Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 37

Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Miðvikudaginn 28. mars var mér bent á að daginn eftir yrði opinn kynning- arfundur um Háskóla- sjúkrahús við Hring- braut. Nýtt deiliskipulag, breyt- ingar á svæðaskipu- lagi höfuðborg- arsvæðisins og aðalskipulagi Reykja- vikur ásamt breytingu skipulags fyrir Hringbraut skyldi kynnt á fundinum. Auglýsing þessa mikla fundar, sem var auglýstur með tveggja daga fyrirvara í Mbl. fór framhjá mér. Kannski hefur verið stærri auglýsing í Flettiblaðinu. Auglýsingin sagði fundinn lög- bundinn kynningarfund áður en tillögur yrðu teknar til afgreiðslu hjá borgaryfirvöldum. Ég mætti á fundinn í ráðhúsinu. Í upphafi fundar var skýrt tekið fram, eins og venjan hefur verið á fundum um spítalann, að staðsetn- ing hans við Hringbraut hefði ver- ið ákveðin og skyldi ekki rædd á fundinum. Pallborðsumræður um- ræður urðu samt mest um það. Í framsögu var sagt að sérstakt tillit væri tekið til gamla Land- spítalans og honum gert hátt und- ir höfði. Sú glæsilega bygging fengi að njóta sín. Myndir á glær- um sýndu spítalann séðan frá „Sóleyjartorgi“. Það- an sést hann vel. Eft- ir fyrsta áfanga sést hann aðeins, þegar Hringbraut er ekin til vesturs. Eftir ann- an áfanga sést gamli Landspítalinn örfár sekúndur á meðan ekið er framhjá sundi, sem opnast frá torginu til suðurs. Ekki er hægt að segja að þessari glæsilegu byggingu sé gert hátt undir höfði með því að byggja fyrir hana, þannig að hún sjáist ekki nema farið sé hjól- andi eða gangandi inn á torg, sem spítalinn stendur við. Sagt var frá því að hætt hefði verið við svokölluð Holtagöng frá spítalanum að Klöpp við Skúla- götu. Væntanlega hefur kostn- aðaráætlunin lækkað við það. Framsaga Hjálmars Sveins- sonar, fulltrúa í skipulags-, um- hverfis- og samgönguráði fannst mér sem áhugamanni um vist- væna samgöngustefnu áhugaverð. Fram kom hjá Hjálmari að könn- un hefði sýnt að hátt hlutfall starfsfólks byggi í nágrenni spít- alans og mikill fjöldi kæmi gang- andi eða hjólandi til vinnu. Fundinum lauk með pallborðs- umræðum. Þá gafst tækifæri að spyrja frummælendur. Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulags- fræðingur, spurði, hvaða skipu- lagsfræðingur bæri faglega ábyrgð á og legði starfsheiður sinn að veði með því deiluskipu- lagi, sem nú væri kynnt? Gestur sagði að skv. lögum skyldi deili- skipulag taka mið af aðalskipulagi og samþykkt áður en byggingar væru hannaðar inn í það. Í tilfelli spítalans væri öllu öfugt farið og þar fyrir utan hefði aðalskipulag Reykjavíkur ekki verið endur- skoðað í heild frá 2001. Hús væru teiknuð fyrst og deiluskipulagi svo breytt eftir þörfum. Ekki var mikið um svör að öðru leyti en því að byggingarnar hefðu orðið til í verðlaunasamkeppni. Íbúi í nágrenni spítalans lýsti óánægju sinni með væntanlegar framkvæmdir. Guðrún Bryndís Karlsdóttir kom vel undirbúin. Hún er sjúkraliði og bygg- ingaverkfræðingur með byggingu sjúkrahúsa, sem sérgrein og því með yfirgripsmikla þekkingu á málinu. Hún kom bæði með hnit- miðaðar spurningar, sem lítt var svarað og rökstuddi að vinnuað- staða og niðurröðun húsa væri rekstrarlega óhagstæð, auk þess sem kostnaðaráætlun gæti ekki staðist. Læknir, sem starfað hafði í áratugi á Landspítalanum lýsti áhyggjum sínum af því að þeir sem lentu í slysum kæmust í tæka tíð á spítalann. Í lok fundar komu tveir yngri læknar hvor á eftir öðrum og lýstu ánægju sinni með spítalann, sem væri akkúrat sú aðstaða, sem þá hefði lengi vant- að. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem tóku þátt í pallborðsumræðum, lýsti óánægju sinni á byggingunni við Hringbraut. Þar sem það er staðreynd að fólk kýs vinnustað sem næst heimili sínu spyr ég Hjálmar, hvort sambærileg könnun hafi verið gerð fyrir spítala staðsettan í Fossvogi og við Hringbraut. Það er, hversu stórt hlutfall starfs- fólks Borgarspítalans: 1) býr í ná- grenni spítalans, 2) kemur fót- gangandi og 3) hjólandi til vinnu? Minnispunktar frá fundi í ráðhúsinu um spítala við Hringbraut Eftir Sigurð Oddsson » Yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem tóku þátt í pallborðsumræð- um, lýsti óánægju sinni með bygginguna við Hringbraut. Sigurður Oddsson Höfundur er byggingaverkfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 2w00 Kópavogur Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Bjóðum upp á margar Hafðu samband við bakara- meistarann og ráðfærðu þig við hann um val á tertu og útfærslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.