SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Side 20
20 8. apríl 2012
Séra Sigurður Árni Þórðarson:
– Hvers vegna býður þú þig
fram til biskupsþjónustu?
Ég býð mig fram vegna þess að
margt kirkjunnar fólk hefur
hvatt mig til að gefa kost á mér
til þessa embættis. Rök þeirra
eru, að ég hafi reynslu og getu til
að vera í foystusveit kirkjunnar á
breytingaskeiði. Ég hef helgað líf
mitt Jesú Kristi og vil þjóna
kirkju hans og ekki bregðast
kalli.
Ég lauk doktorsprófi frá Van-
derbilt-háskóla árið 1989 og
skrifaði doktorsritgerð um ís-
lenska trúarhefð og trúarmenn-
ingu. Ég hef verið prestur í söfn-
uðum á landsbyggðinni og í
höfuðborginni, hef leitt þróun-
ar- og fræðslustarf þjóðkirkj-
unnar í Skálholti og á Bisk-
upsstofu og hef síðustu ár verið
kirkjuþingsmaður og er vara-
maður í kirkjuráði. Ég tel, að
störf mín og menntun séu góður
undirbúningur fyrir starf bisk-
ups, sem þarf að fylgja stórum og
mikilvægum verkefnum eftir og
í góðu samstarfi við kirkjuþing,
presta, djákna og leikmenn um
allt land.
Þjónar fyrst og fremst Guði
– Rætt er um biskupsþjónustu,
en hverjum eða hverju á biskup
að þjóna fyrst og fremst?
Biskup þjónar fyrst og fremst
Guði, en líka þar með mönnum,
kirkju og söfnuðum landsins.
Meðal hefðbundinna hlutverka
biskups er að sinna tilsjón með
söfnuðunum. Hún felst í því, að
gæta þess að í kirkjum landsins
sé boðuð trú til lífs og góðir
kirkjusiðir iðkaðir. Tilsjónin hef-
ur bæði hagnýta og fræðilega
vídd. Til að geta sinnt þessu
hlutverki þarf biskup að standa
föstum fótum í guðfræði þjóð-
kirkjunnar og hafa náð þroska í
trúarlífi og persónu.
Ég hef sett þrjú mál á oddinn,
sem mín fyrstu verkefni á bisk-
upsstóli og þau eru dæmi um
störf biskups: 1) Að kalla barna-
fræðara kirkjunnar til átaks í
þágu barna og barnafjölskyldna.
Börnin eru dýrmæti og framtíð
þjóðarinnar og kirkjunnar. 2) Að
hefja virkt samtal og samfylgd
með prestum, djáknum og sjálf-
boðaliðum í þjóðkirkjunni. Í
starfsfólki kirkjunnar er mann-
auður. Biskupinn á að fylgjast
með, uppörva og leiðbeina,
samgleðjast þegar vel gengur og
benda á það, sem betur má fara.
Við þurfum að breyta sinnuleysi
og kulda í athygli og umhyggju
því glatt fólk þjónar vel. 3) Að
berjast fyrir leiðréttingu á trú-
félagsgjöldum, en skerðing á
þeim hefur þrengt mjög að
kirkjustarfi um allt land.
Það er mikilvægara en nokkru
sinni fyrr, að kirkjan sé virk og
lífgefandi í þeim erfiðleikum,
sem eru þaulsætnir í íslensku
samfélagi. Boðskapur hennar og
starf á að koma til móts við þarfir
fólks. Öflugt starf í söfnuðum
þjóðkirkjunnar um allt land mun
bæta lífshag þjóðarinnar.
– Hvaða gildi hefur Biblían
fyrir kirkju og kristni nú-
tímans? Er hún heilög ritning?
Eiga orð hennar að ráða því
hvað er leyft eða bannað og
hvernig kirkjan kennir í dag?
Biblían skiptir kirkjuna höf-
uðmáli. Það er sístætt verkefni
þjóðkirkjunnar að miðla kenn-
ingunni og boðskap Biblíunnar
inn í samfélagið. Nú er ekki síður
brýnt en áður, að leita til þeirrar
leiðsagnar, sem við finnum í
Biblíunni og byggja á siðferðileg-
um gildum og áherslum hennar
um náungakærleik og ráðs-
mennsku.
Ein leið til að lesa Biblíuna er
bókstafshyggja. Hún hefur lítinn
áhuga á túlkun og táknrænum
boðskap og leitar fremur að
óskeikulli leiðsögn. Bókstafstrú
hefur lítið umburðarlyndi gagn-
vart því, að samfélag og gildi hafi
breyst og sér í siðfræði fornaldar
boð um líferni og skyldur krist-
ins manns í nútíma. Lúthersk
kirkja fer aðra leið og hefur lagt
áherslu á, að Biblían skuli lesin
út frá persónu og lausnarverki
Jesú Krists og boðskapur hennar
túlkaður í ljósi reynslu mann-
eskjunnar. Þannig þjónar Guðs
orð velferð og frelsi manneskj-
unnar og líka hvernig við um-
göngumst hvert annað og förum
Biskup þarf
að bera elsku
í hjarta sínu
„Ég tel, að störf mín og menntun séu góður undirbúningur
fyrir starf biskups,“ segir sr. Sigurður Árni Þórðarson.
Er kominn tími á að
endurnýja innihurðina?
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá
Grauthoff. Þær eru yfirfelldar með sam-
lokukörmum sem auka hljóðeinangrun og
brunavörn.
Margar útfærslur eru fáanlegar í öllum
viðartegundum.
Sjón er sögu ríkari.
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is