Morgunblaðið - 05.05.2012, Side 1
L A U G A R D A G U R 5. M A Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 105. tölublað 100. árgangur
PÖRUPILTAR
BÍÐA EFTIR
GODOT
MARGT
BÝR
Í SANDINUM
POSTULÍN
FYRIR
SKILNINGARVITIN
SUNNUDAGSMOGGINN KAHLA 10KVENFÉLAGIÐ GARPUR 48
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ómar Smári Ármannsson, sem þekkir
afar vel til náttúru og minja á Reykja-
nesskaga telur að borteigar vegna
jarðvarmavirkjana séu hafðir óþarf-
lega stórir, sé viljinn fyrir hendi muni
minni teigar duga. Hann tekur fram
að hann sé ekki andvígur því að auð-
lindirnar séu nýttar. Vinnubrögðin við
borholur við Trölladyngju og víðar
séu á hinn bóginn þannig að þau hljóti
að draga úr stuðningi við virkjanir.
„Hér sjá menn bara eyðileggingu og
hugsa: Verður þetta allt svona?“
Borteigarnir sem Morgunblaðið
skoðaði með Ómari voru frá því að
vera ríflega 3.000 fermetrar upp í ríf-
lega 6.000. Fyrirhugað er að leggja
fimm nýja borteiga við Eldvörp, gíga-
röð við Grindavík, og verða þeir 3.500-
7.500 fermetrar að stærð.
Ómar telur að með því að hafa
vinnuskúra, pípur, varahluti, rafstöðv-
ar og fleira fjarri borstæðinu sé hægt
að komast af með mun minni borteiga.
Ásbjörn Blöndal, forstöðumaður
þróunarsviðs HS Orku, segir að við
Eldvörp standi til að fara eins varlega
og framast sé unnt. Allt kapp hafi ver-
ið lagt á að hafa borteigana eins litla
og hægt sé en það sé verktakinn, fyr-
irtækið sem borar, sem ákvarði stærð
þeirra. Til standi að beita skáborun og
bora í um 1.000-1.200 metra frá teig-
unum sem sé það mesta sem hægt sé
að gera í jarðlögum sem þessum.
»14-15
„Verður þetta allt svona?“
Borteigar vegna jarðvarmavirkjana verði minnkaðir
Fyrirhugað er að leggja fimm nýja borteiga við Eldvörp
Morgunblaðið/Kristinn
Hola Ómar Smári við borholu við Trölladyngju. Teigurinn er yfir 3.000 m².
„Nota það í keppnisferðir,“ svaraði dansarinn Sara Lind þegar hún var
spurð að því eftir sigur í Hæfileikakeppni Íslands hvað hún myndi gera við
milljónina. „Annaðhvort keppnisferð eða heitan pott,“ sagði dansfélaginn,
Elvar Kristinn. Þau eru tíu ára og sigruðu á úrslitakvöldinu sem fram fór í
Gamla bíói í gærkvöldi, í beinni útsendingu á Skjá einum. Í keppninni var
valið úr 600 myndböndum sem send voru á mbl.is.
Verðlaunaféð fer í keppnisferðir eða heitan pott
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Tilskipun Evrópusambandsins um
jafnræði neytenda mun leiða til
þess að ekki verður leyfilegt að
veita meiri afslátt en 13% á
veggjaldi á Íslandi. Að sögn fram-
kvæmdastjóra Spalar ehf. sem sér
um rekstur Hvalfjarðarganga mun
fyrirtækið líklega hefja verðbreyt-
ingar innan tíðar. Í lok þeirra munu
afsláttarkjör sem hingað til hafa
verið allt að 72% verða 13% að há-
marki. Enn á eftir að hefja verð-
breytingar í 1. verðflokki sem á við
um bifreiðar undir 6 metrum sem í
flestum tilfellum eru fólksbílar eða
jeppar. 93,5% af allri umferð um
göngin tilheyra 1. verðflokki. Þar af
ferðast 55,7% á mesta afslætti. Í
áætlunum Spalar ehf. er gert ráð
fyrir verðlækkun á stakri ferð en
verðhækkun á ferðum á afsláttar-
kjörum.
Skv. grófum útreikningum mun
verð á ferðum með afsláttarkjörum
hækka úr 283 krónum í 480 krónur
sem er um 70% hækkun. Verðlækk-
un á stakri ferð fer úr 1.000 krónum
í um 550 k., sem er 45% lækkun.
MMiklar verðbreytingar »24
Breytt gjöld í göngin
Spölur ehf. hugar að miklum verðbreytingum á akstri um
Hvalfjarðargöng Minnka afslátt vegna tilskipunar ESB
Í nýrri bók sem
Helgi Ólafsson
stórmeistari hef-
ur sent frá sér
um Bobby Fisc-
her er fjallað um
aðdraganda ein-
vígisins 1971 og
dvölina á Íslandi
síðustu árin sem
hann lifði. Rætt
er við Helga um bókina í Sunnu-
dagsmogganum.
Anand, heimsmeistari í skák,
skrifar formála og segir að áhrif
einvígisins á Íslandi hafi verið mik-
il. Það hversu margir byrjuðu að
tefla á áttunda áratugnum megi
rekja til Fischers. Hann rifjar upp
fund þeirra á Íslandi, segir að hér
hafi Fischer fundið frið, Íslend-
ingar hafi kunnað að meta hann en
um leið gefið honum næði til að
njóta lífsins. pebl@mbl.is
Margir byrjuðu að
tefla út af Fischer
Bobby Fischer
Þegar innan við ár er liðið frá því
að tónlistarhúsið Harpa var opnað
hafa um 980 þúsund manns heim-
sótt húsið. Pétur J. Eiríksson, starf-
andi stjórnarformaður Portusar
sem á og rekur Hörpu, segir að
fjöldi gesta fari yfir milljón í næstu
viku að öllu óbreyttu.
„Þetta er töluvert miklu meira en
við bjuggumst við þegar við opn-
uðum. Þetta eru gestir á viðburði,
matargestir og fólk sem heimsækir
húsið. Við erum með teljara í dyr-
unum svo við vitum alltaf hvað
koma margir í hverri viku,“ segir
hann. Á bilinu 16-40 þúsund manns
heimsækja Hörpu í hverri viku að
sögn Péturs. »44
Milljón gestir í
Hörpu í næstu viku
Fjöldi Tónlistarhúsið Harpa hefur verið
fjölsótt frá því opnað var fyrir tæpu ári.
„Ef þetta verður niðurstaðan og
þau góðu afsláttarkjör sem fólki
bjóðast breytast er það mikið
áhyggjuefni fyrir þá sem hér
búa. Könnun sem gerð var fyrir
bæinn staðfesti fyrir okkur að
íbúar á Akranesi eru hluti af
sama atvinnusvæði og þeir sem
búa á höfuðborgarsvæðinu. Því
mun þetta skerða samkeppnis-
stöðu íbúanna á atvinnumark-
aði,“ segir Árni Múli Jónasson,
bæjarstjóri á Akranesi.
Skerðir kjör
BÆJARSTJÓRINN Á AKRA-
NESI ÁHYGGJUFULLUR