Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Sigurður Ingi Jóhannsson, þing-maður Framsóknarflokksins,
vék nokkrum orðum að einum af eft-
irlætisprófessorum Samfylkingar-
innar, Þórólfi Matthíassyni, á þingi í
gær.
Sigurður Ingi benti á að prófess-orinn hefði tekið að sér tiltekið
hlutverk eftirlits með bönkum fyrir
ríkisstjórnina og velti
því upp hvort opin-
ber umræða prófess-
orsins um tiltekin
mál væri heppileg í
þessu ljósi. Allt var
þetta mjög prúð-
mannlega fram sett.
Prúðmennska Sig-urðar Inga
breytti þó engu um
það að þingmenn
Samfylkingarinnar
hlupu upp til handa
og fóta í umræðum um fundarstjórn
forseta og máttu vart mæla af vand-
lætingu.
Aldrei fyrr hefur pólitísk staðaprófessorsins verið staðfest
með jafnafgerandi hætti.
Að nokkru leyti sambærilegur at-burður varð fyrr í vikunni þeg-
ar Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, benti á
að hægt væri að lesa aðra hluti út úr
gögnum um jöfnuð en það sem annar
eftirlætisprófessor Samfylkingar-
innar, Stefán Ólafsson, gerði.
Líkt og Þórólfur er Stefán gjarna
fulltrúi Samfylkingarinnar í nefnd-
um og ráðum og samfylkingarmenn
telja sér jafnan skylt að grípa til
varna þegar um hann er rætt til ann-
ars en eintóms hróss.
Og auðvitað hneykslast samfylking-arþingmenn mjög þegar á það er
bent að þessir menn eru ef til vill eitt-
hvað annað en bara fræðimenn.
Samfylkja sér um
sína fræðimenn
STAKSTEINAR
Stefán Ólafsson
Þórólfur
Matthíasson
Veður víða um heim 4.5., kl. 18.00
Reykjavík 8 léttskýjað
Bolungarvík 6 skýjað
Akureyri 6 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 9 léttskýjað
Vestmannaeyjar 9 léttskýjað
Nuuk 3 léttskýjað
Þórshöfn 1 skúrir
Ósló 5 skýjað
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 8 léttskýjað
Helsinki 8 heiðskírt
Lúxemborg 18 skýjað
Brussel 13 léttskýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 10 heiðskírt
London 8 skýjað
París 17 skýjað
Amsterdam 10 skýjað
Hamborg 12 skúrir
Berlín 18 heiðskírt
Vín 16 skýjað
Moskva 15 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 16 léttskýjað
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 18 heiðskírt
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 7 skýjað
Montreal 13 alskýjað
New York 16 alskýjað
Chicago 18 skýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:44 22:06
ÍSAFJÖRÐUR 4:31 22:29
SIGLUFJÖRÐUR 4:13 22:13
DJÚPIVOGUR 4:09 21:40
„Þarna eru óskaplega merkilegar og
fjölbreyttar jarðminjar m.a. tvö
mestu hraungos á jörðinni á sögu-
legum tíma. Lífríki er ekki auðugt en
það er mjög sérstakt. Í ánum má
finna sjóbirting, bleikju, lax og ál.
Gróðurfar er sérstætt, stórbrotið og
fagurt landslag og víðáttumikil, lítt
snortin víðerni,“ segir Þóra Ellen
Þórhallsdóttir prófessor. Hún fór
fyrir faghópi I í rammaáætlun um
áhrif virkjana í Skaftárhreppi á nátt-
úrufar, landslag og menningarminj-
ar. Í dag fer fram málþing um áhrif
virkjana í Skaftárhreppi milli kl. 12
og 15 í Norræna húsinu. Þar mun
Þóra fjalla um niðurstöður faghóps-
ins, auk þess sem fleiri fjalla um
möguleg áhrif Búlandsvirkjunar og
Atleyjarvirkjunar á svæðið.
Of einstakt svæði
Þóra segir áhrifasvæði Búlands-
virkjunar vera stórt og sjónræn
áhrif af framkvæmdinni mikil.
„Virkjunin tekur Skaftá úr farvegi
sínum um 14 km leið. Þegar hleypur
úr Skaftárkötlum, yfirleitt árlega,
má flóðvatnið, sem ber með sér mik-
inn aur, ekki fara inn í virkjunina.
Það sem stendur til að gera þegar
aurflóðin koma er að hleypa vatninu
framhjá virkjuninni og niður sinn
venjulega farveg. Við teljum að það
sé mikil óvissa um hvað verður um
aurinn og hversu mikið fok verður úr
farveginum þegar vatninu verður
aftur hleypt í lónið. Við setjum líka
spurningu við það hvort og hversu
mikil áhrif þessi virkjun hefur á
grunnvatn í byggð, m.a. lindasvæði
við Botna og Grenlæk og Tungu-
læk,“ segir Þóra. Hún bendir á að í
lokaskýrslu rammaáætlunar hafi
faghópur I sérstaklega bent á vernd-
argildi suðurhluta miðhálendisins,
þar með talin vatnasvið Hólmsár og
Skaftár. „Við teljum að tíu verðmæt-
ustu svæðin sem við mátum séu það
verðmæt að það ætti ekki að ráðstafa
þeim til nota sem samræmast illa eða
ekki hinu ríku verndarhagsmunum.“
Ásamt Þóru tala á málþinginu í
dag; Haukur Jóhannesson jarðfræð-
ingur, Snorri Baldursson þjóðgarðs-
vörður, Vigfús Gunnar Gíslason
framkvæmdastjóri, Heiða Guðný
Ásgeirsdóttir bóndi og Guðbjörg Jó-
hannesdóttir doktorsnemi.
ingveldur@mbl.is
Áhrifasvæði Búlandsvirkjunar stórt
Málþing um áhrif virkjana í Skaftárhreppi fer fram í Norræna húsinu í dag
Frambjóðendur til vígslubiskups-
embættisins á Hólum verða þrír en
í gær var tekið á móti framboðs-
tilkynningu sr.
Gunnlaugs Garð-
arssonar, sóknar-
prests í Glerár-
prestakalli á
Akureyri. Gerir
kjörstjórn ráð
fyrir að allur
póstur stimplað-
ur á lokadegi
framboðsfrests,
30. apríl, hafi
borist og því
muni frambjóðendum ekki fjölga
frekar.
Þá eru í framboði sr. Kristján
Björnsson, sóknarprestur í Vest-
mannaeyjaprestakalli, og sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir, sóknar-
prestur á Möðruvöllum í
Hörgárdal. Stefnt er að því að
senda kjörgögn út um miðjan maí
en frá útsendingardegi skal kosn-
ingu og talningu atkvæða lokið inn-
an tveggja vikna.
Þrír verða
í framboði
Séra Gunnlaug-
ur býður sig fram
til vígslubiskups
Sr. Gunnlaugur
Garðarsson