SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 6
6 8. apríl 2012 Langur vegur er niður í næstu lið í úrvalsdeildinni, Arsenal og Tottenham Hotspur hafa 58 stig (átján stigum minna en United og 13 stigum minna en City) og Chelsea og Newcastle United 53 stig (leik Swansea og Newcastle var ekki lokið á föstudeg- inum langa þegar Sunnudagsmogginn fór í prent- un). Aðeins tvö af þessum liðum koma til með að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og því verður allt lagt í sölurnar í lokaumferðunum. Baráttan um meistaradeildarsæti hefur sett skemmtilegan svip á hinar stærri deildir álfunnar undanfarin ár og barið félög áfram enda þótt sjálfur meistaratitilinn sé úr augsýn. Á botninum er útlitið svart hjá Úlfunum en Wigan Athletic, Blackburn Rovers, QPR og Bolton Wande- rers eru einnig í bullandi fallhættu. Þrjú félög hafa borist á banaspjót á toppi b- deildarinnar í Englandi að undanförnu og eins og staðan er nú eru Southampton og Reading líkleg- ust til að fara beint upp. West Ham bíður líklega það hlutskipti að fara í umspil. Fimm félög berjast um hin umspilssætin þrjú, Birmingham, Blackpool, Brighton, Middlesbrough og Cardiff. Lundúnaliðin kljást um meistaradeildarsæti Verða Gareth Bale og Robin van Persie báðir í Meist- aradeild Evrópu á komandi leiktíð, annar þeirra eða jafnvel hvorugur? Það skýrist á næstu vikum. AP Chelsea þarf að þétta raðirnar ætli liðið sér að vera með í Meistaradeild- inni næsta vetur. Fernando Torres er alltént byrjaður að brosa og skora. AFP Synd væri að segja að óvænt staða værikomin upp í ensku úrvalsdeildinni íknattspyrnu. Nú þegar páskaleikirnir faraí hönd hefur gamall kunningi, Manchest- er United, komið sér makindalega fyrir á toppnum – og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Í allan vetur hefur „háværi nágranninn“, Man- chester City, farið mikinn og eftir að hann kjöldró Rauðu djöflana á þeirra eigin heimavelli fyrr í vet- ur, 6:1, héldu sumir að tími hins nýríka félags, sem lengi hefur bærst í skugga „stóra bróður“, væri loksins kominn. City hampaði Englandsbik- arnum síðast árið 1968. Jafnt og þétt hefur dregið af þeim heiðbláu á umliðnum vikum en þar til í síðustu umferð hafði City örlögin eigi að síður enn í hendi sér. Eftir óvænt jafntefli gegn endurlífguðu liði Sunderland, þar sem City skoraði í tvígang á lokamínútunum, er United hins vegar formlega komið með frum- kvæðið. Toppliðin eiga að vísu eftir að kljást inn- byrðis en þar sem fimm stigum munar nú á þeim nægir City ekki að vinna þann leik. United þarf að misstíga sig í fleiri leikjum. Ekki strembið prógramm Erfitt er að sjá það gerast, hinir sex leikirnir sem meistararnir eiga eftir eru gegn QPR (h), Wigan (ú), Aston Villa (h), Everton (h), Swansea (h) og Sunderland (ú). Þetta er ekki strembið prógramm, nema þá helst síðasti leikurinn. Mögulega verður bikarinn þá þegar kominn í hús. Við skulum held- ur ekki útiloka að Gylfi Sigurðsson komi til með að vilja sýna „tilvonandi félögum sínum“ hvar Davíð keypti ölið! Manchester United steinlá fyrir Newcastle United í fyrsta leik ársins 2012 en síðan hefur liðið fengið 31 af 33 stigum sem hafa verið í boði. Eina jafnteflið kom gegn Chelsea á Brúnni, þar sem þeir Fergusynir lentu 3:0 undir. Sumsé ígildi sigurs. Það er gömul saga og ný að United-liðið sé aldr- ei sterkara en á lokasprettinum og það ætlar að koma á daginn enn eitt árið. Leikmennirnir þekkja, flestir hverjir, toppbaráttuna eins og lóf- ann á sér meðan City-menn eru, þrátt fyrir alla sína hæfileika, nýgræðingar á því sviði. Það hefur sýnt sig í síðustu leikjum, pressan hefur náð í skottið á þeim – og rígheldur í það. Svona til að taka glímuskjálftann úr nýliðum eins og Ashley Young, Phil Jones og David de Gea kallaði Sir Alex Ferguson á Paul gamla Scholes, sem var hvort eð er með annan fótinn á æfinga- svæðinu. Við það rann fyrrgreint æði á liðið. Hvort það hefur endilega eitthvað með Scholes að gera er önnur saga en ljóst má vera að gamli maðurinn hefur örugglega ekki skemmt fyrir. Oft hafa línur í ensku knattspyrnunni skýrst yf- ir páskana og úr því sem komið er þarf City nær örugglega að vinna alla leiki sína sjö. Það verkefni hefst á Emirates-leikvanginum í Lundúnum á páskadag, þar sem Arsenal tekur á móti þeim heiðbláu. Lúti City í gras þar og vinni United QPR í dag, laugardag, er óhætt að fullyrða að glímunni sé lokið með klofbragði. Það hefur Roberto Manc- ini, knattspyrnustjóri City, sjálfur viðurkennt. Þá yrði munurinn orðinn átta stig. Gyrði City sig á hinn bóginn í brók og vinni Ars- enal gæti það orðið upphafið að æsilegum enda- spretti í ensku úrvalsdeildinni Þeir vinna sem kunna Manchester United með pálm- ann í höndunum í Englandi Ryan Giggs getur orðið Englandsmeistari í þrettánda sinn á þessu vori. Reuters Allt í upplausn? Mario Balotelli og Vincent Kompany deila í leik City gegn Sunderland um síðustu helgi. AFP Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Manchester United hefur nú 76 stig á toppi úrvalsdeild- arinnar. 21 stig er ennþá í pottinum, þannig að liðið gæti mest náð 97 stigum. Það yrði nýtt stigamet í Englandi en Chelsea á það frá árinu 2005, 95 stig. United hefur mest fengið 92 stig, 1993- 94, en þá voru leikirnir 42 en ekki 38 eins og nú. Fellur stigametið?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.