Morgunblaðið - 05.05.2012, Qupperneq 5
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Sú hugmynd að sveitarfélög á Norður- og Aust-
urlandi kaupi jörðina Grímsstaði á Fjöllum og
leigi hana til félags í eigu Huangs Nubos til 40
ára var rædd á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.
„Ég var að kynna, sem iðnaðarráðherra,
niðurstöðu nefndar sem metur hvort viðskipta-
hugmyndin fellur undir ívilnunarlögin,“ sagði
Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra að lokn-
um ríkisstjórnarfundi í morgun. Með ummælum
sínum vísar ráðherrann til skilyrða 5. gr. laga nr.
99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Ís-
landi. Oddný segir að nefndin hafi komist að
þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd uppfylli
ofangreind skilyrði ívilnunarlaganna.
Spurð hvort hún muni persónulega styðja
það að þessi leið verði farin ef sveitarfélögin gera
slíkan samning við Huang Nubo segir Oddný:
„Mér líst ágætlega á það að jörðin á Gríms-
stöðum á Fjöllum verði í opinberri eigu, þ.e. í
eigu sveitarfélaganna, en síðan leigi þau jörðina
áfram. Mér líst ekkert illa á það.“ Hún segir
einnig að samráðherrar hennar hafi tekið ágæt-
lega í niðurstöður nefndarinnar á fundinum.
Málið á forræði iðnaðarráðherra
„Málið var ekki til lykta leitt á þessum rík-
isstjórnarfundi, það var fyrst og fremst verið að
kynna stöðu málsins,“ segir Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra. Hann segir ýmsar spurn-
ingar hafa vaknað sem þurfi að fá svör við. „Ég
lít svo á að það sé meira en að segja það að af-
sala eignarrétti, eða afnotarétti til mjög langs
tíma, á landi út fyrir landsteinana og ég tala nú
ekki um þegar um er að ræða land sem liggur að
óbyggðum Íslands, þá vakna ýmsar spurningar
sem þarf að fá svör við,“ segir Ögmundur og
bætir við: „Hvað er það sem vakir fyrir þessum
fjárfestum? Hvaða áhrif mun það hafa á um-
hverfið? Hvað er það sem að baki býr?“ Hann
segist vilja fá að sjá þetta allt áður en frá málinu
verði gengið. Að sögn Ögmundar er málið, í þeim
farvegi sem það hefur verið sett í nú, á forræði
iðnaðarráðherra.
Oddnýju líst ágætlega á 40 ára leigu
Hugmynd um að leigja Huang Nubo jörðina til 40 ára var rædd á ríkisstjórnarfundi Innan-
ríkisráðherra segir málið ekki hafa verið leitt til lykta og vill sjá nánari upplýsingar um það
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Langtímaleiga Iðnaðarráðherra líst vel hugmyndir um að leigja Huang Nubo Grímsstaði á Fjöllum til 40 ára.
Föstudagur » Eva Laugardagur
Miðvikudagur
Það er auðvelt að safna.
Þú færð Aukakrónur fyrir:
» alla innlenda veltu af kreditkorti
» viðskipti við samstarfsaðila
» þjónustuþætti hjá Landsbankanum
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Kínverski kaupsýslumaðurinn
Huang Nubo segir í viðtali við
dagblaðið China Daily að hann
sé nálægt því að ná samningum
um umfangsmikla fjárfestingu í
ferðaþjónustu á Íslandi. Þar
segist hann vonast eftir því að
leigusamningurinn um Gríms-
staði á Fjöllum verði til 99 ára í
stað 40 ára eins og rætt var á
ríkisstjórnarfundi . „Líkurnar á
að þessu verði hafnað eru ekki
miklar því þetta mál kemur ekk-
ert inn á verksvið innanríkis-
ráðuneytisins,“ segir Nubo.
„Samningarnir eru við það að
klárast. Ég á von á því að niður-
staðan verði ekki fjarri því sem
ég vonaðist eftir.“
Vill samning
til 99 ára
HUANG NUBO Í VIÐTALI VIÐ
CHINA DAILY Í GÆR