SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Side 27
8. apríl 2012 27
Í Thule, sem er nyrsta byggð í heimi, fer frostiðniður í 58 gráður yfir háveturinn. Nú er voriðhins vegar í nánd en frá miðjum maí og fram ímiðjan ágúst fer sólin aldrei undir sjóndeild-
arhring. Þá hýrnar yfir veiðimönnunum Tóbíasi Ala-
taq og Mamarut Kristiansen sem beita hundum sínum
fyrir sleðana og leggja út á ísinn til að veiða rostunga,
seli og náhvali (sjá mynd á opnunni hér að framan).
Fara þarf að öllu með gát enda þynnist ísinn með
hverju árinu sem líður vegna hlýnunar jarðar. Sú
staðreynd ógnar veiðimannasamfélaginu í þessari 600
manna byggð eins og í öðrum byggðum inúíta. Heim-
ildir eru fyrir því að fyrstu inúítarnir hafi komið til
Grænlands fyrir 4.500 árum.
98% ef flatarmálinu þakin jökulís
Suðurskautslandið er um það bil 14 milljón ferkíló-
metrar og er því fimmta stærsta heimsálfan að flat-
armáli á eftir Asíu, Afríku, Norður-Ameríku og Suð-
ur-Ameríku. 98% ef flatarmáli Suðurskautslandsins
eru þakin jökulís, sem er að meðaltali 1,6 kílómetra
þykkur.
Að meðaltali er Suðurskautslandið kaldasta, þurr-
asta og vindasamasta heimsálfan og hefur hæstu hæð
að meðaltali yfir sjávarmáli af öllum heimsálfum. Þar
sem lítil úrkoma er nema við strendurnar er miðbik
álfunnar tæknilega séð stærsta eyðimörk í heimi. Á
Suðurskautslandinu eiga engir menn varanleg heimili
og þar eru engin ummerki um núverandi eða for-
sögulegar byggðir innfæddra manna. Aðeins plöntur
og dýr sem þola kulda vel lifa þar, til dæmis mörgæs-
ir, nokkrar tegundir hreifadýra, mosar, fléttur og
margar tegundir af þörungum.
Á suðurskautinu eru allar skepnur friðaðar. Það
breytir þó ekki því að lífsbarátta dýranna er hörð
enda gerir verstu veður sem um getur þar um slóðir,
frost getur farið allt niður í 88 gráður. Þá reynir á
samstöðu mörgæsanna en auk kuldans sitja hlébarða-
selir gjarnan um þær en þeim þykir mörgæsir ljúfar
undir tönn.
Á myndinni hér til hliðar getur að líta Adélie-
mörgæsir slá á létta strengi með Weddell-sel á
ströndinni en sú tegund sela er ekki sólgin í mörgæs-
ir. Um fimm milljónir Adélie-mörgæsa eru á suð-
urskautinu og skipta þær sér niður á 38 svæði.
Á myndinni hér að ofan má síðan sjá ísjaka sem
brotnað hafa frá suðurskautshellunni og fljóta um í
hafinu. Þeir minna um margt á borgir sökum stærðar
sinnar. Það eru engar skýjaborgir!
orri@mbl.is
Svalaskjól
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187