Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Talið er að niðurstaða þingkosninga sem fram fara í Grikklandi á morgun leiði til mikillar pólitískrar óvissu í landinu, jafnvel glundroða sem geti orðið til þess að efnahagskreppan í landinu ágerist enn frekar. Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að niðurstaðan verði sú að tveir stærstu flokkarnir, hægriflokkurinn Nýtt lýðræði og sósíalistaflokkurinn PASOK, geti ekki myndað meiri- hlutastjórn eftir kosningarnar. Frá því að lýðræði var komið á að nýju í Grikklandi árið 1974 eftir sjö ára ein- ræði hersins hafa forsætisráðherrar landsins komið úr þessum tveimur flokkum, að undanskildum forsætis- ráðherrum þriggja skammlífra bráðabirgðastjórna. Skoðanakannanir benda til þess að jaðarflokkar til hægri og vinstri auki mjög fylgi sitt í kosningunum á morgun. Á meðal þeirra eru harð- línukommúnistar og Gullin dögun, fasistaflokkur sem hefur aldrei átt fulltrúa á þinginu. Flokkarnir eiga það sameiginlegt að vera andvígir sparnaðaraðgerðum sem ráðamenn á evrusvæðinu settu sem skilyrði fyrir neyðarlánum til að afstýra greiðslu- þroti gríska ríkisins. Fréttaveitan AFP hefur eftir hag- fræðingum að samningurinn við Evr- ópusambandið og Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn um skilmála aðstoðarinnar sé í mikilli hættu. Svo kunni að fara að Grikkland þurfi að segja skilið við evruna ef ekki tekst að mynda trausta ríkisstjórn. Bannað er að birta nýjar skoðana- kannanir síðustu tvær vikurnar fyrir þingkosningar í Grikklandi, en þær síðustu benda til þess að mjög erfitt verði að mynda meirihlutastjórn eftir kosningarnar. Búist er við að tíu flokkar fái sæti á þinginu – fleiri en nokkru sinni fyrr frá því að lýðræði var komið á að nýju árið 1974. Stóru flokkarnir tveir fengu sam- tals 80% fylgi í síðustu kosningum en kannanirnar benda til þess að fylgi þeirra sé nú um 40% og þeir geti prís- að sig sæla fái þeir 50% atkvæðanna samanlagt. Telja að kjósa þurfi aftur Líklegt er að Nýtt lýðræði verði stærsti flokkurinn og leiðtoga hans, Antonis Samaras, verði falið að mynda næstu ríkisstjórn. Samaras er hins vegar sagður tregur til að mynda nýja stjórn með PASOK. Fari svo að flokkarnir tveir geti myndað meirihlutastjórn þykir líklegt að hún verði skammlíf. Stjórnmálaskýrendur The Wall Street Journal hafa eftir heimildar- mönnum sínum í stóru flokkunum tveimur að þeir búist við því að efna þurfi til nýrra þingkosninga í vor eða sumar. Blaðið segir að nokkrir af ráðgjöf- um Samaras spái því að PASOK veikist svo í kosningunum á sunnu- dag að flokkurinn verði óstarfhæfur í ríkisstjórn vegna innbyrðis deilna. Þeir telja því líklegt að Nýtt lýðræði fari með sigur af hólmi ef kosið verð- ur að nýju í vor eða haust. Eftir að hafa refsað stóru flokkunum tveimur sé líklegt að glundroðinn á þinginu verði til þess að margir kjósendanna vilji tryggja pólitískan stöðugleika og telji að Nýtt lýðræði sé best til þess fallið að mynda trausta stjórn. Flokkurinn geti því fengið meirihluta ef kosið verður að nýju, hugsanlega í júní. Stóru flokkarnir tveir styðja samninginn um neyðarlánin en vilja semja um breytingar á skilmálunum eftir kosningarnar. Flestir hinna flokkanna vilja hins vegar segja samningnum upp. Samkvæmt samningnum þurfa stjórnvöld í Grikklandi að samþykkja stórfelldar sparnaðaraðgerðir ekki síðar en í júní. Náist ekki samkomu- lag um sparnaðinn fyrir tilsettan tíma er líklegt að ESB-ríkin og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn stöðvi að- stoð sem Grikkland þarf til að kom- ast hjá greiðsluþroti. Það gæti síðan magnað pólitísku kreppuna og ólg- una í Grikklandi, að mati stjórnmála- skýrenda The Wall Street Journal. Óttast pólitískan glundroða AFP Óvissa Stuðningsmenn Nýs lýðræðis á kosningafundi í Aþenu.  Útlit fyrir að stóru flokkarnir í Grikklandi geti ekki myndað meirihlutastjórn eftir kosningarnar  Samningurinn um neyðarlánin í hættu  Jaðarflokkum til vinstri og hægri spáð stórauknu fylgi 300 72129 31 SÍÐUSTU SKOÐANAKANNANIR í prósentum ÞINGKOSNINGAR Í GRIKKLANDI Nýtt lýðræði (NL) Íhaldsmenn PASOK (Samgríska sósíalistahreyfingin) Jafnaðarmenn Gríski kommúnista- flokkurinn 21 Óháðir Grikkir (ÓG) Hægrimenn 10 Óflokksbundnir þingmenn Lýðræðislegi vinstri- flokkurinn (LV) 10 Vinstribanda- lagið (VB) 11 LAOS Hægriflokkur 16 Stjórnarflokkar SKIPTING ÞINGSÆTA EFTIR FLOKKUM FYRIR KOSNINGARNAR 22,215,810,69,9 9,37,8 5,2 NLPASOKVBKKE ÓGLV Gullin dögun LAOS 3,5 2,9 Lýðræðis- bandalagið Heimildir: Reuters, gríska þingið. Flokkar sem styðja samninginn við ESB og AGS: Stjórnarflokkarnir (PASOK, NL) og Lýðræðisbandalagið (flokkur fjögurra þingmanna sem voru kjörnir á þing sem óháðir. Þeir geta ekki myndað formlegan þingflokk þar sem þeir eru með færri en tíu þingsæti). Allir aðrir stjórnmálaflokkar Grikklands eru andvígir samningnum. Tölurnar eru meðaltalsniðurstöður kannana sem gerðar voru 19.-20. apríl. Fylgi meðal þeirra sem tóku afstöðu til flokka. Efnahagur í lamasessi » Búist er við að efnahagur Grikklands dragist saman í ár, fimmta árið í röð. Samdráttur- inn nam 14% á síðustu þremur árum. » Atvinnuleysið er um 22%. Rúm 50% Grikkja undir 25 ára aldri eru án atvinnu. Fjórð- ungur allra fyrirtækja landsins hefur hætt rekstri frá árinu 2009. » Laun og ellilífeyrir hafa lækkað um allt að 40%. Nýjar vörur –Wilmot sófinn er kominn. Pantanir óskast sóttar. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að stjórnvöld í Kína hefðu gefið til kynna að þau myndu heimila and- ófsmanninum Chen Guangcheng að fara úr landi. Embættismenn í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu sögðu að Chen hefði verið boðinn námsstyrkur til að stunda framhaldsnám í bandarískum háskóla. Kínverskir embættismenn hefðu gefið til kynna að eiginkona Chens og börn fengju að fara með honum. Áður höfðu kínversk stjórnvöld sagt að Chen gæti óskað eftir leyfi til að stunda háskólanám erlendis. Chen, sem er blindur, sjálfmennt- aður lögfræðingur, flúði úr stofu- fangelsi 22. apríl í Shandong-héraði þótt hann hefði verið í strangri gæslu tuga varða. Hann dvaldi í sex daga í sendiráði Bandaríkjanna í Peking þar til á miðvikudag þegar hann féllst á að fara þaðan á sjúkra- hús eftir að samkomulag náðist milli Bandaríkjamanna og Kínverja um að honum yrði veitt frelsi. Hann hugðist þá vera áfram í Kína en hon- um snerist hugur síðar og hann kvaðst vilja fara þaðan vegna þess að hann óttaðist um öryggi sitt og fjöl- skyldu sinnar. AFP Viðræður Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Hu Jintao, forseta Kína, í Peking í gær. Deilan um Chen skyggði á viðræðurnar. Segja að Chen verði leyft að fara frá Kína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.