Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 27

Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Samþjöppun á fjármálamarkaði hefur aukist mikið frá hruni, sam- hliða fækkun fjármálafyrirtækja,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á málþingi um stöðu og framtíð sparisjóðanna sem haldið var í gær. „Samþjöppun á markaðinum mælist vera rúmlega 3.000 stig eftir samruna Landsbank- ans og SpKef annars vegar og Ís- landsbanka og Byrs hins vegar á hin- um svonefnda Herfindahl-Hirschman-kvarða, sem notaður er í samkeppnisrétti til að mæla samþjöppun. Fram að hruni mældist samþjöppunarstuðullinn hins vegar undir 2.000 stigum en al- mennt telst markaður mjög sam- þjappaður ef stuðullinn er hærri en 1.800 stig.“ Á málþinginu, sem haldið var á Hótel Sögu, héldu tölu auk Páls Gunnars, þau Ari Teitsson, stjórn- arformaður SÍSP (Samband ís- lenskra sparisjóða), Ragnar Þórir Guðgeirsson, ráðgjafi hjá Expectus, og Helga Jónsdóttir, ráðuneytis- stjóri í efnahags- og viðskiptaráðu- neytinu. Páll Gunnar talaði um mikilvægi þess að skapa uppbyggilegar sam- keppnisaðstæður þar sem fyrirtæki eins og sparisjóðirnir gætu vaxið og veitt öðrum aðhald. Ari, Ragnar Þór- ir og Helga töluðu um sérstöðu sparisjóðanna og hvernig þeir gætu nýtt sér hana til að skapa sér sterka stöðu á markaðnum. Þrír bankar ráðandi Páll Gunnar benti á að markaðs- hlutdeild þriggja stóru bankanna hefði haldist að mestu óbreytt síð- ustu tíu árin en yfirtökur þeirra að undanförnu aukið hlutdeild þeirra. En á slíkum fákeppnismarkaði væri hætta á að fyrirtækin sæju sér hag í því „verða samstiga í markaðshegð- un og hámarka þannig sameiginleg- an hagnað. Slík hegðun fyrirtækja er skaðleg,“ sagði Páll Gunnar. Hann benti á að SPRON hefði stuðlað að meiri samkeppni á mark- aðnum og að brotthvarf hans hefði styrkt markaðsráðandi stöðu við- skiptabankanna þriggja sem væri ekki heppilegt. Páll Gunnar taldi upp mörg atriði sem væru nauðsynleg til að gefa smærri fjármálafyrirtækjum eins og sparisjóðum olnbogarými. Í fyrsta lagi að skipulag fjármála- markaðar sé þannig að það hindri ekki vöxt smærri fyrirtækja. Hann benti á að því miður væru dæmi um slíkar hindranir á liðinni tíð. Hann nefndi þar til dæmis að eftir húsleit hjá greiðslukortafyrirtækjum og Fjölgreiðslumiðlun á árunum 2006 og 2007 voru fyrirtækin sektuð um rúmar 700 milljónir króna fyrir að hindra nýjan keppinaut í því að hasla sér völl á markaðnum. Þá minntist hann á fyrirhuguð kaup Reiknistofu bankanna á Teris. Hann sagði frá því að verið væri að athuga hvort hægt væri að skilyrða þann samruna og tryggja smærri keppinautum, m.a. sparisjóðunum, fullan aðgang að öllum kerfum og allri þjónustu sem Reiknistofa bankanna innti af hendi. Hann nefndi einnig að þau hefðu til skoðunar hvort viðskiptabönkun- um þremur, með slíka yfirburða- stöðu sem þeir hefðu á markaðnum, væri heimilt að binda fjármálaþjón- ustu þeim skilyrðum að önnur fjár- málaþjónusta til viðskiptamanns væri á hendi sama banka. Sérstaða sparisjóðanna Ari ítrekaði uppruna sparisjóð- anna, hvernig tilgangur þeirra þeg- ar þeir voru stofnaðir á 19. öld var að flytja afgangsfjármagn á milli manna á sama svæði án mikils til- kostnaðar. Hann sagði þörf fyrir slíkar fjármálastofnanir enn vera til staðar. Stofnanir sem stunda sjálf- bæra svæðisbundna fjármálastarf- semi á grundvelli samfélagslegrar ábyrgðar. Ragnar Þórir tók undir með Ara og benti einnig á að ákveðin sókn- artækifæri fælust í því að aðeins 7% þjóðarinnar bæru traust til bank- anna. Erfitt fyrir sparisjóðina á markaði  Íslenskur fjármálamarkaður er fákeppnismarkaður og erfitt fyrir smærri fyrirtækin að vaxa  Tækifærin felast í sérstöðu sparisjóðanna  Uppruni þeirra er í samhjálp og samfélagsábyrgð Spara Hvert sæti var setið á málþingi um framtíð sparisjóðanna sem haldið var í gær á Hótel Sögu og pallborðsumræður urðu fjörugar. Morgunblaðið/Golli Til að bæta samkeppnisstöðu þarf: » Að huga vel að skipulagi fjármálamarkaðar. » Finna leiðir til að hagræða í íslensku bankakerfi. » Fylgjast með samkeppnis- háttum viðskiptabankanna. » Setja eignarhaldi bankanna á atvinnufyrirækjum skorður. » Tryggja að ekki sé til staðar ólögmætt samstarf fjármála- fyrirtækja. » Skapa umhverfi þar sem viðskiptamanni sé gert auðvelt að skipta um fjármálafyrirtæki. w w w . o p t i c a l s t u d i o . i sTEG: LINDBERG SPIRIT TEG: CHROME HEARTS TEG: RAY•BAN OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.