Morgunblaðið - 10.04.2012, Page 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert bæði skrýtnari og skemmti-
legri en flestir álíta þig vera við fyrstu
kynni. Finndu þér eitthvað sem vekur ást-
ríður þínar. Þér vegnar vel ef þú vinnur
undirbúningsvinnuna þína.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér finnst vera togast á um þig og
þú átt í efiðleikum með að gera upp hug
þinn. Búðu þig undir að taka á móti þeim
tækifærum sem þér bjóðast.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að hafa það á hreinu að
enginn misskilji skilaboð þín því þá gætu
afleiðingarnar orðið skelfilegar. Stutt
ferðalag gæti gert kraftaverk.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það skiptir öllu máli að þú farir vel
af stað og náir forskoti á keppinauta þína.
Vertu opin/n fyrir því sem viðkomandi hef-
ur að segja.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Haltu fast utan um pyngjuna því ein-
hver nákominn þér er farinn að gerast
helst til þurftarfrekur. Hagnýt og góð at-
hugasemd frá þér væri góð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er rétti tíminn til þess að söðla
um, leggja af gamla siði og taka aðra og
heilsusamlegri upp í staðinn. Gefðu þér
góðan tíma til að sinna öllum verkum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft á allri þinni árvekni að halda,
þegar þú gengur til samninga í dag. Erfitt
er að rækta þessa eiginleika í dag svo
reyndu að segja sem minnst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það mætti halda að þú værir
sérstakur verndari erfiðs fólks, og það
sækir í þig. Reyndu ekki að stytta þér leið,
því þá verður árangur annar og minni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er líklegt að þú fáir góða
hugmynd varðandi fjárhaginn. Hættu að
gera lítið úr sjálfum þér; þú ert ekki verri
en hver annar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhverjar deilur koma upp á
vinnustað og þér finnst þú rangindum
beittur. Samræður við maka ganga ein-
staklega vel um þessar mundir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú finnur eflaust eitthvað til
þess að gefa fyrir góðan málstað í dag.
Ekki láta kúga þig til þess sem þú vilt
ekki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert næmur á líðan annarra og
veist hvað er viðeigandi að segja og hvað
ekki. Hvernig væri að halda boð fyrir vini
sem þú hefur ekki hitt nýlega?
Ég hafði ekki séð karlinn áLaugaveginum í nokkra daga.
Svo hringdi hann eftir hádegið í
gær og sagðist vera frammi í Eyja-
firði í Staðarbyggð; hann ætti ættir
sínar þangað að rekja og væri kom-
inn af Jóni Arasyni. „Það er mikil
fjallasýnin,“ sagði hann, „og skrítið
að mér skuli hugsað til kotsins á
holtinu hingað kominn“:
Gellur finnst mér gott að fá
og grjónavelling.
Hún er þrifleg þessi kerling!
Gaman er á góðum degi að ganga á
Strýtu.
Minnast heilags manns á Grýtu.
Gullnu sjali sveipar um sig Súlnatindur.
Það er sólskin og sunnanvindur.
Þessar afhendingar karlsins
kalla fram í hugann gamlar vísur.
Kerling er hæsta fjall á Norður-
landi en Blámannshatt ber hæst
austan Eyjafjarðar. Ég orti á vísna-
kvöldi í Eyjafirði:
Kerling reisir höfuð hátt mót sól,
hattinn tekur blámaðurinn ofan.
Í sumar brá hún sér í nýjan kjól
og sópar stássleg gamla fjallakofann.
Talið er að Jón Arason sé fæddur
á Grýtu, sem þótti kot eitt, rýrt og
nytjalítið, en er þó ekki lítil jörð.
Jón getur þessa kots í gamanvísu
sem hann orti ungur og lætur sem
svo að Munkaþverárábóti léti það
ekki falt þó í boði væru helstu höf-
uðból í Eyjafirði:
Ýtar buðu Grund við Grýtu,
Gnúpufell og Möðruvelli,
en ábótinn vil ekki láta
aðlaból nema fylgi Hólar.
Upp í hugann kemur einnig, að
einhverju sinni hittust þeir á götu
séra Matthías Jochumsson og Bald-
vin skáldi Jónatansson. Baldvin var
fyrri til og sagði:
Áðan duttu átján mýs
ofan af Súlnatindi.
Og séra Matthías svaraði að
bragði:
Pukraðu mér í Paradís.
Pétur minn, í skyndi.
Óli, bróðir Baldvins skálda, var
um skeið aldraður hjá Karli Krist-
jánssyni alþingismanni, meðan
hann bjó í Eyvík. Óli átti grænan
hatt með gati á. Hann þrábað Karl
að yrkja um sig vísu og gerði hann
það að lokum:
Hattinn græna hef ég minn,
hann er væna fatið.
En Loftur sprænir einatt inn
ofan um mænis-gatið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@mbl.is
Vísnahorn
Pukraðu með mér í Paradís
G
re
tt
ir
S
m
áf
ól
k
H
ró
lfu
r
hr
æ
ði
le
g
i
G
æ
sa
m
am
m
a
og
G
rí
m
u
r
F
er
di
n
an
d
SKRÍTIÐ
VARIÐ YKKUR
Á „VARIÐ
YKKUR Á
HUNDINUM”
SKILTINU
VARIÐ YKKUR
Á HUNDINUM
EN SLÆM
TÍMA-
SETNING!
EINHVERN DAGINN
VERÐA ÞESSI KVIKINDI
ÚTDAUÐ!!
AÐ VERA EKKI AÐ VERA
LITLA
RAUÐHÆRÐA
STELPAN ER
SVO SÆT
ÉG MYNDI GEFA HVAÐ SEM
ER TIL AÐ BORÐA NESTIÐ
MITT MEÐ HENNI
OJ BARA! ÓENDURGOLDIN ÁSTFER ALVEG MEÐ
BRAGÐLAUKANA
Víkverji hefur afskaplega gamanaf Andralandi, þætti Andra
Freys Viðarssonar á fimmtudags-
kvöldum á RÚV. Andri er svo
skemmtilega afslappaður og fundvís
á áhugavert efni. Að kvöldi skírdags
fylgdist Víkverji því spenntur með
þegar Andri brá sér í heimsókn í
hegningarhúsið á Skólavörðustíg.
Ekki spillti fyrir að Víkverji hefur
sjálfur komið í hegningarhúsið (sem
blaðamaður en ekki fangi) og kann-
ast því við aðstæður.
Andri leið um húsið í hægðum
sínum og skemmti Víkverja og öðr-
um sjónvarpsáhorfendum. Há-
punktur heimsóknarinnar var þó
þegar hann brá sér út í fangelsis-
garðinn ásamt einum fangavarð-
anna. Eftir að hafa flandrað um
stund í garðinum kom Andri auga á
ramp við tröppurnar út úr húsinu
og spurði hvort hann væri ætlaður
föngum í hjólastól. Hvort þeir væru
bara látnir gossa þar niður. Þá hló
Víkverji upphátt.
Fangavörðurinn klóraði sér í
höfðinu og svaraði því til að ramp-
urinn hefði ekki þann tilgang.
x x x
Táningssonur Víkverja var meðslæma hálsbólgu um páskana
og snemma vaknaði sá grunur að
hann væri kominn með streptó-
kokkasýkingu. Drengurinn var með
fótaferð og skellti sér því eitt kvöld-
ið sjálfur á læknavaktina til að fá
álit fagmanns. Það stóð heima,
streptókokkar voru það, heillin.
Þegar kom að því að borga lækn-
inum áttaði sonurinn sig á því sér til
skelfingar að hann hafði gleymt
veskinu heima. Hringdi í ofboði í
Víkverja sem gat lítið annað gert,
fyrst drengurinn var kortlaus, en að
leggja til að hann bæði lækninn að
senda sér bara reikning. Það reynd-
ist í góðu lagi.
Ekki var björninn þó unninn, son-
urinn átti eftir að sækja sýklalyfið
til að vinna á sýkingunni. Það gerði
hann í apóteki í sama húsi. Þegar
hann var kominn með lyfið í hendur
sagði hann fjallbrattur við af-
greiðslukonuna: „Þið sendið mér
svo bara reikninginn!“
Afgreiðslukonan starði hins vegar
bara opinmynnt á hann. „Við send-
um ekki reikninga!“
vikverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Hann stendur mér við
hlið til þess að veita mér lið og vernd.
(Daníel 11, 1.)
Umhverfisvænna
verður það ekki
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
raestivorur.is
Hreinlætispappír framleiddur úr
endurunnum mjólkurfernum (Tetra pack).
74% af drykkjarfernu er pappír – 22% plast – 4% ál.
Pappírinn er notaður í hreinlætispappír,
álið og plastið í t.d. penna ofl.
Græ
nn a
príl