Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
„Maður verður með smá-kaffiboð fyrir fjölskylduna í dag, eftir að
hafa haft það náðugt um páskana,“ segir Þórður Þórðarson, þjálfari
karlaliðs ÍA í knattspyrnu, sem er fertugur í dag. Hann tók forskot á
sæluna kvöldið fyrir skírdag og bauð þá sínum nánustu vinum og
kunningjum til veislu. Þórður segir lítinn annan tíma gefast til
veisluhalda, knattspyrnuvertíðin sé að skella á og æfingaferð fram-
undan til Spánar um næstu helgi. Fyrsti leikur Íslandsmótsins er 6.
maí gegn Breiðabliki á útivelli. „Ætli fjölskyldan sjái ekki lítið af
manni þar til tímabilinu lýkur í haust,“ segir Þórður sem kvæntur er
Írisi Björgu Þorvarðardóttur. Eiga þau þrjú börn: Katrínu Þóru,
Stefán Teit og Þórð Þorstein.
Þórður lék um árabil í markinu hjá Skagamönnum, auk fleiri fé-
laga, en varð að hætta árið 2005. Hann tók við þjálfun ÍA um mitt
sumar 2009 en þá hafði liðið fallið úr efstu deild árið áður. Hefur lið-
ið leikið í næstefstu deild síðan eða þar til síðasta haust að langþráð
sæti í efstu deild vannst á ný. Þórður segist vissulega hafa fundið
fyrir miklum þrýstingi heimamanna um að spila meðal þeirra bestu
aftur. „Það var, er og verður erfitt að vera þjálfari á Akranesi en
þetta er skemmtileg vinna. Annars væri maður ekki í þessu,“ segir
Þórður, sem bindur að sjálfsögðu vonir við að Skagamenn haldi sér
uppi í sumar. Strákarnir komi vel undan vetri. bjb@mbl.is
Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, 40 ára
Morgunblaðið/Eggert
Þjálfari Þórður Þórðarson hefur þjálfað Skagamenn frá miðju sumri
2009 og kominn með liðið í efstu deild, eftir þriggja ára fjarveru.
Erfitt en gaman að
þjálfa á Skaganum
M
agnús fæddist á
Eyrarbakka og ólst
þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá
MR 1972, stundaði
nám við HÍ 1972-73 og lauk kenn-
araprófi frá KHÍ 1983.
Eyrarbakkaoddviti
Magnús var kennari við Barna-
skólann á Eyrarbakka 1973-75 og
1976, kennari við grunnskólann í
Hraungerðishreppi, Þingborg, og
sérdeild Suðurlands 1976-80, mæl-
ingamaður hjá Vegagerð ríkisins
1980-83, oddviti í fullu starfi hjá Eyr-
arbakkahreppi 1982-98, ráðgjafi í op-
inberri stjórnsýslu hjá KPMG End-
urskoðun hf. 1998-2001 og er
sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga frá 2001.
Magnús sat í hreppsnefnd Eyr-
arbakkahrepps 1978-98, sat í sýslu-
nefnd Árnessýslu 1982-88, í Héraðs-
nefnd Árnesinga 1988-98, var
varaoddviti nefndarinnar 1988-94,
sat í stjórn Héraðsskjalasafns Ár-
nesinga 1994-98, í stjórn Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga 1989-90,
sat í skólanefnd Fjölbrautaskóla
Magnús Karel Hannesson 60 ára
Ljósmynd/Inga Lára Baldvinsdóttir
Hagleiksmenn Magnús með tengdaföður sínum, Baldvin Halldórssyni leikara, við endurgerð Laugabúðar.
Málsvari sögu og sér-
kenna á Eyrarbakka
Ljósmynd/Sigurður Steindórsson.
Göngugarpar Magnús og Inga Lára á göngu við Ölfusá með Sigurlínu
Eiríksdóttur. Áð við Ölhól vestan byggðar á Selfossi. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Selfoss Berglind Emilía Ben fæddist
31. desember. Hún vó 3.525 g og var
52 cm löng. Foreldrar hennar eru
Sigríður Tinna Ben Einarsdóttir og
Skúli Gíslason.
Nýir borgarar
Reykjanesbær Júlía Dís fæddist 29.
september kl. 11.41. Hún vó 18 merkur
og var 55 cm löng. Foreldrar hennar
eru Maren Helga Guðmundsdóttir og
Halldór Örn Halldórsson.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur
hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar
verður einnig sagt frá öðrum merkum við-
burðum í lífi fólks, svo sem hjónaböndum,
barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af
nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum
fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn
mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta á
netfangið islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum
Fáanlegir sérútbúnir fyrir íslenskan fiskiðnað
▪ Handlyftarar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigetu.
▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð.
▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu.
▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð.