Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 23

Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí stendur Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi – fyrir Evrópuviku dagana 7.-13. maí Hápunktar vikunnar eru Evrópuhátíð í Hörpu og djasstónleikar í Eldborg með European Jazz Orchestra og Stórsveit Reykjavíkur, opnun Evrópustofu á Akureyri og borgarafundur í Iðnó með sendiherra ESB á Íslandi Dagskrá Evrópuvikunnar: Mánudagur 7. maí » Akureyri: Opnun Evrópustofu í Norrænu upplýsingaskrifstofunni að Kaupvangsstræti 23 kl. 12:30-13:15 » ESB í máli og myndum - sýning á Glerártorgi 7.-12. maí Þriðjudagur 8. maí » Borgarafundur í Iðnó með sendiherra ESB á Íslandi kl. 17:00-18:00 Evrópudagurinn 9. maí » ESB í máli og myndum - sýning í Kringlunni 9.-12. maí » Tækifæri fyrir ungt fólk í Evrópu – fundur í Evrópustofu kl. 16:30-18:00 Fimmtudagur 10. maí » Opinn fundur í Iðnó um öryggis- og varnarmálastefnu ESB og Ísland. Haldið á vegum Nexus, rannsóknarvettvangs á sviði öryggis- og varnarmála, Alþjóðamálastofnunar HÍ og Evrópustofu Föstudagur 11. maí » Menningarvor í Evrópustofu – tónleikar með Snorra Helgasyni kl. 12:00-13:00 Laugardagur 12. maí » Upphitun fyrir Evrópuhátíð – tónlist og kynningar í Kringlunni Sunnudagur 13. maí » Evrópuhátíð í Hörpu kl. 13:00-17:00 - ESB í máli og myndum – sýning - Kynning á áhugaverðum Evrópu- samstarfsverkefnum og styrkjum - Rjómi ungra íslenskra uppistandara og Blár Ópall skemmta gestum » Tónleikar í Eldborgarsal Hörpu kl. 20:00-22:00 Aðgangur ókeypis – miðar hjá miðasölu Hörpu! - Stórsveit Reykjavíkur - European Jazz Orchestra Kynnir: Ari Eldjárn Evrópusambandið fjármagnar starfsemi Evrópustofu. Nánari upplýsingar á www.evropustofa.is Allir velkomnir Meirihluti stjórnar Samtaka sveitar- félaga á Norðurlandi vestra lýsir miklum áhyggjum af áhrifum fram- kominna frumvarpa um stjórn fisk- veiða og veiðigjald. Í ályktun er minnt á að undanfarin ár hafi svæðið mátt búa við samdrátt á ýmsum svið- um. „Það að boða stórfellda gjald- töku á fyrirtækjum í sjávarútvegi er því bein aðför að stöðu Norðurlands vestra. Stjórnin áréttar þá sann- gjörnu kröfu að sjávarbyggðir njóti réttlátrar hlutdeildar í hverri þeirri gjaldtöku sem lögð verður á grein- ina,“ segir í ályktuninni. Með fyrirliggjandi frumvörpum um stjórn fiskveiða sé vegið að af- komuöryggi sjávarbyggða, þeirra sem starfa í greininni og fyrirtækja í sjávarútvegi, jafnt stórra og ekki síst smærri útgerða. „Samkvæmt útreikningum endur- skoðunarfyrirtækisins KPMG mun veiðigjald útgerða á Norðurlandi vestra nema 933 milljónum króna auk þess sem varanlegar aflaheim- ildir á svæðinu dragast saman um 567 þorskígildistonn (3,4%) frá því fyrir gildistöku laga nr. 70/2011 og 348 þorskígildistonn (2,1%) frá yfir- standandi fiskveiðiári, segir í álykt- uninni. Vegið að af- komuöryggi sjávarbyggða Afli Lýst er miklum áhyggjum af áhrifum kvótafrumvarpanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í um- ræðum á Alþingi í gær að kvóta- frumvörp ríkisstjórnarinnar hefðu verið lögð fram á kolröngum for- sendum, m.a. með tilliti til útreikn- inga á auðlindarentu. „Mér finnst að ráðherrann eigi að lýsa yfir því að hann hafi gert mistök með því að leggja málið svona fram,“ sagði Bjarni sem beindi þessum orðum sínum að Steingrími J. Sigfússyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Þá lýsti Bjarni einnig furðu sinni á því að Steingrímur hefði lagt fram frumvörp sem þýddu að stór hluti sjávarútvegsfyrirtækja myndi hreinlega ekki lifa af. Steingrímur vísaði því hins vegar á bug að hann hefði gert mistök með því að leggja frumvörpin fram, hann sagðist telja að aðferðafræðin við út- reikninga á veiðileyfagjaldinu væri rétt. „Greiningin hins vegar á þoli hennar í dag til að greiða segir okkur hryllilega sögu um hvernig ástandið var orðið í efnahag íslensks sjávar- útvegs í lok vitleysistímans því að þrátt fyrir þennan mikla bata sem orðinn er, óvenjugóðar aðstæður þar sem saman fer lágt raungengi krón- unnar, hátt afurðaverð og góð afla- brögð, og framlegð upp á 75 millj- arða króna eða svo, þá eru sum fyrirtækin enn jafnilla sett og raun ber vitni,“ sagði Steingrímur. Deildu um kvótafrumvörp Morgunblaðið/Golli Alþingi Steingrímur og Bjarni deildu um kvótafrumvörpin á Alþingi í gær.  Vill að ráðherra viðurkenni að það hafi verið mistök að leggja kvótafrumvörpin fram Ráðherra vísar því á bug Þóra Arnórs- dóttir mælist með mest fylgi fram- bjóðenda til for- setakjörs sam- kvæmt könnun Capacent Gallup sem greint var frá í fréttum Rík- isútvarpsins í gærkvöldi. Tæp- lega 1.400 manns voru í úrtakinu og svarhlutfallið var um 60 prósent, þar af tóku 82 prósent afstöðu til fram- bjóðenda en 13 prósent hafa ekki gert upp hug sinn. Af þeim sem afstöðu tóku styðja 46,4% Þóru og 37,2% styðja Ólaf Ragnar Grímsson. Tæp 11% styðja Ara Trausta Guðmundsson. Aðrir frambjóðendur njóta umtalsvert minna fylgis. 3,1% styður Herdísi Þorgeirsdóttur, 1,3 prósent styðja Ástþór Magnússon, 0,8% Jón Lár- usson og 0,3% Hannes Bjarnason. Þóra mælist með mest fylgi frambjóðenda Þóra Arnórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.