SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Síða 33

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Síða 33
8. apríl 2012 33 flytja þurfti inn þröngar vakir í ísilögðum fjörðum og þaðan svo áfram á hestum að jökulbreiðunni. Eftir vel heppnaða reynsluferð með hestana á Vatnajökli, var lagt upp frá Ak- ureyri í júlí 1912 og ætluðu þeir félagar sér að komast til Dronning Louiseslands um haustið, alla vega að ísröndinni, þetta yrði þó háð veðri og færð. Hér skyldu þeir hafa vetursetu, gera mælingar og setja upp forðabúr. Strax og skammdegið var liðið hjá, var ætlunin að leggja á jökulinn þar sem hann er breiðastur, rannsaka hann vísindalega og komast að vest- urströndinni um sumarið, alls ca. 1200 km leið. Þeim tókst þetta, fóru ferðina, reistu flekahúsið „Borg“ á ísnum við jökulröndina, höfðu þar vetursetu og gerðu mælingar. Svo lögðu þeir á jökulinn eins og áætlað var og komust til Up- ernivíkur á vesturströndinni í júlí 1913, eftir að hafa lent í miklum ógöngum og lífsháska. Það reyndi á margt og erfiðleikarnir sem þeir þurftu að takast á við voru ým- islegir. Sumarið 1912 var veðrið óvenju slæmt. Hestarnir struku hvenær sem færi gafst og refir og birnir sóttu í fóðrið. Þeir félagar gátu með naumindum forðað sér undan jökulhlaupi. Um veturinn gerði ofsaveður. Þegar frostið náði allt að 50 stigum varð að gera mælingarnar inni í húsinu, bora í gegnum stofugólfið og ís- inn. Koch féll í jökulsprungu, lenti á syllu og mátti bíða þar fótbrotinn í 1 ½ klst. áð- ur en hann náðist upp og gert var að sár- um hans. Í fallinu missti Koch þeólítann, mikilvægasta mælingatæki þeirra, en Vigfúsi sem var mjög hagur, tókst að smíða svokallaðan Jacobsstaf sem að mestu kom að sömu notum. Snjóblinda hrjáði þá stöðugt á jöklinum. Þegar á leið urðu bæði menn og dýr svo þrekuð að hugsunin um að geta bjargað einhverjum hestanna var útilokuð. Það voru þeim því þung spor þegar þessir tryggu félagar þeirra voru aflífaðir. Að lokum hlaut Glói, hundurinn góði, sömu örlög, en hann varð þeirra lífgjöf þar sem þeir neyddust til að leggja hann sér til munns. Bók J.P. Kochs Um auðnina hvítu (Gennem den hvide Ørken) kom út í Kaupmannahöfn þegar árið 1913. Þar lýsir hann leiðangrinum á alþýðumáli og byggir á dagbókum sínum. Hið endanlega vísindarit kom ekki út fyrr en 1919 í Berl- ín og sá Wegener um útgáfuna, þar sem Koch var orðinn alvarlega veikur (hann lést 1928). Ástæðan fyrir þessu tiltölulega langa hléi var líklega meðal annars sú að báðir gegndu herþjónustu í heimsstyrj- öldinni fyrri. Wegener særðist og var sendur heim og gaf þá út sína umdeildu, en síðar meir viðurkenndu ritgerð um landrekskenninguna, Myndun meg- inlanda og úthafa. Vigfús hélt líka nákvæmar dagbækur og á þeim byggist bók hans Um þvert Grænland, gefin út í Reykjavík 1948. Í innganginum segir hann að auki frá kaupum á góðum norðlenskum hestum til fararinnar og reynsluferðinni á Vatna- jökli. Það sem er sameiginlegt báðum þess- um bókum er að þar má lesa áhrifamiklar lýsingar á staðháttum og stórbrotinni náttúru Grænlands auk frásagna um góð- an félagsskap, samheldni og samvinnu hvað sem á bjátaði. Hið alkunna skamm- degisþunglyndi virðist ekki hafa látið á sér kræla né heldur ósamkomulag eða deilur. Strangar fyrirskipanir voru óþarf- ar, verkefnin voru rædd og síðan fram- kvæmd. Hjá þeim báðum vaknar spurn- ingin þegar mest á reynir um tilgang alls þessa. Koch skrifar að enda þótt þeir fjór- menningar væru mjög ólíkir hvað snerti þjóðerni, uppeldi, menntun og áhugamál þá voru þeir engu að síður líkir að eðl- isfari og í viðhorfum sínum til lífsins og því myndaðist með þeim traust vinátta sem hjálpaði þeim að ná settu marki. Leiðangur eins og þessi er vissulega áhættusamur. En hvað er það sem hvetur menn til þátttöku? J.P. Koch skrifar í for- mála sínum: „Heimskautafari er framar öllu ævintýramaður og verður að vera það, annars dugar hann ekki. En það er ekkert því til fyrirstöðu að hann geti ver- ið bæði athugull og skynsamur maður og góður þegn.“ Hið síðastnefnda átti alla- vega við um Vigfús Sigurðsson, það vit- um við sem þekktum hann. Jafn veiga- mikil og ævintýraþráin var líklega sú staðreynd að Vigfús átti konu og fjögur lítil börn. Þeirra tíma möguleikar á að framfleyta fjölskyldu voru takmarkaðir. Þegar við bættist svo útþráin sem er svo sterk í eðli Íslendingsins, þá er þetta lík- lega skýring að vissu marki. Í bók sinni Um auðnina hvítu segir J. P. Koch þetta um valið á íslenskum hestum og um Vigfús sem persónu: „Trú okkar á að íslenskir hestar réðu við hinar erf- iðustu aðstæður á Grænlandi reyndist rétt. Það er hrein undantekning og bara eftir margra ára þjálfun, að okkur lærist að stjórna grænlenskum hundasleðum að hætti eskimóa. Á sama hátt getur bara Ís- lendingur stjórnað íslenskum hesti. Það var þess vegna mikilvægt að hafa íslensk- an leiðsögumann með í förinni. Vigfús, íslenski bóndinn, var svo að segja fæddur og uppalinn á hestbaki. Á póstferðum sínum um Norðurland kynntist hann ná- ið hinum erfiðu og oft hættulegu vetr- arferðum um snæviþakið íslenskt há- lendi. Hann var hagur og eins og allir íslenskir bændur vanur því að verða sjálf- ur að smíða og gera við. Hann var lærður trésmiður og þekkti auk þess sérlega vel inn á vélbáta, eiginleikar sem komu að mjög góðum notum og björguðu okkur úr margs konar erfiðleikum. Hann var glað- lyndur að eðlisfari, bjartsýnn og hjálp- samur og vann þannig hug okkar allra. Hann talaði dönsku reiprennandi og var vel að sér í dönskum bókmenntum. Í fé- lagsskap þeirra Larsens og Vigfúsar ætti okkur Wegener að farnast vel.“ Dvölin á Grænlandi 1912-13 víkkaði án efa sjóndeildarhring Vigfúsar og kom honum í kynni við annan hugsunarhátt og menningu. Eftir heimkomuna voru þeir félagar sæmdir heiðursmerki dönsku ríkis- stjórnarinnar fyrir afrekið. Heimildir Vigfús Sigurðsson: Um þvert Grænland, Reykjavík 1948 J. P. Koch: Gennem den hvide ørken, København 1913 Polarprofiler, Dansk Polarcenters særnummer, København 1994. Þátttakendurnir J.P. Koch, Lars Larsen, Vigfús Sigurðsson og Alfred Wegener á Akureyri 1912. Skonnortan Godthaab á ísnum. Landsýn! Jöklarannsóknir höfðu fram að þessu svo að segja án undantekninga átt sér stað í Ölpunum. Þankar og hug- leiðingar um eðli íssins, grundvall- aðar á slíkum rannsóknum, álitu menn vera í litlu samræmi við að- stæðurnar í heimskautslöndunum. Einkum í Ölpunum Vigfús Sigurðsson fæddist 16. júlí 1875 að Gilsbakka í Axarfirði og var næstelstur átta systkina. Hann kynntist strax á ungum aldri íslenskri náttúru og veðurfari eins og það getur orðið hvað verst og hvað bjóða má ís- lenskum hestum. Vigfús var lærður trésmiður og vann við smíðar í Reykjavík eftir heimkomuna frá Græn- landi. Hann fékk vitavarðarstöðuna á Reykjanesi 1915 og mun það hafa verið fyrir atbeina J. P. Kochs, leið- angursstjórans. Vigfús var kvæntur og fjögurra barna faðir þegar hann fór til Græn- lands; þegar fjölskyldan flutti frá Reykjanesi til Reykjavíkur árið 1925, voru börnin orðin átta. Vigfús fór í annað sinn til Græn- lands með íslenskum leiðangri 1929 og í þriðja sinn 1930 undir leiðsögn dr. Alfreds Wegeners. I þeirri ferð fórst Wegener. Vigús var seinni hluta æfinnar til heimilis hjá elsta syni sín- um Tómasi og fjölskyldu hans. Hann lést 1950. Kynntist ungur náttúrunni

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.