Morgunblaðið - 10.04.2012, Síða 17

Morgunblaðið - 10.04.2012, Síða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Ferskir og framandi fiskréttir Hádegisverðartilboð Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA SUMARDEKKIN FYRIR BÍLINN ÞINN FÁST HJÁ PITSTOP! MUNDU AÐ TÍMI NAGLADEKKJA ER TIL 15. APRÍL DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI FÓLKSBÍLADEKK Frá Continental gæðadekkjum til traustra sumar- dekkja frá Wanli. Úrvalið er hjá okkur. JEPPADEKK Mastercraft dekkin eru þekkt fyrir gæði, endingu og gott verð. Míkróskerum! SENDIBÍLADEKK Fyrir allar gerðir smærri og stærri sendibíla. Greining sem unnin var á vegum Wall Street Journal bendir til þess að stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna séu að koma út úr yfirstandandi kreppu með meiri hagnað, meiri framleiðni, lægri skuldir og nóg af lausafé. Kannaði blaðið stöðu fyrirtækja sem mynda Standard & Poor’s 500- vísitöluna og bar saman við tölur frá árinu 2007 áður en fjármálakreppa og niðursveifla reið yfir hagkerfi heimsins. Niðurstöðurnar benda til þess að harkalegar sparnaðaraðgerðir og varkár uppbygging hafi styrkt stoðir fyrirtækjanna og hjálpað þeim bæði að sýna betri árangur en hagkerfið almennt og taka til sín stærri skerf af þjóðartekjum. Peningar og störf leita út Þessi sterka staða, sem m.a. birt- ist í því að Dow Jones-vísitalan hefur ekki verið hærri í fjögur ár, nær samt ekki að endurspeglast í batn- andi atvinnutölum vestanhafs. Þó að stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna hafi skapað um 1,1 milljón nýrra starfa síðan 2007 var oft um að ræða störf utan Bandaríkjanna og mikið af lausafé fyrirtækjanna hefur verið fært til erlendra dótturfyrirtækja. Aukin verðmætasköpun birtist m.a. í því að tekjur fyrirtækjanna í S&P 500 vísitölunni á hvern starfs- mann voru 378.000 dalir árið 2007 en voru 420.000 dalir á síðasta ári. ai@mbl.is AP Tekjur Miðlarar á Wall Street bregða á leik í tilefni páskanna. Stærstu fyrir- tæki Bandaríkjanna, sem mynda S&P 500 vísitöluna, standa vel að vígi. Þeir stóru koma vel út úr kreppunni  Bandarísku risarnir hafa náð að styrkja stoðirnar í rekstrinum síðustu ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.