Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
efnisnotkun og persónulegt mynd-
mál. Kristinn Már úskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
árið 1994 og lauk framhaldsnámi
við Slade School of Fine Art í Lond-
on árið 1998. Hann á að baki fjölda
einkasýninga auk þátttöku í sam-
sýningum og samvinnuverkefnum.
Kristinn Már Pálmason opnar í dag
málverkasýningu í Reykjavík Art
Gallery, Skúlagötu 30, og ber hún
yfirskriftina Dark Lucidity. Í til-
kynningu segir að Kristinn hafi
fengist sérstaklega við að rannsaka
mörk og samhengi málverksins og
gert tilraunir með óhefðbundna
Dark Lucidity Kristins Más
Málverk Kristinn Már við upphengingu verka sinna í Reykjavík Art Gallery.
Morgunblaðið/Golli
Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við menn-
ingar- og safnanefnd Garðabæjar býður í
sögugöngur um Garðabæ og Vífilsstaði þar
sem fjallað er um bækur sem gerast í Garða-
bæ og nágrenni. Í dag kl. 11 verður gengið
með Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um sögu-
svið bókanna um Binnu og Móa hrekkjusvín,
en þær gerast í Garðabæ, nánar tiltekið í Silf-
urtúni. Kristín Helga segir frá tilurð bókanna
og skoðar Garðahreppinn sem breyttist í bæ.
Einnig verður spjallað um barnið í úthverfinu
út frá veröld Fíusólar.
Á þriðjudaginn kemur kl. 16:30 verður far-
ið í göngu með Einari Má Guðmundssyni rit-
höfundi um Vífilsstaði. Hann mun fjalla um tilurð og sögusvið bókar sinnar
Draumar á jörðu sem gerist að miklu leyti á Vífilsstöðum, en sagan segir
frá Sæunni sem liggur fyrir dauðanum á berklahælinu á Vífilsstöðum.
Lagt verður af stað í báðar göngur frá Bókasafni Garðabæjar á Garða-
torgi og eru allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar um göngurnar má
sjá á www.gardabaer.is.
Sögugöngur í Garðabæ undir leiðsögn
Kristínar Helgu og Einars Más
Kristín Helga Gunnarsdóttir
MENNING
Sýning á verkum myndlistarmanns-
ins Hreins Friðfinnssonar verður
opnuð í húsakynnum Arion banka
að Borgartúni 19 í dag kl. 13:30.
Sýnd verða verk úr einkasafni Pét-
urs Arasonar og Rögnu Róberts-
dóttur, auk tveggja verka í eigu
bankans sjálfs. Við opnunina kl.
13:30 flytur Gunnar J. Árnason,
listheimspekingur, erindi um Hrein
og listsköpun hans.
„Það er mikill fengur að fá að líta
verk Hreins Friðfinnssonar á sýn-
ingu sem þessari. Hreinn er einn af
þekktustu myndlistarmönnum okk-
ar Íslendinga. Hann hefur hlotið
margskonar verðlaun og við-
urkenningar fyrir verk sín víða um
heim enda er hann talinn með
fremstu listamönnum samtímans af
alþjóðlegum listfræðingum,“ segir
m.a. í tilkynningu frá bankanum.
Sýning með verkum Hreins Friðfinns-
sonar opnuð í Arion banka
Uppspretta eftir Hrein Friðfinnsson.
Um þessar
mundir
stendur yfir
sýning á
verkum Ant-
oni Tàpies á
Kjarvals-
stöðum. Á
morgun kl.
15 mun Klara
Þórhalls-
dóttir, verk-
efnastjóri
fræðslu hjá Listasafni Reykjavíkur,
leiða gesti um sýninguna. Þessi
katalónski listamaður er af mörg-
um talinn einn af helstu áhrifavöld-
um á þróun málverksins á seinni
hluta tuttugustu aldarinnar. Flest
verka hans eru úr hversdagslegum
hlutum, fundnu efni, mold, sandi,
jarðvegi, þurrkuðu blóði og stein-
ryki. Sýningunni lýkur 20. maí og
ber yfirskriftina Antoni Tàpies –
Mynd, líkami og tregi. Sýningar-
stjóri er dr. Eva Schmidt.
Leiðsögn um
sýningu Tàpies
Verkið Cap i vernis eftir
Antoni Tàpies.
Bergsveinn Þórs-
son sagnfræð-
ingur fjallar um
grænlenska
myndlistarmann-
inn Aron frá
Kaneq í fyr-
irlestri í Lista-
safni Íslands í
dag kl. 13.
Aron fæddist
árið 1822 og ólst upp sem veiðimað-
ur en sneri sér að myndlist í kjölfar
veikinda. „Verk hans gegna mik-
ilvægu hlutverki í grænlenskri
menningarsögu, en í þeim má finna
sjónarhorn heimamanns á samfélag
sitt á nítjándu öld. Í verkunum má
m.a. finna einstaka sjónræna skrá-
setningu á kynnum inúíta og skand-
inava,“ segir í tilkynningu frá
Listasafninu. Bergsveinn fjallar um
Aron, arfleifð hans og stöðu innan
grænlenska þjóðararfsins, m.a. með
hliðsjón af tengslum þekkingar og
valds, listar og pólitíkur.
Aron frá Kaneq
ræddur
Eitt verka Arons.
Fiskveiðistjórnun
og framtíð
sjávarútvegs
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál stendur fyrir ráðstefnu
um áhrif fiskveiðistjórnunar á sjávarútveg og tengdar greinar.
Lagaleg umgjörð fiskveiða við Ísland, einkum fiskveiði-
stjórnunarkerfið, er í deiglunni. Á ráðstefnunni verður fjallað
um fiskveiðistjórnun á breiðum grunni og áhrif hennar á
framtíð sjávarútvegs, með áherslu á áður ókönnuð áhrif á
tengda atvinnustarfsemi og samfélagið í víðara samhengi.
08:30 Setning
08:40 Helgi Áss Grétarsson, Kvótakerfi sem lagaleg og efnahagsleg stofnun
Kristín Haraldsdóttir, Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða í ljósi
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar
Lúðvík Elíasson, Um hvað snúast lög um stjórn fiskveiða?
10:10 Kaffihlé
10:30 Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra,
Auðlind í sameign þjóðar
Þóroddur Bjarnason, Fiskveiðistjórnun og framtíð sjávarbyggða
Þór Sigfússon, Íslenski sjávarklasinn: Það fiskast best á markmiðum!
Þórir Sigurðsson, Afleiðingar stjórnlausra fiskveiða og fjármála
12:30 Hádegishlé
13:10 Ragnar Árnason, Alþjóðleg samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs
Þórólfur Matthíasson, Áhrif veiðigjalds á fjárhagsskipan
sjávarútvegsfyrirtækja
Birgir Þór Runólfsson, Skipulag fiskveiða og arðsköpun; hver eru tengslin?
14:40 Kaffihlé
15:00 Níels Einarsson, Fiskveiðiréttindi, fjármálaafurðir og félagslegt
réttlæti í sjávarútvegi
Einar Svansson og Stefán Kalmansson,
Greining á íslenskum sjávarútvegi út frá tveimur leiðandi kenningum
Ögmundur Knútsson og Daði Már Kristófersson,
Áhrif fiskveiðistjórnunar á virðiskeðju íslensks bolfisks
16:30 Ráðstefnuslit
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Hvenær: Miðvikudaginn 9. maí 2012 kl: 8:30–16:30
Hvar: Háskóli Íslands, Askja N132
efnahagsmal. is
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Húsafriðunarnefnd hefur sent
mennta- og menningarmálaráðherra
tillögu að friðun Skálholtskirkju,
Skálholtsskóla og nánasta umhverf-
is, að undanskilinni yfirbyggingu yf-
ir friðlýstar forleifar Þorláksbúðar.
Nikulás Úlfar Másson, forstöðumað-
ur Húsafriðunarnefndar, segir að til-
lagan sé ítrekun á þeim sjónarmið-
um að umhverfi Skálholts sé
viðkvæmt og beri að varðveita og þá
segir hann framtíð yfirbyggingar-
innar óljósa.
„Við beittum skyndifriðun á sínum
tíma en ráðherra þótti umþóttunar-
tími hagsmunaaðila ekki nógu lang-
ur og lagði til að við gerðum þetta í
samræmi við lög um almenna friðun
húsa. Og við urðum við því,“ segir
Nikulás.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að
friðunin taki til innra og ytra byrðis
Skálholtskirkju og ytra byrðis Skál-
holtsskóla. Eini hagsmunaðilinn að
málinu er kirkjuráð, sem vísaði í um-
sögn sinni til svarsins sem ráðið
sendi ráðherra í nóvember 2011, þar
sem tillögu Húsafriðunarnefndar að
skyndifriðun var mótmælt.
Framtíð búðarinnar óljós
Nikulás segir óljóst hvaða áhrif
friðun hefði á framtíð Þorláksbúðar,
eða yfirbyggingarinnar, eins og hún
er nefnd í tillögu nefndarinnar, en
segir upphaf málsins alls vissulega
mega rekja til óánægju með stað-
setningu hennar.
„Í raun og veru er Húsafriðunar-
nefnd með þessu að segja að þarna
sé mjög viðkvæmt tuttugustu aldar
umhverfi og það beri að fara varlega
með það. Og að vissu leyti er verið að
ítreka að þetta hús fer mjög illa á
þessum stað,“ segir Nikulás. Þá seg-
ir hann önnur atriði óljós varðandi
framtíð Þorláksbúðar, svo sem hver
muni hafa umsjón með henni og ann-
ast viðhald.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, sagði í gær
að ráðuneytinu hefði borist tillagan
en hún hefði ekki enn verið tekin til
efnislegrar skoðunar.
„Við munum fara yfir málið eins
og aðrar hefðbundnar friðunartillög-
ur,“ sagði Katrín en þar sem málið
hefði aðeins borist ráðuneytinu ný-
lega væri niðurstöðu ekki að vænta
alveg á næstunni. Hugsanlega yrði
kallað eftir frekari umsögnum um
tillöguna áður en málið yrði afgreitt.
Vilja friða Skálholt
Húsafriðunarnefnd vill friða Skálholt að undanskilinni Þor-
láksbúð Tillagan ítrekun á slæmri staðsetningu hússins
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Friðun Skálholtskirkja hin fagra.