Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 11
Morgunblaðið/Ómar
Skapandi Sheila Rietscher, yfirmarkaðsstjóri Kahla, er ánægð með árangurinn af samstarfinu.
sólarorku. Einnig skiptir samfélagið í
grennd við fyrirtækið eigendur þess
miklu máli. Því hefur verið lögð
áhersla á að Kahli framleiði vörur sín-
ar í Þýskalandi. Það skapar störf á
svæðinu og auðveldar yfirsýn með
framleiðslunni.
Gott samstarf
Samstarf Kahla og Myndlistar-
skólans í Reykjavík hófst með því að
óskað var eftir að hópur nemenda úr
einum hluta Mótunardeildar skólans
fengi að heimsækja verksmiðjuna.
Líkaði nemendum vel og úr varð að
þeir hlutu aðstoð frá starfsfólki Kahla
við að hanna og framleiða vörulínu
sem kallaðist; A trip to the factory.
Afraksturinn sýndu nemendurnir á
DMY-hönnunarsýningunni í Berlín
og voru þrjú þeirra valin til að starfa
tímabundið hjá fyrirtækinu. Í vetur
hafa nemendur unnið að vörulínu er
kallast Flow og er hægt að skoða af-
raksturinn á sýningu á verkum nem-
enda Myndlistarskólans í Reykjavík í
nýbyggingu Lækningaminjasafnsins
á Seltjarnarnesi.
„Hjá okkur fá nemendur tæki-
færi á að búa til nýjar vörur og þróa
hugmyndir sínar enn frekar. Við vilj-
um skapa raunverulegar aðstæður
fyrir nemendur sem eru í líkingu við
starfsumhverfi þeirra í framtíðinni.
Það er athyglisvert fyrir okkur að sjá
hvernig ungt fólk vinnur og hvaðan
hugmyndir þeirra koma. Úr þessu
verða ekki endilega til nýjar vörur en
það er áhugavert fyrir okkur að vita
af skapandi fólki enda erum við alltaf
að leita að nýju fólki og hug-
myndum,“ segir Sheila.
Finna eigin leiðir
„Ég vil nota tækifærið til að
hrósa kennurum skólans fyrir gæða-
kennslu. Hér höfum við séð einstakar
hugmyndir og vil ég þakka fyrir sam-
starfið. Ég held að Ísland sé svona
„gerðu það sjálfur land“. Hönnuðir
reyna að finna leiðir til að framleiða
hönnun sína og við viljum styðja við
þetta. Hér er engin postulínsfram-
leiðsla og með því að bjóða fólki að
koma til okkar viljum við leggja hönd
á plóg. Fólk er opið hér, ferðast mikið
og fær innblástur víða að en sér-
staklega úr náttúrunni og íslenskum
hefðum eins og við höfum séð í þess-
um tveimur verkefnum, “ segir
Sheila.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Juice Presso er öflug og vönduð pressa sem
er jafnvíg á ávexti, grænmeti, hnetur og fræ.
Hæg pressun skilar ferskum og fullkomnum
safa - sætum mangó-morgundrykk, kjarngóðu
hveitagrasskoti eða jafnvel ilmandi möndlumjólk.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Mjólk úr
möndlum
Að þessu sinni voru fjórir nem-
endur valdir til starfa hjá Kahla.
Þau Sigríður Þóra Óðinsdóttir
með Apparatus-sápugerðarsett,
Sunna Shabnam Halldórudóttir
með Morgundögg til að rækta
eigin jurtir, Sigrún Jóna Norð-
dahl með UM, samband íláts og
verkfæris sem flæðir saman í eitt,
og María Worms Hjartardóttir
með Una, frá brjósti til pela. Hönnunin verður kynnt á vefsíðunni www.ka-
hlakreativ.com en þar má einnig finna upplýsingar um stuttmyndakeppn-
ina; Table tales, the way to the heart is through the stomach. Hvetur
Sheila íslenskt hæfileikafólk til að taka þátt í keppninni.
Fjórir nemendur valdir
STARFSREYNSLA
UM Hönnun, Sigrún Jóna Norðdahl.
Sirkus Íslands fagnar eins árs afmæli fullorðinssýningar-
innar Skinnsemi í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, laugar-
dagskvöld 5. maí kl. 22. Sirkus Íslands hefur lengi sett
upp vinsælar fjölskyldusýningar en vorið 2011 ákvað sirk-
usinn að prófa að gera sýningu sem væri eingöngu fyrir
fullorðna. Tókst það vel til og eru nú haldin regluleg full-
orðinssirkuskvöld sem kallast Skinnsemi, en nafnið kem-
ur til af því að þar er oft sýnt svo mikið skinn. Sýningin er
kabarettsýning með sirkusívafi – þar sem lagt er upp úr
fullorðinshúmor.
Innblástur er sóttur í burlesque- og vaudeville-sýningar
þriðja og fjórða áratugarins, en formið var endurvakið á
tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Á afmælissýningunni
verður boðið upp á fullt af nýjum atriðum auk uppáhalds-
atriðanna okkar frá liðnu ári. Sirkus Íslands hefur verið
starfræktur frá haustinu 2007 og síðan þá hefur hann
vaxið og dafnað. Upphafsmaður og drifkraftur Sirkuss Ís-
lands er Lee Nelson sem gjarnan er betur þekktur sem
trúðurinn Wally en hann hefur starfað út um allan heim
sem götulistamaður síðastliðin 15 ár.
Sirkus Íslands samanstendur af fjölbreyttum hópi
hæfileikaríks fólks sem allt hefur einstaka hæfileika á
sviði sirkuslista og leggur metnað sinn í að bjóða upp á
samkrull sirkusatriða þar sem fífldirfska og fjör eru í
fyrirrúmi.
Sirkus Íslands fagnar eins árs afmæli
Fyndið og fullorðins
Áts Þetta sirkusbragð lítur ekki sérlega þægilega út.
Léttklæddur Mikið af skinni er til sýnis á kvöldunum.