Morgunblaðið - 10.04.2012, Page 22
22 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
S HELGASON
steinsmíði síðan 1953
SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS
SAGAN SEGIR SITT
Gylfaflöt 16-18 · 112 Reykjavik · Sími 553 5200 · solo.is
Ásgeir Einarsson
hönnuður
Sindrastólsins
(1927 – 2001)
Í tilefni 50 ára afmælis Sindrastólsins
verða framleidd 50 stk. af stólnum í
sérstakri afmælisútgáfu þar sem hver
og einn stóll verður sérmerktur og
númeraður.
Viðskiptavinir geta valið þá gæru og
litaafbrigði sem þeir vilja á sinn stól
sem gerir hvern stól einstakan.
Stóllinn er alfarið framleiddur á Íslandi.
Söluaðilar: Sólóhúsgögn og
G.Á. Húsgögn
Stóll
162.000 kr.
Skemill
48.000 kr.
Sindrastóllinn
50 ára afmælisútgáfa
(1962 – 2012)
Daglegt líf flestra
okkar fer að einhverju
leyti fram á netinu, á fé-
lagsmiðlum og sam-
skiptavefjum. Þótt
þessi samskipti séu oft-
ast við vinahópa og fjöl-
skyldu hefur aðild okk-
ar Íslendinga að
alþjóðlegu samfélagi
netsins stóraukist á síð-
ustu misserum.
Ef netið er aðaltorg
heimsins þá gefst okkur nú kostur á
að stíga inn á það og skoða okkur um.
En netheimarnir eiga líka minni vist-
arverur og segja má að netheimur Ís-
lendinga sé á hliðargötu við sjálft að-
altorgið, enn sem komið er, enda þótt
það sé óaðskiljanlegur hluti þess. Þar
er töluð íslenska. Tungumálið mynd-
ar veggi hliðargötunnar.
Aðrar leikreglur
Við þekkjum leikreglur íslenska
samfélagsins. Við komum úr sveit eða
úr sjávarplássi þar sem allir vita allt
um alla. „Ég hef ekkert að fela“ segj-
um við og „ég geri ekki kröfu um að
leynd hvíli um líf mitt“.
En á sjálfu aðaltorginu gilda aðrar
reglur. Sjálf sameiginlega lífs-
reynslan þar er önnur en hjá okkur. Í
hringiðu mannlífsins á torginu er að
sönnu fegurð, mannkostir, tryggð og
þroski. En þar eru líka allir gagn-
stæðir lestir. Þar er misjafn sauður í
mörgu fé. Og íbúar heimsins láta eins
og þeir hafi eitthvað að fela. Í varn-
arskyni. Meðal annars koma þeir
ófúsir fram undir eigin nafni á netinu.
Þótt útlendingarnir séu miklu var-
kárari en við ræða þeir
stöðugt um nýja per-
sónuverndaráhættu.
Opið einkalíf
Það opnast smám
saman frá hliðargötunni
inn á aðaltorgið – eftir
því sem múrar tungu-
málsins falla með auk-
inni tungumálakunn-
áttu unga fólksins og
þýðingarvélum.
Þá kemur í ljós að við
eigum ekki mikið einka-
líf samanborið við aðra netverja. Við
höfum myndir af börnunum okkar og
okkur sjálfum og af helgustu stund-
unum í lífi okkar á alþjóðlegum vef-
svæðum, þjóðskrána hálfopna, Ís-
lendingabók sömuleiðis, símaskrána
alveg opna, ættrakningar á netinu að
vild, vefi íþróttafélaganna sem taka
til tuga þúsunda fólks og vefi fé-
lagasamtaka. Og þá er eftir að nefna
sjálfa félagsmiðlana – og hættuna af
ólöglegu athæfi.
Hættur aðaltorgsins
Af hverju er okkur hættara að vera
á aðaltorgi netsins en öðrum? Svarið
er margþætt. Meðal annars skapar
menningarmunurinn hættu. Bara
leyndin yfir staðreyndum um ein-
staklinga og auðkenni þeirra (nafn,
kennitölu, heimili og aldur) þýðir að
hjá stórþjóðum hafa óvandabundnir
sjaldnast slíkar upplýsingar, enda
hafa þeir sjaldan eða ekki aðgang að
þjóðskrá, ættartölum og símaskrám.
Þannig að þegar óvandaður stórborg-
arbúi kemur í banka eða greiðslu-
kortafyrirtæki í erlendri stórborg og
leggur fram allar upplýsingar um Jón
Jónsson, Hliðargötu 5, 640 Húsavík
og segist vera hann, þá geta slíkar
upplýsingar talist í sjálfu sér nægj-
anlegt auðkenni.
Minnihlutahópar
Sérstaklega verður að gæta að
stöðu þeirra sem minna mega sín. Til
að verja börn kann að vera eðlilegt að
í þjóðskrá séu aðeins þeir sem eru 18
ára og eldri. Það á einnig við um
símaskrá, Íslendingabók og banna
mætti aðra kerfisbundna upplýs-
ingasöfnun og – dreifingu um börn.
Þá þurfa foreldrar að gæta þess að
dreifa myndum fremur innan fjöl-
skyldna sinna á pappírsformi en á
netinu og sérstaklega að birta ekki
myndir af fjölskyldunni léttklæddri –
ekki síst börnum.
Þá er konum mun meiri hætta búin
á netinu en körlum.
Lokaorð
Við Íslendingar þurfum að skilja
menningu stórþjóða og leikreglur á
netinu. Opinberir aðilar, vinnustaðir,
gagnaveitur og félagasamtök þurfa
að taka á sig aukna persónuvernd-
arábyrgð og draga úr upplýsingagjöf
um einstaklinga. Stjórnmálamenn
þurfa að móta almenna leiðbeinandi
persónuverndarstefnu. Af því að við
erum óhjákvæmilega á leið út í heim-
inn.
Og almenningur þarf að ræða þessi
mál og ganga hægt um gleðinnar dyr.
Það er engin ástæða til þess að birta á
netinu ljósmyndir eða kvikmyndir af
öllum helstu atburðum einkalífsins.
Á aðaltorginu
Eftir Hauk
Arnþórsson
»Nútímalegt einkalíf
okkar Íslendinga
gæti verið aðgengilegra
á netinu en annarra
þjóða.
Haukur
Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Evrópusambandsumræðan virðist
komin til að vera á Íslandi næstu
áratugina.
Líklegast virð-
ist nú, að líkt og
Norðmenn mun-
um við kjósa að
ganga ekki inn í
það að fullu í nú-
verandi mynd,
heldur bíða
átekta eftir því að
eðli þess og okkar
verði samrým-
anlegra í framtíð-
inni.
Því virðist nú tímabært að finna
nýjan flöt á Evrópuumræðunni, sem
geti brúað þær mannskemmandi
deilur sem ESB-sinnar og ESB-
andstæðingar virðast vera fastir í.
Hér má vera að lausnina sé að
finna í nýju landsvinafélagi. Fyrir
höfum við haft landsvinafélög milli
Íslands og stakra Evrópulanda, sem
megnuðu jafnvel að brúa þá sátt sem
þó var grundvöllur fyrir, í kalda
stríðinu forðum. En þau félög duga
þó ekki ein og sér til að taka á Evr-
ópusambandsmálinu í heild sinni er
snýr að Íslendingum.
Mín hugmynd er því að stofna til
Vináttufélags Íslands og Evrópu,
sem nefnd í Vináttufélagi Íslands og
Kanada, sem ég hef verið formaður
fyrir í sextán ár. Það gæti virkað
þannig, að við skiptumst á að bjóða
fulltrúum frá landsvinafélögum Ís-
lands við stök Evrópuríki; svo og
fulltrúum íslenskra Evrópusam-
bandssinna og -andstæðinga; til að
ræða hinar þjóðlegu útfærslur á lýð-
ræði í viðkomandi löndum; og um
leið að spyrja hvort þau lönd hafi
lært eitthvað af því að verða meðal
innflytjendaþjóðanna til Kanada.
Við í VÍK höfum áður gert eitt-
hvað svipað, er við höfum í tvígang
haldið mót landsvinafélaga.
Annað sem þyrfti að ræða, er eðli
alþjóðavæðingar nútímans, þar sem
hin þjóðlega menning í formi ljóðlist-
arinnar er að rýrna, á meðan margs
konar minna þjóðleg menning og
listir eru að vaxa. Því leiða má rök að
því að Ísland og fleiri Evrópulönd
séu að veikja tengslin við fortíð sína,
með því að styrkja, á kostnað ljóð-
listarinnar, t.d. myndlist, tónlist,
skáldsögur, blogg, verslun, ferða-
mennsku, sem og hvers kyns há-
skólamenntun; þótt tengslin við Evr-
ópu séu um leið að aukast við það.
Viðvíkjandi þessu höfum við í VÍK
einnig, næstum frá upphafi, haft
Hellas-hópinn sem nefnd hjá okkur,
en það er árleg upplestrarsamkoma
íslenskra ljóðskálda.
Þessi hugmynd um Vináttufélag
Íslands og Evrópu hefur áður
strandað hjá okkur á því, að okkur
þótti harðvítug pólitík ekki passa inn
í andrúmsloft menningarsinnaðs
landsvinafélags. En nú, þegar ró
virðist aftur vera að færast yfir Evr-
ópuumræðuna, virðist vera lag. Því
hvet ég nú áhugafólk til að hafa sam-
band.
Ég vil enda með því að birta hér
niðurlagið á ljóði úr einni af mínum
þrettán ljóðabókum, en það ljóð heit-
ir Harðstjóraljóð og fjallar einkum
um sögu harðstjóra Evrópu.
En ég felli það hér inn í venjulegt
blaðadálkaform:
„Mig minnir að þar hafi verið, eitt-
hvað talað um blóm, sem aldrei
visna“ Sagði fangavörðurinn um,
bréfsnepilinn sem, fyrrum harðstjóri
Júgóslavíu, eftirlét konunni sinni.
TRYGGVI V. LÍNDAL,
skáld og mannfræðingur.
Vináttufélag Íslands
og Evrópu?
Frá Tryggva V. Líndal
Tryggvi V.
Líndal
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is