SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Blaðsíða 23
8. apríl 2012 23 Grikkir, Ítalir, Írar, Spánverjar og Portúgalar hafa verið svo vinsamlegir að útskýra fyrir umheim- inum upp á síðkastið. Merkilegur samanburður Árið 2001 var í töflu gerður „efnahagslegur sam- anburður“ á Íslandi annars vegar og ESB hins veg- ar á áratugnum á undan. Frá árinu 1991-2000. Bréfritara þykir þessi samanburður eftirtektar- verður af ýmsum ástæðum. Samanburðurinn er annars vegar í prósentum eða sýndur sem hlutfall af VLF sem skýrir sig sjálft. Ísland ESB Hagvöxtur 1991-2000 2,5 2,4 Verðbólga 1991-2000 3,2 3,0 Atvinnuleysi 1996-2000 2,9 9,6 Atvinnuþátttaka 1999 77,5 69,3 Opinber jöfnuður 1999 2,2 0,7 Þjóðh.legur sparnaður 1998 17,9 21,1 Þessi samanburður er fjarri því að vera Íslandi óhagstæður eins og tölurnar bera með sér. Kannski gætu menn sagt sem svo að þessi ágæta útkoma hafi ekkert með krónuna að gera sem gjaldmiðil. Hér hafi mestu ráðið hvernig landinu var stjórnað á þessum tíma. Hvað sem um það er að segja, þá komast menn ekki hjá því að sjá að þannig var hægt að halda á málum, þótt heima- gjaldmiðillinn væri notaður. Og það er ennþá hægt. Rétt er að taka fram, svo tortryggnir þurfi ekki að leita, að tafla þessi er tekin upp úr grein eftir Má Guðmundsson, sem birtist í riti Samfylking- arinnar, Ísland í Evrópu, sem ritstýrt var af hinum góðkunna fræðimanni Eiríki Bergmann. Höfundar bókarinnar voru auk ritstjórans Árni Páll Árnason, Baldur Þórhallsson, Valgerður Bjarnadóttir, Ágúst Ágústsson, Katrín Júlíusdóttir, Már Guðmunds- son, Halldór S. Guðmundsson, Ingileif Ástvalds- dóttir, Ásta Erlingsdóttir, Gestur Guðmundsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir. Samfylkingunni hefur ekki þótt ástæða til að leita langt út fyrir sinn þrengsta hring til að fá greiningu „á samningsmarkmiðum Íslands við hugsanlega aðildarumsókn að ESB“. Og þá er komið að því atriði sem vikið var að fyrr í bréfinu. Ítrekað er sagt frá því að vænta megi greinargerðar Seðlabanka Íslands, sem skipta muni miklu máli fyrir umræðu um gjaldmiðils- málin. En þá verða menn að átta sig á, að seðla- bankastjórinn núverandi hefur þegar tekið þátt í því, með þrengsta hring úr Samfylkingunni, að undirbúa áróðurslegan málatilbúnað þess flokks í ESB-málum. Skýrslur bankans og sjónarmið hljóta því að verða skoðuð í því ljósi. Morgunblaðið/Eggert Hrafn svífur yfir Esjunni. Alltaf er það nú jafn upplífgandi og sálarhressandi þegar lesendur blaðsins gefa sér tíma tilað senda línu og láta vita ef þeir eru ánægðir með það sem þar er skrifað. Nýlega barst mérpóstur frá manni nokkrum sem hafði einmitt gefið sér þennan tíma til að láta mig vitahvað hann væri ánægður með skrif mín í Sunnudagsmoggann en þar átti hann við fastan pistil sem ég er með hér í blaðinu annan hvern sunnudag og kallast Stigið í vænginn. Ekki þarf að fjöl- yrða um það að sendingin góða frá þessum manni bjargaði deginum hjá mér, gleðistuðullinn hækkaði um þó nokkur stig og entist út daginn. Það er bara ferlega gaman að fá hrós frá einhverjum sem greini- lega er mark á takandi. Sérstaklega í ljósi þess að þegar ég fór af stað með þessa pistla, sem fjalla á op- inskáan hátt um kynlíf og samskipti kynjanna, risu sumir lesendur upp á afturlappirnar og fussuðu og sveiuðu, sögðu að þetta væri alls ekki Morgunblaðinu sæmandi. Og supu þó nokkrar hveljur. Ein- hverjir hysterískir hótuðu að segja upp áskriftinni ef ekki væri tekið fyrir ósómann. Þetta sagði ég manninum sem sendi mér bréfið og hann hafði eftirfarandi um málið að segja, og tel ég hann hafa nokkuð til síns máls: „Ég gæti trúað að meira að segja hysteríska fólkinu úti í bæ (sem er e.t.v. 1,5% af lesendum) þyki meira til um skrif þín en það þorir að viðurkenna.“ Vert er að taka fram að fjölmargir hafa brugðist hinir kátustu við pistlum mínum, bæði karlar og konur, og hrósað mér í bak og fyrir og sagt það sannarlega hafa verið tímabært að Morgunblaðið yrði frjálslegt í þessum efnum. En það er einmitt tilgangur þessara pistla; að skemmta fólki og gleðja, og þeir sem ekki hafa húmor fyrir efninu ættu barasta að sleppa því að lesa. Ég fékk góðfúslegt leyfi hjá bréfsendanda mínum til að birta skrif hans og vona sannarlega að teprur þessa lands verði einhvers vísari: „Sem lesandi Morgunblaðsins vil ég einfaldlega þakka þér fyrir teprulausa, vandaða, hugrakka og „grensuteygjandi“ pistla þína í Sunnudagsmogganum. Ég tel að það sé mjög til góðs að skrifa um kyn- líf á þann hátt sem þú gerir, þ.e. af hreinskilni, virðingu, gleði og „tabú“-laust, því ég er þeirrar skoð- unar að það sé nánast aldrei hvað maður gerir heldur hvernig maður gerir það. Líka þegar maður tjáir sig um kynlíf. Og mér þykir þér takast það afar vel. Ekki síst þar sem umfjöllun um kynlíf snýst oftast í fjölmiðlum um kynferðisofbeldi en ekki hinar heilbrigðari og skemmtilegri hliðar kynlífs, sem fjölda- margar rannsóknir hafa sýnt að er einmitt: heilbrigt. Og hollt. Því jafnfalið og „prívat“ og kynlíf e.t.v. er – ekki síst vegna þess að það er einkamál og e.t.v. viðkvæmt umræðuefni – þá er það líka auðvitað í raun mjög stór hluti af lífi hverrar einustu manneskju og þess vegna gríðarlega áhugavert svið til þess að skilja manninn, þ.e. manneskjuna. Og á líka e.t.v. mjög stóran þátt í því að valda óþörfum rang- hugmyndum, fordómum og vanlíðan, oft og tíðum að óþörfu. Ég tel þess vegna að heilbrigð, opin og afslöppuð umræða um kynlíf geti verið mjög mannbætandi og þess vegna þjóðfélagsbætandi. Semsagt: Takk fyrir vandaða og flotta pistla.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Kynlífsumræða er þjóðfélagsbætandi Rabb „Þeir eru ekki latir, en þeir vinna ekki að óþörfu.“ Magnús Norðdahl, forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail, um Norðmenn. „Það væri ömurlegt ef við værum með hugbúnað sem enginn vildi stela.“ Magnús Norðdahl „Ef þetta stendur og við verðum af þess- um 3.500 tonnum þá er þetta bara rothögg fyrir okkur.“ Sigurður Jörgen Óskarsson, yfirverkstjóri í fiskvinnslu Samherja á Dalvík, um ákvörðun DFFU að hætta tímabundið öllum viðskiptum hérlendis. „Bara ágætt. Fínt. Gaman.“ Ólafur Stefánsson spurður hvernig sé að koma aftur í landsliðið. „Til eru ýmsar spaugilegar sögur um til dæmis nær- fatnað þar sem á botninum stóð Pillsbury’s Best eða 50 lbs.“ Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Páskasýningin er tileinkuð hveitipokum og nýtingu þeirra. „Það er þörf fyrir nýjan tón í samfélag- inu.“ Þóra Arnórsdóttir sem bauð sig fram til forseta. „Hvað er eðlilegra en að eignast barn? “ Þóra á von á sér 8. maí en forseti verður kosinn 30. júní. „Ég kippi mér nú ekkert upp við það þótt hvíni í Binna og legg til að við tökum öll páskana, öndum rólega og sjáum til.“ Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- ráðherra. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að þjóðnýta ætti útgerðina með auknum álögum. „En þótt Sig- urður væri framsókn- armaður hugsaði hann um gæði framleiðslunnar og hag neytenda.“ Um Sigurð Guðbrandsson, fv. mjólk- urbússtjóra í Borgarnesi, í dálkinum Merkir Íslendingar í Morgunblaðinu. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.