyrirtæki í ræstingum. Traustir viðskiptavinir og góð afkoma. Mjög spennandi innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir kæliiðnaðinn. Heildsala með þekkt merki í tískufatnaði. Selur vörur í 20 verslunum um land allt, auk eigin verslunnar í Kringunni og outlets á besta stað. Ársvelta um 250 mkr. • • • • • • • • • • • Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Allt sem hefur verið skrifað um tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður þau níu ár sem hún hefur verið haldin er kórrétt. Það stað- festir yðar auðmjúkur þjónn hér með. Þessi andi samvinnu, gleði og heilnæmrar útrásar er einfald- lega tilfinnanlegur, þessi sérstaki blær hátíðarinnar – tilkominn vegna smæðar samfélagsins, stór- fengleika náttúrunnar hér í kring og hugmyndaauðgi þeirra sem að henni standa – er raunverulegur. Það er ástæða fyrir því að hátíðin hefur vaxið og dafnað í gegnum árin, vakið athygli utan landsteina og tryggt sér fastagesti sem fjölg- ar eftir því sem árin líða. Ættarmót Tónlistarhátíð já, eða ætti mað- ur öllu heldur að tala um ætt- armót þar sem ættin er við, jarð- arbörnin? Stemningin líkt og í risavöxnu ítölsku brúðkaupi þar sem kynslóðabilið er ekki til, afar, pabbar og synir; ömmur, mömmur og dætur í einum gleði- bing. Eitthvað svoleiðis frekar. Og líkt og á Hróarskeldu fer sam- félagið ljúflega á hliðina þegar brestur á með hátíð, allir sem vettlingi geta valdið leggja eitt- hvað í púkkið, veitingahús opna dyr sínar upp á gátt og heima- menn gera hvað þeir geta til að lóðsa forvitna gesti inn í alúðlega stemninguna. Um allra handa já- kvæð áhrif hátíðarinnar á menn- ingarlífið hér á Vestfjörðum al- mennt þarf þá ekki að fjölyrða. Töfrar Tónleikarnir sjálfir fóru fram í KNH-skemmunni eins og undan- farin ár og tróðu þar upp þekktir sem minna þekktir listamenn, allt frá Ham og Mugison til korn- ungra bílskúrssveita af Vest- fjarðasvæðinu. Allir fá tuttugu mínútur til að spila, eitthvað sem ég upplifði sem meiriháttar snið- ugt fyrirkomulag, þó ekki sé nema bara af þeirri ástæðu að ég hef aldrei kynnst slíku háttalagi á viðlíka tónlistarhátíðum. Svæðið í kringum skemmuna studdi við mjög þægilegan anda og straum- arnir þarna í kring voru í senn þægilegir og stuðvænir (og varð það síðarnefnda meira ofan á eftir því sem leið á kvöldið). Vaskir aðstandendur hátíð- arinnar bisuðu við að halda hlutum í horfi með bros á vör og einn brosmildan og góðan Íslandsvin hitti ég á svæðinu, sjálfan Jan Sneum, hin mikilsvirta danska tón- listarblaðamann. Hann hefur kom- ið á hátíðina sjö sinnum og fær Goðsögn Páll Óskar fór mikinn á hátíðinni og hélt þrenna tónleika. Ljósmyndir/Halldór Sveinbjörnsson Mergð Eins og sjá má vantaði ekki fjöldann á Aldrei fór ég suður. Stemningin var líkt og í risavöxnu ítölsku brúðkaupi þar sem kynslóðabilið er ekki til. Aftur fer ég vestur  Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór fram á Ísafirði um páskana  Morgunblaðið var á staðnum Minjar Varningur var á boðstólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.