SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Side 10
07.00 Vakna við vekj-
araklukkuna. Fyrsta hugsun
dagsins eins og ég eigi að vera
að gera eitthvað en átta mig
svo á að RFF lauk í gær og að
ég á afmæli í dag.
8.00 Fæ mér einn kaffi-
bolla, næ í planbókina og
renni yfir hvað dagurinn ber í
skauti sér. Er svo þakklát fyr-
ir allan þann stuðning sem
bæði styrktaraðilar og ein-
staklingar hafa sýnt Reykjavík
Fashion Festival (RFF) enda
hefði hátíðin án þeirra aldrei
orðið að veruleika. Horfi út og
sé að sólin er komin og það
gerir sjálfkrafa daginn dásam-
legan.
9.00 Halli Hansen snill-
ingur hringir í mig til að láta
mig vita að næstsíðasti blaða-
mannahópurinn sé kominn
upp í rútu á leið í Bláa lónið
og fari síðan beint út á völl.
Það er mikil gleði að heyra
það að hátíðin hafi almennt
gengið vel og að blaðamenn
og erlendir gestir hlakki til að
koma að ári liðnu. Það er gott
að öll þessi vinna sem hið frá-
bæra RFF-teymi hefur fært
fram síðustu vikur og mánuði
sé að skila sér.
10.00 Naiara sem hefur
staðið sig eins og hetja með
30 + erlenda blaðamenn síð-
ustu fjóra daga, hringir til að
láta vita að bandarískir blaða-
menn vilji ólmir fara að heim-
sækja stúdíóið hjá Ellu og taka
viðtal enda sýningin hennar
tilkomumikil síðasta laug-
ardag.
11.00 Heyri í Eddu Guð-
mundsdóttur stílista, en hún
og Erez Sagbag ljósmyndari
eru að gera 10 blaðsíðna
myndaþátt um RFF-hönn-
uðina fyrir Big Magazine:
Birna, Ella, Kormákur &
Skjöldur, Kron by KronKron,
Ziska, Kalda, Hildur Yeoman,
Milla Snorrason, Rey, Ýr og
Mundi.
13.00 Keyri Salman
Khohkar út á flugvöll. Ég vil
nýta tímann og taka stöðufund
með honum varðandi RFF.
Salman er ánægður með hátíð-
ina, sterkar sýningar, miklir
hæfileikar.
15.00 Heyri í Sirry Sæ-
mundsdóttur, verkefnastjóra
sviðmyndar RFF. Tek stöðuna
á því hvenær við eigum að fara
upp í Ístex en þökk sé þeirra
stuðningi þá var hægt að
hanna og útbúa sviðsmynd úr
íslenskri ull sem vakti mikla
athygli og gaf tóninn fyrir
seinni dag RFF í Hörpunni.
17.00 Leggjum af stað út
úr bænum: Ég, betri helming-
urinn minn Gunni Palli, Sirry
Sæmundsdóttir og Sora Golob,
amerísk vinkona mín sem er í
heimsókn, sem einnig hefur
unnið hörðum höndum að
skipulagi RFF; einhvern veg-
inn hefur mér tekist að fá alla
í mínu nánasta umhverfi með
einum eða öðru hætti til að
leggja RFF lið! Sólin skín
ennþá, við á leið okkar til
Stokkseyrar, mikið er Ísland
fallegt.
18.00 - 22.00 Yndisleg
stund með frábærum ein-
staklingum, gæðum okkur á
dásamlegri humarsúpu og
humri í fjöruborðinu.
Skemmtilegar samræður um
lífið og tilveruna, mikið er
gaman að vera til.
23.00 Rennum heim í
hlað.
Dagur í lífi Þóreyjar Evu Einarsdóttur
Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri
Reykjavík Fashion Festival (RFF), sem fram
fór í Hörpu um síðustu helgi og hefur því
haft í nógu að snúast að undanförnu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afmæli eftir tískuhátíð
Ellefu hönnuðir tóku þátt í RFF. Þetta er hönnun Hildar Yeoman.
Morgunblaðið/Eggert
10 8. apríl 2012
Síðumúla 11,
108 Reykjavík,
sími 568 6899,
vfs@vfs.is
www.vfs.is
Nýjar vélar frá TTMC
komnar í hús
Borvél gírdrifin
Tilboðsverð 398.900
Borvél gírdrifin
Tilboðsverð 518.000
Bandsög
Tilboðsverð 858.000
Bandsög
Vökvastýrð niðurfærsla
Tilboðsverð 339.770
Röravals
Tilboðsverð 523.500
Band-
slípivélar
3 Kw
Verð frá 135.135
Bandsög
Vökvastýrð niðurfærsla
Tilboðsverð 171.600