Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vin-
semd við andlát elsku pabba okkar, tengda-
pabba, afa og langafa,
SÆMUNDAR ÞORSTEINSSONAR,
Hamraborg 36,
Kópavogi.
Guðrún Sæmundsdóttir, Sigurgeir Högnason,
Þorsteinn Sæmundsson, María Jóna Hauksdóttir,
Sigurður Sæmundsson, Svava Bjarnadóttir,
Jakob Sæmundsson, Sunneva Jörundsdóttir,
Guðlaugur Sæmundsson, Fríður Brandsdóttir,
Baldur Sæmundsson, Ólöf Kr. Guðjónsdóttir,
Sigurlín Sæmundsdóttir, Magnús P. Halldórsson,
Kristján Nói Sæmundsson, Sigríður Sophusdóttir,
Hallgrímur Sæmundsson, Þórhildur Þorbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRGVIN ÓLAFSSON
tæknifræðingur,
Kirkjulundi 6,
Garðabæ,
sem lést á Landspítalanum sunnudaginn
25. mars, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju, Kópavogi
miðvikudaginn 11. apríl kl. 15.00.
Halldóra Sigurjónsdóttir,
Edda G. Björgvinsdóttir,
Birgir Björgvinsson, Ásta Edda Stefánsdóttir,
Áslaug Högnadóttir, Páll Haraldsson,
Andri Björn Birgisson,
Brynja Dóra Birgisdóttir,
Týr Fáfnir Stefánsson.
✝ María SigríðurFinsen fæddist
í Reykjavík 25.
október 1916. Hún
lést 21. mars
2012.Foreldrar
hennar voru hjónin
Carl Finsen, vá-
tryggingarforstjóri
í Reykjavík, f. 10.
júlí 1879, d. 9. nóv-
ember 1955, og
Guðrún Aðalsteins-
dóttir Finsen húsfreyja, f. 8. júní
1885, d. 25. febrúar 1959. Systk-
ini Maríu voru: i) Elín Herdís, f.
18. ágúst 1918, d. 3. nóvember
2005, og ii) Ólafur Hannes, f. 24.
febrúar 1920, d. 16. maí 2010.
Hinn 10. júní 1949 gekk María
stýrimaður, f. 4. desember 1955.
Dóttir Gunnars er Kristrún, f. 6.
júlí 1975. 4) Anna Guðrún, skrif-
stofumaður, f. 16. janúar 1963.
Barnabarnabörnin eru fjögur.
María stundaði nám við
Verslunarskóla Íslands og lauk
verslunarprófi frá the Gregg
School í Lundúnum 1937. María
dvaldi í Kaupmannahöfn vet-
urinn 1937-1938 og vann þar
skrifstofustörf hjá vátrygging-
arfélaginu Baltica. Heimkomin
hóf hún störf hjá fyrirtæki föður
síns sem hún gegndi þar til hún
gekk í hjónaband, en sinnti þar
á eftir börnum og heimili. Hún
starfaði í hlutastarfi hjá Fé-
lagsstofnun Reykjavíkurborgar
við heimilisaðstoð árin 1979-
1986. María var virk til margra
ára í kvenfélagi Neskirkju; sat
þar í stjórn og tók virkan þátt í
safnaðarstarfi kirkjunnar.
Útför hennar verður gerð frá
Neskirkju í dag, 10. apríl, og
hefst athöfnin kl. 15.
að eiga Jóhann
Steinason hæsta-
réttarlögmann, f.
20. október 1912, d.
5. júlí 1999. Börn
þeirra eru: 1) Karl
Finsen lögfræð-
ingur, f. 19. apríl
1950, kvæntur
Bergljótu Aradótt-
ur kennara, f. 3.
janúar 1950. Þau
eiga tvö börn, Ara,
f. 24. september 1979, og Hönnu
Maríu, f. 15. janúar 1986. Fóst-
ursonur Karls og sonur Berg-
ljótar er Davíð Ágúst Sveinsson,
f. 12. október 1969. 2) Steini
Björn vélfræðingur, f. 8. febrúar
1953, d. 13. maí 2005. 3) Gunnar
Fallin er frá á 96. aldursári,
móðir mín María Sigríður Fin-
sen. Hún dvaldi síðustu mánuði
ævi sinnar á hjúkrunarheimilinu
Grund við alúð og umhyggju
starfsfólks. Fram að því bjó hún í
eigin íbúð fyrir aldraða á Afla-
granda og voru síðustu ár búset-
unnar henni erfið þar sem heilsu
hennar hrakaði jafnt og þétt.
Börn hennar og barnabörn að-
stoðuðu hana við að búa áfram
ein enda mátti hún ekki til þess
hugsa að fara á dvalarheimili.
Móðir mín fékk því reglulega
heimsóknir þar sem borðaður var
kvöldmatur með nánustu að-
standendum. Ófáar voru stund-
irnar sem við fórum á kaffi- eða
matsöluhús en undir það allra
síðasta treysti hún sér ekki leng-
ur.
Móðir mín var ákaflega jafn-
lynd kona og lítið frek. Hún var
þó ákveðin á sinn hátt og hafði
sitt lag á að þoka hlutum áleiðis.
Hún var mjög félagslynd og fór
aldrei í manngreinarálit. Heim-
ilinu sinnti hún af alúð og ljúfar
eru minningar bernskunnar þeg-
ar tekið var á móti, við heimkomu
úr skóla, með ilminum af nýbök-
uðum kökum. Mér virðist hún
alltaf hafa séð eftir að hafa hætt
störfum á vinnumarkaði þótt hún
hafi átt endurkomu um nokkurra
ára skeið, í hlutastarf, við að
sinna yfirsetu hjá öldruðum ein-
staklingum. Hún lagði enda ríka
áherslu á við okkur systkinin að
mennta okkur til að eiga betri
möguleika á vinnumarkaði. Þess
var vel gætt að gera ekki upp á
milli barnanna þegar kom að því
að biðja um aðstoð við heimilis-
störfin.
Með móður minni og föður
ríkti jafnræði. Þau voru góðir
vinir, hann kallaði hana frú Maríu
og minnist ég þess ekki að hafa
heyrt þau rífast. Þau komu hvort
úr sinni áttinni, hann úr bænda-
samfélagi og hún úr íhaldssömu
borgarsamfélagi. Áhugamál
þeirra voru ólík en það breytti því
ekki að þau sátu löngum stundum
og spjölluðu um allt og ekkert.
Það var þeirra sameiginlega
áhugamál að ógleymdu því að
ferðast.
Skipulögð hópferðalög innan-
lands sem utanlands voru fastur
punktur í tilveru þeirra til
margra ára. Eftir að faðir minn
lést árið 1999 ferðuðumst við
móðir mín saman, síðast til Kaup-
mannahafnar þegar hún var á 91.
aldursári. Aldurinn var engin fyr-
irstaða í síðustu ferðinni þar sem
henni var bara ýtt áfram í hjóla-
stól. Ákveðin tengsl við Dan-
mörku voru ávallt til staðar enda
var hún tvítyngd, nokkuð sem
Danirnir kunnu greinilega að
meta því alltaf fengum við af-
bragðsþjónustu. Aðeins einu
sinni stóð hjólastóllinn móður
minni fyrir þrifum þegar óvíst
var hvort hjólastólafært væri í
skoðunarferð með Guðlaugi Ara-
syni á Íslendingaslóðir. Hún var
fremur vonsvikin enda skynjaði
hún aldrei aldur sinn eða ástand
sem fyrirstöðu. Hún stakk ein-
faldlega upp á að hún færi gang-
andi í staðinn.
Heiðarleiki, samviskusemi og
traust er það veganesti sem móð-
ir mín bar áfram frá foreldrum
sínum til afkomenda sinna. Um-
hyggja fyrir náunganum, sér í
lagi þegar hann rís hvað lægst,
eru þau gildi sem borin voru
áfram frá föður mínum til okkar
afkomendanna. Fyrir það vega-
nesti er ég þakklát.
Mamma mín, nú ertu farin til
hinstu hvíldar. Eftir stöndum við
afkomendur þínir með söknuð í
hjarta og minningu um um-
hyggjusama, velviljaða og góða
mömmu, ömmu og langömmu.
Blessuð sé minning þín.
Anna Guðrún Jóhannsdóttir.
María Sigríður var hún heitin
eftir föðurömmu sinni og fóstur-
móður móður sinnar. Hún fædd-
ist í miðju heimsstríði, elst
þriggja systkina. Hún var alin
upp á reykvísku borgaraheimili,
svo sem þau voru fyrir miðbik
síðustu aldar; vinnukonur og
eldabuskur sinntu heimilisverk-
um, matmálstímar voru á réttum
tíma og snætt var hversdags við
uppdúkað borð. Börn svöruðu
ekki fullorðnum og ókunnugt
sem og eldra fólk var þérað.
„Takt og tone“ skyldi í hávegum
haft og íhaldssemi var dyggð.
Hún stundaði nám við Versl-
unarskólann, frekara verslunar-
nám í Lundúnum á tímum hák-
reppunnar og bjó og starfaði í
Kaupmannahöfn en kom heim
skömmu fyrir síðari heimsstyrj-
öld. Hún var heimskona og talaði
ensku og dönsku reiprennandi.
Sem ung kona stundaði hún
skíði, badminton, var skáti og tók
bílpróf sem fátítt var meðal
kvenna. Heimkomin frá Kaup-
mannahöfn tók hún upp störf við
hlið föður síns sem ritari hans,
sem hún gegndi þar til hún gekk í
hjónaband og gerðist það sem nú
á dögum er kallað heimavinnandi
húsmóðir og sinnti þar á eftir
börnunum fjórum og heimili.
Að skapferli var hún afskap-
lega jafnlynd og reiddist almennt
ekki. Hún var félagslynd og
áhugasöm um fólk og hafði afar
gaman af hvers konar manna-
mótum. Og hún tilheyrði þeirri
kynslóð og gerð kvenna sem ekki
fara út úr húsi nema vel tilhafðar.
Hún var almennt afskiptalaus
um hagi annarra, en hafði þó
skoðanir um það hvernig hlutir
skyldu vera. Lengst af í lífinu átti
hún við góða heilsu og hamingju
að búa. Hin síðari ár settu andlát
þeirra sem nærri henni stóðu
strik í reikninginn sem og að Elli
kerling varð þung á fótinn. Eftir
brot á mjöðm í ágúst sl. dró af
henni hægt og bítandi, þótt hún
stæði aftur á fætur og fagnaði 95
ára afmæli með nánustu fjöl-
skyldu og vinum. Og í mars sl.
hvarf hún einn morguninn inn í
þá eilífu þögn sem okkur er búin,
södd lífdaga.
Frá fæðingu undirritaðs átti
hann elsku hennar, stuðning og
aðdáun vísa, sem eitt barna-
barnanna. Oft reyndi strákur á
þolrif ömmu sinnar, var stríðinn,
hvatvís sem og á stundum ekki
nógu alvarlegur í að huga að námi
og framtíð sinni. Þrátt fyrir það
var hún óþreytandi að reyna að
þoka honum til þeirra betri siða
sem hún lærði í æsku.
Við andlát hennar eru tímamót
enda kveður hún síðust þeirrar
elstu kynslóðar sem var fastur
miðpunktur æskunnar. Logn-
kyrrir vetrarmorgnar í Vestur-
bænum eru liðnir, sem og heitir
sumardagar í garðinum á Greni-
mel með samtöl ömmu, afa Jó-
hanns, Steina frænda og Deddu
frænku sem bakgrunn tilverunn-
ar. Það sem eftir stendur eru
minningar um þá veröld sem var.
Þetta var mitt fólk og í mér og
okkur sem eftir erum býr nú
þeirra saga.
Í sálmabók sem þau afi gáfu
undirrituðum á fermingardaginn
ritaði hún til mín ósk um blessun
guðs og varðveislu hans um alla
eilífð. Þeirri frómu ósk er nú á
kveðjustundu að henni beint, með
hjartans kveðju, og þökk fyrir
allt það sem hún lagði til þess
verkefnis að koma undirrituðum
til manns.
Ari Karlsson.
„Mímí er í símanum, mamma!“
Við systkinin minnumst þess
að hafa iðulega kallað eitthvað í
þessa veru til móður okkar –
Margrétar Thoroddsen – á upp-
vaxtarárunum á æskuheimili
okkar. Þær voru margar kærar
vinkonur mömmu, sem voru á
þennan hátt hluti af daglegu lífi
okkar. Það voru Gauja, Laufey,
Lauga, Issis, Badda, Ella og
Mímí. Þetta var á þeim árum sem
gælunöfn þóttu sjálfsögð og það
var ekki alltaf auðvelt að átta sig
á hver skírnarnöfnin voru. Við
systkinin vorum áreiðanlega orð-
in unglingar eða þaðan af eldri
þegar við áttuðum okkur á að
Mímí héti fullu nafni María Fin-
sen.
Mímí var hæglát kona en af
henni stafaði mikil hlýja og góð-
vild. Það fór aldrei á milli mála að
hún og mamma voru tengdar
miklum og djúpstæðum vina-
böndum, vináttu sem átti upphaf
í leikjum þeirra í æsku á fyrri
hluta 20. aldar. Sem ungar konur
tóku þær þátt í hinum ýmsu
skemmtunum og dansleikjum
með fleiri vinkonum og vinum.
Þær fundu síðan sína lífsföru-
nauta, giftu sig og eignuðust
börn. Þá tók við nýr kafli í lífinu
sem tengdi þær ekki síður sam-
an, þær hittust með börnin og
deildu bæði gleði- og sorgar-
stundum. Í endurminningunni
var gleðin þó ávallt ríkjandi, báð-
ar voru glaðlyndar að eðlisfari,
þær studdu hvor aðra og sköpuðu
þannig umhverfi fallegrar og
sannrar vináttu. Kær vinátta
þeirra hélst allt til hinstu stundar
en 23. apríl verða þrjú ár liðin frá
andláti móður minnar.
Móðir mín eignaðist yngstu
systur mína þegar hún var 44 ára.
Fréttin um væntanlegt barn þótti
nokkrum tíðindum sæta í vin-
kvennahópnum, það lá jafnvel í
loftinu að sumum fyndist hún
helst til gömul til að takast á við
slíkt verkefni. Það gladdi
mömmu því mikið, að skömmu
eftir fæðingu systur minnar kom
í ljós að Mímí, sem var tæpu ári
eldri, átti líka von á barni. Er
óhætt að segja að vinatengslin
hafi gengið í endurnýjun lífdaga
þar sem þær gátu nú fylgst að
með umönnun litlu barnanna.
Með tímanum hverfa smám
saman þeir sem hafa átt þátt í að
móta heimsmynd manns frá
barnsaldri. Mímí er þannig hluti
af þeirri heildarmynd. Mamma
ritaði minningarorð um margar
kærar æskuvinkonur sínar en ég
ákvað að gera tilraun til, með
þessum fátæklegu orðum, að
hlaupa í skarðið fyrir hana og
votta Mímí virðingu okkar barna
Margrétar Thoroddsen.
Ég vil fyrir hönd systkina
minna, Egils, Tótu, Sigga og
Möggudísar, þakka Mímí fyrir
óbilandi vináttu hennar við móð-
ur okkar og þakka henni liðnar
stundir. Ættingjum hennar send-
um við innilegar samúðarkveðj-
ur.
María Louisa Einarsdóttir.
María Sigríður
Finsen
Hann kvaddi morguninn 28.
mars, hljóðlega eins og hans var
háttur. Vinur og mágur hefur
kvatt og sannarlega er að honum
eftirsjá. Samveru sem varað hef-
ur á fimmta áratug, samveru sem
engan skugga ber á, er lokið. Það
var árið 1967 að ég hitti Valtý
fyrst, er við Elín systir hans fór-
um ásamt dætrum okkar í langa
bílferð á Reyðarfjörð og Norð-
fjörð að hitta fjölskylduna. Það
var sannarlega vel tekið á móti
okkur hjá Valtý og Gunnu. Við
áttum góða daga með þeim og
þeirra fjölskyldu á Reyðarfirði
og hittum ættingja og það ríkir
heiðríkja í huga yfir þessum
fyrstu kynnum. Öll okkar sam-
skipti og vinátta var á þann veg.
Það getur verið erfitt að lýsa ein-
staklingum sem maður hefur átt
langa göngu með en það sem
kemur fyrst í huga til að lýsa
Valtý er hógværð og innileiki.
Framkoman var falleg og virðu-
leg og maður varð einhvern veg-
inn strax var við góðmennsku
sem hann sýndi öllum, jafnt
Valtýr
Sæmundsson
✝ Valtýr Sæ-mundsson
fæddist á Kaganesi
í Helgustaðahreppi
í Reyðarfirði 24.
febrúar 1928. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Garðvangi í Garði
28. mars 2012.
Jarðarför Valtýs
fór fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju 3.
apríl 2012.
börnum sem full-
orðnum. Meðan þau
Gunna bjuggu á
Reyðarfirði hitt-
umst við sjaldnar en
eftir að þau fluttu á
Suðurnesin voru
heimatök hægari.
Þá gafst okkur einn-
ig tækifæri til að
ferðast saman tvisv-
ar til útlanda, fyrst
til að hitta ættingja
þeirra Elínar í Bandaríkjunum
og seinna er þau fóru með okkur
á Evrópuþing Kiwanis í Sviss.
Þau nutu sín vel í þessum ferðum
og voru góðir ferðafélagar.
Valtýr var mikill Austfirðing-
ur í sér og minnti mann gjarna á
hversu gott væri að vera þar og
hvergi væri veðrið betra. Hann
tók alltaf málstað fjórðungsins
þegar rætt var um landsmálin og
þótt við værum ekki sammála í
pólitík var alltaf gaman að ræða
málin, hann lét ekkert undan og
hélt sínum málum fram stíft. Eft-
ir að þau komu suður varð hann
góður talsmaður Suðurnesja og
fannst gott að vera þar í nábýli
við dæturnar og þeirra fjölskyld-
ur og nú bar svo við að besta
veðrið var alltaf í Reykjanesbæ
og seinna í Garðinum eftir að þau
hjón fluttu á Garðvang. Fyrir
rúmu ári fylgdum við Gunnu til
grafar og nú er komið að honum.
Við Elín höfum átt margar góðar
stundir með Valtý á Garðvangi
og honum leið vel þar með því
góða fólki sem þar býr og starfar.
En nú verða samverustundirnar
ekki fleiri, ekki fleiri rabbstundir
um gamla daga, börnin og af-
komendur og hvaðeina sem í
hugann kom. Á kveðjustund
þökkum við af alhug vináttu,
elskusemi og væntumþykju sem
hann sýndi okkur og börnum
okkar og fjölskyldu. Öll sendum
við börnum Valtýs, tengdabörn-
um og afkomendum öllum okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Minn-
ing hans og þeirra beggja mun
lifa með okkur.
Ástbjörn Egilsson.
Þær eru margar myndirnar
sem leita á hugann þegar ég lít til
baka og minnist kennarans míns
og samstarfsmanns til margra
ára, Valtýs Sæmundssonar. Æf-
ingarnar fyrir litlu jólin þegar við
krakkarnir vissum að nú kæmi
að því að Valtýr færi að teikna
fallegu marglitu jólamyndina á
töfluna. Stemningin á litlu jólun-
um þar sem við sátum þröngt við
logandi kertaljósin, nutum
myndarinnar og skemmtum okk-
ur við leikrit skólafélaganna.
Frjálsu tímarnir á föstudögum
og nostrið við vinnubækurnar í
landafræðitímunum. Burður á
bílvélum niður í litlu vélfræði-
stofuna sem Valtýr var búinn að
umbreyta í verkstæði þar sem
vélar voru rifnar í sundur, settar
saman og gangsettar. Flutningur
á þvottavél upp á efstu hæð í
blokkinni þegar liðsinna þurfti
nýjum kennara við að flytja og
þéttingsfast handtakið þegar
hann ræddi við mig um ákveðin
úrlausnarefni og gætti þess um
leið að ég gæfi mér tíma til að
ljúka umræðunni áður en ég
hlypi í önnur verkefni.
Létt lundin og einlægur viljinn
að leysa öll mál á sem farsæl-
astan hátt var aðalsmerki Valtýs
og sú minning sem lýsir skærust
er ég minnist okkar góða sam-
starfs í Grunnskóla Reyðarfjarð-
ar. Valtýr átti mörg áhugamál og
um leið og vinnu sleppti var hann
ýmist kominn út á sjó á bátnum
sínum, í aðgerð í skúrnum eða
sestur við trönurnar og tekinn til
við að mála. Eftir að Valtýr og
Gunna fluttu suður höfðum við
Hildur ætíð samband bæði í síma
og með gagnkvæmum heimsókn-
um og alltaf var áhuginn jafn-
mikill á að vita hvernig gengi í
skólanum hjá okkur á Reyðar-
firði og í bæjarlífinu. Nú þegar
góður vinur hefur kvatt þökkum
við fyrir allt um leið og við send-
um aðstandendum bestu samúð-
arkveðjur.
Þóroddur og Hildur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar