Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 32

Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Það geta sennilega langflestir tekið undir það að þátttaka í stjórn- málum á að ganga út á einbeittan vilja til að vinna að samfélagsheill almennra borgara. Í samtímanum hefur skapast mikið svigrúm fyrir nýtt stjórnmálaafl sem hefur einmitt þetta að leiðarljósi. SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar var stofnaður í Borgarfirði 15. janúar á þessu ári. Samstaða er flokkur sem vill sjá meiri jöfnuð og réttlæti í íslensku samfélagi. Við viljum segja skilið við hagsmunapólitík og byggja upp sam- félag þar sem vönduð málefnavinna er í forgrunni. Við viljum byggja upp samfélag þar sem raddir allra hafa sama vægi. Fólkið sem stóð að stofnun Sam- stöðu flokks lýðræðis og velferðar setti saman grundvallarstefnuskrá sem byggir á þessum markmiðum en það vantar fleiri til að vinna að því að þau nái fram að ganga. Fólkið sem stendur að baki Samstöðu nú kemur úr ýmsum áttum en það vantar enn meiri fjölbreyttni. Til að gefa ein- hverja mynd af því hverjir standa að baki Samstöðu nú verða þeir sem skipa stjórn flokksins og leiða aðild- arfélög hans í Reykjavík og Krag- anum taldir hér með örstuttri kynn- ingu. Lilja Mósesdóttir, doktor í hag- fræði og þingmaður, er formaður þessa nýja afls. Lilja var nýlega kosin annar tveggja vinsælustu þingmanna landsins í fjölmiðlum og kemur ekki á óvart þar sem hún hefur talað fyrir hagsmunum fjölskyldnanna í landinu, fyrst á opnum borgarafundum haust- ið 2008 og síðar bæði á þingi og í fjöl- miðlum. Lilja starfaði áður með Vinstri grænum. Agnes Arnardóttir, atvinnurek- andi, er annar tveggja varaformanna Samstöðu. Agnes, sem er búsett á Akureyri, hefur verið í málaferlum við Landsbankann vegna uppgjörs skulda fyrirtækis hennar og eig- inmanns við bankann. Agnes hefur verið ósátt við þá mismunun sem hef- ur verið við lýði hjá bankastofnunum við uppgjör skulda við bankana og hefur kært æðstu yfirmenn Lands- bankans til sýslumanns fyrir fjársvik. Sú kæra er enn í gangi ásamt und- irbúningi að margþættri málshöfðun. Agnes starfaði áður með Samfylking- unni. Sigurjón Norberg Kjærnested, verkfræðingur, er líka varaformaður Samstöðu. Kristbjörg Þórisdóttir er meðstjórnandi Samstöðu en hún er sálfræðingur að mennt ásamt því að vera með diplómagráðu í fötlunar- fræðum og mikla starfsreynslu úr málaflokki fatlaðs fólks. Sigurjón er búsettur í Reykjavík en Kristbjörg í Mosfellsbæ. Þau eru bæði talsmenn unga fólksins í flokknum og mikil- vægi þess að nýliðun eigi sér stað í stjórnmálastarfinu sem leið til að stuðla að bættri stjórnmálamenningu og framsæknum vinnubrögðum. Sig- urjón og Kristbjörg störfuðu áður með Framsókn. Sigurjón sem for- maður Ungra framsóknarmanna og Kristbjörg sem formaður Lands- sambands framsóknarkvenna. Ragný Þóra Guðjohnsen, ritari Samstöðu, er lögfræðingur, dokt- orsnemi í uppeldis- og mennt- unarfræðum og bæjarfulltrúi í Garðabæ. María Grétarsdóttir er gjaldkeri Samstöðu. Hún er við- skiptafræðingur og varabæjarfulltrúi í Garðabæ. Auður Hallgrímsdóttir er meðstjórnandi í stjórn Samstöðu en hún er atvinnurekandi og gegnir for- mennsku Sameinaða lífeyrissjóðsins fram að næsta aðalfundi sem haldinn verður í maí. Þær störfuðu áður með Sjálfstæðisflokknum, María og Ragný sem varabæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ í 8 ár. Auður, María og Ragný stofnuðu, ásamt félögum sínum, nýtt stjórn- málaafl í Garðabæ fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar. Þetta nýja framboð hlaut heitið: FÓLKIÐ – í bænum (sjá www.xm.is) og fékk 15,9% út úr kosningunum. Í fram- haldinu kviknaði svo áhugi þeirra þriggja á því að stofna sams konar afl á landsvísu. Það er þverpólitískt afl sem yrði lýðræðislegur vettvangur fyrir fólk sem vildi efla gagnrýna en skapandi umræðu á landsvísu. Rakel Sigurgeirsdóttir er formað- ur stjórnar Samstöðu-Reykjavík. Hún hefur lengst af verið búsett á Akureyri þar sem hún starfaði sem framhaldsskólakennari í íslensku. Frá haustinu 2008 hefur hún tekið virkan hátt í ýmsum viðspyrnuverk- efnum eins og undirbúningi og ut- anumhaldi borgarafunda á Akureyri og í Reykjavík. Hún var einn aðal- skipuleggjandi Tunnumótmælanna haustið 2010 og tók virkan þátt í Sam- stöðu þjóðar gegn Icesave fyrri hluta árs 2011. Frá haustinu 2011 lagði hún hönd á plóg við uppbyggingu Gras- rótarmiðstöðvarinnar og stóð m.a. fyrir laugardagsfundum þar. Rakel starfaði áður með Hreyfingunni. Birgir Örn Guðjónsson lögreglu- maður er formaður Samstöðu í Krag- anum. Hann hefur m.a. skrifað grein- ar sem vakið hafa mikla athygli um skuldavanda heimilanna og þörfina á almennri leiðréttingu verðtryggðra lána. Birgir Örn hefur aldrei áður tekið þátt í starfsemi stjórn- málaflokks. Samstaða flokkur lýðræðis og vel- ferðar var stofnaður í upphafi þessa árs. Grunnur hans er þaulhugsaður og vel undirbúinn. Ef Íslendingar vilja raunverulega nýtt Ísland þá þurfum við öll að taka saman höndum gegn mótspyrnu þeirra sem vilja ekk- ert frekar en njóta ávaxta þess að vera í hópi hinna útvöldu. Það er þörf fyrir samstöðu Eftir Maríu Grét- arsdóttur og Rakel Sigurgeirsdóttur » Við viljum segja skilið við hagsmuna- pólitík og byggja upp samfélag þar sem vönduð málefnavinna er í forgrunni. María Grétarsdóttir María er gjaldkeri SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar. Rakel Sigurgeirsdóttir er formaður SAM- STÖÐU-Reykjavík Rakel Sigurgeirsdóttir - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali : Eurovision 2012 SÉRB LA Ð –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Eurovision þriðjudaginn 22. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 14, fimmtudaginn 16. maí. Þetta er blað sem lesendur hafa við hendina 22., 24. og 26. maí þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.