Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 14
Plan Borteigurinn er yfir 3.000 m² en toppurinn á borholunni, sem er við Trölladyngju, er 2,5x3 metrar. Holan er ónothæf og verður ekki virkjuð. Ómar Smári Ármannsson telur að hún hafi mátt vera mun minni. FRÉTTASKÝRING Texti: Rúnar Pálmason Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson „Þetta snýst ekki um hvort það eigi að virkja eða ekki heldur að það verði gert þannig að menn geti verið sáttir við framkvæmdirnar,“ segir Ómar Smári Ármannsson um fyrirhugaðar jarðhitaboranir á Reykjanesskag- anum. Hann segir augljóst að við ný- legar og eldri virkjunarframkvæmdir á Suðurnesjum og víðar hafi ekki ver- ið vandað nægilega vel til verka, hægt hefði verið að hafa borstæðin eða borteigana undir jarðborana mun minni, leggja vegi og pípur og reisa virkjanamannvirki þannig að minna beri á þeim í landslaginu. Ómar Smári er vel þekktur fyrir áhuga sinn á náttúru og minjum Reykjanesskagans, einkum í tengslum við ferðahópinn Ferli en einnig vegna þess að hann er aðstoð- aryfirlögregluþjónn á höfuðborg- arsvæðinu. Morgunblaðið fór í vik- unni með Ómari um þrjú svæði á Suðurnesjum; að Trölladyngju og Sogum, Eldvörpum og Krýsuvík. Á öllum þessum svæðum, og raunar víðar á Suðurnesjum, stendur til að virkja jarðhita og svæðin raðast öll í nýtingarflokk samkvæmt ramma- áætlun um vernd og nýtingu nátt- úrusvæða. Við Trölladyngju eru tvær nýlegar tilraunaborholur HS orku. Önnur þeirra og sú nýrri (frá 2006) er uppi í hlíð, við gönguleiðina að Sogunum sem er vinsælt útivistarsvæði og rómað fyrir náttúrufegurð. Þar var gert borplan sem Ómar og blaðamað- ur mældu að væri 45x70 metrar að stærð eða rúmlega 3.000 fermetrar. Það sem upp úr stendur af borhol- unni sjálfri – en hún reyndist reyndar ónothæf – er ekki nema 2,5x5 metrar. Ómar Smári fylgdist með fram- kvæmdunum á sínum tíma og hann segir ljóst að planið hefði mátt vera mun minna, í það minnsta helmingi minna, ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Hægt hefði verið að leggja plan undir borinn en síðan flytja að- föng að honum eftir því sem þurfti. Rafstöðina hefði mátt hafa annars staðar og leggja raflínu meðfram veginum. Pípur hefði mátt hafa á neðra borplaninu og flytja þær upp eftir og varahlutir og vinnuskúra hefði sömuleiðis mátt hafa þar. Þess í stað hefði jarðýta gert ljótt sár í hlíðina og síðan hefði hundruðum tonna af möl verið ekið á staðinn til að útbúa óþarflega stórt borplan. Hafa yrði í huga að jafnvel þótt bor- holan hefði virkað væri endingartími jarðhitavirkjana ekki nema 50-60 ár. Illgerlegt eða ómögulegt væri að fjarlægja ummerki um holuna að þeim tíma liðnum. Þá minnir hann á að rökin með virkjunum séu gjarnan þau að þær skapi atvinnu. „En það fá ekki færri vinnu við að virkja þótt borstæðið sé lítið,“ segir hann. Sést yfir fornminjar Ómar Smári tekur fram að hann sé ekki andvígur því að auðlindirnar séu nýttar. Vinnubrögðin við borhol- urnar við Trölladyngju og víðar séu á hinn bóginn þannig að þau hljóti að draga úr stuðningi við virkjanir. „Hér sjá menn bara eyðileggingu og hugsa: Verður þetta allt svona?“ Hann bendir einnig á að tilviljun ein hafi ráðið því að vegurinn sem liggur upp að borstæðinu hafi ekki farið yfir gamalt sel en tóftir þess kúra í hlíðinni. Raunar hafi vegurinn verið lagður án gilds fram- kvæmdaleyfis þá og þegar hann var lagður. Leyfið fékkst eftir á og þá hjá viðeigandi sveitarfélagi. Sjaldan eru allar tóftir skráðar. Það gildir t.d. um tóftir í Krýsuvík sem að óbreyttu muni fara undir borplan, þar séu auðsjáanlega forn- minjar sem hvergi hafi verið skráðar eða rannsakaðar. Aðspurður segir Ómar Smári að með tillögu HS orku vegna borunar í Krýsuvík hafi fylgt fornleifaskráning. „Í skýrslunni eru þessar tóftir ekki tilgreindar og það eru ekki nógu góð vinnubrögð.“ Þriðja svæðið sem farið var um var Eldvörp en þar vill HS Orka bæta við fimm borteigum, þar af tveimur sem eru á skilgreindu iðn- aðarsvæði. Einn borteigur er þar fyrir, ríflega 3.100 fermetrar auk um 1.200 fermetra svæðis meðfram veg- inum sem var raskað. Ómar Smári segir að í Eldvörpunum verði að fara sérstaklega varlega enda sé svæðið ríkt af fegurð og sögu en um leið af- ar viðkvæmt. Ástundi menn sömu vinnubrögð og hingað til lítist hon- um hins vegar ekki á blikuna. Ætla að fara varlega Ásbjörn Blöndal, forstöðumaður þróunarsviðs HS Orku, segir að við Eldvörp standi til að fara eins var- lega og framast sé unnt. Til standi að beita skáborun og bora í um 1.000-1.200 metra frá teigunum, miðað við lóðlínu, sem sé það mesta sem hægt sé að gera í jarðlögum sem þessum. Það vekur nokkra athygli að einn af nýju teigunum í Eldvörpum er nánast við hliðina á þeim eina sem fyrir er. Ásbjörn segir að ekki sé hægt að nota þann gamla þar sem staðsetningin hans sé með þeim hætti að erfitt sé að stækka hann. Ef hann yrði stækkaður yrði farið yfir svæði sem menn vilji vernda. En hvað þá með stærð borteig- anna? Ásbjörn segir að undanfarin ár og áratugi hafi menn reynt að taka sem minnst svæði undir bor- teiga. „Það er fyrst og fremst verk- takinn sem ákvarðar hvað hann þarf til að hann geti unnið verkið sóma- Minnka mætti rask með minni borteigum  „Hér sjá menn bara eyðileggingu og hugsa: Verður þetta allt svona?“  HS Orka segir þá ekki of stóra  Þurfa pláss Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 www.eimskip.is Eimskipafélag Íslands og Kiwanishreyfingin færa öllum grunnskólabörnum í 1. bekk reiðhjólahjálm að gjöf undir yfirskriftinni Óskabörn þjóðarinnar. Átakið er unnið í góðu samstarfi við grunnskóla landsins. ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINNAR ÞURFA HJÁLM F ÍT O N / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.