Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Þar sem auðmýkt og
bræðralag, fyrirgefn-
ing og þakklæti ræður
ríkjum, býr fegurðin.
Þannig er kærleik-
urinn. Hann spyr ekki
um ágóða eða endur-
gjald, heldur umburð-
arlyndi, frið og sátt. Og
mundu að fegurðin
kemur með bæninni.
Hvað er bæn?
Ekki veit ég svo sem
nákvæmlega hvað
bænin er eða hvernig
hún virkar. En hitt veit
ég fyrir víst af því að ég
hef upplifað það sjálfur
að mér finnst gott að
hvíla í henni og með-
taka friðinn og lausnina
sem henni fylgir.
Venjum okkur á að
biðja hvert fyrir öðru,
vinum, ættingjum og
þá ekki síst þeim sem
vilja okkur illt eða okk-
ur stendur einhvers-
konar ógn af, þeim sem við upplifum
að okkur ofsækja á einhvern hátt.
Biðjum fyrir öllum þeim sem fara í
taugarnar á okkur, þeim sem við
hreinlega þolum ekki eða eigum erfitt
með að umgangast.
Leggjum allt sem á okkur hvílir í al-
máttugar hendur Guðs. Tölum við
hann um gleði okkar og sorgir, vænt-
ingar og þrár, því að hann þerrar tár-
in, veitir þreyttum hvíld, færir frið og
ró. Hann styður og styrkir, veitir
djörfung og kraft. Og við getum treyst
því að hann gleymir ekki þeim sem til
hans leita.
Gleymum svo ekki að þakka honum
sem fyrir okkur dó, reis upp, sigraði
dauðann og vill gefa okkur alla sína
dýrð með sér, honum sem sagði: Í
heiminum hafið þið þrenging en verið
hughraust því ég hef sigrað heiminn.
Honum sem sagði: Ég lifi og þið mun-
uð lifa.
Biðjum því góðan Guð, höfund og
fullkomnara lífsins, að kenna okkur að
biðja með orðum frelsarans um að
hans vilji sem er hið góða, fagra og
fullkomna nái fram að ganga og við
fáum ratað rétta braut, leiðina til lífs-
ins. Opnum okkur í ein-
lægni fyrir honum og ger-
um óskir okkar honum
kunnar með einlægni
hjartans, í Jesú nafni.
Hann biður
fyrir okkur
Og þegar okkur skortir
orð er svo gott að vita til
þess að sjálfur andi lífsins
biður fyrir okkur, hinn
heilagi andi Guðs. Hann
biður fyrir okkur með
andvörpum sem ekki
verður í orð komið. Hann
býðst til að leiða þig,
vernda þig og blessa þig
með sinni eilífu blessun
sem er æðri okkar mann-
lega skilningi. Og ég trúi
því og treysti samkvæmt
hans eilífu fyrirheitum að
hann muni uppfylla þarfir
okkar betur en hugur
okkar kann að girnast eða
óska eftir.
Draumar,
væntingar og þrár
Felum okkur því hon-
um á vald í trausti þess að
hann muni vel fyrir sjá. Við höfum
hvort sem er engu að tapa en sann-
arlega allt að vinna.
Opnum hjarta okkar fyrir honum,
fyrir lífinu og eilífum anda þess. Hon-
um sem er höfundur og fullkomnari
lífsins.
Treystum honum fyrir draumum
okkar, væntingum og þrám og öllum
þeim áhyggjum sem okkur þjaka í
trausti þess að hann létti undir með
okkur samkvæmt þeim fyrirheitum
sem hann hefur gefið okkur.
Hann býðst nefnilega til þess að
anda á þig sínum eilífa anda. Hann
þráir að hann fái að leika um þig, fylla
þig kærleika sínum og friði sem eng-
inn getur gefið nema hann einn og
enginn og ekkert mun megna frá okk-
ur að taka, hvorki nú né nokkurn tíma
síðar.
Hann vill fá að tendra sitt eilífa ljós
innra með þér. Ljósið sem lýsir þér
veginn sem heillavænlegast er að fara.
Veginn sem liggur til himinsins heim,
til lífsins, þar sem tárin verða þerruð
og spurningum svarað.
Þar sem
fegurðin býr
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Biðjum fyrir
sjálfum
okkur og þá
ekki síður þeim
sem okkur
stendur ógn af,
fara í taugarnar
á okkur og
við eigum erfitt
með að
umgangast
Höfundur er rithöfundur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Vortvímenningur í Kópavogi
Vortvímenningur félagsins hófst
sl. fimmtudag og er hann jafnframt
síðasta keppni vetrarins 2011-2012.
Spilað var á níu borðum og var Loft-
ur Þór Pétursson greinilega kominn
í brids/golf-gírinn því hann „sveifl-
aði“ sér í efsta sætið ásamt Valdi-
mari Sveinssyni með þremur pró-
sentum betra skor en parið í öðru
sætinu.
Staða efstu para er annars þessi:
Loftur Þór Péturss. - Valdimar Sveinss. 58,5
Gísli Tryggvason - Þorsteinn Berg 55,4
Björn Jónsson - Þórður Jónsson 54,2
Jón St. Ingólfss. - Guðlaugur Bessas. 53,8
Erla Sigurjónsd. - Guðni Ingvarsson 53,3
Síðasta spilakvöld vetrarins verð-
ur fimmtudaginn 10. maí og er hægt
að bæta inn pörum þar sem hvort
kvöld er spilað sjálfstætt.
Góðmennt í Gullsmáranum
Það var góðmennt í Gullsmára
fimmtudaginn 3. maí. Spilað var á 11
borðum. Úrslit í N/S:
Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 211
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 189
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 174
Halldór Jónsson - Einar Kristinsson 173
A/V:
Ármann J. Láruss. - Guðl. Nielsen 204
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 199
Aðalh. Torfad. - Ragnar Ásmundss. 195
Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 194
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Sími 568 1090 - www.bilson.is - bilson@bilson.is
Opnunartímar: Mánudagur til fimmtudags kl. 8-17, föstudagur kl. 8-16
GÆÐAVOTTAÐ
BÍLAVERKSTÆÐI
• Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði fyrir VW og Skoda.
• Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins
með úttekt frá BSI á Íslandi.
• Starfsleyfi til endurskoðunar frá Umferðarstofu.
• Forvarnarverðlaun VÍS 2010.
ÞJÓNUSTA SEM ÞÚ GETUR TREYST
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
Starfsemi LsRb 2011 Allar fjárhæðir í milljónum króna
Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2011 2010
A-deild V-deild S-deild Samtals Samtals
Iðgjöld 4.863 1.113 97 6.073 5.677
Lífeyrir -718 -38 -128 -884 -704
Fjárfestingartekjur 4.183 612 115 4.910 1.926
Fjárfestingargjöld -146 -21 -3 -169 -79
Rekstrarkostnaður -92 -13 0 -105 -100
Gjald í ríkissjóð -41 -5 -1 -47 0
Hækkun á hreinni eign á árinu 8.049 1.648 81 9.778 6.720
Hrein eign frá fyrra ári 41.737 5.890 1.062 48.689 41.970
Hrein eign til greiðslu lífeyris 49.787 7.538 1.143 58.467 48.689
Efnahagsreikningur A-deild V-deild S-deild 2011 2010
Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 108 16 0 125 129
Verðbréf með breytilegum tekjum 13.761 2.083 325 16.170 12.133
Verðbréf með föstum tekjum 27.874 4.220 613 32.707 27.642
Veðlán 5.460 827 0 6.287 6.054
Bankainnistæður 1.386 210 196 1.792 1.481
Aðrar fjárfestingar 250 38 0 288 422
Kröfur 457 69 1.805 528 522
Aðrar eignir 578 87 22 688 377
Skuldir -88 -13 -14 -116 -71
Hrein eign til greiðslu lífeyris 49.787 7.538 1.143 58.467 48.689
Kennitölur ársins 2011 A-deild V-deild S-deild I S-deild II S-deild III
Nafnávöxtun 9% 9% 10,4% 14% 8,4%
Hrein raunávöxtun 3,6% 3,6% 4,9% 8,3% 3%
Hrein raunávöxtun - 5 ára meðaltal -1,1% -1,1% -0,3% 3,7% 5,1%
Fjöldi sjóðfélaga 9.327 4.810 204 71 57
Fjöldi lífeyrisþega 1.622 314 31 4 13
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,2% 0,2% 0% 0,1% 0,1%
Eignir í íslenskum krónum í % 83% 83% 66,7% 92,1% 100%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum % 17% 17% 33,3% 7,9% 0%
Eign umfram heildarskuldbindingar í % -11% -5%
Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -4,2% -4,3%
Birt með fyrirvara um prentvillur
Ársreikning LSS 2011 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is
Ársfundur 2012
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 16.00,
í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30, Reykjavík.
Stjórn og framkvæmdastjóri
Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Karl Björnsson stjórnarformaður, Elín Björg Jónsdóttir, Garðar Hilmarsson,
Gerður Guðjónsdóttir, Kristbjörg Stephensen og Salóme E. Þórisdóttir.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson.
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 5 400 700, lss@lss.is - www.lss.is