Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 41

Morgunblaðið - 05.05.2012, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 ✝ Gylfi Sím-onarson leigu- bílstjóri fæddist í Keflavík 22. sept- ember 1955. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hringbraut 25. apríl 2012. Foreldrar Gylfa voru hjónin Arn- björg Ólafía Jóns- dóttir Austmann húsfreyja, f. 14.12. 1913, d. 2.7. 1961 og Símon Gíslason ketilsmiður, f. 27.12. 1909, d. 12.4. 1967. Þau hjónin bjuggu í Keflavík. Al- Sigríður Baldursdóttir, f. 1.11. 1936, d. 17.1. 2006. Gylfi var í sambúð með barnsmóður sinni Lindu Guðmundsdóttur, f. 29.5. 1959 frá 1975, þau slitu síðar samvistum. Gylfi giftist Guðrúnu Katrínu Jónsdóttur, f. 17.7. 1954, þau skildu. Börn Gylfa eru Anna María, f. 30.6. 1976, hún á dótturina Júlíu Líf Cadeau Önnudóttir, f. 18.8. 2005, Helgi Valur, f. 15.11. 1980, Ylfa Lind Gylfadóttir, f. 18.10. 1984, hún á soninn Gylfa Val Ylfuson, f. 16.7. 2008. Gylfi stundaði sjómennsku lengi vel. Einnig vann hann við pípulagnir og leigubílaakstur. Útför Gylfa fer fram frá Digraneskirkju í dag, 5. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. bræður Gylfa voru: Valur, f. 7.3. 1942, d. 15.5. 2007, Jón Aust- mann, f. 24.1. 1945, d. 15.7. 1999, Sveinn Leif- ur, f. 2.10. 1948, Steinn, f. 25.1. 1951, Helgi, f. 26.11. 1952, d. 1.8. 1974. Samfeðra voru svo Sig- urjóna, f. 30.8. 1932 og Mar- grét, f. 18.5. 1934. Sammæðra voru Guðríður Halldóra Aust- mann Baldursdóttir, f. 28.8. 1934, d. 20.7. 2007 og Jóna Kæri bróðir og vinur. Það er margt sem kemur fram í hugann á svona stundum og erfitt að sætta sig við að þurfa að kveðja þig svona alltof fljótt. Þrátt fyrir aldursmun þá hófst fljótt með okkur gott samband sem varði alla tíð. Þú varst bara sjö ára þegar heimilisaðstæður sendu okkur bræður hvorn í sína áttina. Ég var heppinn og lenti í góðri umsjá Döddu og Gunnars í Hveragerði. En þú lentir á vergangi og áttir erfiða ævi framan af. Ég dáist allt- af að því hvað þú komst sterkur frá því tímabili og lést það ekki buga þig. Það var gott að eiga svona bróður sem vildi öllum vel og allt fyrir alla gera. Seinni árin lágu leiðir okkar saman í vinnunni og við áttum gott samstarf. Þakka þér fyrir samfylgdina. Þinn bróðir, Sveinn (Svenni). Elsku Gylfi er farinn, allt of snemma. Nei, hvað við söknum þín. Þú varst alveg einstakur mað- ur með stóra og mikla útgeislun, engum líkur. Þú varst svo góður og vildir allt fyrir alla gera. Þú átt- ir gott með að kynnast fólki og átt- ir stóran vinahóp. En fjölskyldan átti nú samt stærsta plássið í hjarta þínu, börnin þín þau Anna María, Helgi Valur og Ylfa Lind voru þér dýrmæt, og svo komu gullklumparnir, barnabörnin þín, þau Júlía Líf og Gylfi Valur, sem þér þótti ekki minna vænt um. Það var nú góður dagur þegar þið ákváðuð að flytja saman. Það að þú gast verið nálægt þeim og þið gátuð hjálpað hvert öðru var ykk- ur öllum mikils virði. En á svona kveðjustund eru margar minningar sem koma upp í hugann. Okkur eru til dæmis minnisstæðar margar af þeim góðu stundum sem við áttum sam- an, þegar við vorum öll í Hvera- gerði og Dadda amma, systir þín og Gunnar afi voru þar líka. Það voru nú margir kaffibollarnir drukknir í eldhúsinu hjá þeim í Bláskógum og mikið var spjallað, um allt milli himins og jarðar, að ógleymdri pólitíkinni. Eins höfum við átt margar góð- ar ferðir upp í sumarbústað, þar sem þú elskaðir að vera, að veiða í vatninu, grilla, borða góðan mat og spjalla, það elskaðir þú og helst með fullt af fólki í kringum þig. En ein eftirminnilegasta stund- in okkar saman var þegar við vor- um flutt til Danmerkur og þú bjóst í Kaupmannahöfn og við ákváðum að fara saman til Sví- þjóðar til að heimsækja Steinsa frænda, bróður þinn, það var nú góð ferð sem við gleymum aldrei. „Lige ud“ (beint áfram) er mál- tæki sem alltaf kallar á mynd, af okkur keyrandi um í gömlum ljós- bláum Ford Taunus og Gylfi var á kortinu, alveg dásamleg og ógleymanleg ferð. En nú verðum við víst að kveðja þig, elsku vinur, en minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Við viljum biðja góðan guð að styðja og styrkja elsku börnin þín, barnabörn, bræður, fjölskyldu og vini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Stefanía, Guðný Sjöfn og Gunnar Már. Fallinn er frá um aldur fram góðvinur og vinnufélagi Gylfi Sím- onarson. Mér verða alla tíð minn- isstæð okkar fyrstu kynni. Ég var stýrimaður á m/s Keflavík og við vorum að lesta í Þorlákshöfn. Ég var inni við pappírsvinnu þegar einn hásetinn kom hlaupandi og tilkynnti slys í lestinni. Einn af mönnunum í landi hefði fengið járnkrók í höfuðið, rotast og blæddi. Ég stökk af stað en var ekki komin nema niður á neðsta gang þegar ég mætti alblóðugum manni, Gylfa, sem vildi plástur og kannski sauma. Upp á heilsu- gæslu vildi hann ekki, ekki tími því hann þyrfti að vinna. Hann fór í land, lofaði að koma við á heilsu- gæslunni og láta fagfólk skoða sig, en líka til að sækja vegabréf, föt, kveðja fjölskylduna og láta skrif- stofuna vita að Inga væri búin að ráða hann á ströndina. Ég fékk einhverjar athugsemdir um það að ég væri fljót á mér að ráða mann sem almennt var ekki í mín- um verkahring og það eftir aðeins 5 mínútna viðtal og án þess að þekkja nokkuð til hans nema það að hann notaði ekki hjálm í lest- inni og passaði sig ekki á krókn- um. Óli Thor á skrifstofunni lét þetta reyndar gott heita. Þetta reyndist mér hið mesta gæfuspor, ég eignaðist þarna vin sem varð mér og mínum traustur lífstíðar- vinur og því betri vinur eftir því sem tíminn leið. Gylfi fór ekki að- eins með okkur á ströndina, líka til Murmansk og vann áfram um borð í Keflavíkinni á meðan skipa- félagið var í rekstri. Eftir þetta var oft grínast með það að ég þyrfti að láta rota menn svo þeir yrðu nógu vankaðir til að vilja koma um borð! Gylfi reyndist góð- ur fraktsjómaður, hafði mikla og fjölhæfa reynslu og þekkingu sem kom sér vel. Hann var á meðan heilsan leyfði hamhleypa til vinnu, bóngóður og hjálpsamur og naut ég og mín fjölskylda þess ásamt fleirum. Hann hafði mjög gott skap og við gátum ætíð rætt málin vegna vinnunnar, rökrætt um alla heima og geima en ég minnist ekki að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða. Umburðarlyndi hans og víðsýni gagnvart öðrum var einstök. Hafði hann einstakt lag á að telja menn á sitt band, enda var sama hvert komið var, hann átti alls staðar góða vini og kunningja. Hann tók öllu mótlæti með miklu æðruleysi og kvartaði ekki. Taldi okkur hinum trú um að hann myndi sigrast á krabbanum og verða allra karla elstur. Gylfi átti ekki kost á langri skólagöngu en hóf ungur störf í hörðum skóla lífsins, vann við fjöl- mörg störf sem ég hef ekki tölu á, bæði til sjós og lands, m.a. pípu- lagnir, flísalagnir, garðyrkju, leigubílaakstur o.fl. En slík vinna og langar fjarverur taka oft toll af fjölskyldulífi og tel ég það hans mestu eftirsjá í lífinu hvað honum fannst hann hafa misst af tíma með börnum sínum. Oft fyrnast vináttubönd þegar leiðir á vinnustað skilur en slíkt átti ekki við um okkur Gylfa en við og fjölskyldur okkar hittumst áfram. Sama á við um fleiri skips- félaga okkar á Keflavíkinni sem báðu um kveðjur og samúðar- kveðjur til fjölskyldu Gylfa. Þess- um hinstu vina- og þakklætis- kveðjum fylgja hugheilar samúðarkveðjur frá mér og mín- um til barna hans og fjölskyldu. Inga Fanney Egilsdóttir og skipsfélagar á Keflavíkinni. Gylfi Símonarson ✝ AðalsteinnGrímsson var fæddur 20.2. 1926. Hann lést 4.4. 2012. Foreldrar hans voru Gróa Ágústa Guðmundsdóttir f. 1896, d. 1989 og Grímur Guðmunds- son f. 1898, d. 1973. Fósturfaðir Guð- laugur Davíðsson f. 1909, d. 1986. Systkini: Ólafur, látinn, Ragn- ar, látinn, Guðmundur, látinn, Dagbjartur, látinn, Ingibjörg, látin, Óskar Lúðvík f. 1923. Eiginkona Aðalsteins var Þóranna Hansen f. 18.4. 1936, d. 7.10. 2009, þeirra dóttir er Hild- ur Aðalsteinsdóttir f. 1955, eig- inmaður Ólafur Baldursson f. 1954, synir þeirra: 1) Aðalsteinn hagþróunarfræðingur f. 1981, sambýliskona Andrea Pálína Helgadóttir. Börn Hildur Helga f. 2009 og Þórey Arna f. 2011. 2) Andri Þór tónlistarmaður f. og starfaði eftir það sem leigu- bílstjóri á Hreyfli þangað til hann fluttist til Dalvíkur árið 1955 og hóf búskap með Þór- önnu Hansen. Á Dalvík starfaði Aðalsteinn við sjómennsku, lengst af hjá Útgerðarfélagi Dalvíkinga á togaranum Björgvin sem háseti og um tíma sem matsveinn. Eft- ir að hann kom í land hélt hann áfram störfum fyrir Útgerð- arfélag Dalvíkinga. Starfsævi sinni lauk hann við versl- unarstörf hjá Bílaverkstæði Dal- víkur. Samhliða vinnu sinni var Alli í „hobbýútgerð“ í nokkur ár ásamt Birgi Sigurðssyni og gerðu þeir út trilluna Ósk EA 232. Alli hafði mjög gaman af skák og tefldi í mörg ár með Tafl- félagi Dalvíkur. Einnig var hann góður billardspilari og vann til verðlauna í báðum greinum. Útför Aðalsteins var gerð frá Dalvíkurkirkju þann 13. apríl 2012. 1987. Sonur Að- alsteins er Guð- mundur Ágúst f. 1945, sambýliskona Ingibjörg Gunn- laugsdóttir f. 1948. Börn Guðmundar eru Aðalsteinn Þór f. 1973 og Áróra Kristín f. 1976, barnabörn Guð- mundar eru fimm. Aðalsteinn fædd- ist í Reykjavík og bjó ásamt bræðrum sínum hjá móður sinni og fósturföður lengst af á Laugavegi 27. Frá 6 ára aldri og fram á unglingsár var hann í sveit á sumrin hjá móðurömmu sinni á bænum Rútsstöðum í Flóa. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, fyrst sem sendill hjá Prentsmiðjunni Leiftri, eftir það stundaði hann byggingavinnu, vann meðal annars við að reisa símstöðina á Brú í Hrútafirði. Strax og hann hafði aldur til tók hann bílpróf og meiraprófið Elsku afi minn, baráttu þinni er loks lokið. Aðalsteinn Grímsson afi minn var einstakt ljúfmenni, prúður, hjálpsamur, duglegur og alltaf glaður og skemmtilegur. Ég á eftir að sakna afa. Nú eruð þið amma bæði farin eitthvað annað. Þið voruð einstök og það er nöturlegt til þess að hugsa að ég eigi aldrei aftur eftir að koma í Öldugötuna til ykkar, þar sem ávallt var tekið á móti manni opnum örmum með bros á vör. Mig langar að þakka allar þær frábæru stundir sem við áttum saman og allt sem þið gerðuð fyrir mig. Vona að við eigum eft- ir að hittast aftur á öðrum stað. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Hvíl í friði. Andri Þór Ólafsson. Elsku afi minn og nafni, nú hefur þú kvatt okkur litlu fjöl- skylduna og horfið til annarrar tilveru. Ég sit hér nú sem þrítug- ur maður sem á engan afa og enga ömmu. Sárindin við að kveðja þig eru oft bugandi, en það er hafsjórinn af ástkærum minningum og gleði í sambandi okkar sem beislar sorgina svo við hana ráðist. Samband okkar tveggja var einstakt í öllum skilningi. Við kölluðum okkur vini, og höguð- um okkur alltaf sem slíkir þrátt fyrir 55 ára aldursmun. Það voru aldrei neinar reglur eða bönn í sambandi afa og Alla litla. 11 ára gamall var ég byrjaður að aka bílunum þínum niðri á sandi við Dalvík, og þá yfirleitt með Svala, sælgæti og vídeóspól- ur frá Öldu mér við hlið sem ég hafði óskað eftir og fengið. „Það er allt látið eftir honum“ heyrðist eflaust margoft þegar við tveir áttum í hlut, og það var hárrétt. Líkt og með allt annað tókst þér þó að snúa slíkum pillum upp í grín og fá alla til að hlæja. Húm- or og léttlyndi er það sem þú varst þekktur fyrir sem og ein- stök ljúfmennska sem enginn naut fremur en við bræður og fjölskyldan. Styggðaryrði, kvört- unartón eða mislyndi var aldrei að greina hjá Alla Gríms. Jafnvel nú á seinni árum þegar heilsunni var farið að hraka ríkti yfir þér glaðværð og brosmildi sem hlýj- aði öllum í kringum þig. Ég er svo lánsamur að hafa snemma gert mér grein fyrir hvað ég átti þegar kemur að þér og ömmu. Ég mun alltaf minnast þess þegar ég barði í mig kjark til að taka ykkur bæði á eintal og reyna að útskýra hvað mér þætti vænt um ykkur, hvað ég væri þakklátur fyrir alla ykkar um- hyggju og hjálp við alla hluti sem ég tók mér fyrir hendur. Orðin sem fóru okkar á milli þessa kvöldstund munu veita mér hlýju þangað til við hittumst aftur. Það eru forréttindi að hafa fengið að njóta félagsskapar þíns og umhyggju í rúmlega 30 ár. Ég á þér óendanlega mikið að þakka sem aldrei verður hægt að koma í fáein orð. Hvíldu í friði elsku afi minn. Aðalsteinn Ólafsson. Síðasta för að heiman hafin hinstu kveðju lokið er. Undan bleika banaljánum bjargað enginn getur sér. Fram af hálum feigðarskörum fyrr eða síðar hnígur hver. Löng var orðin lífsins gata lágum vöggustokki frá. Vandi oft á vegferðinni vá og hættum sneiða hjá. Þolraun sár í leiðarlokin langan þrautavef að kljá. Nú er öllum nauðum lokið nætur langar, dægrin stríð. Aftur rennur hrein og höfug heilsulindin tær og þýð. Lausn er fengin, ljúf upp runnin langþráð bata- og hvíldartíð. (Haraldur Zophoníasson) Elsku pabbi. Mikið er erfitt að horfa á eftir þér, það fylgir því svo mikill tómleiki að þið mamma skulið bæði vera farin. Ég gerði mér grein fyrir því, þegar ég hélt í höndina á þér þegar kallið kom, hvað þetta var endanlegt. En eftir lifir fullt af góðum og skemmtilegum minningum sem gott er að hlýja sér við. Það er svo margt sem ég gæti sagt um þig, en það höfum við bara fyrir okkur. Takk fyrir tímann sem þú hafðir alltaf nóg af handa okkur, takk fyrir að vera besti pabbi og afi, takk fyrir öll spilin, bíl- túrana, veiðiferðirnar, sögurnar, ferðalögin og allt hitt. Að endingu pabbi minn þakka ég þér fyrir allar gleðistundirnar sem við fjölskyldan höfum átt með þér í gegnum árin, þær eru alveg ógleymanlegar. Óli besti tengdasonur eins og þú sagðir alltaf sendir þér hinstu kveðju með þakklæti fyrir allt. Þín dóttir, Hildur. Aðalsteinn Grímsson Elsku amma okkar. Ó hvað við eigum eftir að sakna þín sárt. En við munum varðveita allar okkar góðu og fallegu minningar sem eru svo góðar og yndislegar. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín og við gátum alltaf spjallað svo mikið saman, og þú hafðir alltaf frá svo mörgu að segja hvort sem það var um það sem er að gerast í dag, eða um gömlu góðu dagana sem var alltaf svo fróðlegt að hlusta á. Árný Anna Guðmundsdóttir ✝ Árný Anna Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 21. apríl 2012. Útför Önnu fór fram frá Áskirkju 3. maí 2012. Ofarlega er í huga mér Vestur- bærinn sem þér þótti alltaf svo vænt um, og við gátum labbað öll sumrin okkar um allan Vesturbæ sem þú þekktir svo vel meðan heilsa okkar leyfði. En seinni ár- in fórum við mikið á bíl og keyrðum um allan Vesturbæinn sem endaði svo yfirleitt á góðum ís. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því hve sárt við munum sakna þín en ég veit að þú ert komin til afa sem veitir okk- ur huggun í gegnum sorgina. Guð veri með þér, elsku amma okkar, og við munum hittast aftur í fram- tíðinni. Edith Louise, Runólfur og börn. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.